Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 24
24 Þriðjudagur 2. maí 2006 Steinefna- skortur: Getur verið ástæða fyrir lækkandi fylj- unarprósentu Einkennilega lítið hefur verið fjallað um steinefnaskort í um- ræðunni um lága og lækkandi fyljunarprósentu og aðra kvilla sem hrjá íslenska hestinn, þ.ám. sumarexem og spatt. Á árum áður á meðan hross voru almennt rekin í afrétt gátu þau bjargað sér með hin ýmsu steinefni beint úr náttúrunni. Einnig var algengt að hross fengju saltsíld á útigangi, en í heilli saltaðri síld er mikið magn steinefna. Með tilkomu salmonellu var þessi vetrarfóðr- un nánast úr sögunni. Á seinni árum hefur verið þrengt hægt og bítandi að beitarhólfum, þannig að ormasýking og stein- efnaskortur hefur stóraukist. Blóðsýni sem tekin hafa ver- ið úr hrossum sýna mjög lágt hlutfall selens, sem síðan hefur víðtæk áhrif á getu hesta og heilbrigði. Telja má öruggt að steinefnaskortur hái nánast öllu ungviði hér á landi, og virðist það vera almenn skoðun manna að beinagrindin sem er að vaxa í ungviði þurfi ekkert bygging- arefni. Þarna kemur steinefna- skortur harðast niður þ.e. á ung- viðinu. Íslenski hesturinn hefur og verið auglýstur erlendis sem harðgerður lítill hestur og nægjusamur. Svo langt hefur þetta gengið að útlenskir hafa talið hann geta lifað af lofti og snjó, og eru þeir ekki einir um það, því miður er ekki alveg búið að útrýma þessari trú hér- lendis heldur. Við íslenskir hestamenn verðum að taka þessi mál fast- ari tökum og líta á steinefnagjöf sem sjálfsagðan þátt í fóðrun hrossa. Margar leiðir eru til þess fallnar að leysa þessi mál. Útigangshross: Steinefnastampur, 20 kg. Plast- fata með steinefnum blönduð- um upp í melassa, þar sem hrossin hafa frjálsan aðgang að steinefnum, og taka þau eftir þörfum. Steinefnakeila er stein- efnafóðrari, sem hafður er úti og þolir vind- og vatnsálag mjög vel. Í hann eru notuð kurl- uð steinefni, sem ætluð eru til sjálffóðrunar. Í Steinefnakeil- una má einnig blanda grófu salti saman við steinefnin. Hross á húsi: Margar steinefnablöndur eru í boði, sem þarf að skammta hrossum. Hafa verður í huga við val á slíkum blöndum að sumar þeirra eru ætlaðar vinnu- hestum erlendis sem eru fóðr- aðir á allt annan hátt en við fóðrum hér á landi. Uppistaðan í fóðrun á Íslandi er heyfóður, og verður að taka tillit til þess þegar valin er steinefnablanda. Moli minkabani líkist húsbónda sínum á Skjaldfönn Það var í janúar sem Indriði bóndi á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp fann dauðan mink í hlöðunni og hugði hann hafa lokast inni. Fyrir tíu dögum stóð hann kisa hins vegar að verki við minkaveiðar í þessari sömu hlöðu. Var Indriði þá á leið til gegninga í fjarhúsum og kisi elti húsbónda sinn eins og vana- lega. Snjór var yfir og vel spor- rækt og kom Indriði auga á ný- gengna minkaslóð sem lá niður fyrir íbúðarhús. Fylltist hann strax veiðihug og þar sem byssa var ekki við höndina greip hann skóflu og hugðist ráðast til at- lögu við minkinn. Minkurinn hvarf honum sjónum og reiknaði Indriði með að hann hefði farið í hlöðuna áðurnefndu. Aðeins nokkrum mínútum síðar, þegar Indriði hafði sótt byssuna, lagði mikla minkapest á móti honum úr hlöðunni og við blasti kisinn Moli hróðugur með bráð sína. Telur