Bændablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 22
22 Matvælaframleiðsla og Fæðuöryggi BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 13. OKTÓBER 2011
Matvæla- og landbúnaðarstofn-
un Sameinuðu þjóðanna, Food
and Agriculture Organization
(skammstafað FAO), skilgreindi
á ráðstefnunni The World Food
Summit árið 1996 hvað hug-
takið fæðuöryggi þýddi. Þetta
hugtak ber æ oftar á góma í
umræðunni um allan heim og
hafa Bændasamtök Íslands leitt
umræðuna hérlendis. Miðað
við orð erlendra sérfræðinga er
ekki vafi á að fæðuöryggismálin
muni skipta íslenskan landbún-
að og hag þjóðarinnar í fram-
tíðinni verulegu máli. Samt hafa
ákveðnir aðilar á Íslandi reynt
að tengja umræðu um þessi mál
við svokallaða sérhagsmuna-
gæslu íslenskra bænda og bar-
áttu þeirra gegn því að Ísland
gangi inn í Evrópusambandið.
Fæðuöryggi = aðgengi allra að
nægum mat
Samkvæmt skilgreiningu FAO er
fæðuöryggi fyrir hendi þegar allt
fólk á öllum tímum hefur aðgengi
að nægum öruggum og næringar-
ríkum matvælum til að viðhalda
heilbrigði og virkri þátttöku í sam-
félaginu. Fæðuöryggi er einnig
skilgreint þannig að fólk geti hafi
aðgengi að góðum matvælum óháð
efnahag. Með öðrum orðum þýðir
það að aðgengi að mat eigi ekki að
vera forréttindi þeirra ríku. Þrátt
fyrir þetta eru heilsufarsvandamál
sem tengjast ónógu aðgengi að
hollum og óskemmdum mat sívax-
andi víða um lönd. Þeim fylgja
gjarnan niðurgangur, næringar-
skortur og dauði.
Vandamál sem skapar tækifæri
fyrir norðlægan landbúnað
Samkvæmt skýrslum FAO þarf
að stórauka matvælaframleiðslu
heims á komandi árum til að hægt
sé að brauðfæða vaxandi íbúa-
fjölda jarðarinnar. Raunar þarf að
tvöfalda framleiðsluna á næstu
40 árum. Við þetta bætist hlýnun
jarðar, sem gerir það að verkum
að stór akuryrkjulönd munu ekki
geta gefið eins mikið af sér vegna
þurrka og áður. Það þýðir að þjóðir
heims munu í auknum mæli fara
að huga að fæðuöryggi og því að
tryggja íbúum sínum aðgengi að
fæðu. Í þessu eru talin felast mikil
tækifæri fyrir þjóðir á norðlægum
slóðum, sem og þjóðir nær suður-
heimskautinu. Þar verður stöðugt
vænlegra að stunda akuryrkju
vegna hlýnandi loftslags.
Sóun matvæla
Þó er líka annar angi á þessu máli
sem ekki er eins mikið rætt um, en
það er sú ofgnótt matar sem sumir
þjóðfélagshópar búa við og henni
fylgir gríðarleg sóun á matvælum.
Fram hefur komið í skýrslum FAO
að fræðilega ætti auðveldlega
að vera hægt að brauðfæða alla
jarðarbúa í dag og að jörðin ráði
þokkalega við að brauðfæða allt að
10 til 12 milljarða manna. Til að
svo megi verða þarf hinsvegar að
eiga sér stað gríðarleg hugarfars-
breyting, ekki síst í helstu velmeg-
unarríkjum heims þar sem sóun á
matvælum er hvað mest.
Alþjóðastofnanir óttast þróunina
Fregnir utan úr heimi sýna þó vel
að menn hafa miklar áhyggjur af
að erfitt geti reynst að stemma
stigu við sóuninni nægilega hratt
til að hægt verði að brauðfæða
þá 9-10 milljarða manna sem
búa munu á jörðinni nokkru fyrir
næstu aldamót. Byrjað er að
mynda nefndir og ráð víða um
heim til að fást við vaxandi fæðu-
öryggisvanda. OECD og FAO eru
meðal þeirra opinberu alþjóða-
stofnana sem lýst hafa vandanum
mjög ítarlega og ljóst er að þar á
bæ eru menn mjög áhyggjufullir.
Hinar dökku hliðar
hnattvæðingarinnar
FAO segir m.a. í einni skýrslu
sinni af mörgum um þessi mál
að það sé nægur matur til í heim-
inum fyrir alla. Vandinn sé hins-
vegar hvernig honum er skipt milli
manna. Þá setur FAO spurningar-
merki við hvort hægt sé að mæta
vaxandi fæðuþörf með núverandi
framleiðsluháttum. Þá sé líka
spurning hvort svokölluð hnatt-
væðing muni, þvert á það sem
haldið hefur verið fram, leiða til
minna fæðuöryggis og fátæktar í
afskekktari héruðum heims.
