Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 19
20 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 Líf og starf Í Bændablaðinu í byrjun árs 2008 greindi ég frá tilraun með dreif- ingartíma þunnrar kúamykju. Niðurstaðan var að haust- og miðsvetrardreifing kom illa út og skilaði sér ekki í sprettu næsta sumar. Haustið 2007 var með fádæmum úrkomusamt á SV-landi og er hugsanlegt að það hafi komið niður á nýtingunni. Síðastliðið haust var tilraunin endurtekin með svipuðum for- merkjum. Á tímabilinu september til maí var þunnri kúamykju dreift á tún í byrjun hvers mánaðar og til samanburðar var borinn á tilbúinn áburður. Ekki var borið á svell eða ef snjór var meiri en í skóvörp. Ætíð var sama mykja notuð en hún er úr mykjupoka Hvanneyrarfjóssins. Vegna mikillar vatnsblöndunar var þurrefni lágt eða 4,5-5%, en áborið magn var mikið eftir því, 60 tonn/ ha, sem samsvarar um 20 tonn- um af mykju með 11% þurrefni („Handbókarmykju“). Samkvæmt efnagreiningum voru auðleyst N í mykjunni tilsvarandi um 100 kg/ha, svo þetta er fullur áburð- arskammtur. Uppskera sumarið 2009 var sem segir í 1. töflu. Uppskera er afar góð á óáborn- um reitum (0-0-0), samtals 68 hkg þe/ha og áburðarsvörun eftir því frekar lítil, en þó vaxandi upp í 100-125 kg N/ha. Þegar ekki voru borin á steinefni (100-0-0) fékkst dálítil svörun frá því að bera ekk- ert á, en steinefni án N (0-20-80) skilaði engu í fyrsta slætti. Af mykjunni er það að segja, að haust- dreifingin skilað engu í fyrra slætti. Dreifing í apríl kom best út þó pró- teinprósentan sé lág á þeim reitum. Sem sagt, sama heildarmynd og fyrra ár, haustdreifð mykja nýtist mjög illa. Próteinprósentan í fyrra slætti gefur sömu mynd: Haust- og miðs- vetrardreifing skilar sömu pró- teinprósentu og áburðarlausi liður- inn. Í tilraunum með haustdreifingu tilbúins áburðar hefur komið i ljós að hann skilar sér í uppskeru næsta sumars og sú virðist einnig raunin hér, því tilbúinn áburður 8. október skilar sér bæði í uppskeru og pró- teinprósentu þó mykja sem dreift er sama dag skili sér illa. Það er athyglisvert að mykj- ureitirnir taka við sér í seinni slætti og í samanlagðri uppskeru gefur vordreifð mykja ein og sér jafn- mikla uppskeru og vænir skammtar af N, P og K. Mikil uppskera á 0-reitum sýnir að mýrin gefur mikið af sér, vænt- anlega með rotnun. Þarna er sem- sagt forði sem ganga má að, en hann er ekki óþrjótandi. Nýtingu hans fylgir óhjákvæmilega losun á CO2 eða um 50 kg fyrir hvert kg N. Til samanburðar kostar framleiðsla á hverju kg N í tilbúnum áburði u.þ.b. 2 kg af olíu, sem verða að u.þ.b. 7 kg af CO2. Tilsvarandi tilraunir hófust nú í haust á Hvanneyri og Stóra- Ármóti. Eins og áður er það Framleiðnisjóður landbúnaðarins sem styrkir tilraunirnar. Ríkharð Brynjólfsson 1. tafla. Uppskera einstakra liða sumarið 2009, hkg þe/ha. Fyrri sláttur var 26. júní en seinni sláttur 12. ágúst. N-P-K/mykja Dreifing 1. sláttur 2.sláttur Samtals %prót. í fyrra slætti 0-0-0 38 31 68 14,7 25-20-80 13. maí 40 39 79 14,3 60-20-80 13. maí 45 36 81 15,4 100-20-80 13. maí 50 38 88 16,5 125-20-80 13. maí 49 37 86 17,4 100-0-0 13. maí 43 31 75 17,1 0-20-80 13. maí 38 36 74 14,4 60-20-80 10. okt. 42 40 82 14,7 Mykja 10. sept. 33 40 73 13,2 Mykja 8. okt. 33 42 76 13,4 Mykja 3. nóv. 37 41 78 14,3 Mykja 2. des. 34 44 78 14,4 Mykja 5. jan. 41 42 83 14,7 Mykja 16. feb. 40 43 