Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 11
11Þriðjudagur 2. maí 2006
!"###$%$
&'( ) * )
)
)+)
,
)
)
*')
,
&
) *
%
-
&
)
.&)/
,
)
*)
0
&
,
% ,
/
+
.&)/
)',
- 1
,- 1
.(&%,+ +& /
2&*,+ ',+ &
&
& ,&
%*
+)
%)* %,&
Hvanneyri • 311 Borgarnes • s. 433 5000 • www.lbhi.is
Landbúna›arháskóli Íslands
Úr búfræ›inámi vi› LBHÍ útskrifast
nemendur sem búfræ›ingar.
Búfræ›i er einnig hægt a› taka
í fjarnámi.
Búfræ›inám vi› LBHÍ – tækifæri fyrir flig?
Kynntu flér starfsmenntanám vi› LBHÍ,
fla› gæti henta› flér. www.lbhi.is
Síðar í þessum mánuði verður, í
fyrsta sinn, útnefndur Frum-
kvöðull ársins 2005 á Vestur-
landi. Það eru Samtök sveitarfé-
laga á Vesturlandi sem standa að
þessu vali og auglýstu eftir til-
nefningum úr héraðinu. Frestur
til að setja fram tilnefningar
rann út 10. apríl og bárust alls
15 slíkar. Dómnefnd er nú að
störfum og er þess vænst að hún
ljúki störfum fyrir maílok.
Ólafur Sveinsson fram-
kvæmdastjóri SSV sagði í samtali
við Bændablaðið að hugmyndin að
útnefningu frumkvöðuls ársins
hefði sprottið upp úr námskeiðum
fyrir unga frumkvöðla sem sam-
tökin héldu í samstarfi við Impru.
„Tilgangurinn er að gera frum-
kvöðlum og frumkvöðlastarfi
hærra undir höfði en gert hefur
verið,“ sagði hann og bætti því við
að þeir hefðu viljað sjá fleiri til-
nefningar en þess væri tæpast að
vænta í ríkjandi „góðærisdoða“
eins og hann orðaði það.
Nú er dómnefnd sem sé að
störfum og samkvæmt reglum
keppninnar á hún að hafa eftirfar-
andi að leiðarljósi við valið á
frumkvöðli ársins:
1. Nýjabrum á svæðinu (viðkom-
andi sveitarfélag eða allt Vestur-
land eftir atvikum) - nýnæmi í
framkvæmdum, atvinnulífi eða
félagslífi.
2. Framfarir - hversu mikið fram-
faraskref um er að ræða fyrir
landshlutann.
3. Áræði - hversu mikil áræði og
fyrirhyggju þurfti til að gera
verk úr hugmyndinni.
Frumkvöðull ársins valinn á Vesturlandi
Þrátt fyrir það að ESB hafi ný-
lega leyft notkun á nítríti í líf-
rænum kjötvörum þá eiga
danskir neytendur ekki á hættu
að kaupa lífrænar kjötvörur
sem innihalda efnasambandið.
Dönsku fyrirtækin Farre A/S,
Friland A/S, Hanegal A/S og He-
degaard, sem samanlagt hafa með
höndum fast að því öll viðskipti
með lífrænt framleitt kjöt sem selt
er í verslunum í Danmörku, hafa
ákveðið að setja ekki á markað af-
urðir sem innihalda nítrít. Nálægt
því allar lífrænt framleiddar kjöt-
vörur í Danmörku eru unnar í
landinu.
Afstaða okar til nítríts breytist
ekki þó að ESB leyfi notkun á nítr-
ati og nítriti til að auka geymsluþol
matvæla, segir Paul Holmbeck,
framkvæmdastjóri Ökologisk
Landsforening.
Nítrít liggur undir grun um að
valda krabbameini en það er notað
í kjötvörur til að lengja geymslu-
tíma þeirra og bæta útlit varanna.
Reglugerð ESB, sem heimilar
notkun á nítríti, tekur gildi eftir 18
mánuði.
Danir leyfa ekki notkun á
nítrít í lífrænum kjötvörum