Bændablaðið - 12.07.2012, Side 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 20124
Fréttir
Þurrkur hamlar sprettu
Kvennareið á Hvanneyri
Það var glatt á hjalla hjá konunum frá Hvanneyri og nærsveitum sem fóru í hina árlegu kvennareið sína á fallegu
júlíkvöldi. Konurnar riðu upp með Andakílsánni og áðu hjá Guðrúnu Bjarnadóttur í Hespuhúsinu þar sem þær
gæddu sér á kjötsúpu. Áður en haldið var heim aftur sungu þær nokkur lög. Stór hluti hópsins syngur með
Freyjukórnum sem er nýkominn heim úr frægðarför til Ítalíu og voru þær því í góðri æfingu. Kvöldið var fallegt
og ómaði söngurinn lengi innan um borgfirsku fjöllin og niður Andakílinn. Mynd: Guðrún Bjarnadóttir
Byggðasafn Suður-Þingeyinga
hlaut Safnaverðlaunin 2012
Byggðasafn Suður-Þingeyinga
hlaut Safnaverðlaunin 2012 fyrir
sýninguna „Mannlíf og Náttúra.
100 ár í Þingeyjarsýslum“ í
Safnahúsinu á Húsavík. Forseti
Íslands afhenti forstöðumanni
Menningarmiðstöðvar Þingeyinga,
Sif Jóhannesdóttur, verðlaunin við
hátíðlega athöfn á Bessastöðum á
íslenska safnadeginum sem hald-
inn var síðastliðinn sunnudag.
Þrjú söfn hlutu tilnefningu
til Safnaverðlaunanna 2012:
Byggðasafn Suður-Þingeyinga
fyrir endurnýjun á grunnsýningu í
Safnahúsinu á Húsavík, Listasafn
Einars Jónssonar fyrir innihalds-
ríka heimasíðu, vel tengda hlut-
verki safnsins og markmiðum, og
Þjóðminjasafn Íslands fyrir Handbók
um varðveislu safnkosts.
Fram kemur í rökstuðningi
dómnefndar fyrir valinu að við gerð
sýningarinnar á Byggðasafni Suður-
Þingeyinga hafi sú leið verið valin að
draga upp mynd af sögu byggðarinn-
ar í samspili manns og náttúru í stað
hefðbundinnar aðgreiningar á menn-
ingu og náttúru. Menningarminjar og
náttúrugripir eru þannig settir í nýtt
og spennandi samhengi.
„Uppsetning sýningarinnar
er þaulhugsuð og aðlaðandi.
Sýningarrýmið er haganlega nýtt
þannig að sýningargripir og textar
vekja forvitni gesta. Sérkennum
svæðisins og náttúrunýtingu eru
gerð góð skil og á textaspjöldum eru
frásagnir heimafólks sem gefa trú-
verðuga mynd og bregða ljósi á sögu
svæðisins á tímabilinu 1850‒1950,“
segir í mati dómnefndar. Hún telur að
nýr og hressilegur tónn í sýningar-
gerð safna sé sleginn með umræddri
sýningu.
Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga,
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Snorri G. Sigurðsson
héraðsskjalavörður.
Gagnsæi og eftirlit
aukið hjá skólunum
Nýverið undirrituðu Katrín
Jakobsdóttir mennta- og menn-
ingarmálaráðherra, Stefán B.
Sigurðsson, rektor Háskólans
á Akureyri, Ágúst Sigurðsson
rektor Landbúnaðarháskólans
á Hvanneyri og Erla Björk
Örnólfsdóttir, rektor Hólaskóla ‒
Háskólans á Hólum, nýja samn-
inga um kennslu og rannsóknir við
skólana til næstu fimm ára. Með
undirritun þeirra hafa samningar
af þessu tagi verið gerðir við alla
háskóla í landinu.
Þessir nýju samningar voru
undirbúnir í mennta- og menningar-
málaráðuneytinu í nánu samstarfi við
háskólana. Sú nýbreytni var höfð að
leiðarljósi við gerð þeirra að hverjum
samningi fylgir viðauki þar sem starf-
semi skólanna er skilgreind nánar.
Ráðuneytið og skólarnir höfðu sam-
ráð um skilgreiningu tiltekinna sam-
starfsferla á milli viðkomandi skóla
og ráðuneytis og verður viðaukinn til
endurskoðunar ár hvert.
Markmiðið með hinum nýju
samningum og því samráðsferli, sem
í þeim felst, er m.a. að auka gagnsæi
og eftirlit með rekstri skólanna ásamt
því að regluleg endurskoðun viðauka
hvers samnings geri skólanum og
ráðuneyti kleift að bregðast jafn-
óðum við þjóðfélagsbreytingum og
sníða rekstur skólanna og háskóla-
stigsins í landinu að þörfum þjóð-
félagsins á hverjum tíma.
Ætihvönnin gagnast
við næturþvaglátum
Klínísk rannsókn sem nú er
nýlokið hefur staðfest að nátt-
úruvaran SagaPro, sem unnin er
úr íslenskri ætihvönn, gagnast vel
við næturþvaglátum. Samkvæmt
rannsókninni felst virkni SagaPro
einkum í því að auka blöðru-
rýmd. Þetta er í fyrsta skipti
sem klínísk rannsókn fer fram á
íslenskri náttúruvöru og birtist
grein um rannsóknina í alþjóð-
lega ritrýnda læknatímaritinu
Scandinavian Journal of Urology
and Nephrology.
