Bændablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 24

Bændablaðið - 15.04.2008, Qupperneq 24
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200824 Utan úr heimi Heimsbyggðin almennt, og þar er Evrópa engin undantekning, hefur staðið og fallið með aðgangi að mat. Frá því maðurinn fór að stunda jarðrækt fyrir um 10 þús- und árum hefur framboð matar einungis fullnægt eftirspurn síð- ustu 140 árin. Í Evrópu geisaði hungursneyð jafnt og þétt fram á miðja 19. öld. Ein hin síðasta lagðist á Írland á árunum 1844-´46 og kostaði yfir milljón manns lífið; kartöflumygla eyðilagði uppskeruna og 10% þjóð- arinnar urðu hungrinu að bráð. Á árunum 1867-´68 reið hungursneyð yfir Finnland og Norður-Svíþjóð, þegar mikil úrkoma og kuldi eyði- lagði korn- og heyuppskeruna og dóu 10% íbúanna í kjölfarið. Eftir þetta hefur verið nóg fram- boð á mat í iðnríkjum heims á frið- artímum og á alþjóðamörkuðum hefur einkum verið spurt um rétt- láta dreifingu matarins. Ástæður þess að framleiðslan jókst eru fleir- þættar en nefna má nokkrar hinar helstu. Hestarnir þurftu að éta Í fyrsta lagi fóru evrópskir land- nemar í Ameríku að senda mat í stórum stíl til föðurlanda sinna, einkum ódýrt korn. Með opnun sléttanna eftir lok borgarastyrjald- arinnar 1865 urðu vatnaskil. Mikið af landi var þá lagt undir plóg og járnbrautir lagðar. Gufuskip tóku við þar sem járnbrautirnar enduðu og fluttu kornið til Vestur-Evrópu. Flutningskostnaður minnkaði og framleiðslan jókst. Korn og síðar kjöt flæddi inn á evrópska mark- aði. Í öðru lagi fundu Birkeland og Eyde, jafnhliða Haber og Bosch, upp aðferð til að vinna köfnunar- efni úr andrúmsloftinu og fram- leiða tilbúinn áburð nokkru fyrir fyrri heimstyrjöld. Tilbúinn áburður var afgerandi forsenda fyrir hinni miklu framleiðsluaukningu, sem einkenndi 20. öldina og er jafn- framt ein af forsendum aukinnar framleiðslu nú á tímum. Með bind- ingu köfnunarefnis er mikilvægasti hemillinn á frjósemi gróðurmoldar leystur. Í þriðja lagi leysti dráttarvél- in hestinn og önnur dráttardýr af hólmi. Það gerðist frá því á milli- stríðsárunum á síðustu öld og fram á 8. áratug aldarinnar. Umskiptin frá höfrum og heyi yfir í bensín og olíu sem orkugjafa í landbúnaði og til flutninga losaði um fimmtung af ræktunarlandi, sem til ráðstöfunar var, úr hlutverki orkugjafa drátt- ardýra í það að nýtast til matvæla- framleiðslu. Að auki hafa framfarir í landbúnaði skilað betri stofnum búfjár og nytjajurta, framræslu lands og vökvunarkerfum, sem og vörnum gegn sjúkdómum, en einn- ig auknum afköstum á hvern hekt- ara lands og hvern grip. Í fjórða lagi gekk „græna bylt- ingin“ yfir stóran hluta Asíu á 7. og 8. áratugum 20. aldar, sem leiddi til þess að framleiðsla matvæla stór- jókst. Að baki þess lágu afkasta- meiri stofnar nytjajurta, fjárfesting- ar í vökvunarkerfum, þurrkun lands og notkun tilbúins áburðar. Nú eru aðrir tímar Þessir meginþættir hafa leitt til þess að þrátt fyrir aukna eftirspurn hefur matarverð lækkað, að mestu jafnt og þétt frá 1865, að heims- styrjaldarárunum undanteknum. Að vísu hækkaði verðið í upp- hafi 8. áratugarins, í kjölfar þess að kornuppskera í Sovétríkjunum brást og Sovétmenn neyddust til að flytja inn korn. Á sama tíma varð að nokkru leyti uppskerubrestur í stórum löndum Asíu, sem olli tíma- bundinni verðhækkun á korni, en uppskeran jókst fljótlega aftur og verðið hélt áfram að lækka. Staðan í upphafi 21. aldar er önnur. Nú hækkar verðið þrátt fyrir aukna uppskeru. Sú aukning vegur ekki upp á móti vaxandi eftirspurn. Svissneski bankinn Credit Suisse hefur lagt fram spá um það að eft- irspurnin muni aukast um 3,3% á ári næstu árin, en að framleiðslan muni aðeins vaxa um 2,5% á ári. Þrjú undanfarin ár hefur neyslan farið fram úr framleiðslunni og birgðir eru því í lágmarki. Nú eru til um tveggja mánaða birgðir af korni í heiminum og í Bandaríkjunum hafa kornturnarnir ekki verið jafn tómir frá því á tímum síðari heimsstyrj- aldarinnar. Korn er þar undirstaða landbúnaðarins, bæði sem hráefni í matvæli og sem