Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 9
9 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 Í BÆNDABLAÐINU þann 22. október sl. biður ritstjórinn um „örlitla kurteisi“ í umræðum um orku- mál. Erindinu er meðal annars beint til Samorku. Skammar hann samtökin og fleiri fyrir að „öskra“ ítrekað á umhverfisráðherra og saka hana meðal annars um lög- brot, og segir menn „göslast áfram“ og heimta að stjórnvöld víki frá gildandi lögum og reglum. Þá fjallar ritstjórinn um nýlega grein Sigmundar Einarssonar jarðfræðings á Smugunni, þjóð- málavef Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Í greininni lýsir Sigmundur efasemdum um að nægt orkumagn sé til staðar fyrir þær álversframkvæmdir sem hér hafa verið í umræðunni. Kvartar ritstjóri Bændablaðsins meðal annars undan því að Samorka – og aðrir „orkualkar“ – hafi ekki svar- að Sigmundi. Samhengi framboðs og eftirspurnar Um allt þetta er margt að segja. Hvað grein Sigmundar varðar þá er þetta ekkert einföld umræða, allra síst nú þegar verkefnisstjórn um rammaáætlun er að störfum og á að skila af sér kringum áramót. Orkumálastjóri væri trúlega rétt- asti viðmælandinn um málið og Ríkisútvarpið hefur einmitt leit- að hans viðbragða, en hann benti einmitt á gerð rammaáætlunar þar sem 70-80 hugsanlegir virkj- unarkostir eru til umfjöllunar. Auðvitað er miklum mun meiri orka þar undir en Sigmundur fjallar um, en það er alltaf spurn- ing hvað menn vilja virkja og hvað ekki. Orkufyrirtækin eru hins vegar ekki á fullri ferð að undirbúa kostnaðarsamar virkj- unarframkvæmdir nema kaupend- ur að orkunni séu í augsýn. Þess vegna er ákveðið samhengi milli þekktra stærða í orkueftirspurn og virkjanaundirbúningi. 3.000 megavött úr 0,2% forðans Samorka, Orkustofnun, ÍSOR, Jarðhitafélag Íslands, Iðnaðar- ráðu neytið og vísindavettvangur- inn GEORG stóðu fyrir opnum fundi á Hilton Nordica 21. októ- ber sl., daginn áður en umrætt tölublað Bændablaðsins kom út, um sjálfbæra nýtingu jarðhitans. Fundurinn var öllum opinn og auglýstur í fjölmiðlum, enda sóttu hann 230 manns. Um fundinn hefur meðal annars verið fjallað í Ríkisútvarpinu, Morgunblaðinu og Viðskiptablaðinu. Þarna var meðal annars brugðist við grein Sigmundar. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR-Íslenskra orku- rannsókna, sagði það ranga full- yrðingu í grein Sigmundar að „stóri sannleikurinn um hinar miklu orkulindir Íslands“ væri tómt plat. Hann sagði orkuna hér vera gríðarmikla en við byggj- um hins vegar enn aðeins yfir tækni til að nýta hluta hennar á hagkvæman hátt. Næg orka til álvera á Bakka og í Helguvík væri vissulega til staðar, en ekki væri búið að ná henni og ekki víst að það tækist með hefðbundnum og fremur ódýrum aðferðum að vinna alla þessa orku á sjálfbær- an hátt úr jarðhita. Þetta væri sú óvissa sem alltaf fylgdi jarðhita- vinnslu og oft skorti skilning á. Guðni Axelsson, deildarstjóri á ÍSOR, sagði frá því að fræðilega séð mætti vinna 3.000 MW af raforku úr 0,2% þess varmaforða sem er að finna á 3 km dýpi. Ritstjóri Bændablaðsins fyrirgef- ur vonandi, í þessu samhengi, að Samorka