Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 21
22 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 Kæri lesandi. Nú þegar vetrar og pestir ganga yfir okkur landsfólkið er gott að grípa til gamalla og góðra ráða til þess að styrkja viðnám okkar móti veikindum og koma þannig líka í veg fyrir vosbúð og frekari rúm- legu. Fyrir utan hollt mataræði og mátulegan skammt af útiveru og hreyfingu, hvíld og endurnæringu ýmiss konar, þá er blóðberg ein þeirra jurta sem hægt er að draga fram og nýta okkur til heilinda og styrkingar. En blóðberg hefur jú lengi verið nýtt bæði til lækninga og matargerðar. Vex víða Blóðberg er frekar fíngerð jurt, með jarðlægum stönglum og fjólu- bleikum, smáum blómum. Á latínu gengur blóðbergið sem hér sprett- ur undir heitinu Thymus praecox ssp. Arcticus og er náskylt timían, sem er jú þekkt sem innflutt krydd. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal miðlar einnig nöfnunum blóðbjörg og bráðbergi. Blóðbergið vex mjög víða um allt land, bæði á melum, í hlíðum og í þurru mólendi. Það blómgast í júní til júlí en blómstr- andi blóðbergsplöntur má einnig finna seinna á sumrin og þá frekar hærra upp til fjalla og lengra inn til dala – fyrir þau sem huga á söfnun næsta sumar. Gott við kvefi Það er talið sérlega gott að nýta sér blóðberg við flensu eða kvefi, eink- um og sér í lagi ef um er að ræða lungnakvef, en líka við meltingar- truflunum. Björn í Sauðlauksdal skrifar um blóðbergið: „Seyði af þessari jurt, sem te brúkað, er gott við hósta, læknar ölsýki þeirra manna, að morgni drukkið, sem ofbrúkað höfðu vín að kvöldi. Það sama örvar svita og er gott brjóst- veikum mönnum.“ Það er hægt að gera eins konar hóstasaft með blóðbergi í, en þá er blóðbergsvöndur, það er greinar með blöðum og blómum tekinn, og lagður í vínanda (einhvern snafs) og látinn liggja þar í nokkrar vikur. Svo eru teknar reglulega ein og ein skeið af legi þessum til lækninga. Ljómandi í matargerð Varla er hægt að finna aðra þá jurt sem hentar betur í matargerð, enda er blóðberg frábært krydd. Það er auðvitað hvað þekktast sem krydd á lambalærið eða í lambakjöts- rétti yfirhöfuð, enda hvorutveggja komið af heiðum ofan, lambið og blóðbergið. Svo er blóðbergið líka gott í alls kyns grænmetisrétti, til dæmis í linsurétti, en líka í brauð- bakstur. Svo er hægt að leggja það á minnið fyrir sláturgerðina næsta haust að blóðberg er mjög gott í slátur. Nýtist til húsahreinsunar og á sængurföt Fyrir þau sem eiga við það vanda- mál að stríða, að flær plagi fólk eða dýr, þá segir Björn í Sauðlauksdal að gott sé að strá blóðbergi á gólf eða reykja með því í húsinu eða að vatn af því sé seytt (soðið upp á því). Sennilega er þó skemmti- legra að geta leyft sér að yrkja um það ljóð eða teikna af blóðberginu myndir, en ég sá einmitt að íslensk- ur hönnuður hefur orðið fyrir þess- um hughrifum og nýtir myndir af blóðbergi á sængurfatasett. Það er því ýmislegt sem má gera með þessa ágætu jurt! Reynitrén á Skriðu hin sprækustu Sverrir Haraldsson, sem tengdur er Skriðu í Hörgárdal, færði pistla- höfundi