Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 16
17 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009
Umræðan um ræktun erfða-
breyttra fóður- og matjurta
hefur verið með líflegasta
móti í Evrópu að undan-
förnu en þrátt fyrir það virðist
Evrópusambandið vera fjær því
en áður að móta sér heildstæða
skoðun á því hvort leyfa skuli
aukið frjálsræði í viðskiptum
með afurðir þeirra. Síðustu tíð-
indi á þeim vígstöðvum eru að
írsk stjórnvöld hafa lagt bann við
allri ræktun erfðabreyttra jurta
og gefið bændum og afurðastöðv-
um leyfi til þess að merkja vörur
sínar þannig að þær séu fram-
leiddar án þess að erfðabreyttar
jurtir komi þar við sögu.
Nokkrum dögum eftir þessa
ákvörðun Íra hittust landbúnaðar-
ráðherrar Evrópusambandsins á
fundi þar sem þeirra beið að taka
ákvörðun um hvort leyfa beri rækt-
un og innflutning þriggja erfða-
breyttra maísafbrigða í Evrópu.
Niður staða fundarins varð sú að
eng inn meirihluti myndaðist,
hvorki með né á móti tillögunni.
Það þýðir að framkvæmdastjórn
ESB tekur málið til endanlegr-
ar afgreiðslu en þar sem verið er
að skipa nýja framkvæmdastjórn
þessa dagana er eins víst að það
drag ist nokkuð að niðurstaða fáist
í málið.
Þar með dregst enn á langinn
að hægt verði að flytja inn fóður
frá Bandaríkjunum, Brasilíu og
Argentínu. Þessi ríki flytja út
mikið af fóðri, einkum maís og
sojabaunum, sem að stærstum
hluta er ræktað með erfðabreyttu
útsæði. Þau geta samt boðið upp
á hefðbundið fóður en reglur
ESB eru svo strangar að ekki má
finnast snefill af erfðabreyttum
afurðum í farminum, þá er honum
öllum vísað til föðurhúsanna. Þeir
sem vilja aflétta þessum ströngu
hömlum segja að þær muni áður
en langt um líður leiða til þess
að skortur verði á fóðri í Evrópu,
útflytjendur vestanhafs taki ekki
áhættuna á að þurfa að taka við
korninu aftur og neiti að selja það
til Evrópu.
Andstæður magnast
Ræktun erfðabreyttra jurta hefur
vaxið hröðum skrefum frá miðjum
tíunda áratug síðustu aldar. Nú
er svo komið að 8% af landbún-
aðarlandi heimsins hafa verið
lögð undir ræktun jurta sem breytt
hefur verið þannig að þær geti var-
ist ágangi skordýra eða þoli betur
illgresiseyði sem sprautað er yfir
þær. Evrópuríkin hafa hins vegar
haldið að sér höndum á þessu sviði
og þess vegna er einungis 1% slíks
ræktarlands að finna í álfunni. Í
Evrópu hefur verið ríkjandi mikil
tortryggni gegn beitingu erfða-
tækni í þessu skyni og auk Írlands
hefur ríkisstjórn Austurríkis lýst
því yfir að landið skuli vera laust
við erfðabreyttar jurtir.
Að sjálfsögðu er ekki ein-
ing um að andæfa gegn erfða-
tækninni. Öflugir hagsmunahópar
hafa reynt að koma því til leiðar
að slakað verði á taumunum, en
ekki haft erindi sem erfiði hingað
til. Í þeim hópi er bæði að finna
fyrirtæki sem vilja beita þessari
tækni í hagnaðarskyni og bændur
sem vilja fá öruggara útsæði og
heimild til að flytja inn fóðurkorn
hvaðan sem er úr heiminum.
Andstæðingar erfðabreyttra
jurta hafa heldur ekki legið á liði
sínu og barist hart gegn tilraun-
um með erfðatækni í ræktun mat-
og fóðurjurta. Þar hafa samtök
umhverfisverndarfólks verið áber-
andi en einnig bændur sem stunda
lífræna ræktun og talsmenn neyt-
enda. Smám saman hafa þessir
tveir armar grafið sér sínar skot-
grafir og í raun hætt að tala saman
svo heitið geti.
Upp úr skotgröfunum?
Danski matvælaráðherrann, Eva
Kjer Hansen, var orðin leið á þess-
um skotgrafahernaði og setti hóp
vísindamanna, bæði úr umhverfis-
og landbúnaðargeiranum, til verka
við að reyna að skilja sauðina frá
höfrunum í þessum umræðum.
Þeir fengu það hlutverk að fara
ofan í saumana á rökum and-
stæðinga og fylgismanna erfða-
tækninnar og freista þess að rífa
umræðuna upp úr skotgröfunum,
slátra helstu bábiljum sem henni
tengjast og flytja hana fram á við.
Niðurstaðan varð skýrsla, vel á
þriðja hundrað blaðsíðna að þykkt,
sem fengið hefur misjafnar við-
tökur í dönsku pressunni.
