Bændablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 12
Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 201112
Fréttir
„Þetta heppnaðist ljómandi vel
í alla staði og það var fjölmennt
hjá okkur um helgina,“ segir Anna
Jóhannesdóttir en um liðna helgi
streymdu gestir á leðurvinnu-
stofu hennar, AJ Leðursaum, á
Hjaltastöðum í Akrahreppi. Mikið
fjölmenni var í Skagafirði um
helgina í tilefni af Laufskálarétt.
Anna opnaði lítið gallerí heima á
Hjaltastöðum síðastliðið sumar, þar
sem eru seldar vörur úr leðri, skinni
og fiskroði. Hún segir að gestir hafi
mikið spáð og spekúlerað. „Það var
líka góð sala og talsvert um pantanir
á sérsaumuðum fatnaði, þannig að
það verður nóg að gera hjá mér á
næstu vikum,“ segir Anna.
Spennandi tími framundan
„Framundan er spennandi tími hjá
okkur, við erum að fara á fulla ferð
með hönnun og framleiðslu á fylgi-
hlutum úr íslensku tílapíuroði. Um
er að ræða samstarfsverkefni milli
þriggja aðila; fiskeldisstöðvarinnar
í Fellsmúla í Landsveit, sem leggur
til roðið, sútunarverksmiðjunnar
Sjávarleðurs á Sauðárkróki, sem
sér um vinnslu á roðinu og AJ
Leðursaums, sem sér um hönnun og
framleiðslu.“ Hönnun og vöruþróun
eru að stórum hluta í höndum dætra
Önnu, þeirra Sæunnar Kolbrúnar
og Helgu Bjargar, en sjálf sér hún
um að sauma. Verkefnið fékk styrk
úr sjóði vegna atvinnuátaks kvenna
síðastliðið vor.
Á vinnustofu sinni hefur Anna
framleitt hnakktöskur úr selskinni
og leðri, undirdýnur fyrir hesta úr
íslenskri gæru, dömutöskur og fatnað
fyrir bæði dömur og herra. Aðallega
er unnið úr hráefni frá sútunarverk-
smiðjunni á Sauðárkróki, þar sem
framleitt er hágæða leður og fiskroð.
Vörur frá AJ Leðursaumi hafa einnig
verið til sölu í Gestastofu sútarans og
Sögusetrinu á Hólum.
Það var í mörg horn að líta hjá
Önnu í sumar, en hún tók m.a. þátt
í Handverkshátíðinni á Hrafnagili
og var einnig með bás á Landsmóti
hestamanna, en einnig var gest-
kvæmt í galleríinu á Hjaltastöðum.
Anna segir að AJ Leðursaumur hafi
þá sérstöðu að viðskiptavinum gefist
kostur á að raða sjálfir saman efnum
og litum, auk þess að koma með eigin
snið og hugmyndir.
Vantaði afmælisgjöf
Anna á Hjaltastöðum hefur um ára-
bil stundað hönnun og saumaskap.
Kúabúskapur var lengst af stundaður
á Hjaltastöðum. Rekstri var hætt í
nóvember 2007 og skipt yfir í bland-
að bú, nautaeldi og hrossatækt, en
öllum búrekstri var hætt um áramótin
2009/2010. Síðan hefur Anna helgað
sig fyrirtæki sínu og handverkinu.
„Þetta byrjaði nú allt saman á
því að ég var einhvern tíma á leið í
afmæli, vantaði gjöf handa afmælis-
barninu og leysti málið með því að
sauma hnakktösku. Það vatt svo upp
á sig, ég gerði fleiri slíkar töskur og
málin þróuðust á þann veg að ég fór
að hanna og gera fleiri vörur, m.a.
leður- og roðvesti sem lengi hafa
verið vinsæl gjafavara.“
/MÞÞ
Anna Jóhannesdóttir á Hjaltastöðum opnaði AJ Leðursaum síðastliðið sumar:
Samstarf um framleiðslu á
fylgihlutum úr tílapíuroði
Á vinnustofu sinni hefur Anna framleitt hnakktöskur úr selskinni og leðri, undirdýnur fyrir hesta úr íslenskri gæru,
dömutöskur og fatnað fyrir bæði dömur og herra.
Það eru spennandi tímar framundan hjá Önnu á Hjaltastöðum en hún er nú
að hefja samstarf við skeldisstöðina í Fellsmúla í Landsveit og Sjávarleður
á Sauðárkróki um hönnun og framleiðslu á fylgihlutum úr tílapíuroði.
Í vor kom á markað alíslenskt
morgunkorn sem nefnist Byggi og
er hráefnið, hönnun og pakkning-
ar allt íslenskt. Það er fyrirtækið
Árla sem stendur fyrir þessari
nýjung og eru fleiri vörutegundir
á leiðinni í verslanir.
Tvær fjölskyldur úr höfuðborg-
inni standa að rekstrinum en verk-
smiðjan er staðsett í Borgarnesi.
Bændablaðið náði tali af Friðriki
Arelíussyni, einum eiganda Árla.
„Við erum eina fyrirtækið á
Íslandi sem sérhæfir sig í framleiðslu
á útblásnu morgunkorni. Það eru þrjú
ár síðan við byrjuðum á þessu. Við
ferðuðumst erlendis til að skoða
tæki og ýmsan búnað og til að læra
á framleiðsluferlið. Allt síðasta ár
hefur staðið yfir þróunarvinna og
fyrsta vörulínan, Byggi, kom á mark-
að í maí en hann er unninn úr korni
frá Þorvaldseyri og engin aukaefni,
sykur eða salt eru í honum,“ útskýrir
Friðrik og segir jafnframt:
„Þetta er sígandi lukka, fyrstu
mánuðina framleiddum við um
helgar og á kvöldin en nú höfum við
bolmagn til að ráða einn starfsmann.
Ef þetta er gert á réttum grunni þá
á þetta að geta gengið. Nú í októ-
ber bætast við tvær vörutegundir,
Byggi með kanilbragði og síðan
sætur Byggi fyrir þá sem vilja sætt
morgunkorn.“
/ehg
Fleiri tegundir af íslensku
morgunkorni á markað
Byggi er eina útblásna morgun-
kornið sem framleitt er hérlendis og
er hráefnið, hönnun og pakkningar
allt íslenskt. Mynd / ehg.
Umhverfisráðherra hefur fallist
á ráðleggingar Náttúrufræði-
stofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði
árið 2011 upp á 31.000 fugla. Eru
það ríflega helmingi færri fuglar
en leyft var að veiða árið 2010.
Skýrist þetta af verri stöðu rjúpn-
astofnsins að því er fram kemur í
fréttatilkynningu umhverfisráðu-
neytisins. Með því að deila ráðlagðri
veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiði-
manna undanfarin ár má þannig
gera ráð fyrir um 6 rjúpum á hvern
veiðimann.
Rjúpnaveiði minnkuð um
helming frá fyrra ári
Jarðrækt - grunnur að
áætlanagerð
Kennari
Húsgagnagerð úr skógarefni
Kennari
Húsgagnagerð úr skógarefni
Kennarar
Ull er gull
Kennarar:
Aðventuskreytingar
Kennari
Námskeið fyrir þig!
Plægingar
Kennari
Ostagerð
Kennari
Ísgerð
Kennari:
Sjúkra- og jafnvægisjárningar
Kennari
Fræðsluþing um járningar
Kennari
Allar nánari upplýsingar má finna á
www.lbhi.is/namskeid
Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is
eða í síma 433 5000
Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid