Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 5
5 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Ungmennafélag Íslands í sam- vinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfir- skriftinni ,,Sýndu hvað í þér býr“. Þessir aðilar skrifuðu undir samstarfssamning þar að lútandi í höfuðstöðvum UMFÍ á dög- unum. Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í fundarsköpum og ræðumennsku. Þátttakendur fá æfingu í fram- komu, framsögn og þjálfun í fundarsköpum. Tímasetningin er góð Helga Guðrún Guðjónsdóttir, for- maður UMFÍ, sagði eftir undir- skriftina vonast eftir því að námskeiðin yrðu þátttakendum skemmtileg og umfram allt gagn- leg. Haraldur Benediktsson, for- maður Bændasamtaka Íslands, tók undir orð formanns UMFÍ og sagði tímasetningu námskeiðanna góða í þeim erfiðleikum sem samfélagið er að fara í gegn um einmitt um þessar mundir. Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands, lýsti ánægju sinni með samstarfið sem væri kvenfélagasambandinu ómet- anlegt. Hún vonaðist eftir að konur yrðu duglegar að taka þátt í nám- skeiðunum. Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn til að stjórna félags- málafræðslunni en hann er íþrótta- fræðingur að mennt en sem slíkur útskrifaðist hann frá Háskólanum í Reykjavík á sl. vori. Ákvarðanir um fundarstaði í vetur munu birtast í fjölmiðlum og á heimasíðum sam- starfsaðila. Áhugasömum er einnig bent á að afla sér frekari upplýsinga um námskeiðið hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í síma 848-5917 og á gudrun@umfi. is og Sigurði Guðmundssyni í síma 861-3379 og á sigurdur@umfi.is KEA skyrdrykkur fyrir heilbrigðan lífsstíl ÍS L E N S K A S IA .I S M S A 4 38 75 1 0/ 08 Þökkum frábærar viðtökur Viðtökur við KEA skyrdrykknum fóru fram úr björtustu vonum. Við biðjumst velvirðingar á því að KEA skyrdrykkur hefur ekki verið fáanlegur í sumum verslunum undanfarið. Ástæðan er sú að sala á drykknum var svo gríðarlega mikil að við gátum ekki annað eftirspurn. Unnið er hörðum höndum að því að framleiða nægjanlegt magn og má búast við nýrri sendingu innan skamms. Haustfundur Sambands garð- yrkjubænda verður haldinn á Hótel Selfossi 7. nóvember næstkomandi. Dag- skrá hans er sem hér segir: 13:00-14:00 Umhverfismál garð- yrkjunnar, Stefán Gíslason, umhverfisverkfræðingur 14:00-15:25 Áhrif umróts í efna- hagsmálum á rekstrarumhverfi, Daði Már Kristófersson, hag- fræðingur 15:25-15:40 Kaffihlé 15:40-16:10 Ný rannsókn á lýs- ingu papriku, Christina Stadler, rannsóknarstjóri LbhÍ 16:10-16:40 Er hægt að búa til sitt eigið eldsneyti? Elfa Dögg Þórðardóttir, garðyrkjufræð- ingur og MSc. í umhverfis- og auðlindafræðum. 16:40-17:00 Staða garðyrkjunnar, Magnús Á. Ágústsson, ráðu- nautur Félagsmálafræðsla um allt land Sýndu hvað í þér býr! Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formað- ur UMFÍ og Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands, voru kampakát eftir undirritun samkomulags um félagsmálafræðsluna „Sýndu hvað í þér býr“. Eigenda og ræktenda- félag landnámshænsna: Aðalfundur Bændahöllinni við Hagatorg, laugardag 8. nóvember kl. 14 Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins lagðir fram 3. Kosningar 4. Kaffiveitingar í boði stjórnar 5. Gestur fundarins er Þórunn Þórarinsdóttir, dýralæknir. Hún hefur fallist á að koma og ræða um þörf eigenda fyrir dýralækni sem tilbúinn sé að sinna hænsnum. 6. Önnur mál. Auk þessa verða frumsýndar myndirnar sem verða á plakatinu „litir landnámshænunnar“.Að fundinum loknum verður spjall- að og sagðar hænsnasögur eins og venjulega. Fjölmennum og höldum góðan fund! Stjórnin

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.