Bændablaðið - 04.11.2008, Side 17

Bændablaðið - 04.11.2008, Side 17
17 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 „Það eru ekkert nema neikvæðar fréttir í fjölmiðlum og maður er farinn að spyrja sig hvort það felast engin tækifæri í kreppunni? Er allt bara ómögulegt?“ spurði Sigurður og var greinilega mikið niðri fyrir. Það getur verið erfitt að horfa bjart- sýnum augum til framtíðar þegar neikvæðar fréttir berast daglega og við vitum ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður. En já, meira að segja í kreppu felast tækifæri. Þegar gjaldeyrir er orðinn mun- aðarvara, þá hljótum við að þurfa að hugsa upp nýjar og ferskar leið- ir til að reyna að afla sem mest af honum. Í Morgunblaðinu þann 18. október sl. birtust greinar eftir Þorstein Inga Sigfússon, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar og Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra. Þorsteinn Ingi talaði m.a. um mikilvægi innlendrar matvæla- framleiðslu við núverandi aðstæð- ur: „Matvælaöryggi miðast við að þjóðin geti sem best brauðfætt sig við allar aðstæður. Þessi þáttur kall- ar á eflingu matvælaframleiðslu... “ Þá sagði Ólöf Ýrr: „Ferðaþjónustan hefur um árabil verið ein okkar mikilvægasta atvinnugrein og mun á næstu misserum gegna enn stærra hlutverki en hingað til: sem atvinnuskapandi afl úti um allt land, einn af hornsteinum byggða- stefnu í landinu en síðast en alls ekki síst ein stærsta gjaldeyrisskap- andi atvinnugrein þjóðarinnar.“ Ferðumst í gegnum bragðlaukana Tækifæri liggja í að samþætta þetta tvennt enn frekar, matvælafram- leiðslu og ferðaþjónustu. Stór hluti af upplifun okkar þegar við ferð- umst er maturinn, og er matur tal- inn vera eitt mikilvægasta aðdrátt- araflið fyrir ferðamenn. „Við hjónin fórum á nýtt veitingahús á hverju kvöldi þegar við vorum í Portúgal og lögðum mikla áherslu á að bragða helst alltaf nýja saltfisk- uppskrift,“ sagði náin vinkona mín við mig. „Það var feiknarstór hluti af upplifuninni.“ Ég sjálf get aldrei hugsað til Tyrklands og Frakklands án þess að fá vatn í munninn, og gat alls ekki sleppt því að fara á gott steikhús þegar ég heimsótti Texas fyrir nokkrum árum. Góð steik var jafn tengd Texas í mínum huga og JR Ewing Dallas og Southfork. Þurfum aukna vöruþróun Víðs vegar um land hafa menn tek- ið höndum saman við að kynna og útbúa mat sem byggist á íslensk- um hefðum og sögu. Má þar nefna Matarkistan Suðurland, Í ríki Vatnajökulsþjóðgarðs, Þingeyska matarbúrið, Matur úr héraði í Eyjafirði, Matarkistan Skagafjörður, Vaxtarsprotaverkefnið og Beint frá býli. En nú þurfum við að setja enn meiri kraft í þessi verkefni. Framleiðendur, verslanir, veitinga- hús og bakarí þurfa að íhuga hvern- ig þeir geta nýtt sem mest innlent hráefni, hugmyndir og sköpunar- kraft við framleiðslu sína og hið opinbera þarf að leita allra leiða til að styðja við þessar atvinnugreinar. Fyrsta skrefið í þá átt verður vonandi tekið með verkefni sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands í sam- starfi við fjölda aðila hyggst fara af stað með þar sem áhersla verður lögð á að styðja við áframhaldandi vöruþróun í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Hugsanlega gætu síðan Framleiðnisjóður landbúnað- arins, Byggðastofnun, Tækniþró- unarsjóður og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fylgt í kjölfarið með fjármagn og enn frekari stuðningi við vaxtarsprota af þessu tagi. Að lokum vil ég hvetja sem flesta til að taka þátt í Safnahelgi Suðurlands þann 7.