skuli ekki hafa komið fram með einhverja eina meinta rétta tölu um það hvaða orku hér sé að finna, þótt Sigmundur hafi skrifað sína grein á Smuguna. Sú tala er ekki til. Grjót úr glerhúsi Hvað varðar kvartanir Samorku um að umhverfisráðherra hafi brotið lög þá liggur það algerlega fyrir að ráðherrann tók rúmlega þremur mánuðum lengri tíma til að fella úrskurð sinn varð- andi Suðvesturlínur, en áskilið er í lögum um mat á umhverfisá- hrifum. Í þokkabót kollvarpaði úrskurðurinn í raun fyrri úrskurði fyrri umhverfisráðherra frá árinu 2008, um sameiginlegt umhverf- ismat vegna álversins í Helguvík og tengdra framkvæmda. Þetta er óboðlegt starfsumhverfi og undan því er ærin ástæða að kvarta. Hér hefur því ekki verið beðið um neina afslætti af lögum og reglum. En nýting heimildarákvæðis í lögum, rúmum þremur mánuðum eftir tilskilinn frest, til að tefja eða stöðva framkvæmdir, er ekki ásættanlegt starfsumhverfi. Ritstjórinn, sem samhliða beiðni um kurteisi uppnefn- ir menn „orkualka“ og segir þá öskra og göslast um, ætti nú e.t.v. að fara varlegar með grjótið í gler- húsi sínu. „Kurteisi“ í umræðum um orkumál? Gústaf Adolf Skúlason aðstoðarframkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja Orkumálaumræða RAFORKU OG húshitunarkostnaður er víða þungur baggi á rekstri heim- ila og fyrirtækja á landsbyggðinni. Árum saman börðumst við margir þingmenn í landsbyggðarhéruðum og úr öllum flokkum fyrir því að þessi kostnaður yrði lækkaður til móts við verðlagningu á húshit- un og raforku til að mynda á höf- uðborgarsvæðinu. Skemmst er frá því að segja að mikill árangur náð- ist í þessum efnum, sem betur fer. Því miður er nú að slá í bakseglin og orku- og húshitunarkostnaður hækkar að raungildi. Frá árinu 2005 hafa nýjar regl- ur gilt, sem byggjast á nýjum og umdeildum raforkulögum. Þær reglur hafa það í för með sér að nú er landinu í raun skipt í tvennt; þéttbýli þar sem búa fleiri en 200 manns og dreifbýli þar sem búa 200 manns eða færri. Reglurnar sem gilda um dreifbýlið eru í sem skemmstu máli þessar: Reglurnar Tekið er mið af hæstu gjaldskrá dreifiveitu að dreifbýlisgjaldskrám undanskildum, þannig að nið- urgreiðslan verður ekki meiri en svo að verðið í dreifbýlinu, þ.e. á dreifbýlustu svæðum, verður aldrei lægra en svarar til hæstu gjald- skráa hjá dreifiveitum í þéttbýli. Í framhaldi af þessu voru síðan sett- ar ýmsar reglugerðir til að ramma þetta mál betur inn og sérstök gjaldskrá sem gildir varðandi raf- orkuframleiðslu og lækkun á orku- kostnaði þar sem dreifbýlissvæðin voru skilgreind. Þau voru skil- greind þannig að það væri strjál- býli þar sem byggju innan við 200 manns og þeir nytu ekki tengingar við flutningskerfi eða stofnkerfi. Markmiðin voru sem sé skýr. Það átti að niðurgreiða rafmagnið sérstaklega inn á dreifbýlu svæðin. Og sú niðurgreiðsla átti að tryggja að raforkukostnaður yrði svipaður og í þéttbýli þar sem gjaldskrárnar eru hæstar. En hefur þetta gengið eftir? Svarið er því miður nei. Það hefur dregið illilega í sundur og raforku- kostnaður þar með talið húshitunin orðið hlutfallslega meiri í dreifbýl- inu. Það