Bændablaðið - 12.07.2012, Side 1
13. tölublað 2012 l Fimmtudagur 12. júlí l Blað nr. 374 l 18. árg. l Upplag 24.000
Skráð vinnuslys meðal bænda
eru mun færri en hjá öðrum
stéttum. Að jafnaði eru skráð
hjá Vinnueftirliti 5-10 slys í
landbúnaði árlega en ætla má að
þau séu á bilinu 30 til 35.
Kristinn Tómasson, yfirlæknir
hjá Vinnueftirlitinu, segir líklegast
að einungis alvarlegustu slysin séu
tilkynnt. Það veki spurningar um
hvort bændur tilkynni yfirleitt ekki
um þau slys sem þeir verða fyrir og
leiti þá heldur ekki eftir þeim rétti
sem þeim stendur til boða en með því
að sýna slíkt andvaraleysi fari þeir á
mis við þau réttindi sem samfélagið
býður þeim líkt og öðrum þegnum
landsins.
Algengustu vinnuslysin í
landbúnaði eru meðal bænda sem
stunda blandaðan búskap. Slys við
umhirðu búpenings eru tíðust en
einnig er mikið um slys sem verða
við notkun fjölbreytts tækjabúnaðar.
Kristinn segir það sína skoðun að
Búnaðarþing ætti að taka málið
upp og fjalla af meiri krafti um
vinnuverndarmál bænda.
Sjá nánar á bls. 6
Vantalin
vinnuslys
Málningarstörf til
sveita
18-1917
Er bruggun ólöglegur
heimilisiðnaður?
16
Blómlegt æðarvarp á
hlaðinu í Norðurkoti
„Bændur í sókn á mörgum sviðum“
Niðurstöður úr skýrsluhaldi
búrekstrar fyrir síðasta ár sýna
að stærstu gjaldaliðir bænda,
áburður, kjarnfóður og rekstrar-
kostnaður búvéla, hafa aukist
langt umfram verðlag á tímabilinu
2006‒2011. Áburðarverð hefur ríf-
lega þrefaldast, kjarnfóðurverð
tvöfaldast og verð á olíu hækkað
um 144% á sama tímabili. Vísitala
neysluverðs hefur á sama tíma
hækkað um tæplega 45%.
Innleggsverð mjólkur hefur
hækkað um tæp 60% á tímabilinu,
nautakjöt um 35% og innleggsverð
fyrir dilkakjöt hefur hækkað um
43% og nær ekki að fylgja almennu
verðlagi. Hækkun aðfanga umfram
verðlag hefur því komið verulega
niður á afkomu í búrekstri.
„Þessi mikla kostnaðarhækkun
hefur legið fyrir lengi og við höfum
verulegar áhyggjur af þróun olíu-
og áburðarverðs. Það er engan
veginn mögulegt að velta þessu út í
verðlagið og það sýnir sig að land-
búnaðurinn hefur tekið á sig miklar
byrðar í aðdraganda bankahrunsins
og eftir það. Bændur hafa brugðist
við í búskapnum með minni notkun
á kjarnfóðri og áburði en rekstur
bænda er þungur og það er full
ástæða til að hafa áhyggjur af því,“
segir Haraldur Benediktsson, for-
maður Bændasamtakanna.
Framleiðsluvilji bænda
ekki ótakmarkaður
Tekjur af mjólkurframleiðslu hafa
lækkað frá
árinu 2006 á
föstu verðlagi
um 7% en vægi
innleggsverðs
mjólkur hefur
aukist á tíma-
bilinu á kostn-
að opinberra
greiðslna og eru
beingreiðslur
ársins 2011 um
34% af tekjum vegna mjólkurfram-
leiðslu. Tekjur sauðfjárframleiðslu
eru 2% lægri árið 2011 miðað við
fyrir fimm árum á föstu verðlagi,
þrátt fyrir leiðréttingu síðasta árs.
Auk þess hafa aðrar búgreinatekjur
lækkað um 55% á tímabilinu og
tekjur af annarri starfsemi um 35%.
Heildartekjur búanna hafa því lækk-
að um 10% á föstu verðlagi.
„Almennt er sala á íslenskri
búvöru mjög góð en framleiðsluvilji
bænda er ekki ótakmarkaður við þær
aðstæður sem við lifum við í dag.
