Bændablaðið - 15.04.2008, Blaðsíða 7
Það er tími aðalfundanna. Lands-
samband kúabænda stefndi
sínu liði austur á Selfoss þar
sem boðað var til aðalfund-
ar dagana 4. og 5. apríl. Allt
var þar með hefðbundnu sniði,
setningarathöfn með ræðu for-
manns og ávörpum gesta, þeirra
Einars K. Guðfinnssonar land-
búnaðarráðherra og Haraldar
Benediktssonar formanns Bænda-
samtaka Íslands. Svo komu full-
trúar Framleiðnisjóðs og Land-
búnaðarháskóla Íslands, þeir
Bjarni Guðmundsson og Snorri
Sigurðsson. Loks var röðin komin
að Halldóri Runólfssyni yfirdýra-
lækni og fulltrúa Matvælastofn-
unar.
Í þessum ávörpum var sleg-
inn svipaður tónn að mörgu leyti.
Ræða Þórólfs Sveinssonar for-
manns LK fjallaði að verulegu leyti
um verðhækkun á mjólk, sem þá
var nýgengin í gildi, og forsendur
hennar. Verðhækkunin gekk eins og
rauður þráður í gegnum ræður hans
og gestanna og sama máli gegndi
um almennu umræðurnar sem hóf-
ust að loknum ávörpum gestanna.
Kúabændur voru greinilega frekar
ánægðir með verðhækkunina þótt
sumir teldu þörf á að ganga lengra.
Var þeirri spurningu varpað fram
hversu lengi þessi hækkun dygði.
Nokkuð var rætt um fyrir-
komulag verðlagningar á mjólk og
Þórólfur varpaði því fram hvort
ekki væri tímabært að opinber
ákvörðun um verð til framleiðenda
væri lögð af. Fyrir því væru ýmsar
ástæður, svo sem að forsendur
hefðu breyst verulega vegna þró-
unar í mjólkurframleiðslu. Vitnaði
hann þar í könnun sem gerð var á
vegum Landbúnaðarháskóla Íslands
á þróun fjósgerða en hún leiddi í
ljós að helmingur íslenskrar mjólk-
ur kemur úr fjósum sem hafa verið
endurnýjuð og tæknivædd. Við
það bættist að rekstrarniðurstöður
mjólkuriðnaðarins væru neikvæðar
svo það væri enginn afgangur til
þess að takast á um.
Viðsjár í Evrópu
Annað atriði sem nokkrir ræðu-
manna minntust á var innleiðing
matvælalöggjafar Evrópusam-
bandsins sem ráðherra hafði mælt
fyrir á alþingi daginn áður. Þórólfur
benti á að þessi lagasetning gerði
tollverndina sem landbúnaður nyti
sýnilegri og gæti því orðið til að
auka þrýsting á að úr henni verði
dregið. Þetta gæti einnig orðið til
þess að ýta undir áhuga fólks á að
Ísland sæki um aðild að ESB.
Landbúnaðarráðherra bar fund-
inum þau tíðindi að hann hefði
ákveðið að fella niður það sem eftir
var af kjarnfóðurgjaldinu frá og
með 1. maí til áramóta. Framhaldið
réðist hins vegar af samningum
við ESB um tollamál. Þar sagði
hann líka að tíðinda gæti verið að
vænta því nú væru Svisslendingar
að semja við ESB um niðurfell-
ingu tolla, þeir hefðu ákveðið að
bíða ekki eftir úrslitum í viðræðum
á vettvangi WTO. Þetta væru tölu-
verð tíðindi sem gætu boðað það að
þróunin í átt til tollalækkunar yrði
hraðari en menn hefðu talið.
Halldór Runólfsson fjallaði
nokk uð um búfjársjúkdóma sem
herja á íslenskar kýr og rannsókn-
ir sem í gangi eru á þeim. Hann
sagði einnig að nefnd sem er að
athuga hvort ástæða sé til að breyta
sóttverndarsvæðum hafi starf-
að vel og muni skila áliti um mitt
þetta ár. Þá kom fram í máli hans
að Matvælastofnun hefur gripið
til mótvægisaðgerða vegna inn-
leiðingar matvælalöggjafar ESB.
Eru þær fólgnar í að taka sýni úr
íslenskum nautgripum og leita að
nokkrum sjúkdómum sem algengir
eru í Evrópu. Niðurstöðurnar eru
þær að öll sýnin eru neikvæð fyrir
öllum þeim sjúkdómum sem leitað
var að.
Einn gestur er ónefndur en það
var Hendrike Burchardi, þýskur
starfsmaður rannsóknarstofunn-
ar IFCN sem 70 hagsmunaaðil-
ar í mjólkjuriðnaði í 77 löndum
starfrækja í sameiningu í Kiel í
Þýskalandi. Fjallaði erindi hennar
um stöðu og horfur í alþjóðlegum
mjólkuriðnaði.
Áhyggjur af dýralæknaþjónustu
Í umræðum og ályktunum aðal-
fundarins varð þess vart að ýmis-
legt liggur á kúabændum þessi
misserin. Vaxtaokur og vandi við
nýliðun í greininni var meðal þess
sem bar á góma í ræðustól. Einnig
var rætt um matvælalöggjöfina þótt
sú umræða bæri þess nokkur merki
að hún var nýhafin og upplýsingar
af skornum skammti um það sem
framundan er.
Fundurinn ályktaði hins vegar
gegn því að lækka tolla á innflutt-
um búvörum, enda gengi það þvert
á gefin fyrirheit stjórnvalda und-
anfarin ár. Það væri líka slæm tíma-
setning að lækka tolla „nú þegar
hillir undir nýjan WTO-samning,
sem ráða mun þróun heimsvið-
skipta með búvörur í framtíðinni og
þar með um þróun tollverndar land-
búnaðarafurða“.
