Bændablaðið - 13.10.2011, Side 25

Bændablaðið - 13.10.2011, Side 25
25Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 Smiðjuvegi 5, 200 Kópavogur | Sími: 510 1400 | Fax: 510 1499 | www.vatnsvirkinn.is VATN OG HITI SÍÐAN 1954 Hestakerrur til sölu Eigum á lager mjög vandaðar hestakerrur Það er fáheyrt í dag að bændur standi í stórframkvæmdum eins og ástandið er nú í þjóðfélaginu. Hjónin Guðmundur Guðmundarson og Berglind Hilmarsdóttir á Núpi undir Eyjafjöllum eru undantekn- ing, því þau standa nú í byggingu tæplega þúsund fermetra fjóss, en fara þó rólega í sakirnar og byggja í áföngum eftir því hvað fjárhag- urinn leyfir. „Við steyptum fyrstu steypu þremur vikum fyrir hrun, um haustið árið 2008. Þá steyptum við botnplötu í haughús en gerðum síðan hlé. Síðan gerðist lítið fram að því er gosið skall á um vorið 2010. En eftir að hafa skaf- að og sópað ösku í töluverðan tíma héldum við áfram um haustið fyrir ári síðan. Þannig að nú er komið haughús og burðarbitar fyrir einn þriðja hluta byggingarinnar en síðan ætlum við að drífa alla steypu af í vetur. Það er nú svolítið skemmtilegt frá því að segja að smiðirnir tveir sem hjálpa okkur og Guðmundur maðurinn minn eru bræðrasynir og allir tengjast þeir Núpi sterkum böndum,“ útskýrir Berglind brosandi. Vinnuaðstaðan gjörbreytist Nýja fjósið verður tæplega þúsund fermetrar að stærð og mun rúma 70 kýr ásamt geldneyti. „Við förum rólega í þetta og byggjum eftir efnum og aðstæðum. Við erum að safna í sarpinn og erum til dæmis búin að kaupa notaðan mjalta- bás með kjarnfóðurbásum norður úr Húnavatnssýslu, sem liggur nú inni í geymslu og bíður eftir að verða tekinn aftur í gagnið. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir umfangi þess að byggja fjós í dag því fyrir bændur eins og okkur er þetta mun stærri og dýrari bygging en það sem hefði verið ráðist í fyrir 30 árum,“ segir Berglind. Nú eru 45 mjólkandi kýr á Núpi og á búinu er 180 þúsund lítra kvóti en þegar svigrúm gefst er á stefnuskrá þeirra hjóna að auka við kvótann. „Það þarf 250 þúsund lítra kvóta fyrir svona fjós til að nýta fjár- festinguna. Gamla fjósinu, sem var byggt upp úr 1950, verður breytt í aðstöðu fyrir geldneyti. Frumástæðan fyrir því að við fórum út í þessa bygg- ingu var sú að við ætluðum að byggja yfir geldneytin, en eftir því sem hug- myndin þróaðist ákváðum við að skynsamlegast væri að byggja yfir mjólkurkýrnar og ásetningskvígur og geldneyti. Vinnuþátturinn spilaði líka inn í þarna, því vinnuaðstaða mun gjörbreytast með tilkomu nýja fjóss- ins. Þannig að þetta verður hagræði fyrir okkur og skemmtilegt þegar hægt verður að taka nýju bygginguna í notkun.“ /ehg „Byggjum eftir efnum og aðstæðum“ „Það þarf 250 þúsund lítra kvóta fyrir svona fjós til að nýta fjárfestinguna. Gamla fjósinu, sem var byggt upp úr 1950, verður breytt í aðstöðu fyrir geldneyti,“ segir Berglind Hilmarsdóttir bóndi á Núpum undir Eyjafjöllum.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.