Bændablaðið - 12.07.2012, Page 23

Bændablaðið - 12.07.2012, Page 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 2012 Fjaðurmagnaður Pajero nýtur sín við fjölbreyttar aðstæður Fyrir nokkru hitti ég sölumenn frá Heklu sem voru í söluferð hringinn í kringum landið eftir nokkurt hlé vegna áfalla í efnahagslífinu. Í spjalli við Guðna Eðvaldsson sölumann sannfærðist ég um að kreppan væri búin og að ég skyldi prófa alvöru jeppa. Hann bauð mér að líta við hjá Heklu og reynsluaka nýjasta Mitsubishi Pajero jeppanum og ég tók hann á orðinu. Vinsæll til marga ára Pajero er Íslendingum vel kunnur enda hefur hann verið meðal sölu- hæstu jeppabifreiða á Íslandi um árabil. Þó ekki hafi margir nýlegir farið á götuna síðustu misseri á hann þó sína tryggu aðdáendur. Bíllinn sem ég prófaði var dýrari týpan, með leðursætum, bakkmyndavél og vind- skeið. Jeppinn er 7 manna, 5 dyra og á að skila 200 hestöflum. Strax og ég settist inn í bílinn tók ég sér- staklega eftir hversu gott útsýni var úr bílnum fram á veginn og til hliðar, en einhverra hluta vegna fannst mér ekkert sérstaklega gott að horfa á mælaborðið (hraðamæli og snún- ingsmæli). Í fyrstu fannst mér bíll- inn vera óþægilega þungur af stað, en með ákveðinni þyngingu hægri fótar þrýstist maður aftur í sætinu og auðfundið var að þarna var meira en nægur kraftur og hestöflin mörg. Öruggur á vegi Að venju reyni ég að keyra þá bíla sem ég prófa við sem fjölbreytt- astar aðstæður og ók ég jeppanum að Djúpavatni á Reykjanesi og til baka. Í holóttum og grófum malar- veginum á Djúpavatnsleiðinni naut fjöðrunin sín vel og nánast ekkert malarvegahljóð var upp undir bílinn (greinilegt að yfir 25 ára Dakar- keppnisreynsla Mitsubishi Pajero er að skila sér til viðskiptavina). Þrátt fyrir polla og drullu skvettist lítið upp á hliðarnar á jeppanum en á gangbrettin á hliðum bílsins safnaðist töluverð drulla. Á sleipum malar- veginum var gott að sjá hversu fljótt spólvörnin kom inn, en ef gefið var í á sleipum moldarköflum náðu aftur- dekkin ekki að spóla nema hluta úr hring áður en spólvörnin tók völdin. Xenon-framljós bílsins eru nokkuð sem heillar mig sem hinn fullkomni ljósabúnaður. Hliðarspeglarnir eru stórir og góðir, en baksýnisspegill- inn inni í bílnum mætti vera stærri. Höfuðpúðarnir í aftursætinu skyggja töluvert á fullkomið útsýni í inni- speglinum en hliðarspeglarnir eru það góðir að þeir gera hann næstum óþarfan. Gott pláss Sé bíllinn bara með fimm sæti upp- sett og sætin fyrir öftustu tvo niðri, er mjög mikið pláss fyrir farangur. Það er mjög fljótlegt að leggja niður sætin í miðjum bílnum og eykur það enn rými fyrir farangur (svo mikið verður rýmið að jafnast á við lítinn sendibíl). Að loknum akstrinum var ég mjög sáttur (sérstaklega við fjöðrunina á malarveginum), en hægt er að panta prufuakstur hjá Heklu í gegnum vefslóðina www. hekla.is. Næsta Bændablað kemur út 26. júlí Verð: frá 9.865.000 til 10.650.000 Vél: 3,2 l dísel 200 hestöfl Lengd: 4900 mm Breidd: 1875 mm Hæð: 1870 mm Hæð undir lægsta punkt: 235 mm Vélaprófanir hlj@bondi.is Hjörtur L. Jónsson Það er hægt að koma töluverðum farangri þarna inn. Nýi Pajero-jeppinn er 7 manna og skilar um 200 hestöflum. th or ri@ 12 og 3. is / 3 1. 31 3 ...sem þola álagið! TRAUSTAR VÖRUR... VIFTUR Í MIKLU ÚRVALI Það borgar sig að nota það besta! www.falkinn.is • Bor›viftur • Gluggaviftur • I›na›arviftur • Loftviftur • Rörablásarar • Ba›viftur • Veggviftur Gylfaflöt 16-18 - 112 Reykjavík - S:5535200 solo@solo.is - www.solo.is Islensk framleiðsla og hönnun Afsláttur fyrir lesendur Bændablaðsins fyrir heimili, fundarherbergi, mötuneyti, kaffihús, skóla JÖRÐIN EFRI-ÚLFSSTAÐIR Í LANDEYJUM Til sölu er jörðin Efri- Úlfsstaðir í Rangárþingi eystra. Landstærð er um 206 ha, þar af er ræktað land 55 ha. Laxveiðiáin Affall rennur um land jarðarinnar og á aurum hennar er malarnám. Á jörðinni er 149 fm íbúðarhús með sambyggðum bílskúr byggt árið 1989. Útihús eru samtals 719 fm. Á jörðinni er stunduð nautgriparækt. Bústofn og vélar geta fylgt með við sölu. Nánari upplýsingar og myndir á www. fannberg.is og á skrifstofu. FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími: 487-5028 Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson viðskiptafræðingur Auglýsinga- og áskriftarsími Bændablaðsins er 563-0303 Netfang: bbl@bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.