Það hefur sýnt sig að bændur eru
í sókn á mörgum sviðum, eins og
í orkuframleiðslu og kornrækt svo
eitthvað sé nefnt,“ útskýrir Haraldur
og segir jafnframt:
„Það er fullur vilji meðal þjóðar-
innar til þess að halda landbúnaði
þróttmiklum og sterkum en til þess
þarf almennan bata í efnahagslífinu.
Átakahugur er í bændum og séu
ákveðnar forsendur, sem meðal ann-
ars snúa að stjórnvöldum, til staðar
geta opnast góð tækifæri.“ /ehg
Feðgarnir Hörður Daði Björgvinsson og Björgvin Harðarson standa hér í gróskumiklum repjuakri á bænum Sandhóli í Meðallandi. Þar eru umfangsmiklar
framkvæmdir í gangi þessa dagana því verið er að byggja rúmlega 300 fermetra kornþurrkstöð og endurrækta tugi hektara af landi. Nánar á bls. 20-21.
Mynd: Tjörvi Bjarnason
Haraldur
Benediktsson
Landssamband skógareigenda vill nánari útskýringu stjórnvalda á loftslagslögum
Ekkert annað en eignaupptaka ætli
ríkið að hrifsa kolefnisbindinguna til sín
„Við teljum okkur eiga alla kolefn-
isbindingu sem til verður í okkar
skógum, ætli ríkið að slá eign
sinni á hana er það ekki annað
en eignaupptaka,“ segir Edda
Björnsdóttir, formaður Félags
skógareigenda. Ný lög um lofts-
lagsmál voru samþykkt á síðustu
dögum Alþingis fyrir sumarlokun
og hafa þau verið mikið í umræðu
síðustu daga, m.a. voru þau til
umfjöllunar á stjórnarfundi
Landssamtaka skógareigenda á
þriðjudag.
Edda segir að einkum hafi verið
rætt um um ákvæði 36. greinar
nýju laganna sem fjalla um með-
ferð losunarheimilda sem tengjast
bindingu kolefnis. Þar segir að
þær losunarheimildir sem verða til
við bindingu kolefnis í gróðri og
jarðvegi eða vegna endurheimtar
votlendis í samræmi við alþjóðlegar
skuldbindingar Íslands á því sviði,
skulu bókfærðar á reikning íslenska
ríkisins í skráningarkerfi skv. 22. gr.
Edda segir að þrátt fyrir þetta
ákvæði í loftslagslögunum, um
að binding kolefnis skuli bókfærð
á reikning íslenska ríkisins haldi
skógareigendur fast við fyrri sam-
þykktir um að kolefnisbinding í
skógi sé eign skógareigenda, „enda
er timbrið sem til verður í skóginum
að mestu byggt upp af kolefni og það
er afskaplega erfitt að skilja það frá
sem eign annarra en þeirra sem eiga
skógana,“ segir Edda.
Kolefni hluti af
verðmæti skóganna
Hún segir margt óljóst í lögunum og
skógarbændur hafi óskað eftir fundi
með ráðamönnum til að frá gleggri
skilgreiningu á einstökum greinum
nýsettu laganna. „Við vitum ekki
hvað þarna er á ferðinni, sjáum ekki
hvernig á að útfæra ýmis atriði, en
til að mynda er í lögum um lands-
hlutabundnu skógræktarverkefnin
skýrt kveðið á um að skógurinn
sé eign þeirra bænda sem honum
planta. Við teljum því alveg ljóst að
það kolefni sem skógurinn bindur
sé hluti af þeim verðmætum sem
skógurinn gefur,“ segir Edda.
Edda segir að skógarbændur hafi
fylgst með öllu ferlinu varðandi
setningu nýju loftslagslaganna og
sent inn umsagnir en svo virðist
sem sjónarmið þeirra hafi verið
virt að vettugi. „Ef til vill hafa ekki
allir sama skilning á málinu og við
teljum að stjórnvöld skuldi okkur
skýringu,“ segir Edda og bætir við
að skógarbændur eigi t.d. það timbur
sem til fellur í skógrækt og því væri
undarlegt að undanskilja önnur verð-
mæti sem skógurinn skapar. „Að
sjálfsögðu teljum við okkur líka eiga
það kolefni sem skógurinn bindur.
Ætli ríkið að hrifsa þau verðmæti
til sín er það eignaupptaka, ekkert
annað.“ /MÞÞ
Sjá nánari umfjöllun um
bindingu kolefnis á bls. 14.
Edda Björnsdóttir