Bændablaðið - 13.10.2011, Page 26

Bændablaðið - 13.10.2011, Page 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 Erfðagallar sem valda vansköpun af einhverju tagi þekkjast í búfé hér á landi sem og annarsstaðar. Oftast er um að ræða galla sem stjórnast af víkjandi erfðavísi, sem þýðir að eingöngu arf- hreinir gripir sýna einkenni en arfblendnir gripir eru einkenna- lausir. Þannig verða gallar af völdum víkjandi erfðavísa oft lífseigir, því erfitt er að útrýma þeim algerlega úr stofninum. Sem betur fer finnast ekki margir slíkir gallar í íslensku búfé en dæmi um þá eru t.d. bógkreppa og gul fita í sauðfé og flátta í nautgripum. Af og til hafa bændur sam- band við okkur vegna gruns um fláttu hjá grip. Eins og áður segir er þetta galli sem stjórnast af víkjandi erfðavísi og arfberar því einkennalausir. Flátta er þekkt bæði hérlendis og erlendis og lýsir sér þannig að spenar á fram- og afturjúgri, öðru hvoru megin, eru samvaxnir. Mikilvægt er að gera greinarmun á fláttu annars vegar og samvöxnum spena og dverg- spena (aukaspena) hinsvegar, en slíkt sést einnig stundum hjá kúm. Þegar um samvaxinn spena og dvergspena (aukaspena) er að ræða er jafnan eðlilegur speni á hinum júgurhlutanum á sömu hlið. Þegar grunur vaknar um fláttu í grip skal ávallt láta ráðunaut vita, því mikilvægt er að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að gallinn dreifist frekar í stofninum. Dæmi eru um að naut hafi verið tekin úr notkun vegna gruns um að þau bæru þennan erfðagalla. Strokkur 00-003 var ekki tekinn til framhaldsnotkunar, þrátt fyrir að vera eitt besta nautið úr sínum árgangi, vegna gruns um að hann bæri erfðavísi fyrir fláttu. Einnig var ákveðið að taka syni Túna 95-024 ekki til framhaldsnotkunar, en sýnt þótti að Túni hefði borið þennan galla og því möguleiki á að synir hans bæru erfðavísinn. Þær tilkynningar sem við fáum um fláttu reynast stundum vera samvöxtur á spena og aukaspena en þó hefur einnig komið fyrir að um raunverulega fláttu sé að ræða. Nýlega kom upp tilfelli þar sem kvíga með fláttu bar kvígu- kálfi sem einnig hafði greinileg einkenni fláttu. Það er mikilvægt að kúabændur skoði ávallt vel júgurstæði fæddra kálfa og þá auð- vitað sérstaklega ásetningskvígna. Nautkálfar sem teknir eru inn á nautastöð Bændasamtaka Íslands eru ávallt skoðaðir af héraðsráðu- naut, sem meðal annars athugar hvort kálfurinn beri nokkuð merki um galla í spenagerð sem gæti þá erfst til dætra hans. Lesendum til glöggvunar fylgja hér myndir af fullorðnum grip með fláttu og smákálfi þar sem greinilega sést í júgurstæðinu að kálfurinn er með fláttu. Verum vakandi gagnvart fláttu Fjóstíran Líf og starf Ráðunautur í nautgriparækt Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir Nærmynd af hægri hlið júgurs. Hér sést greinilega hvernig spenarnir eru algerlega samvaxnir hálfa leið niður en kvíslast síðan. Júgurstæði á smákál þar sem greinilega sést að spenarnir eru sam- vaxnir. Mikilvægt er að bændur skoði vel júgurstæði kálfa og láti vita ef grunsemdir vakna um áttu. aka þarf NA-sýni til að staðfesta faðerni ef kálfurinn er undan sæðinganauti og því er nauðsynlegt að ráðunautar fái að skoða kál nn. Fullorðin kýr með áttu. Fram- og afturspeni hægra megin eru samvaxnir. Spenar á vinstri hlið kýrinnar eru eðlilegir að staðsetningu og lögun. Skráning allra fjárhúsa landsins í gangi! Fjárhús hafa á liðnum áratugum tekið nokkrum breytingum, þó svo að vart sé hægt að tala um byltingar varðandi hýsingu sauð- fjár. Um þetta er í raun lítið vitað en nú er farið af stað verkefnið Fjárhúsvist, sem