Bændablaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 12.07.2012, Blaðsíða 5
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 2012 5 grilljón hugmyndir á gottimatinn.is Á uppskriftavef Gott í matinn er að finna fjöldann allan af girnilegum grilluppskriftum og aðrar sumarlegar uppskriftir sem kitla bragðlaukana í sólinni.HVÍTA H Ú SI Ð / S ÍA Hágæða útimálning sérhönnuð fyrir járn, stein og tré Komdu í Sérefni og fáðu ráðgjöf hjá fagmönnum um val á réttu efnunum Fræðsluferð æðarbænda til Noregs - Norðmenn framarlega í markaðssetningu Íslandsstofa, Bændasamtök Íslands og Æðarræktarfélag Íslands hafa tekið höndum saman um að skipuleggja könnunarleiðangur til Vega í Noregi 27. ágúst – 31. ágúst nk. Þetta er einstakt tækifæri fyrir fyrirtæki og einstaklinga í æðarrækt og tengdri atvinnustarfsemi til að kynnast því hvernig staðið hefur verið að endurreisn og markaðsvæðingu á Vega með æðarfuglinn í öndvegi. Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, nýsköpunar- og hlunnindaráðgjafi hjá Bændasamtökunum, segir Norðmenn stolta af sinni arfleifð en þeir fengu hluta Vega-eyjaklasans skráðan á náttúru- og minjaskrá UNESCO árið 2004. „Þeir hafa unnið af miklum krafti við uppbyggingu svæðisins með ferðaþjónustu og staðbundna framleiðslu í huga. Útgangspunkturinn er náttúruleg arfleifð svæðisins og verndun forns handbragðs. Norðmenn hafa byggt upp þverfaglegt starf ólíkra atvinnugreina með góðum árangri og staðið vel að markaðssetningu. Það er því mikill innblástur að heimsækja norska æðarbændur heim, kynnast starfseminni og leita í brunn þeirra til að fá nýjar hugmyndir að afþreyingarmöguleikum og atvinnuuppbyggingu hér á Íslandi. Einn dagur verður tekinn undir fræðsluerindi og hópvinnu,“ segir Guðbjörg. Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband fyrir 27. júlí nk. Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst með í ferðina og gildir reglan „fyrstir koma, fyrstir fá“. Nánari upplýsingar veita Guðbjörg H. Jóhannesdóttir, nýsköpunar- og hlunnindaráðgjafi, ghj@bondi.is eða í síma 563-0367 og Hermann Ottósson hjá Íslandsstofu hermann@ islandsstofa.is eða í síma 511-4000. Verslunin Lånan á Vega þar sem vörur tengdar æðarfuglinum og æðardúni eru seldar. Mynd: Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir Óska eftir að kaupa allar tegundir dráttarvéla og dísel-lyftara. Uppl. í síma 866-0471 traktor408@gmail.com

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.