er þess vegna rétt sem bændur og sveitarstjórnarmenn meðal annars hafa haldið fram. Orkukostnaðurinn hefur hækkað hlutfallslega meira í dreifbýlinu. Orkukostnaður eykst miklu meira í dreifbýli Ég grennslaðist fyrir um þetta á Alþingi í sumar með fyrispurn sem ég mælti fyrir 19. júní sl. Í svari iðnaðarráðherra fólst staðfesting á þessu. Þar kom fram að á árunum 2005 til 2009 hefði raforkukostn- aður í þéttbýli hækkað um 15,8% að jafnaði. Í dreifbýlinu hækkaði raforkukostnaðurinn tvöfalt meira og rúmlega það, eða um 38,7%. Þetta er auðvitað gjörsamlega óvið- unandi og alveg úr takti við þau fyrirheit sem voru gefin við setn- ingu nýrra raforkulaga. Það er svo önnur saga og dap- urleg, að þessar athyglisverðu upplýsingar vöktu ekki athygli nokkurs fjölmiðils, ekki einu sinni hins ágæta Bændablaðs, sem hefði þó átt að láta sig þetta mál varða. Verður því þó ekki um kennt að athygli fjölmiðla hafi ekki verið vakin á þessu máli. Segir þetta sína sögu um fréttamatið í þjóðfélagi okkar. Snúum bökum saman þvert á flokksbönd Nú er enn komið að því að við þingmenn landsbyggðarinnar snúum bökum saman. Illu heilli boðar ríkisstjórnin að hækka skuli raforkuverðið með sérstök- um sköttum og með því að draga skuli úr fjárveitingum til orkunið- urgreiðslu á landsbyggðinni. Þessu þarf að snúa við og reyna fremur að lækka húshitunarkostnaðinn, þrátt fyrir þrengingar ríkissjóðs. Ég er þeirrar skoðunar að tak- ist okkur að fá aukið fé til nið- urgreiðslu á raforku eigi að láta hlutfallslega mest af því fé til þess að lækka raforkukostnað í dreifbýl- inu. Þar hallar mest á, þar er órétt- lætið mest og þar er þörfin mest himinhrópandi, án þess að lítið sé gert úr þeim málum annars staðar. Við þingmenn eigum að sýna þann myndarskap að sameinast um að beina hlutfallslega meiru af því fé sem vonandi fæst til aukinna orku- niðurgreiðslna þar sem þörfin er mest. Um það eigum við að sam- einast þvert á stjórnmálabönd. Orkukostnaður í dreif- býli er óviðunandi Einar K. Guðfinnsson alþingismaður Orkumálaumræða JEPPADEKK Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir SÍMI 440 1000 WWW.N1.IS N1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bílatengdrar starfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki M+S ST STT AT MT LT ATR SXT Stærð Neglanleg vetrardekk Verð með VSK 235/75R15 Cooper M+s 105s 23.740 265/70R15 Cooper M+s 112s 26.879 265/75R15 Cooper M+s 112s 30.430 31x10.50R15 Cooper M+s 109q 34.890 215/70R16 Cooper M+s2 91t 24.995 215/75R16 Cooper M+s 103s 22.147 225/70R16 Cooper M+s2 103t 28.450 225/75R16 Cooper M+s 104s 28.539 235/70R16 Cooper M+s 106s 30.998 235/75R16 Cooper M+s 108s 24.177 245/70R16 Cooper M+s 107s 24.011 245/75R16 Cooper M+s 111s 27.999 255/65R16 Cooper M+s 109s 27.598 255/70R16 Cooper M+s 111s 30.260 265/70R16 Cooper M+s 112s 33.880 265/75R16 Cooper M+s 116s 33.560 235/65R17 Cooper M+s 108h 31.900 245/65R17 Cooper M+s 107s 32.897 245/70R17 Cooper M+s 110s 33.403 255/60R17 Cooper M+s 106s 31.634 265/70R17 Cooper M+s 115s 34.910 275/60R17 Cooper M+s 110s 33.599 275/70R17 Cooper M+s 114q 57.710 255/55R18 