Bændablaðið - 12.07.2012, Side 24

Bændablaðið - 12.07.2012, Side 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 2012 Minkurinn færir sig upp á skaftið Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir, nýsköpunar- og hlunnindaráð- gjafi Bændasamtakanna, hefur ásamt mörgum öðrum gagnrýnt slælegan árangur, framkvæmd og stuðning við refa- og minkaveiðar af hálfu hins opinbera. Það kom því vel á vondan, ef svo mætti orða það, er Guðbjörg fór nýlega ásamt fjölskyldu sinni að veiða í Djúpavatni á Reykjanesi. Seint um kvöldið sá Guðbjörg mink, sem virtist heimavanur við veiðihúsið, hnusa eftir afla fjölskyldunnar og sló hann eign sinni á tvo silunga. Á meðan minkurinn stundaði þessa rányrkju var hann granda- laus um það að Guðbjörg var vopnuð myndavél og tók myndir sem hún sendi stjórn Veiðifélags Hafnarfjarðar, sem rekur og selur veiðileyfi í Djúpavatn. Þegar myndirnar bárust Veiðifélagi Hafnarfjarðar fóru félagsmenn að leita eftir einhverjum sem gæti unnið á þessum vargi sem greinilega virtist hafa fjölskyldu að fæða. Í viðtali við Sigríði Hrólfsdóttur, félaga í Veiðifélagi Hafnarfjarðar, sagðist hún fyrst hafa haft samband við lögregluna í Grindavík til að fá meindýraeyði með hunda til að finna og vinna á dýrinu. Svarið var að veiðifélagið ætti bara að fara sjálft í að leggja gildrur fyrir dýrið. Einnig hafði Sigríður samband við lögregluna í Hafnarfirði, sem lítið gat sinnt henni. Á meðan Sigríður var í leit sinni að veiðimanni með minkahund barst þessi minkafregn til Konráðs Magnússonar meindýraeyðis hjá Firringu ehf., en Konráð vissi af efnilegum minkahundum sem hann vildi skoða gagnvart minkaveiði og ákvað að nota þetta tækifæri til að reyna hundana. Konráð fór ásamt tveimur aðstoðarmönnum og þremur hundum til að freista þess að vinna á þessum skaðvaldi og slóst Bændablaðið með í för. Það er skemmst frá því að segja að í ferðinni náðu hundarnir þremur hvolpum en læðan slapp. Í lok veiðiferðarinnar sagði Konráð að mikið væri af mink í og við Hafnarfjörð og Garðabæ, en alltof lítil áhersla væri lögð á að vinna á þessum vargi sem hreinsaði upp silung í vötnum og dræpi mikið af fugli. /HLJ Góður árangur veiði- manna í Þingeyjarsýslu Landinu er greinilega misskipt því að á sama tíma berast fregnir um frábæran árangur minkaveiða úr Þingeyjarsýslum en þar eru meðal annars bræðurnir Jóhann og Jón Gunnarssynir sem sjá um stóran hluta Þingeyjarsýslna. Til að fá innsýn í góðan árangur þeirra bræðra hringdi Bændablaðið í yngri bróðurinn Jón. „Við bræðurnir byrjuðum 1992 við hálfgert fikt í Kelduhverfi, tókum svo við minkaveiðum í Kelduhverfi 1998 og höfum verið að víkka út svæðið allt síðan og núna síðast tókum við Melrakkasléttu í vor. Við erum því með ströndina frá Skjálfandafljóti í vestri að Raufarhöfn (Axarfjarðarheiði) í austri. Árangurinn er bestur á Húsavík og á Tjörnesi því þar hefur ekki fengist minkur í 5 ár, en árangurinn þökkum við því að við erum að allt árið við vöktun á mink. Eflaust er þetta undarlegt að heyra veiðimann vera ánægðan með að veiða ekki neitt, en það kallast víst góður árangur. Mest er þetta gildruveiði og að jafnaði erum við með 160 til 180 gildrur úti á þekktum stöðum sem minkurinn sækir í. Árangurinn sést best á því hversu mikið af fugli er komið á tjarnir og vötn og sem dæmi hafa toppendur og straumendur verpt í minkaholumunna þar sem við unnum mink á sínum tíma. Einnig er skemmtilegt að sjá hvað flórgoðinn er í mikilli uppsveiflu á okkar veiðisvæði en nú má sjá flórgoða víða á vötnum og tjörnum hér í sýslunni. Með stöðugri vöktun virðist þetta vera hægt. Launin eru ekki há hjá okkur bræðrum og mikill kostnaður fer í eldsneyti en við erum farnir að eldast og er ég 69 ára og Jóhann bróðir varð áttræður 29. júní.