Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 19
19Þriðjudagur 2. maí 2006 Siglt inn Hvalfjörð Uppsetning háhraðatengingar í Skagafirði hefst í vor. Ársæll Guðmundsson, sveitarstjóri sveitarfélagsins Skagafjörður, sagði að þetta ætti sér langan aðdraganda. Fyrirtækið Fjöl- net hf. á Sauðárkróki hefur verið að leggja ljósleiðara á Sauðárkróki um nokkurra ára skeið. Nú hefur verið stofnaður fjarskiptasjóður, sem fékk fjár- muni við sölu Símans, og er honum ætlað að veita fé til að bæta fjarskipti í dreifbýli. Þar með opnast möguleiki á að fara í þessi mál af fullum krafti. ,,Sveitarfélagið hefur verið að skoða með Skagafjarðarveitum ehf., sem eru í eigu sveitarfélags- ins, Fjölneti hf. og fleiri aðilum að stofna nýtt félag til að annast ljósleiðaravæðingu og gagna- veitu Skagafjarðar og byrja á þéttbýlisstöðunum í sveitarfélag- inu. Það tekur nokkur ár að ljós- leiðaravæða allan Skagafjörð og því verður unnið að almennum tengingum í dreifbýli samhliða ljósleiðaratengingum í þéttbýl- inu. Það verða því aðrar lausnir til að byrja með fyrir dreifbýlið og fjármagn hefur þegar verið eyrnamerkt til þeirrar vinnu. Með þessu mikla átaki verður farið í að kippa öllum Skagfirðingum inn í nútímann,“ sagði Ársæll Guðmundsson. Hann segir að nýja félagið sem stofnað verður um þetta verkefni muni sækja um styrk úr fjarskiptasjóði. Hann er ekki byrjaður að veita styrki en það gæti orðið á þessu ári. Orðsending til nautgripabænda! Við, - forsvarsmenn Os Husdyrmerkefabrikk as í Noregi höfum ákveðið hvernig við hyggjumst standa að því að bæta eyrnamerki í nautgripi sem hafa upplitast og eru ó- eða illlæsileg. Um er að ræða merki sem framleidd voru á tímabil- inu september 2003 til desember 2005. Við teljum að við séum búin að finna varanlega lausn á þessu vandamáli, sem mun duga við öll venjuleg umhverfisskilyrði í fjósum. Fyrirkomulagið verður sem hér segir: Fram til 19. maí 2006 er nautgripabændum, sem þetta á við um, gefinn kostur á að panta ný merki. Gengið skal frá pöntun í töluvukerfinu MARK. Þessi merki er eingöngu hægt að panta sem ,,end- urpöntuð merki“ þ. e. aðeins er hægt að panta merki með gripanúmerum sem áður hafa verið pöntuð og verða þessi merki því auðkennd með bókstafnum N. Merkin verða framleidd og póst- send til hvers bónda án endurgjalds. Við væntum þess að nautgripabændur nýti sé þetta tilboð okkar f.h. Os Husdyrmerkefabrikk as Wenche Wikan Ligård, framkvæmdastjóri. Skagafjörður Ljósleiðaravæðing og háhraðatengingar L a m b o o s tLamboost er fæðubótarefni sem er auðugt af broddmjólk og næringarefnum og er sérstaklega hannað með þarfir lítilla og léttra lamba í huga. Lamboost veitir þessum lömbum aukna orku sem er þeim lífsnauðsynleg eftir fæðingu. Lamboost stuðlar að jafnvægi þarmaflórunnar og getur þannig komið í veg fyrir skitu F l o r y b o o s t Floryboost er þarmastyrkjandi pasta til inntöku fyrir lömb með meltingartruflanir. Floryboost inniheldur sérstakan leir (montmorillonite), sölt, dextrósi, frúktó-ólígósakkaríð og nauðsynlegar olíur úr blóðbergi og rósamarín. Þetta fæðubótarefni er notað ef meltingartruflanir hafa gert vart við sig. Auðvelt í notkun og er með íslenskum leiðbeiningum. Þarfnast ekki blöndunar og má nota strax. Sauðfjárbændur athugið!!! Nánari upplýsingar getur þú fengið hjá dýralækninum þínum eða hjá umboðsaðila. Umboðsaðili: Dýraheilsa ehf. Sími: 564 2240 Heildsöludreifing: Vistor hf. Lamboost og Floryboost Ómissandi í sauðburðinum!! Pasta til inntöku fyrir lömb Nú fæst einnig Floryboost fyrir lömb      !"#! $#%&'()*) + ,$!-

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.