Indriði næsta víst að fyrri minkurinn hafi hlotið sömu ör- lög. Veiðitímabil kisa stendur ekki allt árið því yfir sumarið þarf Indr- iði að hneppa hann í gæsluvarð- hald, þar til farfuglarnir hverfa síð- sumars, því ekki vill hann að kisi komist í fuglana. „Á haustin er svo komið nóg af músum fyrir hann að veiða, þær tímgast hratt yfir sum- arið. „Þrátt fyrir góðan árangur kisa við minkaveiðarnar segist Indriði ekki farinn að temja kisa til slíkra veiða utandyra en hann er afskaplega ánægður með þetta uppátæki kattarins sem greinilega vilji fylgja húsbónda sínum í að bana vargi. „Mættu margir aðrir kettir taka hann sér til fyrirmynd- ar,“ segir Skjaldfannarbóndi. „Sér ekki högg á vatni“ Indriði segir að minknum fari stöðugt fjölgandi eftir að hann fór fyrst að sjást árið 1965. Sjálfur fæst hann við refaveiðar. Á aðeins fjórum morgnum hefur hann farg- að tólf refum, 6 læðum og 6 steggjum eftir að hafa borið út hrútshræ. „Það sér ekki högg á vatni,“ segir Indriði, „miðað við hljóðin og slóðirnar hér í kring. Nú er fengitími og hljóðin hér minna á tyrkneska messu, bæði kvölds og morgna.“ Indriði er ekki í vafa um það að varginn drífi að úr friðlandinu, enda sé grenja- vinnslu sinnt á þessu svæði líkt og gengur og gerist annars staðar. „Yfirvöld hafa dæmt á okkur varginn, sent þessi gæludýr sín yfir mann. Þéttleiki grenja er mik- ill í friðlandinu og vargurinn tímg- ast hratt. Svo er nóg æti yfir sum- arið, til að mynda egg og fugl úr björgunum. Skothús 300 metra frá bænum Þegar vetrar kemst vargurinn hins vegar ekki á fjörurnar í snjó- þyngslum og þá leitar hann hing- að til okkar. Svo gerir þetta usla í rjúpunni, sauðfénu, hlunninda- varpinu og mófuglinum.“ Indriði segir tófuna koma nánast heim að bæ, og finnst ágætt að komast í skotfæri við hana nærri bænum. Í því skyni hefur hann ekki haldið hund á bænum í bráðum áratug, enda fælir hundalyktin tófuna frá. Honum til aðstoðar við veiðarnar er Konráð Magnússon sem hefur komið sér upp hreyfanlegu skot- húsi. „Það er nú staðsett aðeins 300 metra frá bænum og árangur- inn lætur ekki á sér standa. Það kæmi mér ekki á óvart þó við ætt- um eftir að tvöfalda veiðina, búið er að skjóta fimmtán refi og þeir gætu hæglega orðið þrjátíu.“ Indriði lýsir að lokum þeirri skoðun sinni að leggja beri áherslu á vetrarveiði. Hann telur hagkvæmt að vinna varginn á þann hátt með útburði og með samstilltu átaki megi gera heil stór svæði nánast laus við varg. „Það er alla vega ljóst að tófa, sem veidd er nú síðla vetrar, kem- ur ekki upp yrðlingum aftur,“ sagði Indriði að lokum. /kse. Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp. Myndina tók Kristbjörg Lóa Árnadóttir. Samþykkt Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika var upphaflega gerð á umhverfis- ráðstefnu SÞ í Rio de Janeiro árið 1992. Alls hafa 158 lönd staðfest hana og 30 lönd að auki tekið hana upp á annan hátt. Einungis fjögur lönd SÞ hafa hafnað henni, það eru An- dorra, Brunei, Austur-Tímor og Bandaríkin. Fræ sem gefur ófrjóa uppskeru hefur verið á markaði frá árinu 2000. Fræfyrirtæki hafa aftur og aftur reynt að fá aflétt banni á við- skiptum með það en án árangurs hingað til. Þrjú lönd, Ástralía, Kanada og Nýja-Sjáland, hafa reynt að opna fyrir sölu á því, þau