Bændablaðið - 13.10.2011, Síða 1
34
18. tölublað 2011 Fimmtudagur 13. október Blað nr. 357 17. árg. Upplag 64.000
4 14
Árlega valda álftir og gæsir gríðar-
legu tjóni á ræktarlöndum bænda.
Tjónið er mjög greinanlegt þegar
þessir fuglar leggjast á kornakra en
er ekki síður tilfinnanlegt að vori
þegar fuglarnir bíta nýgræðing í
túnum. Erfiðlega hefur þó gengið
að afla gagna um hversu mikið
tjónið er. Bændasamtökin hafa nú
útbúið eyðublað sem hægt er að
nálgast á heimasíðu samtakanna,
bondi.is, þar sem bændur geta sett
inn upplýsingar um túnstærð og
mat sitt á tjóni sem þeir verða fyrir.
Upplýsingarnar verða notaðar til
að leggja mat á umfang tjóns sem
bændur verða fyrir vegna ágangs
álfta og gæsa. Niðurstöðurnar
verða teknar saman og sendar til
umhverfisráðuneytisins sem hefur
með málaflokkinn að gera.
Tjón af völdum andfugla er
ekki nýtt af nálinni og hefur verið
bændum hugleikið um langt skeið.
Ítrekað hefur verið fjallað um málið
á Búnaðarþingi, síðast árin 2009
og 2010 en frá Búnaðarþingi 2010
hefur staðið yfir vinna innan sam-
takanna við mat á tjóni og mögu-
legar aðgerðir. Borgar Páll Bragason
jarðræktarráðunautur hefur sinnt því
starfi og hefur meðal annars verið
í samstarfi við Umhverfisstofnun
vegna þess.
Álftin friðuð vegna fegurðar
Álft er alfriðuð samkvæmt lögum
frá 1913 og eru rökin fyrir því þau
að álftin þykir fagur og tignarlegur
fugl. Óheimilt er að skjóta gæs utan
veiðitíma og því geta bændur ekki
beitt þeim meðulum til að vernda
land sitt frá vori til hausts. Í reglugerð
um fuglaveiðar og nýtingu hlunn-
inda af villtum fuglum frá 1994
kemur þó fram að „þar sem talið er
að villtir fuglar valdi tjóni einhvern
tiltekinn tíma árs eða á svæðum þar
sem viðkomandi tegundir eru frið-
aðar samkvæmt lögum nr. 64/1994
getur umhverfisráðherra, að fenginni
umsögn ráðgjafarnefndar um villt
dýr, veitt tímabundið leyfi til veiða
í því skyni að koma í veg fyrir tjón.“
Hins vegar hefur bændum gengið
afar illa að fá leyfi af þessu tagi til að
verja ræktarlönd sín. Er það nánast
óþekkt.
Vill fá að verja lönd sín
Ketill Ágústsson bóndi á
Brúnastöðum í Flóa segir að hann
verði fyrir stórtjóni á hverju einasta
ári vegna ágangs álftar en einkum
þó gæsa. „Hér er ekki hægt að rækta
grænfóður eða neitt fyrir þessum
vargi. Þetta leggst á tún og rakar þau
algjörlega. Þetta hefur verið svona
um langa hríð og hefur stórversnað
síðustu árin því gæsin hefur komið
sér upp varplandi hérna hinu megin
við Hvítána. Hún er í hundraðatali
hérna.“
Ketill segist ekki hafa reynt að
reikna út hversu mikið tjónið sé í
krónum og aurum talið. Það sé hins
vegar ljóst að það sé mikið. Hann
hafi í gegnum tíðina reynt ýmislegt
til að fæla fuglinn frá. „Ég er með
gasbyssu en mér finnst hún gagnast
lítið. Ég vil bara að það fáist leyfi til
að bregðast við þar sem þessir fuglar
valda skaða, það fáist leyfi til að
skjóta fugl sem leggst á ræktarlönd
og eyðileggur þau.“
