Bændablaðið - 13.10.2011, Side 5
Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 5
Íslenskt rúgmjöl framleitt í Birtingaholti
„Við uppskárum í fyrra um
þrjú tonn á hektara af rúgi,
en það má segja að það hafi
verið tilraunaár hjá okkur í
þessari ræktun,“ segir Fjóla
Kjartansdóttir í Birtingaholti í
Hrunamannahreppi, en hún og
Sigurður Ágústsson maður henn-
ar hafa verið með rúgmjöl sitt til
sölu í sveitaverslunum í sumar
undir heitinu Ískorn. Líklega
er þetta eina íslenska rúgmjölið
sem framleitt er til manneldis, en
áætlað er að um 550-600 tonn séu
flutt til landsins árlega.
Birtingaholt er annars þekkt
kornræktarbýli; þar er bygg ræktað
á um 180 hekturum og þurrkstöð er
á bænum – þannig að sá tækjabún-
aður nýtist vel til verkunarinnar á
rúginum. Ískorn framleiðir einnig
heilhveiti og byggmjöl.
„Þetta hefur allt gengið mjög vel.
Í fyrra uppskárum við fimm tonn,
þannig að síðasta árið höfum við haft
rúgmjöl frá okkur til sölu hér heima,
en einnig í sveitaverslunum hér í
nágrenninu; Bændamarkaðnum og
Ásbúð á Flúðum, Búbót í Þingborg
við Þjóðveg 1 og í Árnesi í Skeiða-
og Gnúpverjahreppi. Við vissum
í raun ekki hverju við áttum að
eiga vona á – okkur langaði bara
til að prófa að rækta þetta; nýta
til heimilisins og leyfa öðrum að
njóta þess líka. Við sáðum aftur
nú í sumar svipuðu magni sem við
uppskerum svo næsta haust,“ segir
Fjóla. Hún segir að viðtökur hafi
verið alveg ágætar þrátt fyrir að
ekkert hafi verið auglýst og nánast
engin markaðssetning hafi átt sér
stað. „Ég held að það geti vel verið
grundvöllur fyrir stórtækari fram-
leiðslu á íslensku rúgmjöli – það
er vitað að það fer mikið magn í
bakstur og svo auðvitað í alla slát-
urgerðina. Við ætlum að skoða vel
möguleikann á því að auka við fram-
leiðsluna og setja á stærri markaði.
Það má þá líka alltaf nota rúginn í
fóður fyrir kýrnar.“ /smh
Fjóla Kjartansdóttir í Birtingaholti með rúgmjölsframleiðslu sína.