Bændablaðið - 13.10.2011, Page 33
33Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011
Borum eftir heitu
og köldu vatni
ásamt öðrum
borverkum um
allt land. Liprir
og sanngjarnir
í samvinnu og
samningum.
Hagstætt verð.
Bændur - sumarhúsaeigendur
Upplýsingar gefur Júlíus Guðnason í síma 864-3313.
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
1213
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
32
33
34
35
36
37
38
39
40
41
42
43
44
45
46
47
48
49
50
51
52
53
54
55
56
57
58
59
60 61
62
63
64
65
Landstólpi ehf.
Gunnbjarnarholti
Sími: 480 5600
Fax: 486 5655
landstolpi@landstolpi.is
landstolpi.is
Vítt og breitt um landið hefur Landstólpi reist stálgrindarhús af öllum stærðum
og gerðum; iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði, hesthús, reiðhallir, fjós og fjárhús.
Auk húsa til annarra nota.
Með öflugum tækjakosti og traustum starfsmönnum önnumst við verkið frá
hugmynd til uppsetningar og frágangs.
Vönduð stálgrindarhús
Vacuum pökkunarvélar
& pokar margar stærðir
Reykofnar og allir fylgihlutir
Öll varahluta og viðgerðaþjónusta
2 ára ábyrgð á öllum vörum
www.esjugrund.is
Visa/MasterCard.Greiðsludreifing.Póstkröfur.Millifærslur
Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300
Töluverðir framtíðarmöguleikar
eru á töku byggingarefnis á
Eyjafjarðarsvæðinu. Þá er efnis-
taka hugsanleg á sjávarbotni í
firðinum en frekari jarðfræði-
rannsóknir eru nauðsynlegar áður
en hægt er að skera úr um hvort
þeir möguleikar séu raunhæfir.
Þetta kemur fram í nýlegri
skýrslu Náttúrufræðistofnunar
um efnisnám og efnistökumögu-
leika á Eyjafjarðarsvæðinu, sem
unnin var fyrir Samvinnunefnd
um Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Í
skýrslunni er yfirlit um helstu efnis-
tökumöguleika í sveitarfélögum á
svæðinu, rætt um gerð og gæði
efnis í hinum ýmsu jarðmyndunum
og bent á þá þætti sem takmarkað
gætu efnisnám.
Byggingarefni á Eyjafjarðar-
svæðinu er aðallega unnið úr þrenns-
konar jarðmyndunum: Í fyrsta lagi
er efni unnið úr malarhjöllum frá
síðjökultíma en þeir eru yfirleitt
óshólmar fornra jökulfljóta sem
mynduðust þar sem jöklar gengu í
sjó við hærri sjávarstöðu í lok ísaldar.
Efnisvinnsla í malarhjöllum er ekki
sjálfbær því þeir endurnýjast ekki
við þær aðstæður sem ríkja í dag. Í
öðru lagi er efni unnið úr áreyrum
stærstu vatnsfalla á svæðinu en þær
eru framburður vatnsfalla á nútíma
eða síðan jöklar hurfu í lok ísaldar.
Efnisvinnsla í áreyrum telst sjálf-
bær því þær endurnýjast að hluta,
reyndar oft á mjög löngum tíma. Við
efnistöku úr áreyrum verður að taka
tillit til tveggja vatnsverndarsvæða,
í Hörgárdal og Svarfaðardal. Einnig
þarf að gæta að því að malareyrar
umhverfis árfarvegi eru mikil-
vægar seiðauppeldisstöðvar. Mælt
er með að efnistaka úr áreyrum sé
ekki stunduð án undanfarandi líf-
ríkisrannsókna og hún sé samkvæmt
ráðgjöf fiskifræðinga. Í þriðja lagi
er grjótnám á nokkrum stöðum í
nokkurra milljóna ára gömlum berg-
grunnsmyndunum og er sú efnis-
vinnsla ekki sjálfbær.
Í Dalvíkurbyggð, Hörgársveit,
Eyjafjarðarsveit og Grýtubakka-
hreppi eru miklir efnistökumögu-
leikar og þar eru stórar námur
sem koma til með að endast í
töluverðan tíma. Í þremur sveitar-
félögum, Fjallabyggð, Akureyri
og Svalbarðsstrandarhreppi, eru
litlir efnistökumöguleikar eða námur
þegar fullnýttar. Tvö síðastnefndu
sveitarfélögin eru það vel í sveit sett
að stutt er að sækja byggingarefni í
önnur sveitarfélög þar sem miklir
námumöguleikar eru. Í Fjallabyggð
er efnisnám þegar hafið á sjávarbotni
í Siglufirði.
Fjallað er um skýrsluna á vef
Náttúrufræðistofnunar þar sem hana
má lesa í heild sinni.
Eyjafjörður:
Víða stórar
efnisnámur
7.
.