Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 15

Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 15
16 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 FAO, matvæla- og landbúnaðar- stofnun SÞ, áætlar að auka þurfi fæðuframleiðslu í heiminum um 70% fram til ársins 2050 til að unnt verði að sjá jarðarbúum fyrir mat. Þar með er nauðsyn- legt að auka verulega þróunar- starf og rannsóknir í landbúnaði. Að áliti FAO má vænta meiri árangurs af því að auka uppskeru fyrirliggjandi ræktunarlands held- ur en að taka nýtt land til rækt- unar. Það kallar hins vegar á nýja véltækni, ræktunaraðferðir og nýjar tegundir og stofna nytjajurta. Á heildina litið áætlar FAO að um 90% af aukinni framleiðslu fáist með meiri uppskeru en 10% með auknu ræktunarlandi. Í fátækari löndum heims áætlar FAO að hlutföllin verði 80-20%, en í löndum þar sem skortur er á landi verður öll viðbótin að fást með aukinni uppskeru. Breytingar á veðurfari gera erfitt fyrir Fyrirsjáanlegar breytingar á veð- urfari knýja enn frekar á um að auka uppskeruna. Þar er m.a. hafð- ur í huga vaxandi vatnsskortur. Þá þarf einnig að leggja aukna áherslu á að verja uppskeruna eftir að hún er komin í hús. Að áliti sérfræð- inga FAO er brýnt að nýta betur hvers kyns aðföng við ræktunina, þar sem á forða þeirra gengur. Þá fer verð á orku og áburðarefnum hækkandi. Tilraunir með vægari jarð- vinnslu, án plægingar, hafa gefið góða raun, en með því má draga úr orkunotkun og lífrænt efni í jarð- vegi eykst. Þá er unnt að nýta betur næringarefni í jarðvegi með því að styrkja hringrás köfnunarefnis og jurta sem binda N. Þá er brýnt að nýta vatnið betur. Í framtíðinni þarf nýjar aðferðir við að safna regnvatni og vernda vatn í jarðvegi. Jurtakynbætur geta skilað betri stofnum nytjajurta, sem gefa meiri uppskeru, draga úr uppskerutapi og ráða betur við veðurfarsbreytingar, þar með talinn vatnsskort. Þá þarf nýja tækni til að verja umhverfið og heilsu fólks. Landsbygdens Folk Utan úr heimi Alþjóða veðurfarsráðið, IPCC, safnar á hverju ári miklum upp- lýsingum um veðurfar í heim- inum, greinir þær og gerir tölvu- spár út frá þeim. Spár ráðsins um hraðar breytingar á veður- fari á jörðinni byggja nú á sífellt meiri og áreiðanlegri efniviði. Frá miðri 18. öld hefur notk- un á orkugjöfum úr jörðu leitt til losunar á milljörðum tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Fyrir iðnbyltinguna var magn kol- tvísýrings í lofthjúpnum 280 millj- ónustu hlutar (ppm). Árið 2007 var það komið upp í 384 ppm, sem er 37% aukning. Hrein árleg aukn- ing koltvísýrings í lofthjúpnum er nú um 3,2 milljarðar tonna. 57% aukningarinnar má rekja til losun- ar gróðurhúsalofttegunda. Takist ekki að draga svo um munar úr þeirri losun verður engin leið að hægja á hlýnuninni. Allt að því fjórðungur af gróð- urhúsalofttegundunum sem losna eru metan, hláturgas (N2O) og freon (sambönd kolefnis og flú- ors). Brýnt er að draga einnig úr losun þessara efna. Um 17% los- unarinnar má svo rekja til eyðing- ar skóga og rotnunar lífrænna efna í jarðvegi. Losunin skiptist á atvinnu- greinar þannig, að orkuframleiðsla og iðnaður