krefjast ekki almennrar heimildar til ræktunar á því, heldur að heim- ilt verði að leggja fram umsókn, sem verði áhættumetin í hverju einstöku tilfelli. Á fundinum í Cu- ritaba studdi Bretland þá tillögu og Bandaríkin unnu að málinu á bak við tjöldin. Hins vegar var tillögunni kröft- uglega mótmælt, m.a. af smá- bændasamtökunum Via Campes- ina og Evrópuþinginu. Um 130 lönd úr þriðja heiminum, þar á meðal Kína, studdu tillögu Malas- íu um að bannið yrði framlengt. Í raun varð niðurstaðan sú að bannið var strangara en áður. Það var árið 1998 að fyrirtækið Delta & Pine Land í Missisippi í Bandaríkjunum sótti um einkaleyfi á óspírunarhæfu fræi - með stuðn- ingi bandaríska landbúnaðarráðu- neytisins. Frá upphafi sneru fyrir- tækið og bandarísk yfirvöld bök- um saman um að vinna þessari nýju tækni brautargengi, sem fólg- in er í því að erfðabreytt fræ gefur ófrjóa uppskeru. Bændur, sem nota slíkt fræ, neyðast til að kaupa nýtt fræ á hverju ári. Þeir eru sviptir þeim möguleika að fá fræ af eigin upp- skeru en sama tíma er fræfyrir- tækjunum tryggð aukin sala. Á þennan hátt mun fáeinum stórfyrirtækjum takast að ná á sitt vald plöntuerfðafræðilegum auð- lindum víða um heim, jafnframt því sem erfðamengi mikilvægra matjurta minnkar verulega. Fræ- og lyfjafyrirtækjum, svo sem Syngenta, Pharmasia (Mons- anto) DuPont og Bayer, líkar ekki nafnið „dauðagen“ (terminator). Þau vilja heldur tala um kerfi „tækniverndunar“. Ef bændur geta sáð fræi af eigin uppskeru þá ógnar það tækniþróun fræiðnaðarins. En fræ er einnig undirstaða matvælaöryggis í heiminum. Sam- kvæmt upplýsingum FAO sá meira en 1,4 milljarðar bænda í heimin- um fræi af eigin uppskeru eða fræi frá nágrönnum sínum. Þegar bændur kynslóð eftir kynslóð sá fræi af eigin uppskeru eru þeir í raun að aðlaga ræktun sína að ræktunarskilyrðum á hverj- um stað. Víða um heim er ræktun stunduð við erfið skilyrði, jarðveg- ur, úrkoma og veðurfar geta ógnað uppskeru. Stofnar nytjajurta, lag- aðir að ræktunarskilyrðum á hverj- um stað, eru þá öruggastir. Á þennan hátt hafa bændur um víða veröld aukið erfðafjölbreytni tegundanna sem er mikilvæg þegar leitað er að ákveðnum eiginleikum í jurtakynbótum. Ófrjótt fræ getur skaðað þessa fjölbreytni varan- lega. Það er fjölþjóðafyrirtækið Syngenta sem hefur aflað sér flestra einkaleyfa á ræktun óspír- anlegs fræs, eða átta af þrettán einkaleyfum sem veitt hafa verið og flest bundin við Bandaríkin. Evrópska einkaleyfastofnunin EPO hefur veitt átta einkaleyfi í sex löndum ESB. Fræfyrirtækin hafa haldið fram þeim rökum fyrir ræktun á óspír- unarhæfu fræi að eiginleikar þess dreifist ekki út meðal villtra jurta. Gagnrýnendur þessarar ræktunar halda hinu gagnstæða fram, þ.e. að frjó þessara jurta geti frjóvgað aðra mikilvæga stofna nytjajurta og gert þá ófrjóa. Bann við erfðabreytt- um jurtum sem gefa ófrjótt fræ Erfðabreyttar jurtir, sem gefa ófrjótt fræ, mæta víðtækri andstöðu um allan heim - nema í Bandaríkjunum. Á 8. ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um líffræðilegan fjölbreytileika, sem haldin var í Curitiba í Brasílíu í mars á þessu ári, var bráðabirgðabann á notkun slíks fræs framlengt. Þetta kemur fram í norska blaðinu Nationen.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.