Gróðurs og garðmenningar þær ánægjulegu fréttir að reynitrén á Skriðu eru sprelllifandi – þau sem talin eru afkomendur meiðs- ins helga, en um hann var fjallað í síðasta pistli. Þótt trén séu nú flest komin til ára sinna bera þau enn ávöxt. Blóðberg er frá- bært flensumeðal Nú er góður tími til þess að byrja að gera jóla- skreytingar úr jarðargróðrin- um, kransa og annað slíkt. Sumt af þessu er enn hægt að taka í náttúrunni, eins og köngla og greinar, en annað er hægt að nálgast í verslunum. Svo er líka gaman að útbúa jólaglaðning fyrir vini og ættingja úr hráefni náttúrunnar, til dæmis með því að sauma fallega tepoka og setja íslenskar jurtir í þá sem tíndar voru í sumar. Svo er hægt að nýta sér það til gjafa sem aðrir hafa spunnið og útbúið, eins og glæpasöguna Blóðberg eftir Ævar Örn Jósepsson, blóðbergs- sængurfatasett frá Lín design og blóðbergste frá jurtatínslufólki landsins. Góðar aðventustundir, þegar þar að kemur! Blóðberg nýtist okkur frábærlega við kvefi og pestum en líka til húsahreinsunar og skrauts. Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net Gróður og garðmenning Hér sést allvel hversu víða um land blóðberg vex! Kortið er tekið af vef- síðunni floraislands.is. Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu hóf fyrir nokkrum árum héraðs- sýningahald fyrir lambhrúta að loknum skoðunum í héraðinu á haustin. Þetta er uppskeruhá- tíð fjárbænda í héraðinu. Þessi hátíð, sem hefur orðið umfangs- meiri með hverju ári, er haldin á mörkum sumars og vetrar, og var að þessu sinni samfelld hátíð í tvo daga. Áfram er héraðssýningin snar þáttur í þessu hátíðar- og sýningahaldi. Þar sem sýslunni er enn skipt í tvö sjúkdómasvæði var sýning- in tvískipt en sunnarn girðingar var hún föstudaginn 23. október að Háafelli í Miðdölum en norðan girðingar var sýningin 24. október að Hróðnýjarstöðum í Laxárdal. Verðlaunaveitingar vegna sýn- inganna fóru síðan fram á sam- komu síðdegis á laugardaginn í reiðhöllinni í Búðardal þar sem mikill mannfjöldi var saman kom- inn til að taka þátt í margháttuðu samkomuhaldi þar sem hæst bar Íslandsmeistaramótið í rúningi sauðfjár. Til sýninga mættu samtals 94 lambhrútar, þar af 31 sunnar girð- ingar og 63 norðan hennar. Þetta er nokkru meiri þátttaka en á síðasta ári. Gæði hrútahópsins sem þarna mætti voru tvímælalaust verulega meiri en þau hafa áður verið. Líkt og áður hefur verið var hrútunum skipað til keppni í þrem hópum. Í hópi mislitra og ferhyrndra hrúta voru sýndir 20 hrútar auk þess sem nokkrir forystuhrútar spönguðu um hópinn þar til viðbótar. Kollóttu hrútarnir voru samtals 23 en hópur hyrndu hrútanna taldi langflesta gripi eða 51 lambhrút alls. Í hópi mislitu hrútanna var röð fimm efstu hrúta sem skipað var til viðurkenningasæta þessi; 1. Lamb númer 40 í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Svartur og hyrnd ur. Faðir lambsins Dökkvi 07-809, en móðir Hnýfilmóra 05-040. 2. Lamb númer 287 frá Geir mund- arstöðum á Skarðsströnd. Svart- ur og hyrndur. Faðir er Taktur 08-520 (sonur Bifurs 06-994), en móðir Dimma 08-944 (dóttir Þráðar 06-996). 