Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 9
9Þriðjudagur 2. maí 2006 Austurvegi 69 - Selfossi - Sími 4 800 400 VASKUR • Kubota vatnskæld • 26 hestafla vél • Öflugt vökvakerfi • Lyftigeta, beinn: 955 kg • Lyftihæð: 2,7 m • Snúningsradíus: 55 sm • Heildarþyngd: 1665 kg • Breidd: 89 - 109 sm • Dekk 7.00 - 12 AS Jötunn Vélar - Sterkur félagi - jotunn.is P re nt sm ið ja S uð ur la nd s „Hin sívinsælu skógræktar- námskeið Björns Jónssonar, fyrrv. skólastjóra, eru hafin. Undanfarin ár hafa um 2000 manns sótt þessi námskeið. Námskeiðin eru sniðin að þörfum áhugamannsins sem vill ná góðum árangri í skóg- ræktarstarfinu. Á námskeið- unum er fjallað um alla helstu þætti ræktunarstarfs- ins. Námskeiðin eru t.a.m. sérstaklega áhugaverð fyrir sumarhúsaeigendur. Nám- skeiðin eru haldin í húsnæði Skógræktarfélags Íslands í Skúlatúni 6. Næsta námskeið verður þriðjudagskvöld 2. maí og fimmtudagskvöld 4. maí. Nánari upplýsingar á skog.is og skog@skog.is og í síma 551-8150. Skógræktar- félag Íslands, landsamband skógræktarfélaganna.“ Steinar Björgvinsson hjá Blómaálfin- um á Vesturgötunni í Reykjavík varð Íslandsmeistari í blómaskreytingum 2006 í Íslandsmeistarakeppni, sem fór fram á opnu húsi á starfstöðu Land- búnaðarháskólans á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta. 12 þátttakendur tóku þátt í keppninni. Keppendur fengu tvö verkefni, annars vegar að út- búa brúðarskart eða brúðarvönd fyrir samkynhneigt par og hins vegar að út- búa skreytingu með yfirskriftinni; „Óður til vatnsins“. Steinar varð í fyrsta sæti í A-flokki, Berglind Er- lingsdóttir varð í öðru sæti og Elva Jónatansdóttir í því þriðja. Í B-flokki nemenda og annarra byrjenda sigraði Kristín Ellen Bjarna- dóttir, Ásdís Pálsdóttir varð í öðru sæti og Marta Sigurðardóttir í því þriðja. Þær eru allar að útskrifast af blóma- skreytingabraut skólans í vor. Þetta var í þriðja skipti sem Ís- landsmeistarakeppni í blómaskreyt- ingum er haldin en Steinar varð einnig Íslandsmeistari þegar keppnin var haldin síðast fyrir tveimur árum. Hann var eini karlmaðurinn sem tók þátt í keppninni. /MHH Íslandsmeistari í blómaskreytingum 2006 Steinar og Dorrit Moussaieff sem af- henti honum verðlaunin á Reykjum á sumardaginn fyrsta. Hentug námskeið fyrir sumarbúsaðaeigendur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.