Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 10
10 Þriðjudagur 2. maí 2006 Vinningshafar í ritgerðarsamkeppni Landsbyggðarvina. Fv. Maggý Hjördís Keransdóttir, Guðmundur Guðlaugs- son bæjarstjóri Vesturbyggðar, Una Áslaug Sverrisdóttir, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra, Pálmi Snær Skjaldarson, Unnur Birna Vilhjálmsdóttir Ungfrú Heimur og Fríða Vala Ásbjörnsdóttir. /Bændablaðið Jón Svavarsson, Motiv-mynd. Vinningshafar í get- raunaleik Landstólpa ehf. Í vetur hóf Landstólpi ehf. inn- flutning á skotbómulyfturum frá Ítalíu sem heita Faresin Haulotte. Landstólpi var með kynningu á þessum lyfturum fyrir utan Hótel Ísland þegar hin árlega árshátíð fé- lags Kúabænda var haldin þar. Í tilefni af því vorum við með þræl erfiðan spurningaleik sem margir tóku þátt í, all margir þó með öll svör rétt sem kom okkur verulega á óvart. Það sem vafðist mest fyrir svarendum var hve margir starfa hjá Landstólpa og eins voru þó nokkuð margir, og þá helst konur, sem voru tregir að gefa upp skó- stærð. Í vinning voru þrjár 10.000 kr. vöruúttektir hjá Landstólpa. Hjörtur Haraldsson, Víðigerði, 601 Akureyri Gunnar Sveinbjörnsson, Sumarliðabæ, 851 Hella Sigurður Loftsson, Steinsholti, 801 Selfoss Hér eru þau Auður Olga , Eiríkur og Margrét Hrund Arnarsbörn, að draga út vinningshafana. Það var góð stemning í Norræna húsinu hjá hinum frjálsu félaga- samtökum, Landsbyggðarvinum í Reykjavík og nágrenni, fimmtudaginn 9. mars s.l., þegar verðlaunaafhending fyrir bestu ritgerðir í ritgerðarhluta verk- efnisins, Unglingalýðræði í sveit og bæ, fór fram. Samtökin höfðu í samstarfi i við nokkra grunn- skóla, aðallega í dreifbýli, ýtt verkefninu úr vör, en það varðar ungt fólk, 13 - 17 ára, heima- byggð þess og lýðræði. Í ritgerðarverkefninu var ung- lingunum ætlað að gaumgæfa mál- efni heimabyggðar sinnar, velta fyrir sér framtíðarmöguleikum hennar og gera sér grein fyrir hvað þeir gætu lagt af mörkum í því efni. Allt í von um að það efli bjartsýni og styrki sjálfsmynd fólksins og þar með framgang at- vinnu- og menningarlífs á hverjum stað og samfélagsins í heild. Hlutverk dómnefndar var að meta ritgerðirnar með áherslu á góðar hugmyndir höfundanna til bóta fyrir byggðina og hvernig framlag þeirra getur skipt máli við að framkvæma þær, þ.e. meira var lagt upp úr innihaldi og eigin framlagi en formi. Veitt voru þrenn verðlaun. Fyrstu verðlaun hlaut Una Ás- laug Sverrisdóttir í 8. bekk Grunn- skóla Vesturbyggðar, Bíldudals- skóla, fyrir ritgerð sína, sem ber titilinn Heimabyggðin mín. Önnur verðlaun hlaut Maggý Hjördís Keransdóttir í 8. bekk Grunnskóla Vesturbyggðar, Pat- reksskóla, fyrir ritgerð sína Sveitin mín - Stuðlum að betri byggð. Þriðju verðlaun hlaut Pálmi Snær Skjaldarson, nemandi í 8. bekk Grunnskóla Vesturbyggðar, Patreksskóla, fyrir ritgerð sína Heimabyggðin mín. Úr fréttatilkynningu. Borgin og landsbyggðin Ég hef á undanförnum misserum óvart fengið smá innsýn í ákveð- inn þátt þjóðarbúsins sem snýr að landnýtingu og hef verið að velta þessum málum fyrir mér í víðara samhengi og svona almennt. For- sendur til margra þátta atvinnu- lífsins