Cooper M+s 109s 42.900 275/60R20 Cooper M+s 110s 57.340 Stærð 32-35 tommu jeppadekk Með vsk. 32x11.50R15 Bfgoodrich At 113 R Tl 41.900 32x11.50R15 Bfgoodrich Mt 113q Tl 36.500 32x11.50R15 Cooper Lt 113q 39.900 33x12.50R15 Bfgoodrich At 108r Tl 43.900 33x12.50R15 Bfgoodrich Mt 108q Tl 36.882 33x12.50R15 Cooper Lt 108q 42.900 33x12.50R15 Cooper St 108q 44.900 33x12.50R15 Cooper Stt 108q 46.900 33x12.50R15 Dean M Terrain Sxt 108q 39.800 33x12.50R15 Dean Wildcat Lt All Terr 39.800 35x12.50R15 Bfgoodrich At 113q Tl 49.900 35x12.50R15 Bfgoodrich Mt 113q Tl 43.900 35x12.50R15 Cooper St 113q 48.900 35x12.50R15 Cooper Stt 113q 41.900 35x12.50R15 Dean Durango At 41.900 35x12.50R15 Dean Durango Xtr 41.900 305/70R16 Cooper Atr 118r 44.486 305/70R16 Cooper St 118r 49.165 305/70R16 Dean Wildcat At 42.870 33x12.50R16.5 Dean Wildcat Lt All Terr 39.900 35x12.50R16.5 Bfgoodrich At 123q 61.730 285/70R17 Bfgoodrich At 121q Tl (33" 65.000 285/70R17 Cooper Stt 121q (33") 58.970 315/70R17 Bfgoodrich At 121r Tl (35" 64.900 33x12.50R17 Cooper St 114q 56.900 33x12.50R17 Cooper Stt 114q 47.992 33x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 114q 48.900 35x12.50R17 Cooper St 119q 62.900 35x12.50R17 Cooper Stt 119q 67.900 35x12.50R17 Dean M Terrain Sxt 119q 54.900 35x12.50R20 Cooper Stt 122n 80.576 Verð geta breyst án fyrirvara Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri 487-4630 Framrás Vík 487-1330 Gunnar Vilmundar Laugarvatni 486-1250 Vélaverkstæðið Iðu 486-8840 Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi 482-2151 Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði 483-4299 Bílaþjónustan Hellu 487-5353 Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási ,Hellu 487-5906 Hvolsdekk Hvolsvelli 487-8005 Austurland Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík 475-6616 Vélsmiðja Hornafjarðar 478-1340 Bíley Reyðarfirði 474-1453 Réttingav. Sveins Neskaupsstað 477-1169 Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ 440-1378 N1 Réttarhálsi 440-1326 N1 Fellsmúla 440-1322 N1 Reykjavíkurvegi 440-1374 N1 Ægissíðu 440-1320 N1 Bíldshöfða 440 1318 Vesturland/Vestfirðir N1 Akranesi 431-1379 KM. Þjónustan Búardal 434-1611 Dekk og smur Stykkishólmi 438-1385 Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi 437-1192 Vélaverkst. Sveins Borðeyri 451-1145 Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar 456-3501 Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði 456-3033 Græðir sf. Varmadal, Flateyri 456-7652 KB bílaverkstæði ehf, Grundarfj. 438-6933 G. Hansen Dekkjaþjónusta Ólafsvík 436-1111 Norðurland Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga 451-2514 Kjalfell Blönduósi 452-4545 Bílaverkstæði Óla Blönduósi 452-2887 Vélav. Skagastrandar Skagaströnd 452-2689 Pardus Hofsósi 453-7380 Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki 453-6474 Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki 455-4570 B.H.S. Árskógsströnd 466-1810 Bílaþjónustan Húsavík 464-1122 Reykjanesbær N1Ásbrú 552 440-1372 Bændablaðið Smáauglýsingar 5630300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.