Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 16
16 Þriðjudagur 2. maí 2006
Um garnaveiki:
Garnaveiki er ólæknandi bakteríu-
sjúkdómur, sem barst til Íslands
með ógæfulegum innflutningi á
karakúlfé árið 1933. Hún sýkir
kindur, kýr, geitur og hreindýr og
getur borist á milli tegunda. Sýkill-
inn er skyldur berklasýklum. Hann
berst úr líkamanum með saurnum
og getur lifað eitt ár í óhreinindum
í húsum og umhverfis þau, einnig
úti í högum, smitar um munn með
menguðu fóðri og vatni. Með-
göngutími í fé er oftast 1-2 ár,
lengri hjá kúm. Fé veikist oftast 1
1/2 árs eða eldra, kýr 2 1/2 árs og
eldri. Dæmi eru um gamlar ær og
gamlar kýr (14 ára og 18 ára), sem
urðu garnaveikar er þær fóru að
fella af vegna elli, en höfðu trúlega
dreift smiti annað kastið alla sína
löngu ævi. Þar sem veikin hefur
komið upp, er oftast eitthvað, jafn-
vel margt smitbera, sem engan
grunar að dreifi smiti, hvar sem
þeir fara. Þegar garnaveiki berst í
óbólusetta hjörð, getur tjónið orðið
mikið. Dæmi eru um að meira en
50 af 300 fullorðnum kindum hafi
veikst og drepist eða verið lógað á
einum bæ, 2-3 árum eftir að bólu-
setningu var hætt of snemma.
Sjaldgæf veiki í fólki Crohns-veiki
líkist garnaveiki. Á síðustu árum
hefur vaknað sá grunur, að garna-
veikisýklar í dýrum geti átt þátt í
henni. Það gerir útrýmingu garna-
veiki enn brýnni.
Einkenni:
Einkenni garnaveiki eru hægfara
vanþrif, sútarsvipur, skituköst,
langvinn garnabólga, sem byrjar
aftast í mjógörninni við langann,
breiðist út um meltingarveginn og
eitla hans, til lifrar og víðar. Sýklar
finnast í saur annað kastið, stund-
um í miklum mæli.
Aðgerðir:
Mikilvægasta vörnin er bólusetn-
ing áður en smit verður. Mótefni í
broddi bólusettrar ær tryggja
lömbum hennar vörn fram að
hausti. Lömb smitast af veikum
mæðrum sínum og smitberum eftir
það. Tveim sinnum höfum við
fundið garnaveiki í
haustlambi. Bólu-
setning eftir að smit
hefur orðið getur
leitt til fjölgunar
heilbrigðra smitbera,
sem er mjög óheppi-
legt. Áríðandi er því
að velja ekki til
ásetnings lömb und-
an veikum ám eða
smitberum sem
virðast heilbrigðir og
að láta ásetnings-
lömbin ekki ganga
með smitberum á túnum,
bólusetja þau snemma
(sept. - okt. - nóv.), gleyma
ekki að bólusetja síðheimt
lömb og ganga þrifalega
um fóður og vatn.
Aldrei má gefa
garnaveikinni
færi á að búa
um sig,
hvorki í
s a u ð -
fé, kúm né öðrum jórturdýrum.
Aldrei má setja vanþrifakindur til
lambanna. Verja þarf svæðið og
hver þarf að verja sinn bæ gegn að-
flutningi á smiti (fóður, vélar,
flutningstæki,
óhrein hlífðar-
föt, aðkomufé
o.fl.)
Árangur:
R e y n s l a n
sýnir, að það
er hægt að
u p p r æ t a
g a r n a v e i k i .
Það nægir að
bólusetja ósmit-
aðar kindur einu sinni
til að verja þær ævi-
langt. Tekist hefur
(vonandi) með sam-
stilltu átaki að upp-
ræta veikina af nokkr-
um svæðum þar sem
hún olli tjóni
áður fyrr:
Vest-
fjörðum, frá Hrútafirði að
Hvammstanga, frá Skjálfandafljóti
að Jökulsá á Fjöllum, af Austur-
landi norðan Reyðarfjarðar, Jök-
ulsár í Fljótsdal og Kárahnjúka og
loks úr Eyjafjallahólfi. Bólusetn-
ingu er hætt á öllum þessum stöð-
um. Aðeins á Vatnsnesi kom veikin
upp, þegar hætt var að bólusetja. Á
nokkrum svæðum mallar garna-
veikin áfram, jafnvel breiðist út á
ný vegna þess að menn sofa á
verði og bólusetning er í ólestri.
