Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009
Foreldrar Sólveigar Georgs dótt -
ur komu bæði til landsins með
Esjunni sumarið 1949 í stórum
hópi þýskra landbúnaðarverka-
manna. Þau héldu norður í
Húnavatnssýslu þar sem þau voru
á hvert á sínum bænum. Móðir
hennar, Helena Ottósdóttir, var
ófrísk þegar þau héldu til Íslands,
en Sólveig fæddist hér á landi árið
1950. „Foreldrar mínir stóðu í
skilnaði þegar þau komu hingað,
ég veit satt að segja ekki hvort
mamma hefði haft kjark til að
fara á ókunnar slóðir hefði hún
vitað að hún var ófrísk þegar hún
lagði af stað,“ segir Sólveig.
Á þeim bæ sem móðir henn-
ar bar niður að fyrst gekk ekki
sem best, þannig að hún færði sig
fljótlega yfir á Torfalæk og var
ánægð með vistaskiptin. Þegar
verulega fór að sjá á Helenu kom
til tals að hún færi á ný heim til
Þýskalands, en þá tóku hjónin
á Leysingjastöðum, Halldór og
Oktavía sig til og buðu henni að
dvelja hjá sér þar til barnið fædd-
ist og þáði hún það. „Þau reyndust
okkur vel og ég leit alltaf hálfpart-
inn á þau sem afa minn og ömmu
þegar ég var barn,“ segir Sólveig.
Foreldrar Sólveigar skildu,
faðir hennar hélt út til Ástralíu, en
síðar fluttu þær mæðgur suður til
Reykjavíkur. Þar starfaði Helena
á skrifstofu, en hún hafði versl-
unarmenntun. Á sumrin fóru
þær norður í land í heyskap á
Leysingjastöðum. Í Reykjavík
var Sólveig á leikskólanum
Tjarnarborg en undi hag sínum
illa, þannig að móðir hennar hafði
ekki önnur ráð en senda hana út til
Þýskalands til móðursystur sinnar
og þar var Sólveig í tvö ár.
Eitt sumarið við heyskapinn á
Leysingjastöðum kynntist Helena
ungum manni sem vann þar við
hlöðubyggingu, sá var Georg
Hjartarson múrari frá Skagaströnd.
Þau Helena giftu sig síðar og
gekk Georg Sólveigu í föðurstað.
Það var alltaf mjög kært með
þeim. Fjölskyldan kom sér fyrir
í heimabæ Georgs. Sólveig kom
í heimsókn til Íslands sumarið
1956, þá var móðir hennar farin að
búa með Georg á Skagaströnd og
hún skynjaði að ekki var að fullu
ákveðið hvort hún héldi aftur út
með ömmusystur sinni eða yrði
eftir hér á landi. Hið síðarnefnda
varð ofan á og Sólveig ólst upp
á Skagaströnd, þar sem hún síðar
eignaðist þrjú yngri systkini.
Mamma lét draum sinn um að
verða ljósmóðir rætast
Sólveig segir að móðir sín hafi
verið ákveðin manneskja sem
ávallt hafi reynt að gera það besta
úr lífinu sem völ var á. Hana hafði
alltaf dreymt um að verða ljós-
móðir og lét þann draum rætast,
hélt suður til Reykjavíkur að læra
og starfaði eftir nám sem héraðs-
ljósmóðir á Skagaströnd og síðar
á Blönduósi. Síðar lærði hún einn-
ig hjúkrunarfræði. Sólveig bar
nokkra ábyrgð á heimilishaldinu
sem barn og unglingur, hún fór
snemma að taka þátt í matseld,
tiltekt og öðrum heimilisstörfum.
„Mamma var ströng, það giltu
ákveðnar reglur á heimilinu og
eftir þeim varð að fara, eins og að
koma heim á réttum tíma og annað
slíkt,“ segir Sólveig.
