Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 2. maí 2006 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Upplag: Sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr. 5.500 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.500. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 - Fax: 562 3058 - Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Vísasti vegurinn til að finnast verkefni erfitt er að fresta því. Gullkornið Frá því í upphafi ársins hefur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra farið vtt og breitt um landið og kynnt fjarskipa- áætlun til næstu fimm ára. Alls hefur ráðherra haldið rösklega 20 fundi og framtak hans mælst vel fyrir, enda næsta fátítt að ráðherra gefi sér tíma til að kynna eitt mál jafn vel og Sturla hefur gert að þessu sinni. Að sjálfsögðu eru íbúar á landsbyggðinni ánægðir með fundaherferð samgönguráðherra enda skiptir það miklu máli að þeir sitji við sama borð og íbúar í þéttbýli við sunnan- verðan Faxaflóa. En hver eru þá markmiðin með fjar- skiptaáætluninni? Fram hefur komið hjá ráðherra að allir landsmenn eigi að geta tengst háhraðaneti og notið öruggrar fjarskiptaþjónustu. Þá er ætlunin að bæta farsímasambandið á þjóðvegum og helstu ferðamannastöðum og veita öllum landsmönnum aðgengi að gagnvirku, stafrænu sjónvarpi. Stjórn Fjarskipta- sjóðs vinnur nú að því að undirbúa verk- lag sjóðsins. Í samtali við Feyki á Sauð- árkróki segir Sturla að framkvæmdir eigi að geta hafist í sumarbyrjun og í upphafi verði hafist handa við að bæta farsíma- kerfið. Samkvæmt lögum um ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands er gert ráð fyrir að leggja kr. 2,5 milljarða í Fjarskiptasjóð árin 2006 til 2009. Ráð- herra bendir réttilega á að það séu miklir fjármunir til ráðstöfunar. Í ræðu sem Sturla flutti um þetta mál á Alþingi í haust er leið sagði hann m.a.: ,,Í fjarskiptaáætlun sem Alþingi sam- þykkti samkvæmt tillögu minni 11. maí sl. er sett fram svohljóðandi stefna í fjar- skiptamálum: Íslendingar verði í fremstu röð þjóða með hagkvæma, örugga, að- gengilega og framsækna fjarskiptaþjón- ustu. Í samræmi við þessa stefnu eru sett markmið varðandi ýmsa þætti fjarskipta- þjónustu, þar með talið um háhraðateng- ingar. Áætlunin gerir ráð fyrir að mörg af þeim markmiðum sem þar eru sett fram náist að verulegu leyti á markaðsfor- sendum án sérstakra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Þar sem markaðurinn leysir ekki þessi mál eða býður upp á viðun- andi þjónustu er við það miðað að stjórn- völd geti komið að málinu.“ Það er hárrétt hjá ráðherra að fjar- skipti — tölvur og sími — skipta lands- byggðina miklu máli en þau bjarga ekki málum ein og sér. Fjölmargt spilar þar saman og má nefna samgöngur og flutn- ingskostnað í því sambandi. Búnaðarþing hefur um árabil fylgst með fjarskiptamálum og ályktaði m.a. um þau fyrr á þessu ári: „Búnaðarþing 2006 leggur ríka áherslu á að stjórnvöld beiti sér af fullum þunga við uppbygg- ingu á háhraðatengingum og GSM síma- sambandi um allt land og vísar í fyrri ályktanir Búnaðarþings um þessi mál. Búnaðarþing 2006 fagnar stefnumörkun núverandi ríkisstjórnar um upplýsinga- samfélagið þar sem m.a. er kveðið á um að unnið skuli að því að allir landsmenn eigi kost á háhraðatengingum. Búnaðar- þing felur stjórn Bændasamtaka Íslands að vinna að því að sú stefna komist að fullu í framkvæmd og hinn nýstofnaði fjarskiptasjóður verði nýttur í þessum til- gangi. Núverandi aðgangur sem fólk hef- ur að upplýsingasamfélaginu á strjálbýlli stöðum er með öllu óviðunandi og verð- ur að færa til betri vegar eigi síðar en í árslok 2007.