Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 23
24 Bændablaðið | fimmtudagur 5. nóvember 2009 1 3 5 3 4 7 9 7 6 5 2 7 8 4 3 6 5 9 2 4 1 8 9 1 4 1 2 3 6 3 2 5 7 6 4 1 8 9 4 1 8 7 5 9 6 8 3 4 9 8 4 5 7 5 9 6 2 1 1 2 7 5 7 8 1 6 8 4 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn- ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku.com og þar er einn- ig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst Gamla handskrifaða uppskrifta- bókin kemur að góðum notum Þórunn Júlíusdóttir, skóla- stjóri í leikskólanum Kærabæ á Kirkjubæjarklaustri, býr í Seglbúðum í Landbroti. Hún hefur gaman af því að elda úr góðu íslensku hráefni og helst því sem til fellur heima hjá henni eins og lambi, sjóbirtingi, kartöflum og öðrum rótarávöxtum. Einnig finnst Þórunni ómissandi að geta gengið út og náð sér í krydd sem hana langar í eins og blóðberg og birkilauf, sem á mjög vel við með öllu kjöti. „Af uppskriftabókum mínum má álíta sem svo að ég hafi mikinn áhuga á matseld. Ég á mikið af upp- skriftum sem ég hef viðað að mér héðan og þaðan. En ég á líka eina gamla uppskriftabók, handskrifaða, sem ég byrjaði að skrifa í þegar ég var fimmtán ára eða þegar ég fór að heiman. Þar eru auðvitað uppskrift- ir frá mömmu, svo sem pönnukök- ur og þess háttar, sem alltaf eru jú bestar hjá mömmu og alveg ómiss- andi. Uppáhaldsmaturinn minn er veturgamalt lamb, helst hryggvöðv- inn, grillaður með gratíneruðum kartöflum og piparostasósu ásamt nýju soðnu grænmeti.“ Grillaður sjóbirtingur sjóbirtingsflök sykur sítrónupipar Aðferð: Stráið örlitlum sykri yfir flökin og sítrónupipar. Flökin mega gjarnan vera vel þakin. Setjið þau síðan á grillbakka á vel heitt grillið (eða í eldfast mót inn í ofn við 180°C ) í um 10 mínútur eða þar til þau eru fullelduð. (Það sést þegar þau eru orðin ljósbleik inn að miðju.) Með þessu er best að bera fram soðnar kartöflur og soðnar gulræt- ur og spergilkál, sem má vel sjóða í sama potti. Bráðið íslenskt smjör er alveg ómissandi. Heimatilbúinn ís 3 egg 125 g sykur vanilludropar, eða önnur bragðefni 500 ml rjómi Aðferð: Þeytið egg og sykur vel saman. Bætið bragðefnum út í eftir smekk. Stífþeytið rjómann og blandið honum varlega saman við e g g j a b l ö n d u n a . Setjið í frysti og frystið í að minnsta kosti sólarhring áður en borið er fram. Með ísnum er mjög gott að bera fram rifsber eða bláber ásamt heitri súkkulaðisósu. Heit súkkulaðisósa 2 msk. kakó 2 msk. strásykur vatn (vanilludropar ef vill) Aðferð: Blandið hráefnum saman í pott og sjóðið saman þangað til sósan er orðin seig, eða í um 45 mínútur. ehg MATARKRÓKURINN Þráinn og Málfríður fluttu frá Reykjavík árið 1977 að Kletti í Geiradal og bjuggu með kind- ur og svín. Árið 1990 fóru þau í samstarf um saufjárbúskap við Reyni Halldórsson og Giselu Hall dórsdóttur á Hríshóli í Reyk hólahreppi, Austur Barða- stranda sýslu. Árið 2000 seldu þau Klett og fluttu að Hríshóli, en Reynir og Gisella fluttu í Búðardal. Vorið 2009 hófu búskap með þeim sonur þeirra Vilberg og tengda- dóttirin Katla. Þau búa með sauðfé og hesta. Býli? Hríshóll. Staðsett í sveit? Reykhólahreppi Austur Barða- strandasýslu. Ábúendur? Þráinn Hjálmarsson, Málfríður Vilbergsdóttir og Vilberg Þráinsson og Katla I. Tryggvadóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Þráinn og Málfríður eiga fjögur börn sem öll eru farin að heiman. Vilberg og Katla eiga Elísu Rún, þriggja ára, og Bergrós, tæplega fimm mánaða. Einnig eru hund- arnir Terry og Skata á bænum. Stærð jarðar? Um 2500 hektarar. Tegund býlis? Sauðfjárrækt og hrossarækt í smáum stíl. Fjöldi búfjár og tegundir? Verður um eitt þúsund fjár á fóðrum í vetur, nokkur hross og tveir hundar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Breytilegur eftir árstíðum. T.d. í dag fór Þráinn rétt fyrir klukkan sjö í skólaakstur,Vilberg ók Elísu Rún í leikskólann og um kl. 9.30 var haldið áfram við að taka ull- ina af hrútum og lömbum. Katla og Málfríður unnu við heimilis- störf og annað tilfallandi. Þannig leið dagurinn til kl.19.Annars er reynt að gera einthvað til gagns á hverjum degi annað en að borða, sofa og lesa. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er þegar verkefnin ganga vel og leiðinlegast þegar allt gengur á afturfótunum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Vonandi verður blómlegur búskapur hér með blóm í haga. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Hún er góð við erum þakklát því fólki sem starfar á þeim vettvangi. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Við höfum mikla trú á íslenskum landbúnaði vegna þess að neytandinn veit alltaf við hvaða aðstæður varan verður til. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Við teljum að hross og lambakjötið séu sterkast og þá helst til Evrópu. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Útrunnin mjólk, lýsi og skemmdir ávextir. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Stórt og meyrt lambalæri með ofn- bökuðum kartöflum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er svo margt sem er eftirminni- legt en þegar folöld og lömb líta dagsins ljós þá er mikil gleði á bænum. Hríshóll, Reykhólasveit Bærinn okkar Frá vinstr er Vilberg með Terry, Katla og Elísa Rún, Þráinn með Skötu, Kristín Sólveig og dóttir hennar Kolfinna Eir. Þórunn Júlíusdóttir gefur hér uppskriftir að grilluðum sjóbirtingi og heimatilbúnum ís með heitri súkkulaðisósu. Heimatilbúni ísinn er einfaldur í lögun og borinn fram með himneskri heitri súkkulaðisósu og rifsberjum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.