Bændablaðið - 15.04.2008, Page 31

Bændablaðið - 15.04.2008, Page 31
Bændablaðið | Þriðjudagur 15. apríl 200831 Á síðustu árum hefur borið talsvert á vörtusmiti í sauðfé, þó sérstaklega í sauðburðinum og á haustin þegar féð kemur í hús. Hefur þetta byrjað sem ein og ein varta í munnvikum og á spenum á nýbornum ám. Síðan hefur þetta breiðst út og þakið báða spena og júgrið og hafa svo lömbin fengið þetta í munnvik- in og á snoppuna. Getur þetta myndað vörtuhellur sem þekja spenana og harðna og springa. Þá vill blæða úr þessu og ærnar reyna að verjast því að lömbin fái að sjúga. Í slæmum tilfell- um getur þetta endað með júg- urbólgu og er þá ekki að sökum að spyrja. Svo virðist sem hingað til sé ekkert lyf sem virkar á þetta og hafa einhverjir bændur setið uppi með nokkra tugi af sýktum ám. Undanfarin tvö vor hefur á nokkrum bæjum í Þingeyjarsýslu og við Eyjafjörð verið gerð til- raun með olíu og smyrsli unnin úr jurtum frá Urtasmiðjunni á Svalbarðsströnd. Hefur þetta gefið mjög góða raun sé brugðist við um leið og vart verður við vört- urnar. Þær hafa þá eftir nokkurra daga meðferð hjaðnað og visnað og ekki náð að breiðast meira út. Lömbin hafa svo, þegar þau sjúga, fengið olíuna og smyrslið uppí sig og vörturnar á þeim líka horfið. Mikilvægt er, ef góður árangur á að nást, að fylgjast vel með og grípa strax inn í áður en vörturnar hafa náð að breiðast út sem getur gerst á nokkrum dögum. Ef það gerist tekur meðferðin langan tíma og er mikið þolinmæðisverk. Það er því algjört lykilatriði að fylgjast vel með og bregðast strax við. Meðferðin felst í því að fyrst er sýkta svæðið hreinsað með sótt- hreinsivökva sem ekki svíður undan (t.d.vetnisperoxíði, fæst án lyfseð- ils), jurtaolían borin vel á og síðan er smyrslið sett yfir og hlífir þá um leið fyrir utanaðkomandi áhrifum. Þetta verður að gera tvisvar á dag og er nauðsynlegt að nota gúmmí- hanska til að verja hendurnar við smiti, því þetta er bráðsmitandi. Nú líður að sauðburði og vilj- um við láta þá sauðfjárbændur vita af þessum möguleika sem e.t.v. þyrftu á þessu að halda. Olían og smyrslið er hægt að fá hjá undirrit- aðri. F. h. Urtasmiðjunnar Gígja Kjartansdóttir Sími: 462 4769 Netfang: gigja@urtasmidjan.is Varnir við vörtusmiti Ávinnsluherfi 4 og 6 metra vinnslubreidd, takmarkað magn. Sími 4651332 & 4651333 Minnum á heima- síðu okkar www.buvis.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.