-9. nóvember þar sem Matarkistan Suðurland hefur tekið höndum saman með Safnaklasa Suðurlands og býður upp á mat byggðan á hefðum úr héraði. Uppákomur og viðburðir verða um allt Suðurland, þar sem gestir og gangandi geta upplifað og smakkað á menningu og sögu Suðurlands. Felast tækifæri í kreppunni? Eygló Harðardóttir verkefnastjóri/ráðgjafi eygloh@yahoo.com Atvinnumál í sveitum VA NT AR VÉ LA R Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is velfang@velfang.is VERKIN TALA ÁTTU GÓÐA VÉL TIL SÖLU? Höfum kaupendur að eftirtöldum dráttarvélum! MASSEY FERGUSON 135 – 165 – 185 188 – 265 – 275 – 290 – 565 – 575 – 590. FORD 5000 – 6000 og 7000 seríu. Áhugasamir hafi samband við Sigurgeir Þórðarson í síma 580 8200 eða með tölvupósti sigurgeir@velfang.is FR U M Formannsskipti urðu í Bonde- laget, samtökum bænda í Noregi, fyrr á þessu ári. Nýr formaður er Pål Haugstad, bóndi á Heið- mörk, sem tók við af Bjarne Undheim. Fyr- ir nokkru flutti hann norskum bændum boð- skap sinn í grein í Bonde- bladet. Hér á eftir fara kafl- ar úr greininni: Á næsta ári eru Stórþingskosn- ingar í Noregi. Það er mál mál- anna að nýtt Stórþing marki stefnu um að vernda landbúnað og byggð í öllu landinu, einnig eftir 2009. Það er hins vegar ekkert sjálfgef- ið að málefni dreifbýlis og land- búnaðar verði áberandi í næstu kosningabaráttu. Til að það gerist verðum við sjálf að taka málin í hendur okkar á trúverðugan hátt. Sem samtök verðum við að ein- beita okkur að því verkefni. Staða landbúnaðarins og hlutverk hans í þjóðfélaginu um þessar mundir gefur okkur byr í seglin. Þessi meðvindur gildir jafnt um Noreg og á alþjóðavettvangi. Það verður æ ljósara að heimurinn þarfnast meiri matar og það er ekki sjálfgefið að eiga hann vísan. Sumir trúa því að það gerist með frjálsari viðskiptum, þ.e. með því að sleppa markaðsöflunum laus- um. Bændur um víða veröld vita hins vegar að áætlanir til langs tíma og stöðugleiki eru meg- inatriði í farsælum landbúnaði og að frumframleiðslu búvara, sem byggist á litlum búum og vinnu- framlagi fjölskyldunnar, verður að verja fyrir ofurefli fjármagnsins. WTO-samningarnir á sl. sumri strönduðu á rétti þróunarlanda til að vernda eigin matvælafram- leiðslu. Það var athyglisvert að verða vitni að því að Indland tók forystu fyrir þróunarlöndin um að þau fengju að verja eigin mat- vælaframleiðslu og bændur gagn- vart óljósum hag af fríverslun. Samningagerð á vegum WTO um búvöruviðskipti hefur lifað sjálfa sig. Hún gengur út frá því ástandi sem ríkti í heiminum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, þegar offramleiðsla búvara ríkti og lágt verð og sölutregða var á mörkuðum. Kannski var það þessi nýja veröld sem rann upp fyrir mönnum í Genf í sumar. Ég hef heldur ekki trú á að yfir- standandi WTO-samningum ljúki í bráð. Stórþingskosningarnar á næsta ári skipta meira máli fyrir norskan landbúnað en WTO-viðræðurnar. Við finnum að það er unnt að hafa áhrif og styrkur samtaka okkar er sá að við höfum baráttuvilja, við erum trúverðug og við eigum ítök um allt land. Stjórn Norges Bondelag hefur samþykkt verkefnaáætlun fyrir samtökin fyrir yfirstandandi