Bændablaðið - 15.04.2008, Side 18
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200818
Hátíðin Eftir Mýraelda stóð yfir
3. til 5. apríl sl. í Lyngbrekku á
Mýrum. Hún hófst á fimmtu-
dagskvöldi með fjölmennum
bændafundi þar sem landbúnað-
arráðherra og formaður Bænda-
samtakanna fluttu framsöguer-
indi.
Hátíðinni var síðan fram hald-
ið á laugardag með opnu húsi í
Lyngbrekku þar sem til sýnis voru
landbúnaðartæki og búnaður, auk
handverks, mjólkur- og kjötvara
og ýmislegs fleira. Þá voru flutt
skemmtiatriði og vel rekin bú
fengu viðurkenningar. Opið fjós
var í Þverholtum og mætti mikill
fjöldi fólks þangað sem og á aðra
viðburði hátíðarinnar. Það var
mál manna sem hátíðina sóttu að
vel hafi tekist til en mörg hundr-
uð manns lögðu leið sína vestur
á Mýrar þegar heimamenn minnt-
ust náttúruhamfaranna þegar yfir
70 hektarar lands brunnu fyrir
réttum tveimur árum. Miðað við
umfang eldanna var við hæfi að
minnast þess hversu giftusamlega
tókst til við að forða fólki, fénaði
og mannvirkjum frá því að verða
eldinum að bráð. Þar unnu bænd-
ur, slökkviliðsmenn og ýmsir fleiri
stórvirki.
Það er Búnaðarfélag Mýra-
manna sem stóð fyrir hátíðinni
sem nú er stefnt að verði fastur
liður annað hvert ár. Guðbrandur
Guðbrandsson á Staðarhrauni
er formaður félagsins. Hann var
að vonum ánægður síðdegis á
laugardeginum með viðtökurn-
ar og þann mikla fjölda sem sótti
Mýramenn heim. „Við getum
ekki annað en verið ánægð. Þetta
tókst ágætlega til og hingað komu
mun fleiri en búist var við bæði á
bændafund og hátíðardagskrána.
Það er samhentur hópur fólks hér
á svæðinu sem stóð að þessu og
það voru allir boðnir og búnir til
að rétta hjálparhönd. Upphaflega
var það Halldór Gunnlaugsson á
Hundastapa sem átti hugmyndina
að hátíðinni,“ sagði Guðrandur.
Aðspurður segir hann að búnaðar-
félagið hafi verið sameinað úr
þremur félögum fyrir nokkru og
sé ágætlega virkt félag sem vinni
að ýmsum hagsmunamálum fyrir
bændur á svæðinu.
Sjötíu manna bændafundur
Um sjötíu manns sótti bændafund-
inn í Lyngbrekku. Framsöguerindi
fluttu landbúnaðarráðherra og
formaður Bændasamtaka Íslands.
Eftir ræður þeirra kvöddu margir
bændur sér hljóðs og ræddu stöðu
bænda, einstakra búgreina, félags-
kerfið og nauðsyn þess að bænd-
ur og almenningur stæðu vörð um
landbúnaðinn.
Stórbúið í Þverholtum
Óhætt er að segja að heimamenn
á Mýrum hafi tekið höfðinglega
á móti gestum. Á opnu fjósi í
Þverholtum var t.d. drekkhlað-
ið borð veitinga og drykkja fyrir
gesti, svo jafnaðist á við vegleg-
ustu fermingarveislu. Voru margir
sem þáðu veitingar og skoðuðu um
leið eitt tæknivæddasta fjós lands-
ins í dag. Fjósið í Þverholtum var
tekið í notkun 4. október síðastlið-
inn og rúmar 130 mjólkandi kýr
en í allt eru á Þverholtabúinu um
400 nautgripir enda er um stærsta
kúabú á Vesturlandi að ræða.
Uppbyggingu þar er þó hvergi
nærri lokið því áætlað er að hefja
fljótlega byggingu annars fjóss
sem tekur enn fleiri mjólkurkýr. Í
nýja fjósinu eru tveir mjaltaþjónar
(róbótar), burðarstíur, sjúkrastí-
Þau voru verðlaunuð af Búnaðarfélaginu fyrir bú sín. Frá vinstri eru Þuríður og Unnsteinn í Laxárholti, Reynir og Edda í Leirulækjarseli og Guðbrandur
og Snjólaug á Brúarlandi.
Fjölmenni sótti hátíðina Eftir Mýraelda
Efnilegustu fyrsta kálfs kvíguna á búinu keypti Hilmar frá Brúsholti í Flókadal snemma árs 2006, eftir að mæðgurnar þar auglýstu kálfinn til sölu í smáauglýsingum Skessuhorns. Hér er kýrin
Anna-Bella ásamt Mána Hilmarssyni.