Orðlaus - 01.02.2004, Page 53

Orðlaus - 01.02.2004, Page 53
Eitt helsta áramótaheitið er án efa að fara nú að standa sig í líkamsræktinni á nýju ári, hreyfa sig meira, borða holiari mat og þar fram eftir götunum. K En eftir kostnaðasöm jól og áramót standa margir sig að því að hafa einfaldlega ekki efni á líkamsræktarkorti og þá síst af öllum fátækir námsmenn sem bíða i ofvæni eftir stóru greiðslunni frá LÍN. Hvað er þá til ráða fyrir þá metnaðarfullu sem vilja bæta heilsuna og koma sér í gott form á nýju ári....? Eins og flestir vita er í raun ekki nauðsynlegt að eiga kort á líkamsræktarstöð til að koma sér í betra form en hvað annað er í rauninni í boði? Til hliðsjónar Armbeygjur; Fyrst í stað er fínt að gera þær af hnjánum og færa sig svo yfir á tær þegar lengra er komið. 3x 10-15 endurtekningar til að byrja með en síðar 3x 20-25. Þríhöfði; niðursig er t.d hægt að gera af meðalháum stól en þá látum við bak snúa að stólnum, hendur á stólbrúnina, fætur ca. í 90 gráðum og látum okkur síga niður eins og styrkur leyfir og svo aftur upp. Gott að gera 3 x10 endurtekningar til að byrja með en færa sig svo yfir í 3x 15-20. Bakfettur; þær gerum við á gólfinu, ágætt að nota þunna dýnu sem undirlag. Lyftum höndum og fótum upp, höldum í ca.3 sek og sígum svo aftur niður. Passa að hafa fætur alveg saman og ekki að reigja höfuð upp heldur horfa niður í gólf. Gott að taka 3x 15 endurtekningar. Þolþjálfun Útiskokk Kraftganga Sipp Hjólreiðar Línuskautar Sund Skautar Skíðaiðkun Styrktarþjálfun Þrekæfingar Axlir,brjóst,bak,tvíhöfði; armbeygjur Príhöfði; niðursig Mjóbak; bakfettur á gólfi Kviður; kviðæfingar á gólfi Hliðar; bolhliðalyftur Kálfar; tályftur Fætur; hnébeygjustaða, hnébeygjur, froskahopp Kviðæfingar; þær eru einnig teknar á gólfinu, liggjum á bakinu með hné uppi og fætur í gólfi. Passa að fetta ekki mjóbak heldur láta það snerta gólf. Lyftum efri líkama aðeins upp með því að spenna kviðvöðvana og sígum svo aftur niður. Gott að taka 3x 25 endurtekningar. Bolhliðaæfingar; liggjum á hliðinni með olnboga í gólfi og lyftum líkamanum upp með því að spenna hliðarvöðvana og höldum í ca.3 sek. Ökklar liggja saman og sá neðri á gólfinu. Taka 2x 10-20 endurtekningar. Tályftur; stöndum upp við vegg til að halda jafnvægi og lyftum hæl frá gólfi með því að nota kálfavöðvana. Gott að gera af smá hæð ef sá möguleiki er fyrir hendi. 3x 10-20 endurtekningar er góð viðmiðun. Fætur; Hnébeygjustaðan; hún er framkvæmd upp við vegg, látum okkur síga niður með bak í vegg og fætur í ca.90 gráðum(minna niður til að byrja með). Halda þeirri stöðu 1 30-60 sek, 2-3 sinnum. Hnébeygjur; standa með fætur í axlabreidd frá hvor öðrum, síga niður í ca.90 gráður og svo upp aftur. Passa að hné fari ekki of framarlega, miða við að sjá í tærnar þegar æfingin er framkvæmd. 3x 10-20 endurtekningar. Froskahopp; beygja hné eins mikið og hægt er og láta fingurnar snerta gólfið og svo upp aftur og hoppa. Endurtaka 10-20 sinnum tvisvar. -Nóg er að velja tvær fótaæfingar til að byrja með eða þá að taka þær allar og færri sett af hverri.- * Gangi ykkur vel! Vilborg Ása Guðjónsdóttir Einkaþjálfun F.I.A. Hártískan: Kk Stórt og mikið hár, ekkert Rfc' hár, sítt hár, stutt hár, slétt V* 'V hár, krullað hár, sterkar línur og mjúkar línur. Það er allt í gangi og helst að blanda þessu öllu saman í þína eigin hártisku hvort sem að þú vilt halda þinni sídd eður ei. Götutískan I sambland við tísku og list. Klippingin 2004: Hvað varðar klippingu þetta árið þá eru bæði mjúkar og sterkar línur mikið inni. Fallega sítt hár getur enn haldið sídd sinni en í staðinn koma sterkir "effectar" inn (hárið, sem gefur þvi meira Iff. Lúkkiö verdur bæði tignarlegt og rómantískt með sterkum og kröftugum Knum og formi. Hjálmaform og sterkir toppar með kvenlegu ívafi Texti: Anna, hárstofunni Gel. Myndir: Vidal Sassoon Collection Hárlitur: Fyrir 2004 er mikið verið að notast við náttúrulega hárlitinn í sambland við "dusty pink" eða "vibrant" rauðan. Einnig koma bláir og dökkfjólubláir litir sterkir inn. Þessir litir verða þó aðeins notaðir sem "effectar" Fallega blár getur orðið flottur „effect' í bæði Ijósu og dökku hári. Götutískan f blandi við tísku og list illecq^tt hár getur frfn haldid sídd sinni, en í staöírfW sterkir „effectar-^fiðíí hárið sem að gefur því meira líf. V

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.