3. Lamb númer 9577 á Vatni í Haukadal. Grár og hyrndur. Faðir Magni 07-100 (sonur Kveiks 05-965, sem efstur stóð á samskonar sýningu haustið 2007), en móðirin 08-641. 4. Lamb númer 30 í Hlíð í Hörðudal. Svartur og hyrndur. Faðir Þróttur 04-991, en móðir 05-237. 5. Lamb númer 321 í Lyngbrekku á Fellsströnd. Svartur og hyrnd- ur. Faðir Dökkvi 07-809, en móðir 04-066. Öll voru þessi hrútlömb prýði- lega vel gerð og efstu hrútarnir gríðarlega þéttholda og sterk ásetn- ingslömb. Líkt og á sýningunni á Snæfellsnesi viku áður var ljóst að enginn sýningahópur hefur eflst eins mikið að gæðum og mislitu hrútarnir, þar sem stærtur hluti hópsins eru allt úrvalslömb. Benda má á að lömbin í öðru og þriðja sæti eru gemlingslömb, sem er aðeins eitt merki um góðar framfar- ir í ræktuninni. Hjá kollóttu lamhrútunum var röð þeirra fimm hrúta sem skipað var í viðurkenningarsætin þessi; 1. Lamb 38 á Svarfhóli í Laxárdal. Faðir 08-509 (hrútur frá Melum 1 í Árneshreppi undan þeim þekkta Fengi 06-407), en móðir 06-844 (af hyrndu fé, móðurfaðir frá Snartarstöðum í Núpasveit). 2. Lamb númer 202 á Kjar laks völl- um í Saurbæ. Faðir Ási 07-276 (frá Árbæ í Reyk hóla sveit) en móðir 07-235. 3. Lamb númer 9036 á Sauðafelli í Miðdölum. Faðir Shrek 05-817 en móðir 06-625 (dóttir Orms 02-933). 4. Lamb númer 5 á Dunki í Hörðu- dal. Faðir Bogi 04-814 en móðir 05-618 (undan Hnokka 00-918) 5. Lamb númer 154 á Kjarlaks- völl um í Saurbæ. Faðir Kamb ur 07-274 (frá Kambi í Reyk hóla- sveit) en móðir 05-082. Rétt er að nefna að mæður lamb- anna á Kjarlaksvöllum eru skyldar þannig að báðar eru sonardætur Lára 00-303 frá Á, sem var feiki- lega öflugur kynbótahrútur. Öll þessi fimm framantöldu lömb eru afbragðsgripir. Nr. 38 eru samarek- inn og vel gerður vöðvaköggull, lamb 202 er áberandi fitulítið en mjög vel gert og hrútarnir í 3.-5. sæti voru allir gríðarlega þroska- miklir með góða gerð og mikla vöðvafyllingu og allir eru þeir hreinhvítir. Eins og fram hefur komið taldi hópur hyrndra, hvítra lamba lang- flesta einstaklinga og þó að gæði lambanna í hópunum, sem um hefur verið fjallað, hafi verið mikil voru þau samt sínu mest hjá þess- um hópi og bestu einstaklingarnir miklir glæsigripir. Þarna skipuðu þessir gripir fimm efstu sætin; 1. Lamb númer 188 á Geir mund- ar stöðum á Skarðsströnd. Faðir Kveikur 05-965 en móðir Kúpa 02-318 (dóttir Snúðs 00-911). 2. Lamb númer 8 í Bæ í Mið döl- um. Faðir Toppur 08-122 (und- an Kroppi 05-993) en móðir 07-037 (dóttir Bramla 04-952). 3. Lamb númer 495 á Hallsstöðum á Fellsströnd. Faðir Vorm 03-988 en móðir 04-402 (faðir hennar Vodki 02-205). 4. Lamb númer 58 í Stóra-Vatns- horni í Haukadal. Faðir Kveikur 05-965, en móðir 06-660. 5. Lamb númer 189 á Geirmund- Héraðssýning lambhrúta í Dalasýslu haustið 2009 Þessi lambhrútur frá Geirmundarstöðum á Skarðsströnd varð efstur í flokki hyrndra, hvítra hrúta og jafnframt besti hrútur sýningarinnar. Þessi lambhrútur frá Svarfhóli í Laxárdal varð efstur í flokki kollóttra, hvítra hrúta.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.