83 14,1 Mykja 12. mars 35 54 88 13,6 Mykja 1. apríl 47 40 86 12,5 Mykja 5. maí 46 40 85 14,4 ‹  "   Haustdreifð mykja nýtist mjög illa Með hlýnandi loftslagi, hag- nýtingu rannsókna og bættri verkkunnáttu bænda hefur akur- yrkja ýmiskonar aukist til muna síðustu ár. Þessi árangur er gleði- efni en kallar þó á nokkur varn- aðarorð til framtíðar. Ef vatn og vindar fá að leika óhindrað um opna akra geta dýr- mæt lífræn efni og næringarefni tapast. Sá tími sem líður frá því að akur er plægður og þar til grösin loka honum, getur því verið land- inu og bóndanum dýrkeyptur. Þó svo að uppblástur og vatnsrof vegna akuryrkju sé ekki teljandi vandamál á Íslandi í dag þurfa bændur að vera meðvitaðir um hættuna sem aukin akuryrkja getur haft í för með sér, sérstaklega við gosbelti landsins. En hvaða fyrirbyggjandi að- gerðum er hægt að beita, svo aukin akuryrkja leiði ekki til landhnign- unar? Endurvinna að vori en ekki að hausti Mikilvægt er að sá tími sem land- ið er opið sé sem allra stystur. Þar sem land er brotið í fyrsta skipti getur þó verið nauðsynlegt að láta plógstrengina veðrast yfir veturinn. Haustplæging getur einnig verið nauðsynleg á mýrlendi þar sem klaki fer seint úr að vori. Varast ber sérstaklega haustvinnslu á úrkomu- miklum svæðum þar sem land ligg- ur í halla, því fok og afrennsli getur þar orðið mikið yfir veturinn. Skjólbeltarækt Skjólbeltarækt er í mörgum til- fellum eina raunhæfa leiðin. Til dæmis í kartöflurækt þar sem upp- skorið er fram á haustið og þ.a.l. fer akurinn óvarinn inní veturinn. Skjólbelti sem og annar gróður við skurði eða læki getur einnig komið í veg fyrir að næringarefni tapist með afrennsli þá leiðina. Gróður með skurðum hindrar einnig mynd- un rofrása á skurðbökkum, vegna vatnsaga. Takmarka stærð samfellu í opnum ökrum Eftir því sem samfelldir opnir akrar eru stærri því meira getur fok úr þeim orðið. Ef akur er brotinn upp með gróðurbeltum inná milli getur hluti áfoksins og/eða afrennsl- is numið staðar þar og nýst sem áburður. það mætti hugsa sér þetta sem lið í því að hvíla landið, m.a. til varnar sjúkdómum. Sá t.d. rýg- resi í stað byggs eitt árið. Stöngullinn sem skilinn er eftir þegar korn er skorið veitir heilmikla vörn. Enn meiri vörn er þó þegar hálmurinn er einnig látinn liggja. Nota vetrarafbrigði Ef notuð eru vetrarafbrigði þá er yfirleitt sáð um miðjan júlí og akurinn fer inní veturinn með gróð- urhulu. Gallinn er þó sá að í mörg- um tilfellum eru ekki til yrki sem þola íslenska vetur. Það ber einn- ig að hafa í huga að uppskeran er seint tilbúin árið eftir og varla næst að sá til annarrar uppskeru það árið eins og tíðkast víða erlendis. Skjólsáning Þegar ætlunin er að uppskera korn að hausti en rækta tún ári síðar getur verið tilvalið að skjólsá. Til dæmis sá að vori vallarfoxgrasi eða fjölæru rýgresi og skjólsá með korni. Þannig er akurinn aðeins opnaður einu sinni í stað tvisvar og gróðurhula er allan veturinn. Grastegundirnar vaxa þá lítið sem ekkert yfir sumarið á meðan korn- ið vex til þroska. Þar sem korn er þreskt snemma gæti rýgresi jafnvel nýst til beitar strax um haustið. Sá söfnunargróðri (catch crop) Í einhverjum tilfellum kann að vera raunhæft að sá grasfræi í kartöflu- akra sem eru teknir upp snemma, í þeim tilgangi að mynda gróðurhulu fyrir veturinn. Bæði er það gert til að vernda jarðveginn fyrir vatni og vindum en einnig