Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 12
12 Þriðjudagur 2. maí 2006
ESB lofar alifugla-
rækt stuðningi
Embættismannaráð ESB hefur
ákveðið að létta fjárhagslega
undir með alifuglarækt í lönd-
um sambandsins vegna þeirrar
ógnar sem stafar af fuglainflú-
ensunni. Áætlað er að neysla
fuglakjöts í ESB hafi dregist
saman um að meðaltali 30% í
löndum sambandsins af þeim
sökum.
Í Miðjarðarhafslöndunum,
einkum í Ítalíu og á Kýpur, hefur
sölusamdrátturinn numið 80%.
Almennt styrkjakerfi ESB get-
ur ekki tekið á máli sem þessu, en
landbúnaðarstjóri sambandsins,
Mariann Fischer Boel, hefur heitið
því að þessar reglur verði teknar
til endurskoðunar þannig að tekið
verði á máli sem þessu, m.a. með
því að kjúklingaframleiðendur
dragi úr framleiðslu sinni.
Í nokkrum löndum ESB eru
geymslur fyrir kjúklingakjöt nú
þegar fullnýttar, m.a. í Frakklandi,
Hollandi og Þýskalandi.
Fuglainflúensan og kreppan í
Miðausturlöndum veldur því að
fyrirtækið Danpo dregur veru-
lega úr framleiðslu í sláturhúsi
sínu í Farre í grennd við Give á
Jótlandi.
Frá og með 1. júlí verður dregið
úr framleiðslunni um 65% og 70 -
85 starfsmönnum af 290 verður
sagt upp. Með þessu dregur móð-
urfélagið, Lantmännen Kronfågel,
úr heildarframleiðslu sinni um
15%. Framleiðsla á sláturhúsinu í
Års og tveimur sænskum slátur-
húsum verður óbreytt, en fyrirtæk-
ið hefur lagt í miklar fjárfestingar í
þessum þremur sláturhúsum í því
skyni að bæta afkomuna.
Liður í þessum aðgerðum er að
halda fundi með kjúklingabændum
til að fjalla um samdrátt í fram-
leiðslu þeirra. Þar er stefnt að því
að skuldugustu bændurnir með
nýjustu fjárfestingarnar haldi
áfram en hinir dragi úr framleiðsl-
unni tímabundið.
Danpo hefur jafnframt lækkað
verðið til bænda um 0,10 dkr. á kg
kjöts.
Mjólkurvörur frá Arla
aftur í búðarhillum í Dubai
Stórverslun Géant í Dubai í
Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum við Persaflóa hefur
nú aftur á boðstólum vörur frá
Arla Foods, en danskar vörur
voru fjarlægðar úr hillunum
vegna birtingar á teikningum af
spámanninum Múhammeð í
dönskum blöðum.
Það var eftir auglýsingaherferð
í arabískum blöðum að salan hófst
á ný að sögn Jan E. Pedersen, yfir-
manns viðskipta Arla við Miðaust-
urlönd. Í auglýsingunum kveðst
Arla skilja að teikningarnar hafi
sært múslíma og að fyrirtækið sé á
móti birtingu þeirra. Géant er til-
tölulega lítill viðskiptavinur okkar
en þetta er skref í rétta átt, segir
Jan E. Pedersen. Vörur frá Arla eru
hins vegar enn ekki í hillum stór-
verslanakeðjanna, svo sem Car-
refour og Coop í furstadæmunum
né í Saudi-Arabíu.
Ferðamáladeild Hólaskóla fékk
nýverið styrk úr Starfsmennta-
áætlun Evrópu (Leonardo) til
að senda 12 verknema í starfs-
þjálfun í ferðaþjónustu til landa
innan Evrópu. Með þessu opn-
ast nýr möguleiki fyrir nemend-
ur Ferðamáladeildar til að
stunda hluta náms síns erlendis
og njóta til þess fjárhagslegs
stuðnings. Greitt er fyrir
tungumála- og menningarlegan
undirbúning, ferðir og uppihald
meðan á verknámi stendur, alls
sem nemur EUR 2650 á nem-
anda. Styrkirnir standa nem-
endum í diplóma og BA námi
við Ferðamáladeild til boða,
jafnt nemendum í staðarnámi
sem fjarnámi.
Miklar breytingar og ör þróun í
dreifbýli á undanförnum árum og
áratugum hefur orðið til þess að
margir hafa leitað nýrra leiða til
atvinnusköpunar. Aukin menntun
og færni er því sífellt að verða
mikilvægari þáttur til að bæta
möguleika fólks á vinnumarkaði.
Víða til sveita hafa menn horft á
ferðaþjónustu sem vænlegan kost
til að auka nýtingu eigna og bæta
atvinnumöguleika. Það er því
ánægjulegt þegar ný tækifæri
bjóðast fólki til að víkka sjón-
deildarhringinn og auka hæfni
sína og getu til margháttaðra
starfa sem styrkt geta þróun
byggðar og atvinnulíf á lands-
byggðinni.
Reglulega er úthlutað styrkjum
vegna starfsmenntaáætlunar Evr-
ópusambandsins, sem ætlað er að
styðja við og efla starfsmenntun í
Evrópu. Við síðustu úthlutun fékk
Hólaskóli, háskólinn á Hólum þrjá
styrki til starfsmenntaverkefna
sem lúta að markmiðum áætlunar-
innar. Var það næsthæsta úthlutun
að þessu sinni hér á landi. Styrkj-
unum er ætlað að stuðla að aukn-
um samskiptum milli landa og
gefa fólki tækifæri til að kynnast
ólíkum menningarheimum, tungu-
málum og jafnframt leita nýrrar
þekkingar á fræðasviði sínu.