valda 45% af henni, landbúnaður og flutningar 13% hvort, trjáiðnaður 17%, bygginga- starfsemi 8% og vatnsöflun og vatnshreinsun 3%. Draga þarf úr losuninni í öllum þáttunum, en einkum í orkufrek- um iðnaði. Því miður hefur ESB þyngt þann róður með því að úthluta slíkum iðnaði ókeypis los- unarkvóta. Kína og Bandaríkin losa mest af koltvísýringi, eða 6 millj- arða tonna hvort á ári. Þar á eftir koma ESB með 4 milljarða tonna og Rússland, Indland, Japan og Kanada með 2 milljarða tonna hvert. Árleg losun á íbúa er mest í Bandaríkjunum, tæplega 20 tonn, Kína er með 5 tonn á mann og Indland innan við tvö tonn. ESB er aftur á móti með 8 tonn á íbúa. Það er því ekki að undra að ris- arnir í Asíu og þróunarlöndin yfir- leitt telji, að í næstu samningum eigi losunarkvóti hvers lands að miðast við losun á íbúa. Iðnríkin verða að koma til móts við það til að alþjóðasamningar náist og þá ekki síst Bandaríkin. Margir vísindamenn vara við að losunin rjúfi svokölluð „rauð strik“. Með því er átt við mörk þess að óviðráðanleg keðjuáhrif hlýnunar fari í gang og að engin ráð finnist til að snúa til baka. Hugsanlegt er að slík rauð strik verði rofin, svo sem í framhaldi af því að Norðuríshafið yrði íslaust á sumrin. Af því mundi leiða hækk- un hitastigs á heimsvísu og breyt- ingar á vistkerfum. Ef Grænlandsísinn bráðnaði leiddi það til sjö metra hækk-    Q ~ ~ ‰> veðurfyrirbærið á Kyrrahafi styrk- ist myndi það auka þurrka, eink- um í Suðaustur-Asíu. Ef skógur á Amazonsvæðinu heldur áfram að minnka, leiðir það til mikilla breytinga þar á lífkerfinu í skógar- botninum sem og minni úrkomu. Ef monsúnvindarnir í Indlandi raskast leiðir það til þurrka á stóru svæði. Á hinn bóginn leiða breytingar á Sahel-Sahara svæð- inu í Afríku og monsúnvindum í Vestur-Afríku til aukinnar úrkomu á því svæði. Þá vekur það áhyggjur að af tíu hlýjustu árum á jörðinni á tíma- bilinu 1880-2008 eru átta á síðasta áratug. Við blasir skortur á hreinu vatni og aukið saltmagn í neysluvatni víða um heim. Jöklar bráðna og þurrkar aukast. Flóðum mun fjölga á láglendi nærri sjó, jarðvegseyð- ing mun aukast og hitabeltisstorm- um fjölga. Margar tegundir dýra og jurta munu hverfa. Sýrustig úthafa mun lækka, þ.e. höfin verða súrari, og kóralrif bíða skaða af. Meðaluppskera nytjajurta minnkar sem og sjávarafli. Að áliti Alþjóða veðurfars- ráðsins eykst hættan á veðurfars- breytingum verulega ef meðalhit- inn á jörðinni hækkar um 2°C. Til að fyrirbyggja að það gerist þarf losun gróðurhúsalofttegunda að minnka um 15-20% á næstu 10-20 árum miðað við losunina árið 1990. Vistfræðingurinn Nicholas Stern telur að magn koltvísýrings í lofthjúpnum megi ekki fara yfir 450-550 ppm. Kostnaður við að ná því niður í 350 ppm, sem er við- unandi gildi, sé þá viðráðanlegur. Komist magnið yfir 450-550 ppm hrynji hagkerfi heimsins. Ljóst er að breytingar á veð- urfari munu bitna á öllu lífi á jörð- inni. Það sem við höfum þegar séð vekur ugg, en það er þó aðeins áminning miðað við það sem ger- ist ef ekki verður brugðist við. Landsbygdens Folk/U.B. Lindström Ógn veðurfarsbreytinganna FAO lýsir eftir auknum tilraunum