Það má þakka varnaraðgerðum
m.a. varnarlínum, sem hindra sam-
gang og flutninga og hömlum á
verslun innan varnarsvæða að
garnaveiki hefur aldrei fundist í
Skaftafellssýslum frá Kolgrímu í
Suðursveit að Jökulsá á Sólheim-
asandi, aldrei í Dalasýslu norðan
Laxárdalsheiðar og aldrei í
Strandasýslu norðan Bitru, ekki í
Austur-Barðastrandarsýslu, ekki í
Mývatnssveit, ekki í Grímsey eða
Vestmannaeyjum.
Átak til útrýmingar:
Framhaldið veltur á sveitarstjórn-
um (landbúnaðarnefndum) og
bændum. Þeir þurfa að hafa frum-
kvæði og taka þátt í baráttunni.
Annars er hún vonlítil. Það þýðir
ekki að hætta bólusetningu fyrr en
10 árum eftir síðasta garnaveikitil-
felli á viðkomandi svæði og leita
þarf að veikinni í sláturfé og van-
þrifa- og vanhaldafénaði og í kúm
með blóðprófum. Skipa þarf hóp
trúnaðarmanna úr röðum bænda á
hverju svæði þar sem barátta
stendur, eins konar innra eftirlit
eða heilbrigðisnefnd m.a. til að
auðvelda bændum samskipti við
stjórnvöld og öfugt. Skipuleggja
þarf sameiginlega söfnun, lógun
og rannsókn á vanþrifakindum
tvisvar á ári hið minnsta á útmán-
uðum og að hausti en láta dýra-
lækni alltaf vita um kindur sem
eru að tærast upp, láta enga van-
þrifakind órannsakaða. Rannsókn
skal vera eigendum að kostnaðar-
lausu. Sama gildir um kýr. Næstu
svæði til að hætta bólusetningu, ef
bændur óska þess og ef ekkert
kemur upp, gætu orðið þessi:
svæðið frá Eyjafirði til Skjálfanda
og Austurland frá Reyðarfirði að
Hamarsá, Snæfellsnes vestan girð-
ingar, Dalahólf norðan Laxárdals-
heiðar og loks Biskupstungur frá
Brúará að Hvítá, ef samstaða næst
um að farga þar öllu fé, sem eftir
er vegna riðuvarna. Rangárvalla-
sýsla milli Markarfljóts og Ytri-
Rangár verður að bíða vegna þess
að garnaveiki var staðfest í einni
kind á Bakkabæjum í haust, en
það þýðir að veikin er enn að
malla á því svæði. Önnur svæði
þar sem veikin er og þar sem
nokkurra ára átak þarf til að upp-
ræta veikina með því að skipu-
leggja bólusetningu betur, eru
Rangárvallasýsla vestan Ytri-
Rangár, Árnessýsla, Gullbringu-
og Kjósarsýsla, Borgarfjarðar og
Mýrasýsla, Húnavatnssýslur aust-
an Miðfjarðar, Skagafjarðarsýsla,
Eyjafjarðarsýsla og S.-Þing. að
Skjálfandafljóti, S.-Múlasýsla
sunnan Hamarsár og A.-Skaft.
austan Fljóts og vestan allt til Kol-
grímu. Það sem þarf til að uppræta
garnaveiki, auk vel framkvæmdrar
bólusetningar snemma, er þrifnað-
ur, samstæður vilji og samvinna
sveitarstjórna, bænda og dýra-
lækna.
Hægt er að uppræta garnaveiki, ef menn vilja
Sigurður Sigurðarson,
dýralæknir,
Keldum
Eins og kunnugt er hóf Landbúnaðarstofn-
un störf um síðustu áramót á Selfossi.
Stofnunin er með starfsemi sína að Austur-
vegi 10 þar sem Lánasjóður landbúnaðar-
ins var áður til húsa. Á dögunum var hins
vegar undirritaður leigusamningur við
eignarhaldsfélagið Merkiland ehf. um
framtíðarhúsnæði fyrir höfuðstöðvar stofn-
unarinnar að Austurvegi 64 á Selfossi á lóð
MS. Það húsnæði er í byggingu og verður
afhent 15. september í haust. Þá hefur
Landbúnaðarstofnun umdæmisskrifstofur
um allt land og þar starfa héraðsdýralækn-
ar, auk þess sem inn- og útflutningseftirlit
er staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Haustið
2006 verða starfsmenn stofnunarinnar á
Selfossi um 30 og svipaður fjöldi starfar við
umdæmisskrifstofur og verða starfsmenn
því samtals um 60 talsins.
Fjölþætt verkefni
Með stofnun Landbúnaðarstofnunar hafa
embætti Yfirdýralæknis, Aðfangaeftirlits,
Veiðimálastjóra og Yfirkjötmats verið samein-
uð á einum stað, auk verkefna sem flytjast til
stofnunarinnar frá landbúnaðarráðuneytinu,
Landbúnaðarháskóla Íslands og Bændasam-
tökum Íslands. Verkefni þessi eru á sviði heil-
brigðis dýra og dýraverndar, matvælaeftirlits,
kjötmats, eftirlits með fóðri, áburði og sáð-
vöru, plöntusjúkdóma, lax- og silungsveiði og
fiskeldis. Þá fer Landbúnaðarstofnun með
verkefni vegna lífrænnar framleiðslu landbún-
aðarafurða og stjórnsýslu vegna búfjárafurða
og búfjáreftirlits. Verkefni stofnunarinnar eru
því fjölþætt.
Nýtt stjórnskipulag
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur
sett reglur um starfsemi og innra stjórnskipu-
lag Landbúnaðarstofnunar. Nýtt stjórnskipu-
lag tók gildi 1. apríl sl. og fara tvö fagsvið með
eftirlitsmál, þ.e. dýraheilbrigðissvið og mat-
væla- og umhverfissvið, og síðan eru tvö stoð-
svið sem fara annars vegar með stjórnsýslu og
hins vegar með rekstur og þjónustu. Þar við
bætast 14 umdæmisskrifstofur víða um land.
Stefnumótun
og árangursstjórnun
„Á þessum tímamótum, þegar fjölþætt verk-
efni eru sameinuð í nýrri stofnun, er brýnt að
móta stefnu í störfum, setja mælanleg mark-
mið, skilgreina verkferla og koma á virkri
starfsmannastefnu. Til að aðstoða stofnunina
við þessi verkefni hefur verið gerður samn-
ingur við Hið íslenska ráðgjafahús. Stefnt er
að því að þetta verkefni verði komið vel á
veg árið 2007 og að þá verði gerður árang-
ursstjórnunarsamningur við landbúnaðar-
ráðuneytið,“ sagði Jón Gíslason, forstjóri
Landbúnaðarstofnunar, í samtali við blaðið.
/MHH
Samið um nýtt húsnæði á Selfossi
undir starfsemi Landbúnaðarstofnunar
Hér handsala Jón Gíslason, forstjóri Landbúnaðarstofnunar (t.v), Guðni Ágústsson, land-
búnaðarráðherra og Birgir Guðmundsson, formaður stjórnar Merkilands leigusamninginn
um nýja húsnæðið á Selfossi eftir undirritun hans í fundarsal Búnaðarsambands
Suðurlands. /Bændablaðsmynd/MHH
Rekstur og þjónusta
Forstöðumaður
Áætlanagerð
Fjármál
Starfsmannamál
Stoðþjónusta
Stjórnsýsla
Forstöðumaður
Alþjóðasamningar
Leyfisveitingar
Lögfræði
Löggjöf
Matvæli og umhverfi
Forstöðumaður
Áburður og sáðvara
Fóður
Matvælaöryggi
Plöntusjúkdómar
Veiðieftirlit
Dýraheilbrigði
Yfirdýralæknir
Dýrasjúkdómar
Dýravernd
Heilbrigði dýra
Sóttvarnir
Störf dýralækna
Landbúnaðarstofnun
Agricultural Authority of Iceland
Forstjóri
Umdæmisskrifstofur
Héraðsdýralæknar
Inn- og útflutningseftirlit* Gullbringu- og Kjósarumdæmi* Skagafjarðar- og Eyjafjarðarumdæmi**
Yfirkjötmat** Borgarfjarðar- og Mýraumdæmi Snæfellsnesumdæmi Þingeyjarumdæmi
Austur-Húnaþingsumdæmi Vestur-Húnaþingsumdæmi Vestfjarðaumdæmi
Austur-Skaftafellsumdæmi Vestur-Skaftafellsumdæmi Dalaumdæmi
Austurlandsumdæmi nyrðra Austurlandsumdæmi syðra Suðurlandsumdæmi