til að grösin taki upp næringarefni sem annars myndu bindast fast í jarðveginum og ekki nýtast síðar meir. Þetta getur einnig átt við í kornrækt, en þá einkum til að tapa ekki næring- arefnum sem bindast auðveldlega. Borgar Páll Bragason Ein leið til að fyrirbyggja fok jarðvegs úr opnu landi, eins og kartöflugörðum og kornökrum er að koma upp skjólbeltum. Skjólbelti geta verið mismun- andi hönnuð og fer það eftir hlutverki þeirra. Þegar skjólbelti eru hönnuð þarf að gera sér grein fyrir ýmsum þáttum og ræður þar ríkjandi vindátt mestu um, einnig hvort um er að ræða skjólbelti fyrir búfénað eða vegna akuryrkju. Skjóláhrifin fara eftir því hversu beltið er þétt og hver fjarlægð er milli belta. Samkvæmt rannsókn- um og reynslu hefur verið sýnt framá að skjólgjafi með 40-50 % opfleti dregur mest úr vind- hraða. Skjóláhrif beltis fer einnig eftir hæð þess og geta skjóláhrifa náð um 20- 30 -faldri hæð belt- is. Skjóláhrif af belti, sem nær 4 m hæð, og er með um 40 % opflöt geta því orðið 80- 120 m. Við hönnun á beltum, sem eiga að varna foki úr ökrum, er rétt að hafa þéttara á milli belta, t.d. um 50 m. Rétt er að gera ráð fyrir 2- 3 röðum í hverju belti. Með því skýla plönturnar hver annari betur og þá er hægt að vera með fjölbreyttara tegundaval. Minni hætta er á, að belti með mörgum tegundum eyðileggist allt þótt ein- stakar tegundir eða kvæmi drepist úr því. Mikilvægt er að vera með bæði hávaxnar og lágvaxnar teg- undir í beltunum. Í belti sem á að skýla að vetrinum er gott að nota barrtré t.d sitkagreni. Til að verj- ast foki úr ökrum er rétt að nota einnig runna, sem settir eru á milli hávaxnari trjáa. Helstu kostir skjólbelta eru : Við skjólið aukast hiti og upp- skera. Minni hætta er á jarðvegs- foki, t.d. verður fok ofan af kart- öflum minna. Raki helst betur í skýldu landi, sem verður til þess að spretta er jafnari. ( Uppgufun meiri á óskýldu landi) Ýmsir ókostir geta fylgt skjól- beltum: Þau safna snjó hlémegin við beltin.. Getur verið kostur þar sem verið er að hefta fok eða auka raka. Þau hamla birtu næst sér. Næturfrosthætta eykst þegar vindhraði er lítill. Þó má með réttri hönnun nota skjólbelti til að þrýsta köldu lofti frá akrinum og þannig verja hann næturfrosti. Komið hefur fyrir að einföld víði- belti hafa drepist, að því er virðist vegna eitrunar frá jarðvegslyfjum, sem notuð eru við kartöflurækt. Ein leið til að mynda skjól án þess að vera með skjólbelti á ökr- unum er að koma upp skjólbelt- um, (skjóllundum) utan við akr- ana t.d. á óræktarlandi. Það væri þá gert með breiðum beltum, 10 til 50 m breiðum við akrana sem verja á fyrir uppblæstri og þá væri fyrst og fremst verið að skýla fyrir ríkjandi vindátt að vetrinum. Í þessa skjóllundi eru notaðar fjöl- breyttar tegundir og bæði lauftré og barrtré. Dæmi um tré og runna í skjólbelti: Hávaxin tré: Alaskaösp, reynir, birki, álmur, sitkagreni, garða- hlynur, selja, lerki, heggur. Meðalhá tré og háir runnar: Alaskavíðir, jörvavíðir, viðja, yllir, elri, bergfura, fjallafura. Lágvaxnir runnar: Gulvíðir, loðvíðir, toppar, ribstegundir, kvistir, rósir, misplar. Heimild: Hallur Björgvinsson og Brynj- ar Skúlason, 2006. Skjólbelti, Skóg ar- bók Grænni skóga. bls, 177- 188. Hvanneyri 29.10. 2009 Guðmundur Sigurðsson Verndum jarðveginn Skjólbelti sem vörn við jarðvegsfoki

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.