Bændablaðið - 15.04.2008, Side 13
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200813
Það fyrsta sem mætti fundar-
mönnum á aðalfundi Lands-
samtaka sauðfjárbænda var sú
ákvörðun stjórnar að hækka við-
miðunarverð á dilkakjöti um 98
krónur að lágmarki. Þessi hækk-
un kom bændum þægilega á óvart
þótt flestir hefðu átt von á því að
allnokkur hækkun yrði á verðinu
í ljósi þeirra mikla verðhækkana
á aðföngum, ekki síst áburði, sem
orðið hafa að undanförnu.
Samkvæmt samþykktinni á við-
miðunarverðið að fela í sér að verð
á dilkakjöti til sauðfjárbænda hækki
að lágmarki um 98 krónur á kíló
miðað við vegið meðalverð árs-
ins 2007. Það þýðir að vegið með-
alverð á dilkakjöti innanlands þarf
að fara upp í 461 kr. á kíló. Þetta
jafngildir 27% hækkun viðmið-
unarverðsins. Verð fyrir dilkakjöt
til útflutnings þarf að sama skapi
að fara upp í 335 kr. á kíló.
Útflutningsskyldan framlengd?
Jóhannes Sigfússon formaður LS
setti aðalfundinn með ræðu þar sem
hann fór yfir sviðið í sauðfjárrækt-
inni á liðnu ári. Reksturinn hefur
að sjálfsögðu dregið dám af ástand-
inu í íslensku efnahagslífi þar sem
verðbólga er á uppleið, „vaxtakjör
sem bjóðast með þeim hætti að
hreint okur má kallast og hækkanir
á innfluttum rekstrarvörum til land-
búnaðar stórfelldari en við höfum
trúlega nokkru sinni staðið frammi
fyrir“.
Í þessari stöðu taldi Jóhannes
einsýnt að fresta bæri niðurfellingu
útflutningsskyldu af dilkakjöti og
fara ekki í frekari tollalækkanir á
innfluttu kjöti eða mjólkurvörum.
„Frestun á niðurfellingu útflutn-
ingsskyldunnar er að flestra dómi
sjálfsögð aðgerð nú, miðað við
gjörbreyttar forsendur frá því síð-
asti sauðfjársamningur var undirrit-
aður,“ sagði Jóhannes.
Einar K. Guðfinnsson landbún-
aðarráðherra var meðal þeirra gesta
sem ávörpuðu aðalfund LS og hann
ræddi einnig um útflutningsskyld-
una en taldi ýmis tormerki á því að
rífa upp sauðfjársamning sem tók
gildi um síðustu áramót.
Hnípin þjóð í vanda
Jóhannes formaður gerðist hins
vegar nokkuð heimspekilegur í
ræðu sinni. Í miðri ræðu baðst hann
afsökunar á því að tala „eins og
hvert annað markaðshyggjudýr“
sem væri honum alls ekki tamt.
Síðan sagði hann:
„Þegar glæsihallir nýríkra útrás-
arburgeisa hrynja eins og spilaborg-
ir ein af annarri og herkostnaðurinn
í formi erlendrar skuldasöfnunar
verður að drápsklyfjum í einu vet-
fangi stendur „hnípin þjóð í vanda“.
Er þá ekki nærtækt að spyrja hver
séu hin raunverulegu verðmæti
þjóðarinnar sem mölur og ryð fá
ekki grandað? Eru það ekki einmitt
þær stórkostlegu auðlindir sem við
eigum, bæði til sjávar og sveita, til
að brauðfæða okkur sem allra mest
af eigin rammleik. Sá sem þarf sér
brauðs að biðja heldur aldrei reisn
sinni til lengdar. Það er alla vega
keppikefli okkar sauðfjárbænda og
sameiginleg hugsjón að nýta gæði
landsins sem best, en þó á sjálf-
bæran hátt, til að framleiða holl og
ómenguð matvæli sem þjóðin getur
verið stolt og ánægð með að hafa
nægan aðgang að.“
Opið fjós að Mýrum 3
Fimmtudaginn 17. apríl n.k. verður fjósið að Mýrum 3, Heggstaðanesi,
531 Hvammstanga, opið milli kl. 13-17.
Fjósið er hannað fyrir 70 mjólkurkýr auk geldneyta. Það var tekið í
notkun 19. ágúst sl. og byggt við eldra fjós frá 1988. Framkvæmdir hófust
sumarið 2006. Húsið er stálgrindahús á steyptum mykjukjallara. Stálgrind
og klæðning er frá Stálbæ.
Þann 6. des var DeLaval mjaltaþjónn frá Vélaver gangsettur. Gólfbitar,
innréttingar og básadýnur eru frá Líflandi. Fóður kemur einnig frá Líflandi en
er með heilfóður-
vagni. Síðar er
stefnt á að fá fóð-
urkerfi. Gluggar,
loftræsting, lýs-
ing og básadýnur
fyrir geld kýr eru
frá Landstólpa.
Fulltrúar frá
Vélaveri, Líflandi
og Landstólpa
verða á opnu
fjósi að Mýrum
á fimmtudaginn
nk.
H ö n n u ð u r
fjóssins var Ívar
Ragnarsson.
Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda
Viðmiðunarverð
hækkað um 98 kr.
Myndirnar tók TB á aðalfundinum og í hátíðarkvöldverðinum að fundi
loknum. Fundurinn var haldinn í Bændahöllinni.
Flóaskóli er nýbúinn að end-
urnýja um helminginn af hús-
gögnunum í skólanum. Þegar
skólastjórnendur voru að velta
því fyrir sér hvað ætti að gera
við gömlu húsgögnin, borðin
og stólana, datt Guðmundi Jóni
Sigurðssyni, umsjón-
armanni fasteigna
hjá Flóahreppi, í hug
að gefa þau til Rauða
krossins.
Það gekk eftir; Örn
Ragnarsson, verkefna-
stjóri hjá Rauða kross-
inum, mætti í skólann
á flutningabíl og tók öll
húsgögnin sem skólinn
þurfti að losa sig við.
„Við erum mjög ánægð með
þessa gjöf frá Flóaskóla, hús-
gögnin eiga eftir að koma sér vel í
barnaskóla í Malavíu í Afríku sem
er verið að byggja upp. Ég vil nota
þetta tækifæri og hvetja aðra skóla
sem þurfa að losa sig við hús-
gögn að láta okkur vita, þau koma
sér alltaf vel á þeim svæðum þar
sem við erum að störfum. Þá vant-
ar skólana í Afríku oft liti, papp-
ír, blýanta og önnur námsgögn,“
sagði Örn í samtali við blaðið.
MHH
Flóaskóli gaf stóla og borð til skóla í Afríku
Í Flóaskóla eru 58
börn í 1.-7. bekk.
Nemendurnir hjálp-
uðust að við að bera
húsgögnin, 40 borð og
30 stóla, út í flutninga-
bíl Rauða krossins.