Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 02.05.2006, Blaðsíða 22
22 Þriðjudagur 2. maí 2006 Það er meiri ástæða en oft áður til bjartsýni. Sala á afurðum gengur vel og það er uppgangur í ferða- þjónustu. Þannig lýsti Rafn Bene- diktsson, formaður Búnaðarsam- bands Vestur-Húnavatnssýslu, ástandi mála í Húnaþingi vestra á ráðstefnu sem haldin var undir heit- inu „Landbúnaður í Húnaþingi vestra, staða og möguleikar“. Hún fór fram á Hvammstanga í dymbil- vikunni og var ágætlega sótt en fundarboðandi var sveitarstjórn Húnaþings vestra. Þar voru haldin 11 erindi um landbúnað frá ýmsum hliðum og í lokin fóru fram líflegar umræður sem aðallega snerust um jarðakaup og háa vexti. Grösugt sauðfjárræktarhérað Í erindunum var dregin upp mynd af Húnaþingi vestra þar sem fram kom að héraðið er grösugra en flest önnur hér á landi. Gunnar Þórarins- son, bóndi á Þóroddsstöðum, vitn- aði í rannsókn sem gerð var árið 1997 en hún leiddi í ljós að 73% af landi í sýslunni reyndust vel gróin og var það langhæsta hlutfallið á landinu. Fyrir vikið er héraðið vel fallið til sauðfjárræktar enda skipar sú búgrein stærri sess í Húnaþingi en aðrar greinar. Á landsvísu er tæpur helmingur umsvifa í land- búnaði á kúabúum en í Húnaþingi vestra eiga 49% búgreinatekna upp- runa sinn í sauðfjárrækt en kúabú- skapur stendur undir 40% búgreina- tekna. Þetta endurspeglast í því að kúm hefur fækkað um rúmlega 100 frá árinu 2000, þær eru nú um 530, en sauðfé fjölgað um tæplega 600 og er nú tæplega 27.200. Hlutur Húnaþings vestra í greiðslumarki mjólkur er rétt undir 2% en rúmlega 6% í greiðslumarki sauðfjár. Færri en stærri bú Einnig kom fram í erindunum að frjósemi og afurðir eftir hverja á eru yfir landsmeðaltali í héraðinu og slagar sauðfé í Húnaþingi vestra hátt upp í nágrannana á Ströndum. Sauðfjárbúum hefur hins vegar fækkað og þau stækkað. Innleggj- endum sem framleiða 8 tonn eða meira af kjöti á ári fjölgaði úr 12 í 21 á árunum 2000-2005 og meðal- sauðfjárbúið í héraðinu hefur stækkað á síðustu tuttugu árum þrátt fyrir verulega fækkun sauðfjár í landinu. Svipuð þróun hefur átt sér stað í mjólk- u r f r a m - l e i ð s l u , b ú u n u m h e f u r fækkað en þau stækk- að. Meðal- búið er þó töluvert u n d i r landsmeð- altali, 22,9 ár- skýr á móti 30,1. Nytin í kúnum hefur vaxið þótt aukningin sé a ð e i n s undir landsmeðaltali. Bændur í hér- aðinu eru líka í yngri kantinum, meðalaldur þeirra er 51 ár en á landinu öllu er meðalaldur bænda 53 ár. Hross og ferðamenn En það er fleira en ær og kýr í Húnaþingi vestra. Húnvetningar hafa löngum verið þekktir hesta- menn en þeir sem hafa meginhluta afkomu sinnar af hrossum eru ekki margir í héraðinu. Fjöldi hrossa hefur sveiflast töluvert á síðustu áratugum. Hámarki náði fjöldinn árið 1993 en eftir 1998 fór hrossum að fækka fram til 2004 en síðustu tvö ár hefur þeim heldur farið fjölg- andi. Gunnar Ríkharðsson ráðu- nautur sagði að þessar sveiflur færu eftir veðurfari og hugarástandi bænda, hvort þeir væru bjartsýnir eða svartsýnir. Gunnar ræddi um erfiðleika á því að leggja mat á gildi hrossa- ræktar og hestamennsku vegna ónógra upplýsinga um tekjur og af- komu í greininni. Að hluta til er þetta gömul hefð en einnig kemur til að hrossarækt lendir á milli stóla í tölfræðinni. Um þetta nefndi hann sem dæmi að sjötti hver erlend- ur ferðamaður sem kemur til landsins fer á hestbak. Þarna verða til miklar tekj- ur en þær eru skráðar á ferðaþjónustu, ekki hrossarækt. Hins vegar væri ljóst að hrossin leika stórt og vaxandi hlutverk í ferðaþjónustu og þar væru miklir vaxtar- möguleikar. Helsti vandinn að stöðva ferðamennina! Ferðaþjónustan hefur gengið nokkuð vel í héraðinu, allt frá því Arin- björn Jó- h a n n s s o n b y r j a ð i að bjóða upp á hestaferðir um Arnarvatnsheiði fyr- ir tveimur áratugum eða svo. Það var gestgjafinn í Staðarskála, Krist- inn Guðmundsson, sem ræddi um ferðaþjónustuna og í máli hans kom fram að helsti vandi húnvetnskrar ferðaþjónustu væri að stöðva ferða- mennina sem bruna norður eða suð- ur hringveginn. Kristni varð tíðrætt um bókun- arkerfi Ferðaþjónustu bænda sem nú er verið að gera þann- ig úr garði að ferðamenn eiga að geta gengið frá pönt- un og greiðslu á netinu. Þótt Kristinn væri bjartsýnn á framtíðina eins og aðrir frum- mælendur yfirleitt sagði hann að nú ríkti töluverð óvissa um hvaða áhrif upplausn FL Gro- up hefði á ferðaþjónust- una, landslagið væri að b r e y t a s t verulega og ó v í s t h v a ð a s t e f n u þróunin tæki. Gjöful veiði- vötn Þ o r s t e i n