í landbúnaði Keppnin um jarðeldsneytið, olíu, kol og jarðgas, eykur stríðshættu í heiminum. Keppnin um „svarta gullið“ verður sífelt harðari, ekki aðeins í samningum á milli þjóða, heldur beinlínis á vettvangi þar sem orkugjafarnir eru sóttir í iður jarðar á sjó og landi. Bandaríkjamaðurinn Michael T. Klare, sem stundar friðarrannsókn- ir, hefur gefið út tvær bækur um málið, Auðlindastríð (e. Resource Wars) og Blóð og olía (e. Blood and Oil). Þar fjallar hann um staðbundin átök í baráttunni um orkuauðlindirnar. Hann bendir á að olíuskortur og hár orkukostnaður auki hættu á átökum. Á sl. ári gaf Klare út bókina Vaxandi vald, minnkandi hnött- ur (e. Rising Powers, Shrinking Planet), um hina hnattrænu keppni um orkuna. Kenning hans er sú að vaxandi stríðshætta fylgi aukinni orkuþörf í heiminum. Bæði efna- hagsleg umsvif og olíunotkun vex nú hraðar í Kína en í nokkru öðru landi. Árið 2005 kviknaði rautt ljós í Washington þegar það spurðist að kínverska ríkisolíufélagið CNOOC ltd. ætti í viðræðum um kaup á elsta olíufélagi Bandaríkjanna, Unolocal. Þingið brást þá hart við og setti lög sem bönnuðu kaupin. Eitt af vandamálum Bandaríkj- anna er að þeirra eigin olíulindir ganga óðum til þurrðar. Við það verða þau berskjaldaðri og þurfa að treysta á innflutning á olíu og gasi, jafnvel frá ótraustum olíufélögum í Kúvæt, Venesúela, Nígeríu og Líbýu. En Bandaríkin eiga einnig sína eigin áætlun um orkuöryggi. Klare er sammála ummælum Alans Greenspan í bók hins síðarnefnda, The Age of Turbulence (2007), að innrásir Bandaríkjanna í Írak hafi varðað áætlanir þeirra um að tryggja sér olíu frá Kúvæt og Írak. Michael T. Klare heldur því fram að það hafi fyrst verið í stjórnartíð Bush forseta yngri sem Bandaríkin áttuðu sig á því að þau voru ekki eina stórveldið á hött- um eftir aðgangi að olíulindum í öðrum löndum og álfum. Indversk, kínversk og rússnesk olíufyrirtæki voru þar einnig komin á fulla ferð. Bandaríkin sverja af sér að olíu- hagsmunir liggi að baki stríðs- rekstri þeirra í Írak og Kínverjar verða að svara fyrir mannréttinda- brot sín. Spenna í samskiptum ríkja vex – gleymum ekki Guantanamo. Prófessor Klare reynir að kafa eftir því hvernig átök hefjast. Stórfyrirtæki og ríki beita valdi sínu í auknum mæli, í vaxandi návígi við keppinauta um þverr- andi auðlindir. Klare eygir jafnframt von um að lausnir finnist. Vandamál við hlýnun andrúmsloftsins er fyrst og fremst spurning um nýtingu orku- auðlinda úr jörðu. Hann leggur til að Bandaríkin og Kína vinni hvort um sig að því að leysa orkuvanda- mál sín. Leysi þau mál sín inn á við, leysist þau einnig út á við. Rússland, með hin gífurlega miklu olíuauðæfi sín, getur verið mikill áhrifavaldur bæði í því að auka og draga úr spennu í orkumál- unum. Margir hafa haft áhyggjur af þjóð nýtingu Rússa á olíu- og gas- vinnslu í landinu. Lokun á gas- leiðslum til Úkraínu, Hvíta-Rúss- lands og Vestur-Evrópu um síðustu áramót hefur verið túlkuð sem hótun um olíustríð. En Pútín hefur frá því hann komst til valda staðið andspæn- is gífurlega miklum vandamálum. Gorbatsjov taldi sig njóta skilnings þegar hann hóf lýðræðisumbætur