Nemendur á ferðamálabraut
Hólaskóla eru nú alls um 65 tals-
ins, þar af 45 fjarnemar sem bú-
settir eru vítt og breitt um landið.
Stunda þeir nám með nútímatækni
og á þeim tíma sem hentar að-
stæðum hvers og eins. Þeir nem-
endur sem nú eru við nám og þeir
sem hefja nám á næsta skólaári,
hafa allir möguleika á að sækja
um styrk til að taka sitt verknám
hjá ferðaþjónustuaðilum erlendis.
Nánari upplýsingar um verknám
ferðamáladeildar veitir Ingibjörg
Sigurðardóttir, inga@holar.is.
Sambærilegur möguleiki er einnig
fyrir hendi við Fiskeldis- og fiska-
líffræðideild skólans. Rétt er að
benda á að umsóknarfrestur um
nám við Hólaskóla fyrir skólaárið
2006-2007 rennur út 10. júní
næstkomandi, en frekari upplýs-
ingar um nám og aðstöðu má
finna á vef skólans
http://www.holar.is/
Kjúklingafyrirtækið Danpo dregur úr
framleiðslu sinni vegna fuglainflúensu
og myndbirtinga af Múhameð spámanni
Mikill áhugi er í Danmörku
meðal bænda, bæði í almenn-
um búskap og garðyrkju, sem
og stofnunum þeirra og fyrir-
tækjum, á að taka í notkun nýj-
ar framleiðsluaðferðir og tækni
sem fara vel með umhverfið.
Stjórnarskrifstofa matvælaiðn-
aðarins (Direktoratet for Föde-
vareerhverv) hefur fengið 29 um-
sóknir um verkefni sem eiga að
sýna, prófa eða aðlaga nýja tækni
sem nota má í landbúnaði eða
garðyrkju, að sögn Matvæla- og
landbúnaðarráðuneytisins.
Stjórnarskrifstofan hefur veitt
alls 30,3 milljón dkr. til frum-
kvöðlaverkefna á þessu sviði. Að
auki veita sveitarfélög, ömt og
sjóðir landbúnaðarins 21,5 millj-
ónum dkr. í verkefnin eða kr. 51,8
milljónum alls.
Meðal verkefna má nefna að
Dönsku svínaræktarsamtökin fá
styrk til að draga úr lykt og upp-
gufun ammóníaks í svínahúsum.
Þá fá samtök garðyrkjunnar styrk
til ræktunar á lífmassa til að
draga úr orkukostnaði og annars
verkefnis þar sem varmi í gróður-
húsum er endurnýttur í stað þess
að hleypa honum út í andrúms-
loftið.
Danskir bændur taka í notkun
nýja umhverfisvæna tækni
Nokkrir af nemendum ferðamáladeildar.
Ferðamáladeild Hólaskóla
Nýr möguleiki á starfsnámi erlendis
Unnur Birna og Þóroddur frá Þóroddsstöðum. Bæði njóta þau vinsælda fyrir sakir fegurðar og atgerfis
þótt hlutskipti þeirra í lífinu sé að öðru leyti ólíkt. /MHH
Áhugi er fyrir því að stofna
framhaldsskóla í Rangárþingi
ytra. Guðmundur Ingi Gunn-
laugsson, sveitarstjóri í Rangár-
þingi ytra, sagði í samtali við
Bændablaðið að settir hafi verið
af stað vinnuhópar til að skoða
möguleikana á að stofna fram-
haldsskóla í báðum Rangár-
þingunum á sama tíma.
Guðmundur Ingi segir að þeir
líti mjög til þess sem gerst hefur á
Snæfellsnesi þar sem komið var á
framhaldsskóla í Grundarfirði fyr-
ir öll sveitarfélögin á Snæfellsnesi
og hefur heppnast vel.
,,Við erum að byrja að þreifa
fyrir okkur; erum búnir að senda
erindi til sveitarstjórnanna í ná-
grenni við okkur. Sveitarstjórnir
Rangárþinganna beggja og Ása-
hrepps eru mjög jákvæðar. Við
höfum ekki fengið svar frá Mýr-
dalshreppi en Skaftárhreppur vill
bíða eftir niðurstöðum úr vinnu
við menntamál í væntanlegum
Vaxtarsamningi fyrir Suðurland
áður en tekin er afstaða í málinu,“
sagði Guðmundur Ingi.
Fræðsluhópurinn hefur hafið
vinnu og er að byrja í gagnaöflun
og eiga einn fund með skóla-
meistara Fjölbrautaskóla Suður-
lands, þar sem fengust miklar
upplýsingar og fróðleikur um um-
hverfi þessara mála. Fræðsluhóp-
urinn er nú að undirbúa að fara
dýpra í málið.
,,Vegna smæðar getur verið
erfitt að hafa í starfi nægjanlegan
fjölda kennara með nægjanlega
fjölbreytta menntun. Þetta er
gjarnan leyst með fjarnámi. Ég tel
víst að við munum horfa til slíkra
möguleika, sagði Guðmundur
Ingi Gunnlaugsson.
Áhugi fyrir stofnun fram-
haldsskóla í Rangárþingi ytra
Bændablaðið
kemur næst út
þriðjudaginn 16. maí