FAO bendir á að landbúnaður
verði áfram stærsta atvinnugreinin
í þróunarlöndunum. Nú hafi tals-
verð gagnrýni komið fram á frjáls
viðskipti milli landa, vegna þess
að þau leiði til þess að bændur á
vissum svæðum flosni upp, sem
leiði aftur til minna fæðuöryggis
og atvinnuleysis í viðkomandi
löndum. Þær áhyggjur hafi leitt
til þess fyrir nokkrum árum að
Alþjóða viðskiptastofnunin, World
Trade Organization (WTO), hafi
rætt endurskoðun á afstöðu þróaðri
landa til að heimila þróunarlönd-
um að hækka innflutningstolla til
að vernda sinn landbúnað.
Fæðuöryggismálin efst á baugi
Um allan heim eru fæðuöryggis-
málin að verða eitt helsta umræðu-
efni ríkisstjórna og stofnana fyrir
utan efnahagskreppuna sem engan
endi virðist ætla að taka. Fjöldi
ráðstefna hefur verið haldinn og
fleiri boðaðar. Þann 14. og 15.
desember næstkomandi verður
t.d. haldin ein af mörgum ráð-
stefnum um þessi mál í London,
þ.e. Chatham House Conference.
Á ráðstefnunni er ætlunin að leiða
saman leiðtoga í viðskiptalífinu,
fulltrúa einkageirans, stjórnvalda,
ólíkra stofnana og sjálfstæðra
samtaka. Þar verður varpað upp
ýmsum aðkallandi spurningum,
eins og hvernig hægt verði að
yfirstíga pólitíska þröskulda til að
taka á vandanum, hvernig mæta
eigi vaxandi eftirspurn eftir mat
á heimsvísu með óhefðbundnum
leiðum, hvernig megi umbreyta
landbúnaðarkerfinu í átt til auk-
innar framleiðni og meiri áreiðan-
leika, en þó án þess að ganga um
of á náttúrugæðin, og hvernig tak-
ast eigi á við þau umhverfisvanda-
mál sem fylgja loftslagshlýnun og
fjölgun jarðarbúa.
BÍ leiða umræðuna á Íslandi
Á Íslandi hafa Bændasamtök
Íslands haft forystu og leitt
umræðuna um fæðuöryggis-
málin. Voru þau m.a. undirtónn
Búnaðarþings fyrr á þessu ári.
Þann 18. janúar hélt norski land-
búnaðarhagfræðingurinn Anton
Smedshaug athyglisverðan fyrir-
lestur í Bændahöllinni um þessi
mál undir yfirskriftinni „Hvernig
á að brauðfæða heimsbyggðina?“.
Fram kom í máli Smedshaug að
matvælaframleiðsla hafi dregist
saman í heiminum en fæðuþörfin
aukist. Ræddi Smedshaug söguleg-
ar ástæður þess að heimsbyggðin á
nú í erfiðleikum með að brauðfæða
sig. Í máli Smedshaug kom fram að
aukinn kaupmáttur víða um heim
og þverrandi jarðefnaeldsneyti hafi
gjörbreytt því hvernig horft er til
matvælaframleiðslu framtíðarinnar.
Liður í því að snúa þróuninni við
væri m.a. að horfa til betri nýtingar
á matvælunum sjálfum, en einnig
lífrænum úrgangi; bæði til áburðar-
notkunar og orkunýtingar.
Smedshaug hefur gefið út bók
um hvernig eigi að brauðfæða
heiminn á 21. öldinni. Leggur hann
áherslu á að íbúar jarðar verði að
snúa við blaðinu ef takast eigi
að brauðfæða vaxandi íbúafjölda
heimsins.
Fyrirlestur Julian Cribb
17. október
Næstkomandi mánudag, 17. októ-
ber, mun svo annar þekktur fyrir-
lesari, ástralski blaðamaðurinn og
ritstjórinn Julian Cribb, halda fyrir-
lestur um fæðuöryggismál og stöðu
matvælaframleiðslu í heiminum. Er
fyrirlesturinn í tengslum við fyrir-
lestraröð Cribb í Evrópu af tilefni
alþjóða fæðudags FAO, sem er
þann 16. október. /HKr.
Alþjóðastofnanir, samtök og einstaklingar ræða viðbrögð við fæðuvanda:
Hvernig á að tryggja
fæðuöryggi heimsbyggðarinnar?
- Áhersla lögð á að fá þjóðir heims til að bregðast við ört vaxandi fæðuþörf
Greinilegt virðist samkvæmt þessu súluriti að fiskveiðar séu að mestu búnar að ná hámarki á heimsvísu og
einungis aukið fiskeldi geti lagt til aukna framleiðslu á fiski í framtíðinni.