Bændablaðið - 13.10.2011, Síða 36

Bændablaðið - 13.10.2011, Síða 36
36 Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 Nú er komið á þriðja ár frá því að Ísland sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu. Spurningar og svör í þús- undatali hafa farið á milli Reykjavíkur og Brussel. Embættismenn í hundraðatali hafa farið á milli Reykjavíkur og Brussel til fundahalda. Og stjórnmálamenn í tugatali sömuleiðis. Hingað hafa komið hálaunaðir sérfræðingar frá ESB-ríkjunum til að rýna, ráðleggja og ræða við ráðherra, þingmenn, embættismenn og fulltrúa hagsmunaaðila. Skýrslur hafa verið skrifaðar í Reykjavík og Brussel svo hundr- uðum skiptir. Þýðendur hafa setið sveittir við að þýða úr brusselsku yfir á íslensku lög, reglur og skýrslur Evrópusambandsins. Án nokkurs vafa hafa þúsundir blaðsíðna verið þýddar hina leið- ina. Þúsundir vinnustunda eru að baki í stjórnsýslunni í Reykjavík og í Brussel, vegna funda stjórn- málamanna og vegna vinnu hagsmunaaðila. Allt var þetta gert til að gera aðildarsamning Íslands við Evrópusambandið, svo þjóðin geti kosið í þjóðarat- kvæðagreiðslu um samninginn.. Samanlagður kostnaður Íslands, ESB og ESB ríkjanna er talinn í milljörðum króna. Og nú þegar 27 mánuðir, meira en 800 dagar, eru liðnir frá því að Össur ,,hljóp til Brussel" með ESB umsóknina eru eigin- legar aðildarviðræður ekki hafnar ennþá, eins og kom fram í stefnu- ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni á Alþingi. Ísland á eftir að ákveða kröfugerð á hendur Evrópusambandinu, eða svo orð Jóhönnu séu notuð: ,,Það gerum við með því að móta faglega sterka kröfugerð fyrir Íslands hönd." Hvar finnum við þá faglega sterku kröfugerð fyrir Íslands hönd? Hvergi. Hún er ekki til. Ísland á eftir að koma sér saman um samningsmarkmið í aðildar- viðræðunum í þungavigtar- málum; landbúnaði og sjávarút- vegi. Kannski eru ríkisstjórnin og Alþingi að bíða eftir því að Evrópusambandið semji þessa ,,faglegu sterku kröfugerð" fyrir okkur, því þjóðin veit að Alþingi er ekki fært um það, hvað þá ríkisstjórnin. Auðvitað segir þetta okkur aðeins eitt. Alþingi á að leggja ESB umsóknina til hliðar án tafar, eins og um 7.000 Íslendingar hafa skorað á Alþingi að gera á www.skynsemi.is. Ritfregnir Látum skynsemina ráða för Út er komin hjá bókaútgáfunni Sölku Stóra bókin um villibráð eftir Úlfar Finnbjörnsson mat- reiðslumann. Bókin er alfræðirit fyrir allt áhugafólk um nýtingu villibráðar, full af fróðleik og ómót- stæðilegum sælkerauppskriftum. Bókin er 312 bls. og prentuð í Póllandi í umsjón Prentmiðlunar ehf. Úlfar Finnbjörnsson er ástríðu- fullur veiðimaður sem hefur brenn- andi áhuga á að nýta bráðina sem best. Úlfar hefur stundum verið nefndur villti kokkurinn, enda fer hann víða og stundar fjölbreytta veiðimennsku auk þess að vera mat- reiðslumeistari á heimsmælikvarða. Hann er þó sannkölluð fyrirmynd annarra veiðimanna og umgengst náttúruna af sannri virðingu. Í bókinni töfrar Úlfar fram ljúf- fenga veislurétti úr kjöti og innmat fuglategunda sem veiða má á Íslandi. Hann fjallar um hvaðeina sem við- kemur frágangi á bráðinni, allt frá því hún er felld; hvernig á að reyta, svíða, hamfletta, úrbeina, búa til kæfur, pylsur, súpur, soð og sósur auk þess að steikja og grilla bestu bitana. Glæsilegar ljós- myndir eftir Karl Petersson prýða bók- ina, bæði af réttunum ásamt skýringarmynd- um af helstu verkunar- aðferðum. Teikningar eru eftir Jón Baldur Hlíðberg. Dominique Plédel Jónsson skrifar kafla um vín með villi- bráð. