Bændablaðið - 12.07.2012, Page 8

Bændablaðið - 12.07.2012, Page 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 20128 Fréttir Aðaldælingar slepptu fé sínu á fjall um mánaðamótin júní júlí. Bjarni Eyjólfsson, bóndi í Hvoli í Aðaldal, var einn þeirra sem fór með fé sitt á Þeistareyki í björtu og fallegu veðri. Hann bauð formanni Framsýnar- stéttarfélags, Aðalsteini Árna Baldurssyni, með í þá för en hann tók þessa mynd í ferðinni. Fé Aðaldælinga var frelsinu fegið, þótti greinilega gott að losna úr heimahögum og í gróðurlendið á Þeistareykjum þar sem það unir væntanlega hag sínum vel næstu vikurnar. Mynd: Aðalsteinn Árni Baldursson Aðaldælingar sleppa fé á fjall Úrslit í A-flokki gæðinga: 1. Fróði frá Staðartungu – 8,94 Knapi: Sigurður Sigurðarson 2. Fláki frá Blesastöðum 1A – 8,88 Knapi: Þórður Þorgeirsson 3. Stakkur frá Halldórsstöðum – 8,86 Knapi: Sigurbjörn Bárðarson Úrslit í B-flokki gæðinga: 1. Glóðafeykir frá Halakoti – 9,0 Knapi: Einar Öder Magnússon 2. Hrímnir frá Ósi – 8,97 Knapi: Guðmundur Björgvinsson 3. Loki frá Selfossi – 8,95 Knapi: Sigurður Sigurðarson Úrslit í barnaflokki: 1. Glódís Rún Sigurðardóttir Kamban frá Húsavík – 9,02 2. Aron Freyr Sigurðarson Hlynur frá Haukatungu syðri – 8,72 3. Thelma Dögg Tómasdóttir Taktur frá Torfunesi – 8,58 Úrslit í unglingaflokki: 1. Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Blæja frá Háholti – 8,83 2. Dagmar Öder Einarsdóttir Glódís frá Halakoti – 8,73 3. Þórdís Inga Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi – 8,54 Úrslit í ungmennaflokki: 1. Kári Steinsson Tónn frá Melkoti – 8,78 2. Ásmundur Ernir Snorrason Reyr frá Melabergi – 8,74 3. Teitur Árnason Hróarskelda frá Hafsteinsstöðum – 8,70 Úrslit í tölti: 1. Sigursteinn Sumarliðason Alfa frá Blesastöðum 1A ‒ 8,56 2. Hinrik Bragason Smyrill frá Hrísum – 8,44 3. Jakob Svavar Sigurðsson Árborg frá Miðey – 8,28 Úrslit í í 100 metra flugskeiði: 1. Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi – 7,57 2. Sigurbjörn Bárðarson Andri frá Lynghaga – 7,57 3. Eyjólfur Þorsteinsson Spyrna frá Vindási – 7,60 Úrslit í 150 metra skeiði: 1. Sigurbjörn Bárðarson Óðinn frá Búðardal – 14,59 2. Sigurður Óli Kristinsson Gletta frá Fákshólum – 14,86 3. Ævar Örn Guðjónsson Blossi frá Skammbeinsstöðum 1 – 14,88 Úrslit í 250 metra skeiði: 1. Sigurbjörn Bárðarson Flosi frá Keldudal – 22,58 2. Teitur Árnason Korði frá Kanastöðum – 22,64 3. Daníel Ingi Smárason Blængur frá Árbæjarhjáleigu 2 – 22,72 Kynbótadómar stóðhesta 7 vetra og eldri: 1. Konsert frá Korpu ‒ aðaleinkunn 8,58 Ræktandi: Ragnar Þór Hilmarsson Eigendur: Hafliði Þ. Halldórsson og Steinþór Gunnarsson Sýnandi: John Kristinn Sigurjónsson Kynbótadómar 6 vetra stóðhesta: 1. Hrannar frá Flugumýri 2 – aðaleinkunn 8,67 Ræktendur: Eyrún Anna Sigurðardóttir og Páll Bjarki Pálsson Eigendur: Eyrún Anna Sigurðardóttir, Júlía Kristín Pálsdóttir og Þórdís Inga Pálsdóttir Sýnandi: Þorvaldur Árni Þorvaldsson Kynbótadómar 5 vetra stóðhesta: 1. Arion frá Eystra-Fróðholti – aðaleinkunn 8,67 Ræktandi: Ársæll Jónsson Eigendur: Ársæll Jónsson og Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir Sýnandi: Daníel Jónsson Kynbótadómar 4 vetra stóðhesta: 1. Nói frá Stóra-Hofi – aðaleinkunn 8,51 Ræktandi: Bæring Sigurbjörnsson Eigandi: Bæring Sigurbjörnsson Sýnandi: Daníel Jónsson Kynbótadómar hryssa 7 vetra og eldri: 1. Gletta frá Þjóðólfshaga 1 – aðaleinkunn 8,53 Ræktandi: Sigurður Sigurðarson Eigandi: Sigurður Sigurðarson Sýnandi: Sigurður Sigurðarson Kynbótadómar 6 vetra hryssa: 1. Spá frá Eystra-Fróðholti – aðaleinkunn 8,63 Ræktandi: Ársæll Jónsson Eigandi: Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir Sýnandi: Daníel Jónsson Kynbótadómar 5 vetra hryssa: 1. Fura frá Hellu – aðaleinkunn 8,46 Ræktandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson Eigandi: Marie Cecilie Clausen Kolnes Sýnandi: Guðmundur Friðrik Björgvinsson Kynbótadómar 4 vetra hryssa: 1. Pála frá Hlemmiskeiði 3 – aðaleinkunn 8,24 Ræktandi: Inga Birna Ingólfsdóttir Eigandi: Inga Birna Ingólfsdóttir