„Mér er brugðið“
Georg Kjartansson bóndi á
Ólafsvöllum á Skeiðum segist verða
fyrir umtalsverðu tjóni af völdum
álfta og gæsa. „Þetta eru ríflega þrír
hektarar af korni sem hefur orðið
altjón á hjá mér í ár. Það er nú minna
en verið hefur undanfarin ár en nóg
samt. Ég er með 45 hektara undir
korni og það hverfur bara hektari
eftir hektara út af áganginum í
þessum fuglum. Svo eru álftirnar
að berstrípa túnin sem eru á milli
akranna. Ég verð til að mynda að taka
kvígur inn fyrr á haustin vegna þessa,
það er engin beit eftir handa þeim.“
Georg nýtti sér eyðublaðið sem
nefnt var hér í upphafi til að leggja
mat á það tjón sem hann hefur orðið
fyrir í ár. Að mati Georgs hafa álftir
og gæsir valdið tjóni á 20 hekturum
túns og telur hann uppskerutapið
sé að meðaltali 10 prósent. Tjónið
útleggst því vera 266.000 krónur í
töpuðum fóðureiningum. Hvað tjón
á korni varðar hefur Georg orðið fyrir
altjóni á 3,5 hekturum og útleggst
það tjón vera 551.250 krónur. Því er
tjón Georgs af ágangi álfta og gæsa
í ár 817.250 krónur. Georg segir að
sér hafi komið á óvart hversu há upp-
hæðin er. „Ég vissi að þetta væri tjón
en þetta er í fyrsta skipti sem maður
hefur eitthvað handbært í höndunum
til að leggja mat á hvaða fjárhæðir er
um að ræða. Ég játa að mér er nokkuð
brugðið.“/ fr
Álftir og gæsir valda búsifjum
- Ríflega 800 þúsund króna tjón hjá einum bónda á Skeiðum
„Í stuttu máli þurfum við að
umbylta landbúnaði í heiminum
þannig að við framleiðum miklu
meira með minni tilkostnaði.
Við þurfum að breyta mataræði
jarðarbúa svo það sé heilbrigðara
og sjálfbærara og við verðum að
gjörbylta borgum og þéttbýli svo
að við hættum að sóa vatni og nær-
ingarefnum.“
Þetta segir Ástralinn Julian
Cribb í samtali við Bændablaðið.
Hann er heimsþekktur rithöfundur,
blaðamaður og fyrirlesari um stöðu
og horfur á heimsvísu á sviði land-
búnaðar, orkumála og umhverfis- og
auðlindaverndar.
Umbylting landbúnaðar er í sjálfu
sér ekki flókið verkefni í vísindalegu
tilliti, segir Cribb.
„Það mun þurfa stórauknar rann-
sóknir og þróun, auk alheimsátaks
við að deila þekkingu meðal bænda.
Hinn nýi, vistvæni landbúnaður felst
í að framleiða meiri mat, nota minna
land, minni orku, minna vatn, minni
áburð og minna af óæskilegum, til-
búnum efnum. Hinn nýi, vistvæni
landbúnaður verður byggður upp á
vistfræðilegri þekkingu. ." /f
-Sjá nánar í blaðaauka á bls. 19
Heimsbyggðin stendur frammi fyrir mikilli áskorun:
Þurfum að umbylta borgum,
þéttbýli og landbúnaði
- Segir Julian Cribb sem heldur fyrirlestur á mánudag
Síðasta Bændablað kom út í auknu
upplagi eða 59 þúsund eintökum
en að jafnaði kemur blaðið út í 24
þúsund eintökum. Nú gerum við
enn betur og kemur blaðið að þessu
sinni út í 64 þúsund eintökum. Auk
hefðbundinnar dreifingar í sveitir
og byggðir landsins, þá er blaðinu
nú einnig dreift með helgarútgáfu
Morgunblaðsins.
Bændablaðið kemur að þessu sinni
út í 64 þúsund eintökum!