breytast svo hratt að við höfum varla undan að átta okkur á öllum þessum breytingum og hvernig þær virka hver á aðra og þjóðlífið yfirleitt. Ræktanlegt land á Íslandi er okkur mikils virði. Við fáum tíðar fréttir af því hvað mat- vælaframleiðsla í öðrum löndum gengur oft brösuglega fyrir margra hluta sakir og við hljótum að stóla á okkar land fyrir okkar matvælaöryggi að svo miklu leyti sem það er hægt. Það er ekki leng- ur offramleiðsla í íslenskum land- búnaði. Sífellt fer aukið land undir byggingar. Unnið er að verndun og endurheimt votlendis og við viljum og verðum að rækta skóga. Það er líka nauðsynlegt fyrir þjóð- ina að virkja og nýta orkuna í vatnsföllunum til atvinnuupp- byggingar, það er engin spurning og orkan þarf að komast á áfanga- stað. Forgangsröðunin Með allt þetta og jafnvel eitthvað fleira í huga, velti ég fyrir mér hvort einn þessara þátta sé svo miklu mikilvægari en aðrir þættir, að hann þurfi sérstakan forgang gagnvart nýtingu lands og þá sér- staklega á láglendi. Er hægt að forgangsraða eða þurfum við þess kannski ekki ennþá? Það hefur þó, að mér virðist, skapast einhver forgangsmáti fyrir vegi og rafmagns- og fjarskipta- lagnir um landið og eflaust eru gildar ástæður fyrir því, en ég held að þarna séu breyttar forsendur frá því sem áður var. Hvað segja fræðimennirnir í Landbúnaðarháskólanum um þessi mál? Þar er aukin áhersla lögð á skipulagsmál í náminu og bændur hvattir til að skipuleggja jarðir sínar með hliðsjón af þeirri starfsemi sem þar fer fram. Er þá gert ráð fyrir því í skipulaginu að einn góðan veðurdag komi orð- sending frá orkufyrirtæki þess efnis að það þurfi að nota landið fyrir flutningslínur á ca. 150 metra breiðu belti gegnum jörðina og þar megi bóndinn þá hvorki byggja neitt, rækta tré eða yfirleitt vera að flækjast fyrir? Bóndanum gert að víkja Er það sjálfgefið að orkufyrirtæki geti alltaf valið auðveldustu og ódýrustu leiðina fyrir sig, án tillits til annarrar nýtingar á landinu? Og jafnvel sökkt nokkrum hektur- um af ræktuðu landi hér og þar, ef það hentar þeim að færa vatnsföll milli dala, án þess að athuga fyrst hvort það komi sér illa fyrir ein- hvern? Miðað við umfjöllunina um aukinn orkufrekan iðnað á Íslandi og áframhaldandi stórvirkjanir, þá gefur það augaleið að stórar flutn- ingslínur þurfa sífellt meira pláss vítt og breitt um landið. Nú er það svo að stærstu orku- framleiðslufyrirtækin og flutn- ingskerfið eru (ennþá) í eigu þjóð- arinnar og þjóðin er ennþá dreifð út um flestallar jarðir. Það hljóta fleiri en ég að velta því fyrir sér hvort það sé sanngjarnt að ein framleiðslugrein í landinu, þ.e.a.s. raforkuframleiðendur, geti enda- laust selt afurðir sínar á kostnað annarrar framleiðslugreinar, þ.e. landbúnaðar. Það er oft þannig að háspennulínurnar eru staðsettar á þeim hluta jarða sem eru heppi- legastar fyrir starfsemi landeig- anda. Eins og þetta er núna þá þarf bóndinn/landeigandinn að víkja með sína starfsemi, notast við erfiðari og þá kostnaðarsamari hluta jarðarinnar, eða draga saman starfsemi sína, jafnvel hætta og fara burt og þá væntanlega með eingreiðsluna í