fóður búfjár. Ástæða þess, hve birgðirnar eru litlar, er aukin eftirspurn í Mið- Austurlöndum og Asíu. Ekki aðeins neytir þar hver maður meira korns, heldur neytir hann meiri búfjár- afurða. Þá er þess að geta að jarð- arbúum fjölgar um 70-80 milljónir á ári. Líforka og þurrkar Í og með því að líforka er aftur orðin valkostur sem búvöruafurð, eftir að farið var að tengja olíunotkun við hlýnum lofthjúpsins og hugsanlega minna aðgengi að jarðolíu, þá eykst samkeppni um notkun á hráefnum frá landbúnaði til matvælafram- leiðslu annars vegar og sem orku- gjafa hins vegar. Þá er það stefna sumra landa að auka kornbirgðir sínar, en það dregur einnig úr fram- boði korns á mörkuðum. Hvað kornframleiðslu varð- ar hefur uppskera dregist saman í sumum löndum. Þar eru mest áberandi Ástralía og Marokkó, þar sem samdrátturinn er veruleg- ur. Uppskeran hefur einnig dregist saman í Vestur-Evrópu, Úkraínu og Kanada, en þar eru uppskerusveifl- ur þó innan eðlilegra marka. Á hinn bóginn er unnt að taka meira land undir ræktun í ýmsum fyrrum Austantjaldslöndum og í Suður-Ameríku. Nýting þess lands krefst fjárfestinga í innviðum þess- ara landa og uppstokkunar á eign- araðild að landinu, sem og að koma þarf þar á nýjum stjórnarháttum. Taka mun tíma að koma því öllu í kring. Veðurfarslottó Ef við ætlum að brauðfæða 10 milljarða jarðarbúa á 22. öldinni, jafnframt því sem veðurfarsbreyt- ingar munu taka sinn toll, þá er brýnt að gefa landbúnaði aukið svigrúm. Nýta verður möguleika hvers lands til matvælaframleiðslu með markvissri stefnumörkum sem hentar hverju landi. Framleiðsla hvers lands, ásamt viðskiptum og birgðahaldi þess, eru þeir þættir sem halda þarf utan um. Til þess að það geti tekist þarf sérhvert land rétt til að framleiða mat til eigin þarfa, eins og það er fært um. Á árabilinu 1865 til 2005 fór verð á korni lækkandi, í stórum dráttum. Þetta tímabil er nú liðið hjá. Heimurinn verður að reikna með því að verð á matvörum muni hækka í framtíðinni miðað við hið lága verð, sem við nutum fram til 2005. Það þýðir á hinn bóg- inn ekki endilega að stórhækkun verði á matvælaverði í framtíðinni. Hins vegar eru allir möguleikar opnir næstu árin. Meðan verið er að byggja aftur upp viðunandi birgðastöðu verður uppskeran að aukast ár frá ári til að komast hjá miklum verðhækkunum. Eins og sakir standa spilar heimurinn í veð- urfars-„lottói“ með því að veðja á metuppskeru, án þess að hafa lágmarksbirgðir upp á að hlaupa ef uppskeran skyldi bregðast. Bondebladet/Chr. Anton Smedshaug Lækkandi kornverð í 140 ár Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, hefur lýst því yfir að hann vilji endurskoða landbún- aðarstefnu ESB og efla búfjár- rækt í löndum sambandsins. Leiðin til þess sé að draga úr styrkjum út á landrými um 15% og flytja þá fjármuni, sem þar sparist, yfir á styrki til búfjárræktar sem og til lífræns landbúnaðar, einkum á strjál- býlum svæðum. Frakkland tekur við for- mennsku í ESB næstkomandi haust og þá er Frakklandsforseti í góðri stöðu til að vinna stefnu sinni brautargengi. Rökin fyrir breyttri stefnu eru þau, að þyngst hafi fyrir fæti í evrópskri búfjár- rækt með hækkuðu verði á korni og öðru fóðri. Bændur, sem stundi kornrækt, hafi hins vegar hagnast á þeirri verðhækkun. Auk þess vill franska rík- isstjórnin stofna kreppulánasjóð, sem grípa mætti til ef upp kæmu búfjársjúkdómar eða áföll vegna breytinga á veðurfari. Nationen Sarkozy vill efla búfjárrækt í Evrópu Brennsla orkugjafa úr jörðu; kola, olíu og gass, hefur um ára- bil verið álitin eiga verulegan þátt í hlýnun lofthjúpsins. Þótt margt hafi verið gert til að draga úr þessum áhrifum hefur gengið illa að leysa olíuna af hólmi sem orkugjafa fyrir farartæki, þ.e. bíla, flugvélar og skip. Vonir manna í því efni glædd- ust, þegar fram komu hugmyndir um að framleiða orku á farartæki úr jarðargróða, svo sem maís, jurta- olíu, sykurreyr og korni. Slík fram- leiðsla hefur síðan náð verulegu umfangi sums staðar í heiminum, t.d. úr maís í Norður-Ameríku, syk- urreyr í Suður-Ameríku og