Sauðfjárslátrun er nú í fullum gangi hjá Norðlenska á Húsavík en þar er áætlað að slátra um um 78.000 fjár að
þessu sinni. Það er því nóg að gera hjá þeim hjónum Hauki Jóhannssyni og Hlíf Aradóttur, sem sjá um að svíða
lambshausa hjá Norðlenska á Akureyri. Haukur hefur s ð um þetta verkefni í y r 30 ár og Hlíf hefur starfað með
manni sínum lengst af. Hausarnir koma frá Húsavík. örnin stendur y r í margar vikur og er vinnudagurinn oftast
æði langur. Mynd / MÞÞ
Svíða hausa í gríð og erg
Julian Cribb
Íslenskt rúgmjöl
í Birtingaholti
Myndlistin lifnar
í eldhúsinu
Bærinn okkar
Stóra-Ásgeirsá
Óánægju gætir meðal dýralækna
– Ágallar á þjónustusamningum í dreifðum byggðum
Þessa mynd tók Áskell Þórrisson af
álftahóp á túni í Húnavatnssýslu sl.
þriðjudag.
Matvælastofnun (MAST) hefur
auglýst eftir sjálfstætt starfandi
dýralæknum til að taka að sér
almenna dýralæknaþjónustu í
dreifðum byggðum. Er þetta gert
með stoð í reglugerð frá 16. sept-
ember sl. Stefnt er að því að gera
þjónustusamninga til að tryggja
dýralækna- og bráðaþjónustu.
Eins og kunnugt er tók ný matvæla-
löggjöf gildi 1. mars 2010 en sá hluti
sem snýr að dýralæknaþjónustu mun
taka gildi 1. nóvember nk. Þá verður
embættum héraðsdýralækna fækkað
úr 14 í 6 og héraðsdýralæknum verður
óheimilt að sinna almennri dýralækna-
þjónustu. Þegar hefur verið ráðið í
stöður héraðsdýralækna.
Beðið eftir fjárlagafrumvarpi
Mast auglýsir eftir dýralæknum á
fimm þjónustusvæðum af níu. Á
hinum svæðunum fjórum hefur
MAST boðið héraðsdýralæknum sem
starfað hafa á svæðinu en missa störf
sín þjónustusamning án auglýsingar.
Er það gert með stoð í bráðabirgða-
ákvæði reglugerðarinnar. Samningum
er ekki lokið og er beðið eftir svörum
umrædda dýralækna að sögn Halldórs
Runólfssonar yfirdýralæknis.
„Þetta er í vinnslu en er því miður
alltof seint fram komið,“ segir Halldór.
Það hafi hins vegar sínar skýringar.
„Það kom ekki fram hvaða fjárframlög
yrðu lögð í þennan stuðning fyrr en
fjárlagafrumvarpið kom fram núna
1. október.“
Nokkur fjöldi umsókna hefur þegar
borist en frestur er til 17. október.
Ljóst er að hafa þarf hraðar hendur.
„Við ætlum okkur að vera búnir að
klára þessa samninga fyrir mánaðamót
ef nokkur tök eru á,“ segir Halldór.
Engin afleysingaþjónusta
Nokkur urgur er í dýralæknum vegna
þessa. Eyrún Arnardóttir er sjálfstætt
starfandi dýralæknir á Fljótsdalshéraði
og segir að sér finnist almennt hafa
verið illa að málinu staðið. „Við
fengum engar upplýsingar um hvernig
samningurinn yrði fyrr en núna þegar
auglýsingin barst. Ég hef ekki enn gert
upp við mig hvort ég sæki um. Það er
mjög margt í þessum samningi sem ég
felli mig illa við. Til dæmis fáum við
enga afleysingu og við eigum ekki rétt
á veikindadögum. Það er því okkar að
útvega afleysingu ef við veikjumst
eða þurfum að taka frí. Svo er annað
í þessu. Hér á svæðinu eru þrír sjálf-
stætt starfandi dýralæknar og ég hef
það fyrir satt að ef við sækjum allar
um muni samningnum líklega verða
skipt milli okkar. Ef svo er má velta
fyrir sér hvort það hreinlega borgi sig,
miðað við þær skyldur og ábyrgð sem
við þurfum að undirgangast.“
/fr