“ /HLJ Minkurinn við Djúpavatn er frakkur þar sem hann vappar um aðgerðarborðið. Á föstudag fór Konráð aftur og náði læðunni. Mynd: Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir Jón Gunnarsson, minkabani á Húsavík. Golíat grefur sig að hvolpunum. Samanburður á verðlagi í ESB, Íslandi, Noregi og Sviss Þann 22. júní sl. birti Hagstofa ESB, Eurostat, frétt um sam- anburð á verðlagi í Evrópu. Umfjöllunin hér á eftir einskorðast við 30 Evrópulönd, þótt rannsókn Eurostat hafi einnig tekið til fleiri landa. Meðalverð ESB-landanna 27 er 100 en frávik frá því sýna hlut- fallslega lægra eða hærra verð, sjá skýringamálsgrein. Dýrasta landið í Evrópu er Danmörk þar sem verðlag er að meðaltali 142% af meðalverði ESB. Þar á eftir koma Svíþjóð (128%), Finnland (125%) og Lúxemborg (122%). Dýrustu löndin í Evrópu eru hins vegar Sviss (162%) og Noregur (151%). Ísland er 8. dýrasta landið í Evrópu og er verð- lag hér 14% hærra en að meðaltali innan ESB. Innan ESB er hins vegar gríðarlegur munur á verðlagi. Þau lönd sem liggja 10-20% yfir meðal- tali ESB eru Írland (117%), Belgía (112%) og Frakkland (111%). Lægst er verðlag hins vegar í Búlgaríu eða aðeins 51% af meðaltali ESB og í Póllandi og Rúmeníu er það 60% af meðalverði ESB. Af þeim löndum sem tekið hafa upp evruna er verðlag lægst í Slóvakíu, 72% af meðalverði ESB. Verðbil milli evrulandanna 17 er því allt frá 72% af meðalverði upp í 125% ef Danmörk er undanskilin en danska krónan er þó nátengd evrunni. Verðlag mat- og drykkjarvöru Verðlag á mat- og drykkjarvörum er hæst í Danmörku af löndum ESB, 136%. Mat- og drykkjarvörur eru hins vegar dýrastar í Noregi, 164%. Ísland er í 10. sæti Evrópulanda í þessum vöruflokki. Önnur lönd þar sem matvöruverð er hærra en hér á landi eru: Belgía, Lúxemborg, Austurríki, Finnland, Írland, Svíþjóð og Sviss. Innan ESB eru mat- vörur ódýrastar í Búlgaríu (64%), Rúmeníu (66%) og Póllandi (74%). Af Evrulöndum er verðlag hæst á Írlandi (118%) en lægst í Slóvakíu (83%). Verð á öðrum vörum og þjónustu Áfengi og tóbak er samkvæmt Eurostat ódýrast í Ungverjalandi (63%) en dýrast í Noregi (250%). Innan ESB er verðlag á þessum vörum hæst á Írlandi (163%). Fatnaður er ódýrastur í Búlgaríu (75%) en dýrastur í Sviss (138%). Svíþjóð er dýrasta ESB-landið í þess- um vöruflokki (133%). Raftæki eru dýrust á Íslandi (148%) en ódýrust í Póllandi (89%). Af ESB-löndum er verðlag á raftækjum hæst á Möltu (125%). Samgöngur eru dýrastar í Danmörku (167%) en ódýrastar í Búlgaríu (83%). Þá eru hótel og veitingahús ódýrust í Búlgaríu en dýrust í Noregi. Í þessum flokki er Ísland í 7. sæti þeirra þjóða sem samanburðurinn tekur til. Heimild: Eurostat, júní 2012 Svona er verðlagsmunur á milli landa reiknaður Fyrst er eins konar tilbúið gengi reiknað á milli landa með því að gera ráð fyrir að allar myntir hafi sama kaupmátt (þetta er kallað kaupmáttarjafnvægi mynta, PPP). Ef hamborgari kostar til dæmis 1000 krónur á Íslandi en 5 pund í Bretlandi þá ætti gengi myntanna að vera 200 krónur fyrir pundið miðað við kaupmáttarjafnvægi – borgarinn kostar það sama í báðum löndunum. Ef skráð gengi er hinsvegar innan við 200 krónur, þá er ástæðan sú að verðlag á Íslandi er hærra en í Bretlandi. Segjum til dæmis að skráð gengi sé 150 krónur fyrir pundið. Þá ætti borgarinn að kosta 750 krónur ef kaupmáttarjafnvægi ríkti á milli landanna, svo í raun er verðlag á hamborgurum á Íslandi hærra en í Bretlandi. Verðmunur hamborgaranna er því hlutfalls- munurinn á genginu m.v. kaup- máttarjafnvægi og skráða genginu. Til að finna heildarverðlags- muninn á milli landa má segja að hamborgaradæmið sé endurtekið fyrir allar vörur sem endurspeglast í almennri neyslukörfu heimila. Dæmið er svo auðvitað einfaldara í löndum sem nota sömu mynt (t.d. innan evrusvæðisins) því þar nægir að bera verðlag eitt og sér saman milli landa (skráða gengið er alltaf jafnt og 1). Hér má þó geta þess að bæði verðlagsmælingar og umreikn- ingar á kaupmáttarjöfnuði eru skekkjum háðar og því má ekki taka samanburðinum of bókstaf- lega þótt hann gefi ágæta mynd af mismunandi verðlagi í álfunni. Heimild: Markaðspunktar Arionbanka 3. júlí 2012 Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Verðlag í Evrópu Verðlag í ESB, Íslandi, Noregi og Sviss, 2011 Alls Matur og drykkjar- vörur Fatnaður Raftæki Hótel og veitingahús Sviss 162 156 138 111 157 Noregur 151 164 134 122 184 Danmörk 142 136 119 116 154 Svíþjóð 128 120 133 113 147 Finnland 125 116 120 105 130 Írland 117 118 92 93 126 Ísland 114 114 133 148 119 Belgía 112 115 113 104 113 Frakkland 111 108 104 101 104 Þýskaland 103 110 103 99 103 Bretland 102 103 97 95 105 Spánn 97 93 88 99 94 Grikkland 95 103 103 108 98 Malta 78 94 85 125 77 Pólland 60 69 89 89 76 Búlgaría 51 67 75 92 45 Heimild: Eurostat Meðaltal ESB-27 = 100

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.