jurta- olíu í Evrópu. Í bakseglin sló fyrir þessari framleiðslu, þegar í ljós kom að matvælaframleiðsla og -öryggi var farið að líða fyrir hana, en einnig að í framleiðslu eldsneytisins fór svo mikil orka, að hagurinn af þessari orkuvinnslu fyrir lofthjúpinn var minni en stefnt var að í upphafi. Sú hugmynd hefur komið upp, sem mótleikur gegn notkun hrá- efnis í matvæli og fóðurs sem orkugjafa fyrir farartæki, að nota í þessa framleiðslu tréni og annað lífrænt hráefni, sem nýtist ekki sem matvæli eða fóður. Sú aðferð hefur verið kölluð annarrar kynslóðar framleiðsla líforku. Tækni við þessa framleiðslu hefur verið í þróun en nú er svo komið að fyrsta verksmiðjan, sem náð hefur valdi á þessari tækni, hóf rekstur í apríl á þessu ári og framleiðir lífdí- selolíu. Það er fyrirtækið Choren Industries í Þýskalandi sem hér er á ferð, en það er staðsett í Freiberg. Hráefnis til framleiðslunnar verður aflað með ræktun fljótvaxinna trjá- kenndra jurta, svo sem viðju. Fyrirtækjasamsteypa Choren vinnur að verkefninu með fyrir- tækjunum Shell, Daimler og Volks- wagen, en nýja díselolían hefur fengið vöruheitið SunDiesel og hentar vel til blöndunar í hefð- bundna díselolíu. Við framleiðslu á SunDiesel er lífmassi orkugróðursins notaður allur eins og hann kemur fyrir. Á fyrsta stigi framleiðslunnar er brennanlegum lofttegundum breytt í fljótandi eldsneyti. Framleiðslan fer fram undir miklum þrýstingi með aðferð sem nefnd er Carbo-V. Í efnaferlinu verður til gas, sem er hreinsað með efnahvötum, m.a. af brennisteini, og breytt í fljót- andi díselolíu. Nýja fyrirtækið á að vinna úr 67.500 tonnum hráefna á ári, m.a. gömlu timbri, auk fljót- vaxinna viðjutegunda. Hraðvaxta gróður hagkvæmastur Fyrirtækið telur fljótvaxinn gróð- ur skila mestum hagnaði þegar til lengdar láti og stefnir að því að rækta hann nálægt verksmiðjunni, segir Michael Deutmayer, sem ber ábyrgð á öflun hráefnis til verk- smiðjunnar. Landbúnaðarrannsóknastofnun í sambandsríkinu Sachsen hóf einn- ig fyrir þremur árum tilraunarækt- un á ýmsum undirtegundum víðis og aspar í Freiberg. Þessi tré hafa náð 5-6 m hæð á þremur árum. Vöxturinn bendir til þess að orku- skógur geti orðið hagkvæm ræktun fyrir landbúnað á þessu svæði. Áætlað er að uppskera orku- skógaakrana þriðja hvert ár og nota til þess sláttutætara, en nýjar plöntur vaxa svo upp af rótum hinna fyrri. Reiknað er með að hver uppskera dugi til framleiðslu á 2.000 - 5.000 lítrum af SunDiesel á hektara. Choren-samsteypan býður áhugasömum bændum langtíma- samning um ræktun á orkuskógi á góðum kjörum. Þá býður sam- bandsríkið Sachsen bændunum styrk, sem nemur 30% af stofn- kostnaði við ræktunina. Sænska fyrirtækið Lantmännen Agroenergi hefur gert samning við Choren um ræktun á græðlingum til plöntunar í orkuskóga. Choren stefnir nú þegar að því að stofna fimm verksmiðjur til dísel- olíuframleiðslu, sem framleiði árlega 250 milljón lítra af olíu. Til þess þarf um eina milljón tonna af lífmassa. Afurðin er ekki talin auka kol- tvísýring í andrúmsloftinu, þar sem losun koltvísýrings við notkun orkunnar á farartæki og koltvísýr- ingsnám jurtanna stenst á. Landsbygdens Folk Líforka unnin úr tréni Hungur í Norður-Kóreu Fregnir berast nú af því, að mikill matarskortur sé um þessar mundir í Norður-Kóreu. Það eru hjálp- arsamtökin Good Friends sem hafa komið þessum fréttum á framfæri. Úthlutun matvæla hefur verið stöðvuð í höfuðborginni Pyongyang, þar sem efnaðasti hluti landsmanna býr. Það bendir til þess að ástandið sé mjög alvarlegt ann- ars staðar í landinu. Nationen Matarverð hækkar í USA Verð á matvælum í Bandaríkjunum hækkaði um 8% á fyrsta ársfjórð- ungi þessa árs. Það er niðurstaða könnunar bandarísku bændasam- takanna, American Farmers Bureau, en kannað var verð á 16 algengum vörutegundum. Mest var hækkunin á matvælum úr korni en þar á eftir komu ostur, egg og epli. Verð á beikoni stóð í stað en meðal vara, sem lækkað höfðu í verði, voru drykkjarmjólk og svínakóti- lettur. Nationen

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.