Bændablaðið - 13.10.2011, Page 7
Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 7
Í umræðunni
Áætlað er að 13-15 þúsund manns
hafi sótt sýninguna MATUR-INN
sem haldin var í Íþróttahöllinni á
Akureyri um helgina. Þátttakendur
í sýningunni voru á fjórða tug en
sýningin var nú haldin í fimmta
sinn og var sú stærsta hingað til
hvað sýningarrými og aðsókn
varðar.
„MATUR-INN hefur sannað sig
sem ein öflugasta matvælasýning
landsins. Aðalmarkmiðið með henni
er að kynna norðlenskan mat og
matarmenningu, allt frá smáum fram-
leiðendum upp í þá stærstu, veitinga-
starfsemi og annað sem þessu tengist.
Sýningin er jafnframt sölusýning og
það fór ekki á milli mála að fólk kunni
vel að meta hversu góð kaup var hægt
að gera á sýningunni. Við heyrum
ekki annað en allir séu hæstánægðir
með helgina - jafnt sýnendur sem
gestir," segir Ingvar Már Gíslason
sem var sýningarstjóri.
Jafnframt hefðbundu sýningar-
haldi þar sem fyrirtæki kynntu vörur
sínar og þjónustu stóð Klúbbur mat-
reiðslumeistara á Norðurlandi fyrir
skemmtilegri keppni á sýningar-
svæðinu. Einar Geirsson á veitinga-
húsinu Rub 23 á Akureyri eldaði verð-
launarétt úr makríl, af þjóðþekktum
einstaklingum þótti Hölskuldur
Þórhallsson, alþingismaður, standa
sig best í matreiðslu á laxi, Ingólfur
Gíslason, bakari, sigraði í eftirrétt-
agerð fyrir hönd Bláu könnunnar á
Akureyri og loks bar veitingahúsið
Bryggjan á Akureyri sigur úr býtum
í flatbökukeppni veitingastaða.
Fastur liður í sýningarhaldinu er
uppboð á veglegum matarkörfum sem
sýnendur gefa í. Ágóði af uppboðinu
í ár var 173.500 kr. og rennur hann til
stuðnings Hetjunum - aðstandenda-
félagi langveikra barna á Norðurlandi.
Sýningin var haldin af félaginu
Mat úr Eyjafirði í samstarfi við
Matarkistuna Skagafjörð og Þingeyska
matarbúrið, fyrirtæki og styrktarað-
ila sem m.a. voru Landssamband
kúabænda, Landssamtök sauðfjár-
bænda, Svínaræktarfélag Íslands,
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu-
neytið, Búnaðarsamband Eyjafjarðar
og Félag eyfirskra kúabænda.
Sýningin MATUR-INN er haldin á
tveggja ára fresti og er stefnt að næstu
sýningu haustið 2013.
MS-Akureyri hlaut
frumkvöðlaverðlaun
Við lok sýningarinnar voru að vanda
veitt frumkvöðlaverðlaun félagsins
Matar úr Eyjafirði. Þau hlaut að þessu
sinni MS Akureyri fyrir vöruþróun,
markaðsstarf og nýsköpun í fram-
leiðslu á hollustuvörum úr osta- og
skyrmysu. Próteindrykkurinn
Hleðsla kom á markað í febrúar á
liðnu ári og hefur svo sannarlega
slegið í gegn, um 100 þúsund dósir
eru að jafnaði seldar á mánuði, þannig
að viðtökur hafa farið fram úr björt-
ustu vonum.
Um 24 milljónir lítra af mysu
falla til árlega hjá MS-Akureyri og
var áður að mestu leyti skolað út í
sjó. Slíkt er nú
bannað og hefði fyrirtækið þurft að
byggja upp sérstaka hreinsistöð með
ærnum tilkostnaði ef því háttalagi
hefði verið haldið áfram. Þess í stað
fór af stað vöruþróunarverkefni, sem
endaði með tilkomu íþróttadrykkjar-
ins Hleðslu.
Um þessar mundir, um miðjan
október hefst framleiðsla á Hleðslu
til útflutnings, en ráðgert er að varan
verði komin í verslanir í Finnlandi í
byrjun næsta mánaðar. Finnar hafa
tekið drykknum vel og hafa jafn-
vel hug á að kaupa fleiri vörur af
MS-Akureyri síðar, en sömu aðilar
og standa fyrir innflutningi á Hleðslu
í Finnlandi hafa keypt og dreift skyri
þar í landi með góðum árangri.
