Orðlaus

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Orðlaus - 01.02.2004, Qupperneq 52

Orðlaus - 01.02.2004, Qupperneq 52
Frægt fólk fær varla að deyja lengur án þess að samsæriskenningar spretti upp í kringum það, því það er alltaf skemmtilegra að heyra krassandi sögur og fáránlegar spekúleringar en að sætta sig við að um venjulegt dauðsfall hafi verið að ræða. Elvis og 2Pac eiga að vera enn á lífi, Kennedybræður áttu að vera valdir að dauða Marilyn Monroe og því hefur jafnvel verið haldið fram að heilaþvegið vélmenni hafi drepið John Lennon. Það getur engin fræg manneskja heldur fengið að fremja sjálfsmorð án þess að efasemdaraddir heyrist hingað og þangað frá sorgmæddum aðdáendum og var Kurt Cobain þar engin undantekning. Nú fer að líða að því að 10 ár séu liðin frá dauða rokkarans og er því um að gera að rifja upp nokkrar af þeim samsæriskenningum sem spruttu upp stuttu eftir dauðsfallið og birtust í blöðum, spjallþáttum í sjónvarpi og útvarpsþáttum um allan heim. (Þær skoðanir sem birtast hér á eftir endurspegla á engan hátt skoðanir undirritaðrar eða blaðsins og eru eingöngu ætlaðar til að sýna hvað öll umræðan snerist um.) Samsæri? Þann 8. apríl 1994 fann lögreglan lík Kurt Cobain og leit allt út fyrir að hann hefði drepið sig með því að skjóta sig í hausinn. Ekki voru þó allir tilbúnir að gleypa við þessu. Það hlaut að vera önnur skýring. Kurt Cobain vardrepinn! Samsæriskenningamennirnir töldu þá að einhver utanaðkomandi hefði komist inn í húsið, skotið Kurt og komist út aftur óséður, en hver og hversvegna? Löggan, mafían, dópdílerinn, plötuiðnaðurinn, rokkarinn El Duce, barnfóstran, allir hafa verið grunaðir, en líklegust hefur samsærismönnunum þótt eiginkonan Courtney Love. Þeir segja að ef hún gerði þetta ekki sjálf þá viti hún allaveganna hver gerði það. Hvað gerðist? Kurt Cobain yfirgaf meðferðarstofnun í Kaliforníu 1. apríl 1994 og stuttu seinna tilkynnti Courtney hann týndan. Hann fannst svo látinn sjö dögum síðar. Cortney Love réð rannsóknarmanninn Tom Granttil að rannsaka hvarf eiginmannsins og komst hann að því að Cobain hefði keypt sér byssu nokkrum dögum áður en hann fór á meðferðarheimilið þar sem hann var farinn að óttast um öryggi sitt. Þegar byssan fannst var hún hlaðin þremur skotum og því enn meiri líkur á að Cobain hafi ætlað að nota hana til verndar, ekki sjálfsmorðs. Margir af nánustu vinum Kurt studdu þessa kenningu þar sem þeir töldu hann ekki hafa verið í sjálfsmorðshugleiðingum á þessum tíma. Eftir margra mánaða rannsókn hélt Grant því svo fram að Courtney hafi ráðið ieigumorðingja til að drepa eiginmanninn. Hann sagði að Courtney og Michael Dewitt sem var barnfóstrinn á heimilinu hefðu planað þetta saman. Hank Harrison, blóðfaðir Courtney Love, hefur meira að segja stutt þá tilgátu að dóttir sín tengist á einhvern hátt morðinu á tengdasyninum. Ekki hefur þó tekist að sanna þessa kenningu, en hér eru nokkrar af þeim „sönnunum" sem ollu öllum þessum vangaveltum: Kreditkortið Við rannsóknina kom í Ijós að eitt af kreditkortum Cobain var týnt en einhver hafði þó notað það milli þess að hann dó og líkið af honum fannst. Hver það var veit þó enginn með vissu. Fingraförin Það fundust engin nothæf fingraför á byssunni. Mönnum þykir frekar ólíklegt að Kurt hafi náð að þurrka fingraförin af eftir að hann skaut sig. 8. APRI11994 Sjálfsmorðsbréfið Sjálfsmorðsbréfið sem fannst á heimili Kurt var mjög skrýtið sjálfsmorðsbréf, ef það átti þá að vera það. í því stóð hvergi neitt um að hann hafi ætlað að drepa sig heldur leit bréfið mun fremur út fyrir að vera afsökunarbréf til aðdáenda sinna fyrir að hætta í tónlistinni. Bréfið var einnig skrifað í nútíð en ekki þátíð sem mönnum þótti frekar furðulegt. Það var einungis minnst á Courtney og dótturina Frances neðst í bréfinu og hafa margir rithandarsérfræðingar talið að um tvær persónur sé að ræða. Skilnaðurinn Þetta var þó ekki eina bréfið sem Kurt skildi eftir, Courtney átti annað, annars eðlis. Hún sagði engum frá bréfinu fyrr en mánuðum