vasanum. Þessi eingreiðsla, sem á að vera bót fyr- ir tjónið sem bóndinn verður fyrir vegna línulagnanna, hefur fram að þessu (að mestu leyti) verið ákvörðuð af orkufyrirtækinu, en ekki landeigandanum. Ekkert einkamál! Í Bændablaðinu þriðjudagurinn 28. mars sl. er greint frá því að „á búnaðarþingi hafi verið samþykkt ályktun um að taka beri upp leigu- gjöld í stað eingreiðslna fyrir landspjöll af orku- og fjarskipta- lögnum. Einnig er því beint til stjórnar að hún láti útbúa samn- ingsform til að nota þegar bænd- ur/landeigendur semja við orku- eða fjarskiptafyrirtæki um línu-, strengja- eða röralagnir um land þeirra. Einnig verði lagt mat á hæfileg leigugjöld fyrir slíkar lagnir og taki þau mið af þeim takmörkunum á nýtingu landsins fyrr og síðar, sem lagnirnar valda.“ Mér líst vel á þetta og hvet stjórn og starfsmenn bænda- samtakanna til að vinna ötullega að þessu máli. Það er ekki einka- mál orku- og fjarskiptafyrirtækja hvernig þessum línumálum er háttað. Það er líka spurning hvort það sé einkamál þeirra, sem nú eiga og nýta jarðirnar, hvernig frá þessum málum er gengið. Ég veit ekki hvort það er ein- skær tilviljun að þegar farið var af stað með byggingu Fljótdalslína 3 & 4 og talsmenn Landsvirkjunar eitthvað búnir að ræða við bændur, þá pökkuðu bændur saman, hver á fætur öðrum og yfirgáfu bæina, fóru burt og væntanlega með ein- greiðsluna í vasanum. Mér finnst þetta benda til þess að kostir þess- ara jarða hafi rýrnað meira en menn gætu bætt upp með þessum ein- greiðslum. Þeir sem á eftir koma og kaupa eða erfa þetta land, sitja hins vegar uppi með þessi línumann- virki og verða að umbera tilvist þeirra um ókomin ár, án nokkurra skaðabóta. Það er með þetta eins og oft ger- ist, að það skapast togstreita milli hagsmuna einstaklinga á hverjum tíma og hugsjóna varðandi framtíð- ina. Það væri samt hagstæðara fyrir hinar dreifðu byggðir að fjármunir, sem koma sem tjónabætur vegna skertrar landnýtingar af völdum línulagna, yrðu nýttir til að virkja aðra kosti jarðanna og halda þeim byggilegum ef unnt er. Það getur verið misjafnt hvort hentar betur í hverju tilviki, eingreiðsla eða leigu- gjald. Aðalatriðið er að landið sé metið að verðleikum og ekki sé hallað á neinn í samkeppninni um sölu afurða, hvort sem þær eru í formi raforku, kjöts, fisks, viðarteg- unda eða annarrar starfsemi. Steypt í þágu þjóðar! Að lokum. Ég fæ mér göngu síðla dags, hér í sveitinni. Eftir lygnan dag kemur mildur andvari fram óbyggðan dalinn. Þessi andvari er óþægilegur vegna þess að honum fylgir megn fnykur. Það er engu líkara en gengið sé fram hjá röð af gömlum trukkum í gangi. Það sjást þó engin slík tæki í augna- blikinu, en þau eru þarna bak við hæðina og hafa verið þar meira og minna undanfarnar vikur og mán- uði og áin gruggug á góðviðris- dögum. Það er unnið að því hörð- um höndum að steypa dalinn okk- ar í þjóðarþágu. Megi þjóðin lifa í sátt. Guðrún Kjartansdóttir, Áreyjum, Reyðarfirði. Land og línur Til sölu Nissan Parol árg. ´94 33“ dekk. Verð kr. 800.000. Upplýsingar í síma 463-3162 eða 696-3162      

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.