“ Bændablaðið leggur áherslu á að það einstaka tækifæri, sem nú gefst með hin- um nýstofnaða fjarskiptasjóði, verði vel nýtt til að jafna þann mikla aðstöðumun sem er á milli fólks í strjálbýli og þétt- býli og er með öllu óásættanlegur til lengri tíma. Aðgerðir stjórnvalda verði jafnframt að tryggja að raunverulegri samkeppni verði komið á í þessum mál- um sem færi neytendum hagkvæmustu og bestu lausnina til lengri tíma litið. /HB Leiðarinn Smátt og stórt Háhraðanet og örugg fjarskiptaþjónusta Á öðrum stað í blaðinu er rætt um nauðsyn þess að gefa hrossum næg steinefni og því haldið fram að þau getir skammtað sér sjálf hæfilegt magn ef þau fá frjálsan aðgang að steinefnum. Sé þetta rétt eru íslensk hross jafnfær og amerísku kindurnar sem rannsakaðar voru í Utah í Bandaríkjunum. Vísindamenn eitr- uðu vægilega fyrir þeim og gáfu þeim fóður sem læknaði kvillann. Svo var eitrað fyrir þær aftur og nú fengu þær að velja um þrjár fóður- tegundir. Allflestar römbuðu aftur á fóðrið sem hafði reynst þeim svo gott í fyrra sinnið. Af þessu draga banda- rísku vísindamennirnir þá ályktun að kindur séu ekki eins heimskar og þeir höfðu haldið. En þetta eru engin tíð- indi fyrir okkur Íslendinga. Við höf- um löngum vitað hversu skynsamleg dýr kindur eru. Það má segja að þær séu það frá blautu lambsbeini því eins og Sigmar B. Hauksson mat- gæðingur orðaði það einhvern tím- ann þá ganga lömbin sumarlangt um hagann og krydda sig sjálf svo við þurfum ekki að hafa fyrir því þegar þau eru komin á diskinn hjá okkur. Bíla- og grísaþjófnaður Svo áfram sé dvalist vestanhafs þá lenti maður nokkur í Ohio í því að bílnum hans var stolið og það sem verra var: í aftursæti hans hafði setið grís sem maðurinn hafði sem gælu- dýr og hann var einnig á bak og burt. Maðurinn kærði þetta umsvifalaust til lögreglu sem gat skömmu seinna fært honum þær gleðifréttir að bíllinn væri fundinn. Undir stýri var mold- fullur bílþjófur sem vissi hvorki í þennan heim né annan en í aftursæt- inu sat grísinn keikur og lét sér hvergi bregða. Með og á móti Fjölmiðlafrumvarpið birtist í endur- nýjaðri mynd í síðustu viku og hlaut víðast hvar jákvæðar viðtökur - framan af. Morgunblaðið fagnaði því ákaflega í fyrstu og ræddi um breiða pólitíska samstöðu. Í Fréttablaðinu var gleðin hófstilltari, blaðið vitnaði í stjórnarskrána og sá ýmislegt bogið við frumvarpið. Það gerði raunar Morgunblaðið líka þegar leið á vik- una. Ritstjórar blaðsins uppgötvuðu að í frumvarpinu leyndust ýmis ákvæði sem mönnum leist ekki á, ekki síst að fjölmiðlum væri gert að móta sér starfsreglur sem einhver stofnun úti í bæ þarf að leggja bless- un sína yfir - og allt fyrir opnum tjöldum. Loks mætti útgefandi Blaðsins - dótturfyrirtækis Moggans - í útvarpið og fann frumvarpinu allt til foráttu, reyndar væri engin sérstök þörf á lögum um fjölmiðla. Hún varð því ekki langlíf hin breiða samstaða um nýja fjölmiðlafrumvarpið. Við fylgjumst spennt með framhaldinu... Stórisandur fær friðinn Félagsskapurinn Norðurvegur ehf. með Halldór Blöndal alþingismann í broddi fylkingar hefur nú opin- berlega gefið veg yfir Stórasand norðan Langjökuls upp á bátinn. Þess í stað skal sjónum beint að uppbyggingu Kjalvegar sem sagður er geta stytt leiðina á milli Reykja- víkur og Akureyrar um 35-40 km. Fyrir þessu færir Halldór ýmis rök en meðal þeirra er að heilsársvegur yfir Kjöl spari ríkinu viðhald á hring- veginum. Svo sér hann líka mögu- leika á tengingu ferðaþjónustunnar í uppsveitum