er samstarfs- verkefni Landbúnaðarháskólans og Bændasamtakanna og er til- gangur verkefnisins að búa til gagnagrunn um fjárhús hér á landi. Verkefnið er kostað af Þróunarsjóði sauðfjárræktar. Flest fjárhús með görðum? landi enn með görðum, tiltölulega mjóum króm og einhvers konar má ætla að þó nokkur og vaxandi hluti fjárhúsa sé með gjafagrindur í hluta gjafarýmis eða því öllu og undirlag þá oft rimlar að hluta á móti strekkmetalristum, mögulega hálmur og/eða tað í einhverjum tilfellum. Einnig er nokkuð um að fé sé látið „liggja við opið“ allan fóðrunartímann, þó er lítið vitað um hlutfall þess fjár sem haldið er við slíkar aðstæður. Vinnuléttandi tækni hefur verið að ryðja sér til rúms á undan- förnum árum með tilkomu liðlétt- inga, lyftara, handlyftara, brauta í loftum o.fl. Lítið er þó vitað um útbreiðslu þessarar tækni á fjárbúum hér á landi. Í hnotskurn má segja að til séu margvíslegar upplýsingar um bæði ólíka húsvist sauðfjár og vinnulag við gegningar, en lítið vitað um útbreiðslutíðni. Skráning á húsvist sauðfjár Úrlausnarefni þessa verkefnis er varðandi húsvist alls sauðfjár á Ís- landi, sem og notkun og útbreiðslu vinnuléttandi tækni, nokkuð sem má samþætta og kalla fjárhúsvist á Ís- landi, þ.e. bæði hvað varðar aðbúnað dýra og manna. Um er því að ræða nýtt þróunarverkefni, sem þó mun byggja að hluta á sambærilegu verke- fni úr íslenskri nautgriparækt varðan- með tiltölulega einfalda gagnasöfnun þessa viðamikla verkefnis, en við þá gagnasöfnun má svo auðveld- lega byggja frekari upplýsinga- - gur verkefnisins hófst sl. haust en vegna ófyrirsjáanlegra tæknilegra vandamála hófst gagnasöfnun fyrst í september síðastliðnum. Ný aðferð við gagnasöfnun Verkefnið byggir á áralangri reynslu Landbúnaðarháskólans af gagnasöf- nun og uppgjöri sambærilegra upp- lýsinga varðandi fjós hér á landi, en byggir þó ekki á beinum úttektum fjárbúanna heldur á skráningum á grundvelli upplýsinga frá fjáreigend- unum sjálfum. Upplýsingatæknisvið Bændasamtaka Íslands útbjó rafrænt skráningareyðublað á Netinu og eru niðurstöður frá bændum vistaðar í miðlægum gagnagrunni Bænda- samtakanna. Öllum notendum FJÁRVÍS.IS, um 1.100 aðilum, var sendur tölvupóstur þar sem óskað var eftir þátttöku í skráningu fjárhúsa. bú sem standa út af verður fyrst og fremst leitað til ýmissa þjónustuaðila sauðfjárbænda, svo sem landsráðu- nautar, héraðsráðunauta, dýralækna og búfjáreftirlitsfólks. Í þeim tilvik- um sem engar upplýsingar eru þekktar um viðkomandi fjárhús verður þeim upplýsingum safnað með beinum símaviðtölum. Mikilvægar upplýsingar Niðurstöður verkefnisins munu gefa til kynna hvernig aðbúnaði sauðfjár er háttað hérlendis og gefa vísbend- ingar um tækifæri til bættrar vinnu- hagræðingar í sauðfjárrækt. Þá munu niðurstöðurnar nýtast til að meta mögulegt svigrúm greinarinnar til framleiðsluaukningar án nýfjárfest- inga, sem og væntanlega gefa vís- bendingar um áhugaverð rannsóknar- og þróunarverkefni á komandi árum. Sá grunnur sem jafnframt verður til með þessum hætti mun ennfremur nýtast vel á komandi tímum til enn varða leiðina varðandi nýjar aðferðir Taktu þátt Það er von okkar sem að þessu ný- stárlega verkefni stöndum að sem það að skrá sína aðstöðu, enda byggir sjálfa. Þeir sem hafa áhuga á að gera það en hafa ekki fengið tölvupóst vegna könnunarinnar, eða lentu í tæknilegum vandræðum með útfyll- ingu, er bent á að senda tölvupóst á netfangið tolvudeild@bondi.is. Snorri Sigurðsson auðlindadeild Landbúnaðarháskóla Íslands Höfði, Grýtubakkahreppi.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.