Hleðsla flokkast ekki sem landbúnað-
arvara, heldur íþróttadrykkur og því
sleppur fyrirtækið við að greiða land-
búnaðartolla. Búið er að gefa Hleðslu
enskt nafn, Renue og er drykkurinn
hugsaður fyrir Evrópumarkað undir
því nafni. /MÞÞ
Aðsóknarmet slegið á MATUR-Inn sýningu á Akureyri:
Allt að 15 þúsund gestir sóttu sýninguna
Fulltrúar f lagsins Matar úr yja rði afhentu Sigurði Rúnari Friðjónssyni frumkvöðlaverðaun f lagsins á sýningunni
Matur-inn sem haldinn var í Íþróttahöllinni á Akureyri á dögunum. Frá vinstri eru ngvar Már íslason, Arinbjörn
Þórarinsson, Sigurður Rúnar og Jóhann lafur Halldórsson. Mynd / MÞÞ
kki virðast menn sam-
mála um uppruna vís-
unnar „Það var bölvað
þrælatak"sem Valgeir
Sigurðsson, fyrrum blaðamað-
ur á Tímanum sagði í síðasta
þætti að væri örugglega eftir
Andrés Björnsson eldri en
ekki eftir Einar Sigurðsson frá
Reykjarhóli.
Nú hefur þættinum borist
annað bréf varðandi vísuna. Þar
fullyrðir Þorvaldur Sigurðsson
frá Hróarsdal í Skagafirði að
vísan sé eftir Einar Sigurðsson
frá Reykjarhóli eins og haldið var
fram þegar hún birtist í 16. tölu-
blaði. Einar og Andrés hafi að
vísu verið nágrannar en Andrés
bjó á Löngumýri. Þorvaldur segir
vísuna alfarið Einars, og sé hana
að finna honum eignaða í 1. - 2.
hefti Skagfirðingabókar.
Annar glampandi hagyrð-
ingur, Þórdís Sigurbjörnsdóttir
bóndi íá Hrísum í Flókadal, orti
einhverju sinni til sýslunga síns
Dagbjarts Dagbjartssonar
bónda á Refsstöðum í Hvítársíðu.
Dagbjartur, sem einnig er kunnur
hagyrðingur, vann um tíma á
svínabúi.:
Horfa á gömlu greppitrýnin
getur valdið ylgjukeim,
En ég vil ekki særa svínin
og segja að Bjartur líkist þeim.
Opnar standa allar dyr,
einkum þó hjá konum.
Ég hef stundum fallið fyr
fyrir veitingonum.
Fjölmargar vísur urðu til á
Iðnþingi 1965 eins og greint
hefur verið frá í tveim síðustu
blöðum. Margir þingfulltrúar
drógust inn í utanþingsumræðu
þingsins og þá í bundnu máli.
Ólafur Pálsson úr Hafnarfirði
orti:
Hýrum augum hægt á ská
horfa menn til kvenna.
Á Akureyri einnig má
augum að þeim renna.
Eftirfarandi vísur eru eftir
Sveinbjörn Beinteinsson frá
Draghálsi. Efni brags er úr
Heiðarrímu, sem ort er undir
miklum dýrleika, langhendu-
háttur, bæði hringhendur og
þráhendur. Orðkyngin er slík, að
engan lætur ósnortinn. Mörgum
þætti önugt að yrkja vitrænt undir
slíkum dýrleika:
Minnisforðann fagurblóma
finn ég norðurheiðum á,
þinna orða ilm og hljóma
inni skorða ég stuðlum hjá.
Nóttin lengi yfir alla
óttastrenginn herti fast;
þótt hún gengi fram til fjalla
flótti í engar varnir brast.
Emjar stríður húmsins hlátur,
hemjast síðan ekki vill,
semja kvíðans grimmu gátur
gremjuhríðar dægrin ill.
Myrkurstundin stóð við hurðu
styrkja mundi fornan beig:
virkri undir ógn og furðu
yrkja bundin skáld við geig.
Þrátt við aldar ólífsforða
áttu þeir kaldan vistarheim,
máttargaldur grimmra orða
grátt hefur valdið fært að þeim.
Rökkurhjúpur sveipar síðan
sökkvidjúpin þjóðarlags;
dökkar krjúpa um klettinn víðan
klökkar stjúpur okkar brags.
MÆLT AF
MUNNI FRAM
E
Umsjón: Árni Jónsson
kotabyggd1@simnet.is
Frá sýningunni Matur-inn sem haldinn var í Íþróttahöllinni á Akureyri á dögunum. Myndir/ MÞÞ