Bændablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 19

Bændablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 19
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200819 ur og aðstaða fyrir kálfa. Þá er til þess tekið hversu vel er búið að allri aðstöðu fyrir starfsfólk. Að sögn Hilmars Sigurðssonar bústjóra í Þverholtum er jörðin í eigu Jóhannesar Kristinssonar athafnamanns en Hilmar og eig- inkona hans, Þóra Þorgeirsdóttir, ásamt Helga Baldurssyni, reka búið í félagi við Jóhannes. „Þetta hefur verið snörp en afar skemmti- leg uppbygging. Hér var engu til sparað við fjósbygginguna og hér líður kúnum vel. Við ætlum okkur að stækka búið enn meira og bæta aðstöðuna fyrir þann hluta kúnna og geldneyta sem komast ekki fyrir í nýja fjósinu,“ sagði Hilmar. Gestir sem blaðamaður ræddu við voru á einu máli um að sjaldan eða aldrei hafi þeir upplifað heim- sókn í fjós þar sem gripum líður augsýnilega jafn vel. Þar heyrist til dæmis ekki baul eða óánægjutónn í kúm eða kálfum sem flatmög- uðu í rúmgóðum stíum undir ljúfri tónlist sem spiluð er fyrir grip- ina. Kýrnar eru greinilega afar vel fóðraðar og sælar með hlutskipti sitt enda eru þær allar þurrar og hreinar á rúmgóðum legubásum með gúmmídýnum og spæni sem burðarlag. Mjaltaþjónarnir voru báðir að störfum allan tímann sem gestir stöldruðu við og biðraðir kúnna voru í að komast í mjaltir og fá um leið kjarnfóðrið sitt. Fjósið í Þverholtum er eins og flest ný fjós í dag frá Landstólpa, sem kynnti innréttingar og byggingar við þetta tækifæri. Viðurkenningar fyrir úrvalsbýli Í og við félagsheimilið Lyngbrekku var sýning á landbúnaðartækjum, handverki og landbúnaðarafurðum ýmiss konar. Söngur og skemmi- atriði voru í boði og góðbændur voru heiðraðir af búnaðarfélag- inu fyrir bú sín. Það voru hjón- in Reynir Gunnarsson og Edda Hauksdóttir í Leirulækjarseli sem fengu viðurkenningu fyrir afburða kúabú en kýrnar í Seli hafa um árabil verið með afurðahæstu kúm landsins. Guðrandur Brynjúlfsson og Snjólaug Guðmundsdóttir á Brúarlandi fengu viðurkenningu fyrir gott svínabú auk snyrti- mennsku á jörð sinni og ekki síst viðamikillar skjólbeltaræktunar og skógræktar. Loks fengu þau Unnsteinn Jóhannsson og Þuríður Gísladóttir í Laxárholti viðurkenn- ingu fyrir afurðaháar kýr og dugn- að við kornrækt og fóðuröflun. Ástæða er til að óska Mýra- mönnum til hamingju með vel heppnaða hátíð í liðinni viku. Þar sýndu bændur og búalið gestristni að sönnum íslenskum sveitasið og er ástæða til að láta sig strax hlakka til sambærilegrar hátíðar að tveimur árum liðnum. mm Kálfarnir í Þverholtum voru lítið að kippa sér upp við gestafjöldann en tóku fagnandi á móti krökkunum. Á bændafundinum í Lyngbrekku kynnti Sigurður Óli á Lambastöðum nýj- ustu afurð Mjólku, súrmjólk í brúsum sem nú er komin í verslanir. Hér er hann lengst til hægri ásamt Einari K Guðfinnssyni landbúnaðarráðherra og Snorra Jóhannessyni á Augastöðum. Vélar og tæki af öllum gerðum; fjórhjól, dráttarvélar, heyvinnuvélar, jarð- vinnuvélar, gjafagrindur, slökkvibílar og fleira var til sýnis á hlaðinu í Lyngbrekku. Hlekkjaherfi með 10 mm ferkönt- uðum hlekkjum. Henta vel til að slóðadraga tún og haga - jafna út húsdýraáburði, rífa mosa, slétta minni ójöfnur ofl. - Hagstætt verð. Reykjavík: 568-1500 | Akureyri: 461-1070 Ávinnsluherfi 3 ára ábyrgð Sparaðu með TYM 603 tym is s 6973217 CATERPILLAR motor

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.