Helsta niðurstaða skýrsluhöf-
unda er sú að erfitt sé að slá neinu
föstu um hugsanleg áhrif erfða-
breytinga á lífríkið og mannfólkið,
til þess sé þekking okkar einfald-
lega ekki nógu mikil. Það þarf að
rannsaka meira. Á hinn bóginn
slá þeir því föstu að með skyn-
samlegri beitingu erfðatækninnar
geti hún gagnast þeim bændum
sem vilja notfæra sér erfðabreyttar
jurtir. Auk þess leggi hún drjúg-
an skerf til lausnar á brennandi
vandamálum mannkyns um þessar
mundir; fæðuöryggi, umhverfis-
og loftslagsmálum.
Hvað danska bændur varðar
sérstaklega sýna líkanaútreikn-
ingar skýrslunnar fram á að það
sé einkum í ræktun á kartöflum og
rófum sem erfðatæknin geti nýst
þeim. Þar sé hægt að auka rekstr-
arhagkvæmnina um 10-20.000
íslenskrar krónur á hektara. Hins
vegar borgi sig ekki fyrir danska
bændur að rækta erfðabreytt-
an maís þar sem kostnaður við
að uppfylla strangar kröfur um
aðskilnað frá hefðbundinni ræktun
og dýrara útsæði geri meira en að
vega upp hugsanlegan sparnað við
illgresis- og skordýraeyðingu.
Framtaki ráðherra fagnað
Dönsku bændasamtökin Fødevarer
og Landbrug fögnuðu framtaki
matvælaráðherrans, sem gæti
orðið til þess að hleypa nýju lífi í
umræðuna um erfðatæknina. Hún
væri „mikilvægt tæki til að þróa
þær jurtir sem við ræktum. Hún
gerir okkur kleift að brauðfæða
sívaxandi fólksfjölda á sama tíma
og loftslagsbreytingarnar þrengja
að framleiðslunni,“ sagði Bruno
Sander ráðunautur og talsmað-
ur samtakanna. Hann gagnrýndi
seinaganginn í ESB við ákvarð-
anatöku í þessum mikilvæga
málaflokki en hann tefði það að
evrópskir bændur gætu hagnýtt sér
fóðurkorn frá þeim löndum sem
rækta erfðabreyttar fóðurjurtir.
Sander bætti því við að sam-
tökin gerðu að sjálfsögðu þá kröfu
að allar ákvarðanir um að heimila
ræktun erfðabreyttra jurta styddust
við ítarlegar rannsóknir og þekk-
ingu. Það þyrfti einnig að tryggja
að bændur sem kjósa að stunda
lífræna ræktun gætu gert það án
þess að eiga á hættu að erfða-
breyttar jurtir bærust inn á rækt-
arlönd þeirra. Hann kvað samtök-
in þeirrar skoðunar að þær reglur
sem settar voru fyrir allmörgum
árum, í nánu samráði neytenda,
umhverfisverndarsamtaka, land-
búnaðar og þings, dygðu ágætlega
til að tryggja friðsamlega sambúð
lífrænnar og erfðabreyttrar rækt-
unar.
Samkvæmt þessum reglum ber
bændum sem vilja beita erfða-
tækni að tryggja ákveðna örygg-
isfjarlægð frá annarri ræktun og
þrífa öll tæki samkvæmt ströngum
fyrirmælum, auk þess sem þeir eru
skyldaðir til að sækja námskeið
og afla sér heimildar til að stunda
þessa tegund ræktunar.
Tæknin hefur engu áorkað
En hafi danski ráðherrann ætlað
sér að rífa umræðuna upp úr þeim
skotgröfum sem hún hefur hald-
ið sig í er ekki að sjá að það hafi
borið mikinn árangur, ef marka
má viðbrögð þeirra sem verið hafa
mótfallnir beitingu erfðatækninnar
við ræktun. „Matvælaráðuneytinu
hefur ekki tekist að rökstyðja
nægilega vel þá fullyrðingu að
erfðabreyttar jurtir geri manneskj-
unni eitthvert umtalsvert gagn.
Erfðatæknin hefur ekki dregið úr
þörfinni fyrir eiturefnanotkun,
afkoma bænda hefur ekki batn-
að og matvælaframleiðslan ekki
aukist,“ segir Paul Holmbeck,
framkvæmdastjóri Økologisk
Landsforening, sem eru landssam-
tök danskra bænda sem stunda líf-
ræna ræktun.
Holmbeck telur að málið snú-
ist ekki eingöngu um það hvort
við segjum já eða nei við erfða-
tækninni, „heldur hvernig við for-
gangsröðum fjármagni til rann-
sókna og í baráttunni gegn hungri
í heiminum. Þar ættum við að
leggja áherslu á aðferðir á borð
við lífræna ræktun, sem hefur skil-
að áþreifanlegum árangri í þróun-
arlöndunum,“ segir hann og vísar
þar til reynslu Sameinuðu þjóð-
anna, sem hafi náð verulegum
árangri í því að gera 1,6 milljónum
afrískra smábænda kleift að fram-
fleyta sér af lífrænni ræktun.
