Bændablaðið - 27.02.2007, Side 31

Bændablaðið - 27.02.2007, Side 31
Bændablaðið | Þriðjudagur 27. febrúar 200731 Auglýsing um styrki til varna gegn landbroti árið 2007 Samkvæmt 3. mgr. 8. gr. laga nr. 91/2002 um varnir gegn land- broti auglýsir Landgræðsla ríkisins eftir umsóknum um styrki til stöðvunar landbrots. Styrkir verða veittir til framkvæmda sem ætlaðar eru til að vernda mannvirki eða land. Við forgangsröðun verkefna verður m.a. höfð hliðsjón af verðmæti þess lands eða mannvirkja sem landbrotið ógnar. Hámarksfjárhæð styrks á ári er 3.000.000 kr. Um nánari skilyrði fyrir styrkveitingu vísast til ákvæða laga nr. 91/2002, auk úthlutunarreglna sem finna má á heimasíðu Land- græðslunnar, http//www.land.is/ Upplýsingar má einnig fá á hér- aðssetrum Landgræðslunnar og á skrifstofu Landgræðslu ríkis- ins í Gunnarsholti. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2007, skila skal umsóknum til Landgræðslu ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hellu, fyrir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um en ekki fengið styrk eru hvattir til að endurnýja sínar umsóknir. Landgræðsla ríkisins Gunnarsholti, 851 Hella - Sími 488-3000 - Netfang: land@land.is Í desember sl. samþykkti Alþingi breytingar á lögum um búnaðar- fræðslu, nr. 57/1999, sem fela það meðal annars í sér að Hóla- skóli í Hjaltadal er formlega gerður að háskóla frá og með 1. júlí næstkomandi og heitir eftir það Hólaskóli – Háskólinn á Hól- um. Í lögum er kveðið á um að skipa skuli rektor og háskólaráð frá og með 1. janúar 2007 og skal háskólarektor og háskólaráð frá þeim tíma undirbúa framkvæmd laganna. Landbúnaðarráðherra hefur nú skipað dr. Skúla Skúlason, sem gegnt hefur starfi skólameistara á Hólum frá árinu 1999, í stöðu rektors Hólaskóla – Háskólans á Hólum. Dr. Skúli Skúlason lauk doktorsprófi frá dýrafræðideild Háskólans í Guelph, Ontario í Kanada árið 1990. Hann hóf störf hjá Hólaskóla sama ár og stýrði umfangsmiklu starfi á sviði fisk- eldisrannsókna þar til hann gerð- ist skólameistari Hólaskóla árið 1999. Breytir miklu fyrir skólann Dr. Skúli sagði í samtali við Bænda- blaðið að það breytti miklu fyrir Hólaskóla að vera nú orðinn einn af viðurkenndum ríkisháskólum landsins. Tækifæri skólans til að þróa nám og rannsóknir er stórauk- ið með þessu, eins og til að mynda með því að koma á meistaranámi í þeim greinum sem kenndar eru við skólann. Þetta gerir skólann líka mun sterkari í öllu samstarfi í alþjóðlegum tengslum. Íslensku háskólarnir eru í mikilli þróun um þessar mundir og segir dr. Skúli að nú sé Hólaskóli – Háskólinn á Hól- um fullkominn þátttakandi í þeirri þróun. ,,Við höfðum reglugerð sem var samþykkt árið 2003 þar sem okkur var gert kleift að brautskrá nemend- ur með háskólagráður og að sjálf- sögðu höfum við þróað nám í þeim efnum. Reglugerðin afmarkaði hins vegar aðra möguleika okkar en nú er þetta allt breytt og við orðin laga- lega séð jafnhá öðrum ríkisháskól- um,“ sagði dr. Skúli Skúlason. Hólaskóli í Hjaltadal formlega gerður að háskóla Skúli Skúlason nýskipaður rektor Hólaskóla – Háskólans á Hólum í Hjalta- dal. www.bondi.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.