sínar, en spillingin og mafían standa í vegi fyrir siðuðu stjórnskipulagi. Þegar Pútín lét handtaka Yukos- forstjórann Mikhaíl Kodorkovskí árið 2003 var það til merkis um að nú ætti að hreinsa til. En Pútín tapaði jafnframt nánasta ráðgjafa sínum, Andrei Illarionov, sem ásak- aði forsetann um að bera ábyrgð á „svikum ársins“. Gorbatsjov varði Pútín í Finan- cial Times þann 12. júlí 2006 og benti á að það hefði tekið vestræn lönd marga áratugi að koma á fót markaðshagkerfi. „Það eru innan við 20 ár síðan Rússland var alræð- isríki sem stundaði áætlunarbú- skap. Endurbætur á stjórnarfarinu taka sinn tíma.“ Það er Rússland sem hefur öðrum fremur í hendi sér hvort hættuleg átök séu framundan um jarðeldsneytið. Nationen/John Gustavsen Jarðeldsneyti eykur stríðshættu í heiminum Fækkun býflugna í Evrópu veldur Slóvenum áhyggjum. Landbúnaðarráðherra Slóveníu, Milan Pogacnik, hefur hvatt framkvæmdastjórn ESB til að láta rannsaka málið. Tillaga hans hefur hlotið víðtækan stuðning hjá landbúnaðarráði sambands- ins. Býflugnaræktendur í Slóveníu vara við stórfækkun býflugna í landinu, en stofninn minnkaði um helming á síðasta ári. Viðurkennt er að góð þrif býflugna séu eitt skýr- asta merki um hreint umhverfi. Fækkun býflugna í mörgum lönd- um Evrópu er til merkis um að eitt- hvað sé að í náttúrunni. Býflugnaræktendur grunar að margar skýringar séu á því hvern- ig komið er. Þar má nefna ræktun erfðabreyttra jurta, veðurfars- breytingar, jurtarvarnarefni og sjúkdómsfaraldra. Þar sem sterkir býflugnastofnar eru mikilvægir í landbúnaði ætti það að vera kapps- mál að rannsaka hvað hér er á ferð. Landbúnaðarstjóri ESB, Mariann Fischer Boel, hefur upp- lýst að eftirlitsstofnuninni EFSA hafi verið falið að gera skýrslu um málið, sem á að vera tilbúin í lok þessa árs. Framkvæmdastjórnin er jafnframt jákvæð gagnvart tillögu Slóvena um aukna áherslu á að rannsaka málið. Slóvenía hefur m.a. krafist þess að sett verði upp varnarbelti milli héraða og landa til að draga úr fækkun býflugna. Að áliti framkvæmdastjórn- arinnar er þessi fækkun ekkert sérvandamál Evrópu. Fækkunin á sér stað um allan heim, og þá ekki síst í Bandaríkjunum. Einnig hefur ástandið versnað mikið á Nýja- Sjálandi og ávaxtabændur þar hafa leitað til býflugnabænda um sam- starf til að efla býflugnarækt. Matvælaeftirlitsstofnun ESB, EFSA, hefur falið Samtökum evr- ópskra rannsóknastofnana að leita að ástæðum fyrir hinum óútskýrða býflugnadauða, sem nefndur hefur verið „colony collapse dis- order“. EFSA hefur veitt 100 þús- und evrum í verkefnið. Það hófst í janúar sl. og á að ljúka innan níu mánaða. Jafnframt er fylgst vel með öllum eftirlitsverkefnum með fækkun býflugna í Evrópu. Í ágúst á sl. ári lauk EFSA bráðabirgðarannsókn á stöðu hunangsframleiðslu í Evrópu. Rannsóknin náði til 22ja landa í álfunni, þar á meðal Sviss og Noregs. Niðurstaðan leiddi í ljós mikinn breytileika milli landanna en fækkunin var á bilinu 7-50% milli landanna. Hæst var hlutfallið á Ítalíu, eða 40-50%. Landsbygdens Folk Slóvenar vara við fækk- un býflugna í Evrópu

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.