Bændablaðið - 13.10.2011, Síða 21
Matvælaframleiðsla og Fæðuöryggi 21BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 13. OKTÓBER 2011
Bílkranar
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
JIB
20˚ yfirhalli
Gálgi
12˚ yfirhalli
Fjölbreytt úrval krana
til margvíslegra nota
ásamt aukabúnaði
Lyftigeta
2,5 - 80 tonn
Leitið nánari upplýsinga!
Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í
þeim stærðum og gerðum sem henta þér.
Um 70 milljónir manna
undir hungurmörkum
Alþjóðamatvæladagur Matvæla-
og land búnaðar stofnunar
Sameinuðu þjóðanna (FAO),
sem haldinn verður 16. október
næstkomandi, verður helgaður
baráttunni gegn sveiflum í mat-
vælaverði. Að sögn Árna Mathiesen,
yfirmanns sjávarútvegs- og fisk-
eldisdeildar Matvæla- og landbún-
aðarstofnunarinnar, er nauðsynlegt
að auka fjárfestingu í matvælafram-
leiðslu í þróunarlöndunum til að
sporna við þeim miklu hækkunum
sem orðið hafa á matvælum undan-
farin ár.
„Miklar sveiflur og sérstaklega
miklar hækkanir, þær mestu í þrjátíu
ár, hafa afar neikvæð áhrif. Staða
þeirra sem verst standa versnar
áþreifanlega og allt að 70 milljónir
manna hafa færst undir hungurmörk
á síðustu tveimur árum. Upplýsingar
til bænda verða líka óvissu háðar og
ákvarðanataka ekki eins nákvæm, sem
leitt getur annars vegar til offramboðs
og hins vegar til skorts. Markmiðið
er að finna leiðir til þess að koma á
stöðugleika á ný, eins og fram kemur
í yfirlýsingum G20-ríkjanna,“ útskýrir
Árni.
Markaðstengdar aðgerðir
En hvað ætli það sé sem valdi þessum
mikla óstöðugleika matvælaverðs?
„Það eru fyrst og fremst aukinn og
mjög hraður hagvöxtur og minnkandi
fjárfesting í matvælaframleiðslu sem
eru án efa stórir áhrifavaldar, ásamt
fjölgun mannkyns. Einnig spila nátt-
úruhamfarir þar inn í, auk meiri við-
skipta en áður með landbúnaðarafurðir
á framvirkum mörkuðum og mark-
aðstruflandi og markaðsheftandi
aðgerða,“ segir Árni og bætir við:
„Alþjóðasamfélagið hefur
komið sér saman um aðgerðir til
að sporna við þessum vanda því ef
ekkert verður að gert er líklegt að
ástandið batni ekki á næstunni. Fyrst
og fremst er um markaðstengdar
aðgerðir að ræða, svo sem betra
flæði upplýsinga, en einnig aðgerðir
alþjóðastofnana og viðbúnað. Það
sem skiptir þó mestu máli er að auka
fjárfestingu í matvælaframleiðslu
í þróunarlöndunum, þar sem 98%
þeirra sem eru undir hungurmörkum
búa, en þar þarf matvælaframleiðsla
að tvöfaldast fyrir árið 2050.“
Norðurlöndin eru í fararbroddi
þegar kemur að heilnæmi og
öryggi matvæla, enda er þetta
málefni eitt af áhersluatriðunum
í samstarfi þeirra. Norðurlöndin
eru einnig mikil matvælafram-
leiðslulönd og sýnir tölulegur
samanburður glöggt að matvæla-
framleiðsla vegur mun meira í
efnahag þeirra landa en til dæmis
Evrópusambandslöndunum. Ef
útflutningur Norðurlanda á fiski
og fiskafurðum er t.d. skoðaður
kemur í ljós að saman eru þessi
lönd langstærsti útflytjandinn
í heiminum, næst á eftir Kína.
Norrænn matvælaiðnaður hefur
náð mjög langt í markaðssetningu
afurða sinna á heimsmarkaði og
nægir að nefna danskt svínakjöt
og bjór, norskan lax og íslenskan
fisk. Þá hafa Norðurlöndin byggt
upp öflugan stoðiðnað í tengslum
við matvælaframleiðslu, vinnslu-
vélar og tæki, hugbúnað og líf-
tæknifyrirtæki sem þjóna mat-
vælaiðnaðinum. Norðurlöndin
hafa ekki einungis mjög öfluga
háskóla og rannsóknastofnanir á
sviði matvæla- og næringarfræði,
heldur er einnig komin löng hefð
fyrir nánu samstarfi þessara aðila.
Norræn matarhefð til eftirbreytni
Á síðustu áratugum hefur náðst
mikill árangur í að bæta mataræðið
á Norðurlöndunum. Það hefur
færst mun nær því sem þekkist við
Miðjarðarhafið, sem þykir mjög
ákjósanlegt. Neysla grænmetis og
ávaxta hefur stóraukist á norður-
slóðum, þótt neysla sykurs og mett-
aðrar fitu sé enn of mikil. Þá hefur
matarmenning Norðurlandanna
fengið verðskuldaða athygli á sviði
matgæðinga. Bæði þykir hún sér-
stök að ýmsu leyti, auk þess sem við
borðum mun meira af fiskmeti en
þekkist t.d. í öðrum Evrópulöndum
og meira af grófu kornmeti. Ýmis
verkefni eru núna í gangi til að kynna
og skerpa á norrænni matarhefð og
kynna fyrir umheiminum.
Framleiðum meiri og betri
matvæli
Þannig eru Norðurlöndin mjög vel
í stakk búin til að takast á við það
gríðarlega verkefni sem er fram-
undan næstu áratugina, að framleiða
meiri og betri matvæli. Þar er unnt að
lyfta grettistaki þótt einungis sé litið
til þeirrar tækni sem við nú höfum
yfir að ráða. „Töfralausnir“ þurfa
því ekki að koma til. Það nægir að
beita þeirri tækni sem þegar er til
staðar. Á ári hverju fara til dæmis
forgörðum í heiminum matvæli
sem myndu nægja til að framfleyta
þremur milljörðum manna.
Tími ódýrs matar er liðinn
Flestir sérfræðingar telja að tími
nægra og ódýrra matvæla sé liðinn.
Í hönd fari tími skorts og óróa á
matvælamörkuðum. Þá er bent á að
fæðuöryggi verði að fá hærri sess á
taflborði alþjóðastjórnmálanna. Því
væri ekki úr vegi að Norðurlöndin
íhugi í sameiningu hvort þau geti
mótað nýjar áherslur í þróunarstarfi
sínu með hliðsjón af þessari nýju
heimsmynd sem blasir við.
Árni Mathiesen, y rmaður sjávarútvegs- og skeldisdeildar Matvæla- og land-
búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, segir eitt af markmiðum alþjóða-
matvæladagsins vera að koma á stöðugleika á matvælaverði í heiminum.
Matvæli og Norðurlöndin
Alþjóðamatvæla dagurinn:
Grímur Valdimarsson
Fyrrv. forstöðumaður fiskideildar
Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ (FAO)
Matvælaframleiðsla
Óska eftir að kaupa
allar tegundir dráttarvéla,
diesel lyftara og jarðtætara
af öllum stærðum.
Uppl. í síma 866-0471 - traktor408@gmail.com
Bændablaðið á netinu...
www.bbl.is