Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 22
23 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 ar stöðum á Skarðsströnd. Þetta er tvílembingur á móti lambinu í fyrsta sæti. Þessi lambahópur var í heild frábær. Tvílembingarnir frá Geir- mundarstöðum með fádæmum þroska miklir, 56 og 60 kg að þyngd, sá léttari, sem skipar efsta sætið, með fádæmum fágað og vel gert lamb, hinn enn bollengri, en aðeins hrjúfur um herðar. Hrúturinn frá Bæ, fádæma þéttholda og breiðvaxin kind með frábæra gerð. Hrúturinn á Hallsstöðum feikilega þroskamikill með fádæma mikla vöðvafyllingu en virtist öllu feit- ari en hinir hrútarnir. Hrúturinn í Stóra-Vatnshorni ákaflega fágað og vel gert lamb. Þau Bryndís og Þórður á Geir- mundarstöðum fengu því hinn glæsilega farandgrip héraðssýning- anna til varðveislu næsta árið fyrir lamb númer 188. Lambahópurinn sem þau sýndu var sérlega glæsi- legur þar sem þrír af fjórum sýnd- um hrútum skipa sér í efstu sætin eins og fram hefur komið. Eins og ætíð gætir áhrifa sauð- fjársæðinganna mjög mikið og var meira en helmingur sýndra lamba þannig tilkominn. Flestir og jafn- framt kostamestu gripir sýningar- innar voru synir Kveiks 05-965 en þeir voru samtals 10 og einstaklega glæsilegur hópur. Bogi 04-814 var áhrifamikill hjá kollóttu hrútunum þar sem hann átti sjö syni. Þá átti Fannar 07-808 þarna sex syni og þeir Púki 06-807 og Dökkvi 07-809 áttu hvor um sig fimm syni þarna. Á síðasta ári hófu Dalamenn einnig að verðlauna bestu ærnar í héraðinu á grunni niðurstaðna úr afurðaskýrsluhaldi. Allar skýrslu- færðar ær, sem eru enn lifandi, og eru fimm vetra gamlar keppa og er samanburðurinn byggður á BLUP kynbótamati ánna. Fyrsta sætið í þeirri keppni skipar ær 04-451 á Sauðafelli í Miðdölum, en aðrar ær sem fengi viðurkenn- ingu voru 04-547 og 04-548 á Geirmundarstöðum, sem eru tví- lembingssystur, 04-418 á Háafelli og 04-175 á Lambeyrum. Allt eru þetta frábærar afurðaær og eiga sumar þegar stóran hóp afkom- enda. Þessi sýning var feikilega glæsi- leg og sauðfjárbændum í Dalasýslu til mikil sóma. Aðsókn að sýning- unni var meiri en nokkru sinni og hafði þar einhver áhrif að sýninga- haldið var samtvinnað opnu húsi á sýningabúunum þar sem fólki var boðið að koma og skoða nýlegar breytingar á fjárhúsunum á þess- um búum sem eru einstaklega vel heppnaðar og verulegrar athygli verðar. JVJ Finnur og Guðrún í Háafelli og Birgir í Bæ í Miðdölum. Bryndís og Þórður á Geirmundarstöðum áttu bestu lömbin á sýningunni. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Miele vinnuþjarkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Svipmyndir frá Hausthátíð í Dölum Eins og fram kemur í grein Jóns Viðars um hrútasýningu Dala- manna hafa sveitungar í Dölum komið sér upp þeim ágæta sið að halda veglega upp á haust- ið og fer sú hátíð að mestu fram í Dalabúð í Búðardal. Hér sjást nokkrar svipmyndir sem Bændablaðið fékk að láni hjá Skessuhorni. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, vígir Guðrúnarlaug við Laugar í Sælingsdal. Ráðunautar og hrútadómarar bíða eftir því að maturinn verði á borð borinn í sviðamessunni – og hér kemur hann! Hagyrðingar lögðu sitt af mörkum til að skemmta mannaskapnum, frá vinstri: Kristján Hreinsson úr Skerjafirði, Hlédís Sveinsdóttir á Fossi, Helgi Björnsson á Snartarstöðum og Georg Jón Jónsson á Kjörseyri. Glaðbeittir sauðfjárbændur. Harmónikkuleikarar á ýmsum aldri léku fyrir gesti á sviðaveislu en á sama tíma var rokkhátíðin Slátur í fullum gangi. Torfufell Eyjafjarðarsveit Upplýsingar gefur Gellir fasteignasala Akureyri Sími 461 2010 Til sölu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.