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir um þessa bók: „Allir veiðimenn þekkja töfra veiðanna, þegar maður og náttúra verða eitt og allir veiðimenn vita að bráðin er einhver sá besti og hollasti matur sem völ er á. Spurningin er hins vegar sú hvernig best sé að nýta bráðina og matreiða. Ef ein- hver getur svarað þeirri spurningu svo vel sé er það matreiðslumaðurinn og veiðimaðurinn Úlfar Finnbjörnsson.“ Stóra bókin um villibráð Þetta er brennandi spurning. Og viðhorfin mörg. Sjálfur tel ég nýja stjórnarskrá einn horn- stein endurreisnar þessa sam- félags sem fór á hliðina vegna spillingar. Vil þó ekki skella skuldinni á einkaframtakið heldur samkrull stjórnmála- manna við það. Illa gengur að slíta þessi tengsl en nýr siðferðisrammi fyrir íslenzka þjóð er nauðsynlegt inn- legg fyrir framhaldið. Þess vegna tók ég þátt í þeirri viðleitni stjórn- valda að ný stjórnarskrá skyldi fullkláruð af fólki sem væri þjóð- kosið til verksins. Allir þekkja framvindu kosninga til stjórnlagaþings og fögnuðu sumir ógildingu kosn- inganna. En þeir gerðu það ekki vegna flumbrugangs við fram- kvæmd kosninganna heldur vegna stjórnlagaþingsins sjálfs. Aðkoma annarra en síamstvíbura spillingarinnar gat valdið vand- ræðum og því best að hugmyndin yrði kæfð í fæðingu. Mótstaðan var því við hugmyndir en ekki form. Vegna þessarar fullvissu þáði ég glaður sæti í stjórnlaga- ráði. Sem betur fór gerðu það fleiri og þannig tókst að halda æðinni opinni. Og nú liggur fyrir ný stjórn- arskrá sem stjórnlagaráð samþykkti einum rómi. Sú niðurstaða er merk og styrkir mjög þetta þjóðarskjal. Mikill vilji er innan stjórnlaga- ráðs til þess að tillögur að nýrri stjórnarskrá fari nú í þjóðardóm. Fyrstu viðbrögð stjórnsýslunnar hafa verið dræm og nokkrir framá- menn reynt að draga úr þýðingu framtaksins. Orð eins og „drög“ og „áfangaskjal“ eru uppihöfð, þó að um frumvarp sé að ræða. Efnisleg gagnrýni hefur verið lítil og snýst þá helst um hugmyndafræði. Augljóst er að sterk öfl innan stjórnsýslunnar vilja stinga til- lögum stjórnlagaráðs ofan í skúffu. En í stað þess að segja það beint út er talað um endurskoðun, sem tryggir að baunaspíran endi sem niðursuðudós. Slík málsmeðferð mun ómerkja vinnu stjórnlagaráðs og þar með hugmyndafræðina um stjórnarskrá fólksins í landinu, samda af fólkinu í landinu. Dragi ráðamenn lappirnar á lokasprettinum grefur það undan tiltrú þingsins. Þing sem van- treystir eigin þjóð uppsker van- traust. Það er því ekki síður hagur Alþingis að sýna í verki viðleitni til að starfa með þjóð sinni en ekki á móti. Fari hin nýja stjórnarskrá beint til þjóðarinnar, þar sem allir sérfræðingar landsins, stórir sem smáir, geti tjáð sig um frumvarpið, mun Alþingi hafa sóma af, hvernig svo sem niðurstaðan verður. Nýti Alþingi ekki þetta tækifæri munu aðrir gera það. Lýður Árnason, læknir og fyrrum fulltrúi í stjórnlagaráði. Hvað verður um nýju stjórnarskrána? Þjóðlíf – úr útvarpsþáttum Þórarins Björnssonar Þórarinn Björnsson og Þjóðlíf hafa gefið út þriggja geisladiska safn viðtalsþátta úr útvarps- þáttum Þórarins frá árum