n H e l g a s o n , bóndi og for- maður Veiði- félags Mið- f j a r ð a r á r , fjallaði um hlunnindi í H ú n a þ i n g i vestra og ræddi mest um silungs- og laxveiði. Eins og fram kemur í frétt á forsíðu blaðsins hafa tekjur af laxveiði vaxið hröðum skrefum á undanförnum árum en jafnframt er ljóst að æ stærri hluti arðsins stað- næmist ekki í sveitarfélaginu heldur hjá landeigendum sem búa annars staðar. Þetta leiddi meðal annars til þess að mikil ásókn er í laxveiði- jarðir og allt selst sem losnar. Hins vegar væri áhyggjuefni hversu mjög hefði dregið úr göngum stór- laxa í árnar en á því væri ekki enn fundin nein haldbær skýring. Á húnvetnsku heiðunum er mik- ið af vötnum þar sem silungsveiði er góð en vandinn hefur verið að komast að þeim. Að undanförnu hefði þó verið unnið að vegabótum og væri nú orðið mun greiðfærara að Arnarvatni og Réttarvatni en áður. Til þess að auka silungsveiði þyrfti að koma á betra fyrirkomu- lagi á sölu veiðileyfa enda oft óljóst hvar hún færi fram. Þá þyrfti að bæta samgöngur og auka mögu- leika á gistingu og annarri þjónustu við veiðimenn. Samkeppnisfær sauðfjárrækt Af erindunum mátti glöggt heyra að ýmis sóknarfæri er að finna í Húnaþingi vestra. Ferðaþjónustan er kannski efst á blaði í þeim efnum en það eru ekki síður tækifæri í sauðfjárræktinni. Þar hefur afkom- an farið batnandi síðustu árin og í því ljósi var athyglisvert að hlýða á erindi Daða Más Kristóferssonar, ráðgjafa BÍ, um samanburð á stöðu nautgripa- og sauð- fjárræktar hér á landi og í nágrannalöndunum. Varðandi sauðfjár- ræktina er niðurstaða Daða sú að íslensk sauðfjárrækt sé sam- keppnisfær við evr- ópska framleiðslu. Þar þurfi þó að lækka slátur- og vinnslukostnað í því augnamiði að bæta arðsemi og samkeppnisstöðu greinarinnar á innanlandsmarkaði og ekki síður til þess að nýta sóknarfæri á Evrópu- markaði. Öðruvísi horfir við í nautgripa- rækt því þótt framleiðslukostnaður sé ekki fjarri því sem gerist á Norð- urlöndum þá er fjármagnskostnaður hér á landi langtum hærri en þar. Fyrir því eru tvær ástæður: vextir eru mjög háir hér á landi og af- skriftir miklar, einkum vegna kaupa á framleiðslukvóta. Stækkun bú- anna og hagræðing í rekstri er því mjög dýr og meðan hún stendur yfir er vart að búast við því að greinin skili miklum arði. Um þetta má fræðast nánar í grein sem Daði Már skrifaði ásamt öðrum frummælanda á Hvammstangafundinum, Ernu Bjarnadóttur, í síðasta Bændablað. Jarðakaup og háir vextir Á fundinum var flutt erindi um hvort réttara væri að svara fjár- magnsþörf landbúnaðarins með er- lendum eða innlendum lántökum og var ekki frítt við að mörgum þætti fyrrnefndi kosturinn álitlegri. Þar eygðu menn leið framhjá þeim háu vöxtum sem valda bændum miklum búsifjum þessi misserin. Þeir sem staðið hafa í fjárfestingum að undanförnu finna fyrir hávaxta- stefnunni og það á við marga bænd- ur, ekki síst kúabændur sem eru að stækka búin og kaupa kvóta. Umræðurnar í lok fundar snerust að verulegu leyti um vextina en einnig um jarðakaup utansveitar- manna. Fram kom í erindi Ernu Bjarnadóttur sviðstjóra félagssviðs BÍ að jarðaverð í Húnaþingi vestra er enn á að giska 10-15% lægra og verð á beitilandi 20-25% lægra en á Suður- og Vesturlandi. Þetta ætti að vera landbúnaði í héraðinu til hags- bóta því þá stendur hann betur en á svæðum þar sem jarðaverð er hærra. Í umræðunum kom einnig fram að hækkandi jarðaverð kemur afar mismunandi niður á bændum. Eldri bændur sem farnir eru að huga að starfslokum fagna því að fá nú eitt- hvað fyrir eignir sínar en á hinn bóginn eiga yngri bændur erfitt með að kaupa sig inn í reksturinn. Var því haldið fram að hækkandi jarðaverð hefði gert kynslóðaskipti í búrekstri mun erfiðari en áður. Engin þörf að kvarta! Ýmislegt fleira bar á góma á þess- um fróðlega fundi. Til dæmis hélt Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, erindi um félagskerfi bænda á nýrri öld sem hann gerir skil í við- tali sem birt er við hann á bls. 7. En niðurstaða fundarins var kannski helst sú að það væri engin þörf að kvarta, framtíðin væri björt og tækifærin margvísleg í Húnaþingi vestra. Bjart framundan þrátt fyrir hávaxtastefnuna Líflegar umræður á málþingi um stöðu og horfur landbúnaðar í Húnaþingi vestra Fundurinn var vel sóttur. Á inn- felldu myndinni má sjá xxxx xxx- son bera fram fyrirspurn til Harald- ar Benediktssonar um það hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að hátt jarðaverð kæmi í veg fyrir að ungt fólk gæti hafið búskap.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.