Bændablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 16
Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 201116
Þorgrímur Einar Guðbjörnsson,
bóndi á Erpsstöðum, stóð vaktina
í portinu á Hressó í Reykjavík
á markaði sem haldinn var í
tengslum við matarhátíðina Full
borg matar fyrir skömmu og greint
var frá i síðasta blaði. Streymdi
þar að fjöldi fólks til að kynna sér
hvað íslenskir bændur hefðu fram
að færa.
„Það hefur gengið ágætlega að
markaðssetja okkar vörur. Við seljum
þó mest heima, beint frá býli. Sumarið
2010 fengum við um 15 þúsund gesti
og það er eitthvað svipaður fjöldi
sem hefur komið nú sumarið 2011.
Þá seljum við vörurnar á nokkrum
völdum stöðum í Reykjavík; hjá
Frú Laugu, í Nóatúnsverslunum og
nokkrum öðrum sælkeraverslunum.“
Þorgrímur sagðist hrifinn af því
framtaki að setja upp bændamark-
aði eins og þann í portinu á Hressó.
Æskilegt væri þó að slíkur markaður
yrði fastur þáttur í miðborgarlífinu.
„Það þyrfti að finna svona
markaði góðan stað, sem væri vel
aðgengilegur og skemmtilegur. Þetta
er í fyrsta sinn sem ég kem með
okkar vörur á svona markað. Áður
hef ég mest verið að skafa ísinn okkar
í brauðform á mörkuðum en þetta
er alveg nýtt fyrir mér. Skyrið frá
okkur rennur út hérna. Þetta er ekta
gamaldags sveitaskyr, hnausþykkt
með smá súrbragði.“
Skyrið er síað með gömlu aðferð-
inni, í gegnum poka eða grisju.
Slík skyrframleiðsla er vandfundin
í dag en þó mun KEA eitthvað
vera að framleiða af slíku skyri.
„Skyrkonfektið er svo vara sem
við byrjuðum að framleiða í vetur
í samstarfi við Listaháskólann. Það
hefur gengið mjög vel og síðan í mars
höfum við framleitt nálægt 15 þús-
und stykki af því,“ sagði Þorgrímur
Einar. /HKr.
Erpsstaðabóndi ánægður með bændamarkað á „Fullri borg matar“ í Reykjavík:
Pokasíað skyr, skyrkonfekt og ostar runnu út
Þorgrímur Einar Guðbjörnsson, bóndi á Erpsstöðum. Myndir / HKr.
Ostar frá Erpsstöðum.
Pokasíað skyr rann út eins
og heitar lummur.
Sigurður Haraldsson hjá Pylsumeistaranum. Mynd / HKr..
„Það vantar svona
markað í borginni“
Sigurður Haraldsson hjá
Pylsumeistaranum var hinn hress-
asti með markaðsframtak mat-
arhátíðarinnar Full borg matar.
„Það vantar svona markað í borg-
inni. Mér finnst þó allt eftirlitskerfið
í kringum slíka markaði of svifaseint
og flókið. Ef við sem erum að fram-
leiða ýmiss konar sérvöru tækjum
okkur saman, þá hugsa ég að það
mætti vel koma svona markaði á
fót.“
Bleikjuseiði til sölu
Fjallableikja ehf.
að Hallkelshólumí Grímsnesi
hefur til sölu bleikjuseiði.
Upplýsingar: Jónas 862-4685 og Guðmundur
8939-777 eða fjallableikja2010@gmail.com
Skyrkonfekt frá Erpsstöðum.
Hrútaþukl við heimskautsbaug
- Árlegur Hrútadagur var haldinn í Faxahöll á Raufarhöfn 1. október
Hinn árlegi Hrútadagur fór fram
í Faxahöll á Raufarhöfn laugar-
daginn 1. október en þar mátti
sjá marga glæsilega lambhrúta.
Bændur koma þarna saman til að
eiga viðskipti með hrúta en einnig
streymir að fólk úr öllum áttum til
að taka þátt í stemmingunni.
Hrútadagurinn var fyrst haldinn
árið 2005 og er einn af stærstu við-
burðunum á Raufarhöfn ár hvert.
Þarna koma saman bændur og búalið
frá helstu fjárræktarbúum Norður-
Þingeyjarsýslu til að selja vænlega
lambhrúta, og jafnvel kaupa sér aðra.
Í ár var fyrirkomulaginu breytt frá
því sem áður var og gátu bændur nú
skráð sig sem kaupanda að hrút sem
síðan var boðinn upp, ef fleiri en einn
sóttust eftir sama gripnum. Þá gátu
einungis þeir sem höfðu skrifað sig
fyrir kaupum boðið í hrútinn.
Slegist um besta hrútinn
Slegist var um einn besta hrútinn
sem boðinn var upp en fimm kaup-
endur buðu í hann. Hann var með 87 í
heildarstig og fór á 97 þúsund krónur.
Alls voru 54 hrútar seldir.
Einnig var í boði kennslu-
stund í hrútaþukli en Þekkingarnet
Þingeyinga bauð gestum upp á
þann fyrirlestur. Það var Sigurður
Guðmundsson ráðunautur sem leið-
beindi mönnum um hvernig best er
að þukla hrútana, enda nauðsynlegt
að kunna þá list þegar svona sam-
koma er sótt.
Guðbrandur valinn
kótilettuhrútur
Kótelettufélag Íslands mætti á
svæðið og voru meðlimir ekki að
leita sér að kynbótahrút, heldur meira
að svipast um eftir besta bitanum.
Þeir völdu hrútinn Guðbrand sem
kótelettuhrút ársins en eigendur hans
voru Eyrún Ösp Skúladóttir og Bjarki
Fannar Karlsson frá Hafrafellstungu
í Öxarfirði, sem einnig áttu þann hrút
sem seldur var hæsta verði á uppboð-
inu. Þau fengu viðurkenningarskjal
að launum en ekki fylgir sögunni
hvort kótelettufélagið fékk hrútinn
keyptan til að skella á grillið. Þá var
að venju handverk til sölu ásamt
ýmsum öðrum varningi.
Þennan dag var einnig skemmti-
leg ljósmyndasýning í gangi en hún
bar yfirskriftina Sauðfé í Norður-
Þingeyjarsýslu og ræktendur þeirra
á síðustu öld. Þar var búið að
safna saman fjölda ljósmynda frá
ýmsum bæjum í sýslunni. Þegar
hrútastússið var búið í Faxahöll
var fjölskylduskemmtun í félags-
heimilinu Hnitbjörgum með Ingó og
Veðurguðunum, og þar á eftir dans-
iball fram á nótt.
/ Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Ágúst Guðröðarson og Sigríður Margrét Gamalíelsdóttir, bændur á Sauðanesi
á Langanesi, fengu verðlaun fyrir afurðarhæstu ána fædda árið 2005.
Myndir Gréta Bergrún Jóhannesdóttir
Níels Árni Lund sá að venju um hrútauppboðið og voru hrútarnir „slegnir“
með hamri og skó u