Árnessýslu við Húnavatns- og Skagafjarðarsýslur. Þar um sveitir eru menn ekki allir eins hrifnir af þessu framtaki Halldórs og segja að hlutverk vega sé að tengja saman byggðir, helst fleiri en tvær... Sinubruninn mikli sem varð á Mýrum fyrr í vor hefur vakið miklar umræður um nauðsyn þess að brenna sinu. Sumir telja það heyra fortíðinni til og þrír þingmenn Samfylkingarinnar, undir forystu Jóhanns Ársælssonar, hafa nú endurflutt lagafrumvarp þess efnis að heimild til sinu- brennu verði felld út úr lögum um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi. Jóhann sagði í spjalli við Bændablaðið að þetta væri í þriðja sinn sem hann flytti þetta frumvarp en hingað til hefði það ekki hlotið afgreiðslu. Hann er þeirrar skoðunar að rökin fyrir sinubrennum hafi orð- ið veikari og gagnrökin sterkari með tímanum. „Víða um land hefur trjágróður aukist mikið og sumarbústöðum og öðrum mannvirkjum sem tengjast útivist fjölgað verulega. Hvort tveggja er í mikilli hættu þegar sinubrunar fara úr böndunum. Á hinn bóginn hefur fækkun búfjár dregið úr beitarálagi og þar með er ekki lengur sama krafan um að bændur leiti allra leiða til að flýta grassprettu, svo sem með sinubrunum. Þá tel ég að með því að banna sinubrennur algerlega stuðlum við að fækkun slysa því börn og unglingar freistast síður til þess að kveikja í sinu ef engin er fyrir- myndin,“ segir Jóhann Ársælsson. Dýr sígaretta á Mýrum Lögin sem Jóhann leggur til að verði breytt leggja reyndar bann við sinu- brennum með þeirri undantekningu að bændur geta sótt um leyfi sýslumanns til þess að brenna sinu á afmörkuðum svæðum. Til þess að fá slíkt leyfi þurfa þeir að geta sannað að þeir hafi af því ábata, þe. að flýta sprettu eða hreinsa starir og annan gróður sem ekki hentar sem fóður, og þetta þarf ráðunautur að staðfesta. Einnig þurfa þeir að afmarka svæðið sem þeir hyggjast brenna og sýna fram á að engin hætta stafi af brunanum. Kostir sinubruna fyrir bændur geta verið ýmsir. Gróður tekur fyrr við sér á vori í brenndu landi og askan inniheldur steinefni, grasið grænkar fyrr og er auðugt af eggjahvítu. Brun- inn opnar jarðveginn og hækkar hitastig rétt undir yf- irborðinu um 1°C eða meira að degi til. Hvort tveggja hraðar sprettu og og gæði uppskerunnar batna sem sést best á því að búfé sækir meira í brennt en óbrennt land. Breytingar á tegundum við brunann eru mis- miklar eftir því hvernig bruninn er. Sé hann hraður og nái sér ekki niður í jarðveginn verða breytingar ekki teljandi en ef hann stendur lengur og nær sér niður í jarðveginn getur mosinn farið illa en skriðul grös og fræplöntur leysa hann af hólmi. En þrátt fyrir þessa kosti hefur dregið mikið úr því að bændur brenni sinu og koma þar til umhverfis- ástæður, auk þess sem svigrúm til sinubruna hefur minnkað, aukin skógrækt og fjölgun mannvirkja eykur á hættuna ef menn missa stjórn á bálinu. Þess ber einnig að geta að bruninn mikli á Mýrunum nú í vor varð ekki vegna þess að bændur væru að brenna sinu heldur er talið að hann hafi kviknað af logandi sígarettu sem hent hafi verið út um bílglugga. Það var dýr sígaretta því bruninn náði yfir landflæmi á stærð við höfuðborgarsvæðið, eða um 67 ferkílómetra. Í kjölfar sinubrunans á Mýrunum fól Sigríður Anna Þórðardóttir, um- hverfisráðherra, Náttúrufræðistofnun að rannsaka áhrif eldanna á gróður og dýralíf á svæðinu. Hún fól einnig Brunamálastofnun að fjalla um mögulegar aðgerðir til þess að draga úr hættu vegna sinuelda hér á landi. Á að banna sinubrennur?

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.