síðar þegar hún missti það út úr sér í viðtali við Rolling Stone að Kurt hafi ætlað að fara frá konu sinni, Courtney Love, yfirgefa Seattle og hætta í tónlistarbransanum. Því hefur verið haldið fram að Courtney hafi verið hrædd um að tapa milljónum á skilnaðinum og því ákveðið að enda sambandið á sinn eigin hátt. Heróínið Samkvæmt lögregiuskýrslum hafði Kurt sprautað sig meö heróini áður en hann á að hafa skotið sig og var magnið svo gífurlega mikið (þrefaldur óverdós) að það eitt hefði átt að steindrepa hann. Hann hefði því ekki getað skotið sjálfan sig þar sem hann hefði verið dauður. Af hverju ætti hann llka að skjóta sig eftir að hafa sprautað sig með of stórum skammti heróíns? Barnfóstrinn Michael Dewitt, barnfóstrinn, sagði Courtney að hann hefði séð Kurt í húsinu 2. apríl, en Courtney sagði ekki frá því og lét rannsóknarmanninn Tom Grant halda áfram leitinni hjá dópdílerum vítt og breitt um bæinn. El Duce Rokkarinn El Duce úr The Mentors sagði í fjölmiðlum að Courtney hefði boðið honum 50.000 dollara fyrir að drepa eiginmanninn. Nokkrum dögum síðar datt hann fyrir lest og dó. Það eru þó engar sannanir fyrir þessu, eingöngu orð El Duce sem var ekki hræddur við að eignast óvini. Mafían Kurt reitti marga til reiði þegar hann hætti við að spila á Lolapalooza tónlistarhátíðinni, meðai annars mafíuna sem stjórnar jú tónlistariðnaðinum. Þessi ákvörðun hans kostaði milljónir dollara. Kurt, sem ætlaði að hætta í tónlistarbransanum, var því meira virði dauður en lifandi því hægt var að reikna með gífurlegri söluaukningu á Nírvanaplötum. Sem betur fer gleypa ekki allir við samsæriskenningum, en það er þó alltaf hægt að hafa gaman af þeim. Eins og áður sagði hefur ekki tekist að sanna að um morð hafi verið að ræða, ef til vill er meira á bak við ótímabæran dauða rokkarans en ólíklegt er að við munum nokkurn tímann fá að vita það með vissu. Á meðan halda samsæriskenningarnar lifi á netinu. ' uleg heimsmet... Heimsmet i spítalafjölda Árið 1995 voru 67.807 spítalar í Kína sem er mesti fjöldi í heimi. Kína er líka eina landið í heiminum þar sem nútíma lækningar eru stundaðar samhliða náttúrulegum lækningum á öllum stigum heilbrigðiskerfisins. Hefðbundar lækningar eru til dæmis jurtalækningar, nálastunguaðferðir, nudd og fleira. Lengsta óreglulega stríðið Hið svokallaða hundrað ára stríð á milli Englands og Frakklands frá 1337-1453 (116 ár) var í raun og veru mörg óregluleg og illa skipulögð stríð frekar en eitt stórt stríð en fær því titilinn lengsta óreglulega stríð í heimi. Stærta bjórflöskusafn í heimi Ron Werner hefur safnað saman 11.644 eintökum af bjórflöskum síðan árið 1982. Af öllum þessum flöskum eru 7.128 óopnaðar. Mest selda fatamerkið Levi's Strauss Co. er stærsti merkjaframleiðandinn í heimi og selur til dæmis undir nöfnunum Levi's og Docker's. Heildarsalan hjá fyrirtækinu árið 1999 voru 6 milljarðar dollara, ekki lélegt það... j - <■ Stærsta Holiywood heimilið Stærsta húsnæðið í Hollywood er á Mapleton Drive. Stærðin er hvorki meira né minna en 3.390 fermetrar!!! Húsið var byggt fyrir Aaron Spelling og í þvi er æfingarsalur, keilusalur, sundlaug og skautahringur. Það er metið á litlar 37 milljónir dollara. Ríkasta kona i heimi Ríkasta kona í heimi heitir Alice Walton og hún er dóttir Sam Walton sem stofnaði Wal-Mart keðjuna sem er stærsta heildverslunarkeðja í heiminum. Eignir Alice eru metnar á 16,5 milljarða dollara. Hún er rúmlega fimmtug og býr á búgarði í Texas. Ríkasti maðurinn er auðvitað enginn annar en Bill Gates stofnandi Microsoft en það er metið á 52,8 milljarða dollara. Hvað á fólk að gera við allan þennan pening??? Mesti hraðinn á hjólabretti Gary Hardwick sem er frá Kaliforníu setti hraðamet á hjólabretti (hann stóð allan tímann). Hann náði 100,66 km. hraða niður Fountain Hills í Arizona 26. september 1998. Gary er búinn að vera að "hrað"-skeita í mörg ár og sagðist geta talið sig heppinn að hafa ekki stórslasast á meðan þessu stóð. /

x

Orðlaus

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.