Sólveig rifjar upp að henni hafi
stundum verið strítt á þýskum upp-
runa sínum, en það voru krakk-
arnir á staðnum sem það gerðu.
„Þau kölluðu á eftir mér einhver
skrípaorð, eitthvað sem þau héldu
að væri þýska, en við mamma
töluðum alltaf saman á þýsku.
Einstöku sinnum voru nasistag-
lósur látnar fjúka,“ segir Sólveig.
Hún tók það stundum svolítið
nærri sér en ræddi það ekki við
neinn. Einhverju sinni var hún
stödd hjá vinkonu sinni og þar var
ófrísk kona í heimsókn. Sólveig
heyrði að hún sagðist mundu fara
til Reykjavíkur að eiga barnið,
því ekki ætlaði hún að láta þýskar
hendur snerta barn sitt. Það sárn-
aði Sólveigu mikið, en þetta var í
eina skiptið sem hún heyrði full-
orðið fólk tala með þessum hætti
um uppruna móður sinnar.
Var stolt af því að vera
Íslendingur
Helena móðir Sólveigar hafði ekki
mikið samband við samlanda sína
eftir að hún flutti norður í land.
Tengsl hennar við heimaland sitt
voru alla tíð sterk, en hún komst
ekki í heimsókn þangað um langt
árabil. Þegar hún fór loks sumarið
1967 fékk hún hálfgert áfall, við
henni blasti allt annað Þýskaland
en það sem hún hafði yfirgef-
ið. Það var komin meiri harka,
meiri hraði og Helena gerði sér
grein fyrir að hún átti ekki leng-
ur heima í Þýskalandi. Eftir að
hún fór á eftirlaun fór hún þó á
hverju ári til Þýskalands, dvaldi
þar yfirleitt í nokkra mánuði í
senn frá febrúar og fram í maí, því
hún átti alltaf erfitt með íslenska
veturinn. „En hún var gríðarlega
mikill Íslendingur í sér og stolt af
því að vera Íslendingur, hún leit á
Ísland sem sitt heimaland,“ segir
Sólveig.
MÞÞ
Foreldrar Sólveigar Georgsdóttur komu með Esjunni til Íslands sumarið 1949
Þýskur uppruni varð krökkunum
stundum tilefni til stríðni
Sólveig Georgsdóttir.
Marta Jóhanna Loftsson (Hanna)
var tæplega þrítug þegar hún
kom hingað til lands með Esjunni
þann 8. júní árið 1949 til að vinna
fyrir sér. Hún er fædd og uppal-
in í Rúmeníu og hafði upplifað
ríkidæmi í æsku og hörmung-
ar stríðsins. Hanna segist hafa
kynnst mörgu góðu fólki hér
þegar hún kom og sér ekki eftir
ákvörðun sinni en henni finnst
þjóðfélagið hafa þróast til verri
vegar á þeim 60 árum sem hún
hefur verið búsett hér.
Hanna er fædd og uppalin í
Búkarest í Rúmeníu. Foreldrar
hennar ráku fyrirtæki tengt bak-
araiðn og var fjölskyldan vel stæð,
sem sést á því að þjónustufólk var á
heimilinu.
„Ég átti góða æsku og á góðar
minningar frá Rúmeníu. Ég var í
evangelískum skóla og síðar meir
fór ég í verslunarskóla. Faðir minn
féll frá í blóma lífsins og þá fór
að halla undan fæti hjá okkur en
ég ásamt systrum mínum tveimur
fór að vinna á olíuhreinsunarstöð
í bænum Ploesti, sem er í um 30
kílómetra fjarlægð frá Búkarest.
Ég starfaði á skrifstofunni en önnur
systir mín er menntuð tæknifræð-
ingur en hin efnafræðingur. Það
voru loftvarnarbyssur við olíu-
hreinsistöðina því Bretar höfðu
komið sér upp flugvélum. Eitt
sinn komst ein flugvél í gegn og
það voru miklar drunur og mikill
reykur þegar hún var skotin niður,“
útskýrir Hanna hugsi á svip.