Paul Holmbeck er heldur ekki
trúaður á að beiting erfðatækni
dragi úr kostnaði bænda við að
úða akra sína með illgresis- og
skordýraeitri. Þvert á móti sýni
tölur frá Bandaríkjunum að þar
hafi eiturefnanotkun stóraukist á
ökrum þar sem erfðabreyttar jurtir
eru ræktaðar. Ástæðan er sú að ill-
gresið smitast af genum sem breytt
hefur verið og þolir því eitrið jafn-
vel og nytjajurtin erfðabreytta.
Ný kynslóða erfðabreyttra jurta
Þannig gengur umræðan, en þótt
menn séu ekki sammála um margt
eru þeir þó á einu máli um að það
þurfi að rannsaka áhrif erfða-
tækninnar betur. Þar gætu líka
verið framundan nýjungar sem
kunni að breyta afstöðu manna.
Einn skýrsluhöfunda, Henrik
Brinch-Pedersen landbúnaðarfræð-
ingur við Árósaháskóla, bendir á
að í Bandaríkjunum hilli nú undir
næstu kynslóð erfðabreyttra jurta
sem hafi aukið þol gegn eiturúðun.
Einnig sé verið að þróa ný afbrigði
af sojabaunum og maís sem þoli
betur þurrk og gefi meira af sér á
hektara. Þá megi vænta sojabauna-
afbrigðis sem innihaldi ómega-3
fitusýrur og annarra jurta sem laus-
ar verði við þekkta ofnæmisvalda.
Þessi umræða á eflaust eftir að
halda áfram og við munum fylgj-
ast með henni hér í Bændablaðinu.
–ÞH/Byggt á LandbrugsAvisen.dk,
gmfreeireland.org o.fl.
Umræður um erfðabreyttar
jurtir upp úr hjólförunum?
– Danski matvælaráðherrann gefur út skýrslu á sama tíma og Írar banna
erfðabreytta ræktun, en ESB getur ekki komið sér upp skoðun
Erfðabreytt repja sem á að þola úðun með illgresiseyðinum Roundup. Mynd af heimasíðu fyrirtækisins Monsanto.
Danski matvælaráðherrann Eva
Kjer Hansen.
Menningarkvöld
á Gömlu-Borg
Í tilefni af Safnahelgi á Suður-
landi verður efnt til menning ar-
kvölds á Gömlu-Borg í Gríms-
nesi föstudaginn 6. nóvember kl.
20:30. Menningarþríeykið Mar-
grét, Ann-Helen og Skúli verða
hvert með sitt innlegg. Ramm ís-
lenskar veitingar á boðstólum:
Dagskrá
Menningarklasa uppsveita Árnes-
sýslu þjófstartað. Menning upp-
sveitanna skoðuð frá þremur sjón-
arhornum.
Af vatni og fólki – mannlíf við
Þingvallavatn á 20. öld. Margrét
Sveinbjörnsdóttir frá Heiðarbæ
segir frá undarlegu áhugamáli sem
á hug hennar allan.
Baðmenning og notkun hand-
klæðisins. Ann-Helen Odberg,
íþrótta fræðingur á Laugarvatni,
gluggar í gamla kennsluhætti
Íþrótta skólans – og býður upp á
sýni kennslu.
Steinboginn í Brúará. Skúli
Sæ land, sagnfræðingur í Reykholti,
rifjar upp sögu steinbogans sem
Helga Jónsdóttir biskupsmaddama
lét brjóta niður árið 1603.
(Fréttatilkynning)
Aukin umsvif í
varahlutaþjónustu
hjá Jötni Vélum
Í kjölfar þeirra miklu breytinga
sem orðið hafa undanfarna mánuði
hefur sala varahluta og rekstrar-
vöru hjá Jötni Vélum vaxið mikið.
Aukningin hefur bæði orðið í vara-
hlutaþjónustu við þau vörumerki
sem Jötunn Vélar selja og þjón-
usta en einnig hefur beiðnum um
útvegun varahluta í vélar annarra
framleiðanda fjölgað mikið. Til
að mæta þessari auknu eftirspurn
hefur sölumönnum varahluta verið
fjölgað frá og með síðustu mánaða-
mótum. Nýr sölumaður varahluta
er Gísli Örn Arnarson en hann er
mörgum bændum að góðu kunnur
þar sem hann hefur sinnt sambæri-
legu starfi hjá Vélaver síðan 1987.
Með tilkomu Gísla væntum
við þess að geta sinnt enn betur
varahlutaþjónustu við vörumerki
félagsins en auk þess mun yfir-
gripsmikil þekking Gísla nýtast vel
við að leysa úr mörgum þeirra fyr-
irspurna sem berast um varahluti í
vélar frá öðrum framleiðendum.
Starfsmenn Jötunn Véla sem
sinna sölu varahluta og rekstr-
arvara eru nú sjö talsins og starfs-
menn í allt 16.
(Fréttatilkynning)