Það er fyrirtækið SagaMedica ehf.
sem hefur þróað SagaPro en varan
hefur verið á markaði síðan 2005 og
er ein af mest seldu náttúruvörum á
Íslandi. Hún er mjög vinsæl meðal
þeirra sem stríða við tíð næturþvaglát
en þau valda mikilli truflun á nætur-
svefni. Þetta vandamál er algengt á
meðal karlmanna með stækkaðan
blöðruhálskirtil og hjá fólki með
ofvirka blöðru.
„Niðurstöðurnar voru á margan hátt
mjög áhugaverðar. Þær sýna að áhrif
SagaPro felast fyrst og fremst í því að
auka blöðrurýmdina yfir nóttina en
upphaflega var talið að áhrifin mætti
einkum tengja blöðruhálskirtlinum.
Fyrir vikið hafa karlar fyrst og fremst
nýtt sér SagaPro en þessar niðurstöður
ríma vel við góða reynslu kvenna af
vörunni. Þessi vitneskja er okkur
mikilvæg fyrir frekari rannsóknir
á SagaPro í framtíðinni,“ segir dr.
Steinþór Sigurðsson, lífefnafræðingur
hjá SagaMedica.
Sáning í Selvogi
Undanfarið hefur verið unnið
að lagfæringum og landbótum
við Hlíðarvatn í Selvogi á vegum
Landgræðslunnar. Verkefnið felst
í því að melfræi er sáð í sandinn á
þeim stöðum þar sem ekki hefur
tekist að mynda varanlega gróður-
þekju, einnig er hænsnaskít dreift
á stærri svæðin.
Þetta er viðkvæmt svæði og hætta
á að gróðurinn hörfi og uppblástur
aukist ef ekki verður brugðist við
með viðeigandi hætti. Verkefnið
er unnið í samvinnu við Vegagerð
ríkisins og er það Bjarni Arnþórsson
hjá Landgræðslunni sem hefur
yfirumsjón með framkvæmdum
en hann þekkir svæðið vel vegna
landgræðslustarfa í Selvoginum
undanfarin ár.
Mynd: Almar Sigurðsson
Samkeppniseftirlitið hefur
rannsókn á viðskiptakjörum
Samkeppniseftirlitið
mun hefja rannsókn
á viðskiptakjörum
birgja til matvöru-
verslana með það að
markmiði að kanna
hvort verið sé að
brjóta gegn sam-
keppnislögum.
Í skýrslu sem
eftirlitið birti í byrjun
þessa árs kom fram að mismunandi
kjör dagvöruverslana hjá birgjum
valdi hindrunum að aðgengi á dag-
vörumarkaði. Þrjár stærstu versl-
unarkeðjurnar, Hagar, Kaupás og
Samkaup, ráða yfir um 90 prósent
markaðshlutdeild. Minni verslanir
greiði umtalsvert hærra verð til
birgja en þessar keðjur.
Vegna þessa hafa minni verslanir
átt erfitt með að standa í virkri verð-
samkeppni við stærri verslanakeðjur.
Þegar leitað var eftir skýringum á
þessum mun hjá birgjum tókst þeim
ekki að sýna fram á að verðmunur-
inn byggði á traustri greiningu á
kostnaðarlegu hagræði sem rétt-
lætti það að stærri aðilum á mark-
aðnum væru veitt betri kjör. Því telur
Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að
gera rannsókn og leggja mat á hvort
mismunandi viðskiptakjör birgja fari
gegn ákvæðum samkeppnislaga.
Þurrkar hafa hamlað grassprettu
víða á Norðurlandi síðustu daga og
vikur. Í Hrútafirði eru dæmi um
að fjórðungur túna á einum bæ séu
brunnin vegna þurrka. Að sögn
Ólafs G. Vagnssonar, ráðunautar
hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar,
eru allnokkrir bændur á því svæði
búnir með fyrri slátt en aðrir ekki
byrjaðir. „Það er allur gangur á
þessu,“ segir Ólafur.
Hann segir viðvarandi þurrk
undanfarnar vikur helst hafa komið
niður á sauðfjárbændum, margir
þeirra hafa nauðbeitt tún sín í vor
og fram á sumar og þurfi tún því
nokkurn tíma til að ná sér á strik.
Ólafur segir það nokkuð breytilegt
eftir svæðum hvernig spretta er en
svo virðist sem helst hafi örlítið rignt
á svæðinu inn af Akureyri. „Það er
helst að hafi komið stöku skúrir
þar en síður út með firði og fremst
í Eyjafirði,“ segir hann. Margir
bændur í Suður-Þingeyjarsýslu hófu
slátt í lok liðinnar viku eða í byrjun
þessarar.
Hermann Aðalsteinsson, bóndi í
Lyngbrekku, segir að þurrkar hafi
haft neikvæð áhrif og flestir hefðu
verið löngu byrjaðir hefði úrkoma
verið með eðlilegum hætti í júní.
„Líklega væru flestir í lágsveitunum
búnir með fyrri slátt hefði svo verið,“
segir Hermann, „eða að minnsta
kosti langt komnir.“ Hermann segir
að spretta sé lítil í kálgörðum og
nýræktun en rigning var á mánudag
og það hafi verið til bóta. /MÞÞ
Í Eyjafirði er víða lokið fyrri slætti og margir byrjuðu að slá í Suður-Þing-
eyjarsýslu í lok liðinnar viku. Víðast hvar í Norðursýslunni er sláttur ekki
hafinn. Mynd: MÞÞ