Sýnandi: Þórður Þorgeirsson Sleipnisbikarinn, heiðursverðlaun stóðhesta: 1. Álfur frá Selfossi Ræktandi: Olil Amble Eigandi: Christina Lund Reiðmennskuverðlaun Félags tamningamanna: Sigurbjörn Bárðarson Gregesen-styttan, fyrir prúðmannlega reið- mennsku, klæðaburð og hirðingu hests: Guðmundur Björgvinsson Helstu úrslit Landsmóts hestamanna 2012Tónleikamaraþon á Borgarfirði eystri – 18 tónleikar á sama stað á sama tíma í 3 vikur Tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson hóf sólógjörning sinn í Félagsheimilinu Fjarðarborg á Borgarfirði eystri um síðustu helgi við mikinn fögnuð viðstaddra. Húsfyllir var í félagsheimilinu af heimamönnum og aðkomufólki sem komu til að hlýða á Jónas fyrsta tónleikakvöldið af 18 sem hann heldur, næstu kvöld og til 28. júlí næstkomandi. Jónas treður upp sex sinnum í viku í þrjár vikur en frítt er inn á alla viðburðina fyrir utan síðasta kvöldið. Nokkur kvöld fær hann til liðs við sig valinkunna tónlistarmenn, eins og Ómar Guðjónsson gítarleikara og Magna Ásgeirsson söngvara, svo tveir séu nefndir. „Mig langaði mikið að prófa eitt- hvað nýtt í sambandi við að spila á tónleikum fyrir fólk. Ég hef mjög oft spilað með bandi og þá getur maður jafnvel lent í að endurtaka sig. Hérna er ég að nota tölvu og fleiri hljómbrigði en ég er vanur og það er spennandi. Ég á mörg falleg lög sem ég spila yfirleitt ekki á tónleikum með bandinu mínu og því ákvað ég að fara þessa leið,“ útskýrir Jónas. Í haust kemur þriðja sólóplata Jónasar út, Þar sem himinn ber við haf, og eru tónleikarnir á Borgarfirði eystri eins konar upphitunarspil fyrir nýju plötuna sem hann vinnur að í samstarfi við Lúðrasveit Þorlákshafnar og tón- listarband eldri borgara í Þorlákshöfn, Tóna og trix. „Þetta hefur gengið dúndurvel og hér var fullt hús á fyrstu tónleikunum, fleiri í félagsheimilinu en íbúar staðarins eru. Hugsunin hjá mér er að gera þetta skemmtilegt, ekki endilega með fullri mætingu. Fjölskyldan er með mér hérna fyrir austan og ég er að hitta marga góða vini svo það er óhætt að segja að ég slái hér margar flugur í einu höggi.“ Hægt verður að fylgjast með gjörn- ingnum á Fésbókarslóðinni: facebook.com/ events/244184889032647/. Einnig verður öllum tónleikunum streymt beint á Netinu undir slóðinni: ustream.tv/channel/fjardarborg. /ehg Vegna útkomu þriðju sólóplötu tónlistarmannsins Jónasar Sigurðssonar á haustmánuðum ákvað hann að efna til þriggja vikna tónleikamaraþons á Borgarfirði eystri. Íslandsmót í hestaíþróttum á Vindheimamelum Íslandsmót fullorðinna í hestaíþróttum fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði dagana 18.‒22. júlí næstkomandi. Frítt verður inn á mótið og ýmis- legt við að vera. A-úrslit munu fara fram á sunnudegi og verður RÚV með beina sjónvarpsútsend- ingu frá þeim. Að sögn Eyþórs Einarssonar, framkvæmdastjóra mótsins, er undirbúningur í fullum gangi og gengur vel. „Það var auðvitað haldið landsmót á Vindheimamelunum í fyrra og því er svæðið í góðu standi. Sömuleiðis er búið að halda mót og nota vellina í ár og þeir eru líka í góðu ásigkomulagi. Við ætlum að leggja áherslu á að hafa mótið skemmtilegt en auk þéttrar dagskrár á keppnisvellinum munum við setja upp hoppukastala fyrir börnin og verða með frekari afþreyingu.“ Eyþór hvetur Norðlendinga sem og aðra að vera duglega að mæta enda verði þarna samankomnir bestu hest- ar landsins. Þá verði hestamannaball í Miðgarði þar sem mótsgestir geti komið saman og verið glaðir. Alltaf gaman á Vindheimamelum Sigurður Sigurðarson knapi er ekki ókunnur Íslandsmótum en hann er margfaldur Íslandsmeistari í ýmsum greinum síðustu 15 ár. Hann ætlar sér að mæta galvaskur á Vindheimamelana. „Ég er svona nokkurnveginn búinn að gera upp við mig hvaða hross ég ætla að mæta með, þó ekki alveg. Þetta verður mjög mikil skemmtun, ég hef aldrei farið á mót á Vindheimamelum án þess að það sé gaman. Ég hvet alla hestaáhugamenn til þess að fjöl- menna á mótið og hafa gaman af.“ /fr Mynd: Hafþór S. Helgason

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.