Fundurinn ályktaði einnig um
boðaðar breytingar á skipulagi
dýralæknaþjónustu og varaði „við
því að gerðar verði einhverjar þær
breytingar á störfum héraðsdýra-
lækna sem ætla má að leiði til lak-
ari dýralæknaþjónustu í strjálbýlli
héruðum“. Í greinargerð með þess-
ari ályktun segir meðal annars:
„Verði alger aðskilnaður eftir-
lits og almennrar dýralæknaþjón-
ustu í samræmi við reglur ESB að
veruleika er vandséð að nokkrir
dýralæknar muni starfa í fámenn-
ustu héruðunum. Því mun fylgja
verulegur kostnaður fyrir bændur
og jafnframt er sú staða algerlega
óásættanleg út frá dýraverndunar-
sjónarmiðum. Eðlilegt er að vegna
strjálbýlis fáist hér undanþága frá
fyrrnefndum aðskilnaði, líkt og
tíðkast í strjálbýlli landshlutum
Noregs og Svíþjóðar.“
ÞH
Þegar þær fréttir bárust til lands-
ins á dögunum, að Danir hefðu
lagt Helvíti niður, orti Hákon
Aðalsteinsson, skáld og skóg-
arbóndi:
Margt er það sem lífsgæðin lagar,
loksins gefst nú syndugum friður.
Bíða okkar dýrðlegir dagar
því Danir lögðu Helvíti niður.
Hákon hitti séra Baldur í Vatns-
firði á dögunum, en Baldur hafði
verið að láta laga í sér augun og
skipta um augasteina. Hákon
spurði hvernig gengi og var
Baldur ánægður með aðgerðina
og sagði hana hafa gengið vel.
Þá orti Hákon:
Læknisfræðin loksins getur
lagað augun hans.
Séra Baldur sér nú betur
syndir náungans.
Ljót er staðan
Hjálmar Freysteinsson orti limru
um ástand efnahagsmálanna hjá
okkur:
Ljót er nú staða landans;
umfang efnahagsvandans,
það eina sem hér
til huggunar er:
það fer aldrei lengra en til
Fjandans.
Þeir, sem aldrei eru í vafa
Ég veit ekki eftir hvern þessi vísa
er, en hún er góð:
Undrun bæði og öfund hafa
aukið hjá mér jafnt og þétt
þeir, sem aldrei eru í vafa
og alltaf vita hvað er rétt.
Þvílík högg
Örn Snorrason orti að morgni
eftir gleðskap liðinnar nætur:
Þvílík högg og hamarskak,
af hjarta yrði ég glaður
ef þú hvíldist andartak,
elsku timburmaður.
Lesti ber
Þessa vísu kallar Kristján Bersi
„ómerkilega“ skáhendu:
Lesti ber í brjósti mér
bæði stærri og smærri.
Einatt vóru afglöp stór
eðli mínu nærri.
Þeir fullkomnu
Þessa frómu bæn bar Pétur Stef-
ánsson fram við Drottinn sinn:
Úr glerhúsi fúkyrðum fleygja
fast í ólánsgarm.
Ljúfur Guð, láttu þá þegja
og líta í eigin barm.
Í hógværð
Séra Hjálmar Jónsson fékk fálka-
orðuna á sínum tíma og sagði
svo frá:
„Í hógværð minni á Bessastöðum
flutti ég viðstöddum eftirfarandi:
Hæstvirtur forseti heiðra kaus
og hrósa okkur, mikið.
Ég er því ekki orðulaus
Forseti sagði að vísu frá því eftir
kvatt sér hljóðs. Það er semsagt
ekki liðin tíð að leirlistamenn
skandaliseri.“
Illar vísur
Það er mikill sannleikur í seinni
parti þessarar vísu, sem er eftir
Kristján Bersa:
Illar vísur yrki ég,
hef ærunni með því fórnað.
Hagmælskan er hættuleg
sé henni ekki stjórnað.
Umsjón:
Sigurdór Sigurdórsson
ss@bondi.is
Í umræðunni
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 20087
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Sú hefð hefur skapast á aðalfundum LK að veita viðurkenningu kúabændum sem standa sig vel í búrekstri sínum.
Hér er 2008-hópurinn samankominn á Hótel Selfossi. F.v. Hans Pétur Diðriksson, Karítas Þórný Hreinsdóttir,
Ágústa Ólöf Gunnarsdóttir, Vilhjálmur Diðriksson, þau búa öll á Helgavatni í Þverárhlíð í Borgarfirði. Þá koma
hjónin Ólafur Eggertsson og Guðný J. Valberg á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum. Loks eru það Páll Lýðsson og
Elínborg Guðmundsdóttir í Litlu-Sandvík í Flóa en Páll lést af slysförum örfáum dögum síðar. Á myndina vantar
hjónin á Skálpastöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði, Guðmund Þorsteinsson og Helgu Bjarnadóttur.
Sigurgeir Hreinsson á Hríshóli í Eyjafirði tók þátt í almennum umræðum.
Til hægri er Runólfur Sigursveinsson fundarritari.
Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, ásamt þýska gestinum,
Hendrike Burchardi í hádegisverði fyrri fundardaginn.
Að kvöldi fyrri fundardags var boðið til veislu og þar tóku þau Anna Eiríks-
dóttir og Magnús Sigurðsson á Hnjúki til matar síns og leiddist greinilega
ekki.
Þórólfur Sveinsson formaður LK
flytur setningarræðu sína.
Aðalfundur Landssambands kúabænda
Hversu lengi dugir verðhækkunin?