áður. Titill útgáfunnar er: Þjóðlíf – úr útvarpsþáttum Þórarins Björnssonar. Á diskunum er að finna viðtöl við sex aldraða Íslendinga, sem tengjast mjög sveitum landsins, sem segja frá minnisverðum atvikum í lífi sínu. Frásagnir þeirra eru látlausar en framúrskarandi skipulegar og vel fram settar. Þær geyma mikinn fróð- leik um líf þjóðarinnar og lífsvið- horf á fyrri hluta 20. aldar. Yfir þess- um endurminningum er merkileg heiðríkja, einlægni og hlýja. Liðinn tími lifnar á ný og verður nálægur. Einn hinna sex viðmælenda er Eiríkur Pálsson í Hafnarfirði, sem var fæddur á Ölduhrygg í Svarfaðardal og alinn þar upp. Eiríkur segir frá ætt sinni og upp- runa, skólagöngu í gagnfræðaskóla Akureyrar og Háskóla Íslands. Þá segir hann ítar- lega frá félags- málum stúdenta en hann var í stjórn stúd- entafélagsins og um tíma for- maður þess. Árið 1941 gerðist Eiríkur Pálsson starfs- maður Alþingis og varð m.a. ritari nefndar sem fjallaði um stjórnar- skrármál. Í því starfi var honum m.a. falið að kanna stjórnar - skrár Norður- landanna, Bret- lands, Frakk- lands og Spánar. Fjallar hann m.a. um stjórnarskrána, um vald forseta Íslands og þjóðar- atkvæðagreiðslur. Í mars 1944 er Eiríkur jafn- framt ráðinn framkvæmdastjóri Sögusýningar lýð- veldishátíðarnefnd- ar. Þetta var yfirgripsmikil sýning í máli og myndum en hún var haldin í Menntaskólanum í Reykjavík. Átti sýningin að hvetja Íslendinga til dáða undir kjörorðunum „Reistu í verki viljans merki, vilji er allt sem þarf“. Á diskunum er einnig að finna tónlist. Þar spilar Sinfóníuhljómsveit Íslands Sjá roðann á hnjúk- unum háu eftir Jón Laxdal. Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands flytur lagið Land míns föður, landið mitt eftir Þórarinn Guðmundsson og Jóhannes úr Kötlum. Þá flytja Pétur Á. Jónsson og Friðrik Jónsson lagið Dalvísa og eins er þarna að finna harmonikkuleik Friðriks Jónssonar. Lesendabásinn Bókin Þessi kona – Í máli og myndum á tuttugustu öld kom út á síðustu dögum fyrir jól 2010. Höfundur bókarinnar er Guðríður B. Helgadóttir. Ekki náðist að kynna bókina í bókatíðindum í fyrra og af því hún telst ekki gefin út á þessu ári, þá er hennar ekki heldur getið í bókatíðindum þessa árs. Bókin er rituð og gefin út af höf- undinum, sem bregður þarna upp í máli og myndum 90 ára ferli í umhverfi þess rótgróna bændasam- félags fortíðarinnar sem á síðustu öld gekk í gegnum stökkbreytingar vélvæðingar, rafvæðingar og þéttbýlismynd- unar. Bókin er ekki hefðbundin ævisaga, en Guðríður hefur komið víða við á vegferð sinni við marg- breytileg störf og á síðari helmingi aldarinnar sem húsmóðir og bóndi á annasömu heimili í sveit. Þarna er á ferðinni kona sem lét sig varða beggja kynja kjör. Bókin er kaflaskipt og 277 bls., þar af 64 litprent- aðar myndasíður af listsaumsverkum Guðríðar og fylgir flestum lítið ljóð. En svarthvítar myndir úr dagsins önn, hér og þar í skrifaða textanum, tala sínu máli um tíðarandann á líðandi stund. Bókin fór í dreifingu í bókabúðir rétt fyrir jólin 2010 og seldist betur en búast mátti við án auglýsinga, fékk þá góða umsögn þeirra sem lásu og þótti eiga erindi við nútímann. Þessi kona – Í máli og myndum á tuttugustu öld Þórarinn Björnsson. Jón Baldur Lorange stjórnmálafræðingur.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.