Viðbrigði að koma í íslenska sveit
Lífið tók óvænta stefnu hjá Hönnu
þegar heimsstyrjöldin síðari skall
á. Hún vann í olíuhreinsunarstöð-
inni þegar Þjóðverjar tóku hana yfir
og Hanna kynntist fyrri eiginmanni
sínum, sem var undirforingi í þýska
hernum.
„Það var ekki vel séð að ég tæki
saman við Þjóðverja en þar sem
ég átti þýska forfeður og gat sýnt
Hitlersstjórninni ættartölu mína var
samband okkar og síðar hjónaband
viðurkennt. Ég flutti til Þýskalands
árið 1943 og við eignuðumst eina
stúlku saman, sem lést rúmlega árs-
gömul í fanginu á mér. Það var erfið
lífsreynsla og maðurinn minn var
þá úti á vígvellinum. Ég hef aldrei
vitað um afdrif hans, annaðhvort
lenti hann í fangelsi í Rússlandi og
lést þar eða féll á vígvellinum, en
hann kom aldrei aftur,“ segir Hanna.
Hanna flutti til Lübeck í Þýska-
landi eftir að hún gifti sig en eftir
fyrrgreinda reynslu sína var hún
atvinnulaus, þegar hún sá auglýs-
ingu í blaði um frítt far til Íslands
og vinnu hér í eitt til tvö ár.
„Ég ætlaði að vera hér í eitt til
tvö ár og réð mig sem vinnukonu
á Öndólfsstaði í Reykjadal og fékk
fyrir það 400 krónur á mánuði á
meðan íslenskar kaupakonur fengu
600 krónur á mánuði. Þetta var
mikil vinna, ég aðstoðaði úti við
sláttinn og rakaði saman heyinu.
Á kvöldin tók ég síðan til í eldhús-
inu eftir langan vinnudag. Það var
ekki rafmagn og einungis kolavél í
eldhúsinu og ég man hvað það var
ógeðfelld vinna í kringum kolin og
þrifin á lofti eftir sótið. Ég var send
á aðra bæi til að vinna og var hrein-
lega lánuð út til þess. Þetta voru
mikil viðbrigði að koma í íslenska
sveit, sem var mjög frumstæð á
þessum tíma, en ég kynntist mörgu
góðu fólki.“
Húsmóðir og bóndakona á Neðra-
Seli
Eftir ársvinnu á Öndólfsstöðum fór
Hanna til Akureyrar og fékk þar
vinnu en markmið hennar var að
komast til Reykjavíkur og vinna
þar fyrir fari svo hún kæmist aftur
á sínar heimaslóðir.
„Ég lærði íslenskuna smátt og
smátt og var í hálft ár á Akureyri.
Ég réð mig í vist hjá hjónum sem
áttu bókabúð en ég passaði börnin
þeirra og þreif heimilið. Ég náði
að safna mér fyrir fari með skipi til
Reykjavíkur, þar sem ég réð mig í
vist. Síðan atvikaðist það þannig að
mér var boðið að taka að mér ráðs-
konustarf hjá Guðmundi Loftssyni
í Neðra-Seli í Landssveit og ég réð
mig þangað í eitt ár, “ segir Hanna
og bætir við:
„Eftir árið fór ég frá Neðra-Seli
því hugurinn stefndi alltaf heim en
eftir fjölmargar bréfasendingar og
símhringingar frá Guðmundi lét ég
tilleiðast að fara þangað aftur. Hann
Marta Jóhanna Loftsson kom með Esjunni til Íslands fyrir 60 árum
Kom í leit að brauði og vinnu
Hanna er fædd og uppalin í Rúmeníu en hefur búið hér á landi í 60 ár.
Fyrsti hópur landbúnaðarverkamanna sem komu með Esjunni á norðurleið við Fornahvamm þann 9. júní árið 1949.