starfs- ár, sjá www.bondelaget.no. Ég vek þar einkum athygli á fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu á grundvelli þeirra möguleika sem hvert býli hefur upp á að bjóða. Þá munum við fara yfir og endurskoða heild- arstefnumarkmið samtaka okkar í virku samstarfi félagsmanna og samtakanna. Bondebladet, stytt Samningagerð WTO hefur lifað sjálfa sig Bændur á starfssvæði Búnaðar- samtaka Vesturlands halda nú árshátíð sína, Sveitateiti, í sjötta sinn þann 15. nóvember n.k. á Hótel Borgarnesi. Sveitateiti var fyrst haldið árið 2003. Bún- aðarfélög á starfssvæðinu hafa skipst á að halda teitið og þetta árið er það Búnaðarfélag Eyja- og Miklaholtshrepps sem ber veg og vanda af skipulagningu í sam- starfi við skrifstofu BV. Við þetta tækifæri hefur stjórn BV veitt viðurkenningar til bænda fyrir gott starf og frumkvæði í sínum störfum. Teitið hefur alltaf verið vel sótt bæði af bændum og þeim sem sinna störfum tengdum landbúnaði. Einnig hafa fyrrverandi bændur og velunnarar sótt teitið vel undanfar- in ár. Dagskrá Sveitateitisins þetta árið verður glæsileg eins og venjulega. Fordrykkur verður í boði Mjaðar, bruggverksmiðju í Stykkishólmi, þriggja rétta máltíð að hætti Hótel Borgarness, skemmtiatriði og að lokum mun hljómsveiti Bít sjá um að allir geti dansað fram á nótt. Þá verður Hótel Borgarnes með tilboð á gistingu fyrir gesti. Stjórn BV og Búnaðarfélags Eyja- og Miklaholtshrepps von- ast til að sjá sem flesta á teitinu og hvetur bændur og búalið til að fjölmenna og gera sér glaðan dag saman. Það hafi sjaldan verið eins mikilvægt og nú að koma saman og efla samhug í leik og starfi. Ráðstefnan Hrossarækt 2008 Ráðstefnan Hrossarækt 2008 verður haldin á Hótel Sögu, laugardaginn 8. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum. Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson. Dagskrá: 13:00 Setning - Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt 13:05 Hrossaræktarárið 2008 – Niðurstöður kynbótamats - Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ 13:30 Tilnefningar til ræktunarverðlauna 2008 13:45 Erindi: - Húsvist hrossa, Sigtryggur Veigar Herbertsson, LbhÍ - Forval í kynbótadómi, Elsa Albertsdóttir , LbhÍ - Vægistuðlar dómstigans, Guðlaugur V. Antonsson, BÍ - Breytt sýningarfyrirkomulag kynbótahrossa, Kristinn Guðnason, Fhrb 15:30 Kaffihlé 16:00 Umræður – orðið laust um erindin og ræktunarmál almennt 17:00 Ráðstefnuslit Fagráð í hrossarækt Sveitateiti haldið í sjötta sinn Byggðaráð Húnaþings Ekki áform um fækkun starfsfólks Byggðarráð Húnaþings vestra hefur sent frá sér yfirlýsingu sökum þess ástands sem skap- ast hefur í efnahagsmálum þjóð- arinnar. Er þar meðal annars áréttað að sveitarfélagið skuldi ekki neitt í erlendri mynt auk þess að hafa ekki átt fjármuni inni á peningamarkaðssjóðum. Í ályktun sinni áréttar Byggðar- ráð að þrátt fyrir fyrirsjáanlegt tekjutap muni sveitarstjórnin af fremsta megni standa vörð um alla grunnþjónustu sveitarfélagsins. Þá hafi sveitarfélagið ekki uppi áform um fækkun starfsfólks. Við þær aðstæður sem uppi eru vekur sveitarstjórn Húnaþings vestra athygli á mögulegum úrræð- um félagsþjónustunnar. En öðru fremur eru íbúar hvattir til að sýna samstöðu í yfirstandandi þreng- ingum og umhyggju hver fyrir öðrum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.