Bændablaðið - 15.04.2008, Page 29
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200829
Sturtuvagnar
og stálgrinda-
hús frá
WECKMAN
Sturtuvagnar
H. Hauksson ehf
Suðurlandsbraut 48
Sími: 588 1130
Fax: 588 1131
Stálgrindahús.
Margar gerðir,
hagstætt verð.
Einnig þak-
og veggstál
á góðu verði
Frá Búsæld ehf.
Búsæld ehf minnir á aðalfund félagsins
sem haldinn verður Á hreindýraslóðum,
Skjöldólfsstöðum á Jökuldal 19. apríl næst-
komandi og hefst kl. 13.30. Einnig er minnt á
að hægt er að senda umboð til fundarins.
Stjórn Búsældar ehf.
Heilbrigðari og
mýkri spenar
Sólin stóð hátt á himni þennan
fallega vetrardag þegar ég heim-
sótti ábúendur á Voðmúlastöðum
í Austur-Landeyjum, þau Hlyn
Snæ Theódórsson og Guðlaugu
Björk Guðlaugsdóttur. Kýrnar
nutu lífsins í fjósinu og er greini-
legt að þar er hugsað vel um
dýrin. Áberandi er, hversu and-
rúmsloftið er rólegt og afslappað
í nýlegu fjósinu.
Hlynur og Guðlaug tóku við
búinu af foreldrum Guðlaugar 1.
janúar 1997. Árið 2002 réðust þau
í byggingu á nýju lausagöngufjósi
og settu upp fullkominn mjaltabás
fyrir 12 kýr. Vinnuaðstaða í básn-
um er að sögn Hlyns mjög góð,
m.a. er hægt að lyfta gólfinu í
básnum, allt eftir þörfum hvers og
eins. Á búinu eru nú um 40 mjólk-
andi kýr og er á stefnuskránni að
fjölga þeim á næstu árum.
VIRI FOAM prófuðu þau fyrst
árið 2003 í kjölfar kynningar, sem
haldin var á Voðmúlastöðum. Áður
höfðu þau aðeins notað vatn og
klúta til að þvo spenana fyrir mjalt-
ir. Þeim fannst það ekki nógu gott,
því erfitt var að ná óhreinindum af
spenunum. „Eftir að við fórum að
nota VIRI FOAM hafa mjaltirnar
gengið mun hraðar fyrir sig, kýrn-
ar eru áberandi rólegri, spenarnir
heilbrigðari og húðin mýkri. VIRI
FOAM hjálpar til við að halda líf-
tölunni í skefjum og eykur þar með
líkur á að ná framleiðslu á úrvals-
mjólk,“ segja þau, en eins og allir
vita er það kjarabót í rekstri kúa-
búa á Íslandi í dag.
Með þetta kveð ég heimafólkið
eftir góðan dag á íslenskum bónda-
bæ og í baksýnisspeglinum skartar
Eyjafjallajökull sínu fegursta.
Óskar S. Harðarson