Bændablaðið - 12.07.2012, Síða 26

Bændablaðið - 12.07.2012, Síða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 12. júlí 2012 Aukið flugöryggi fugla Fuglafræðistofnunin Sempach í Sviss telur að hundruðir þúsunda fugla deyi þar í landi árlega er þeir rekast á glugga á flugi. Nú hefur stofnunin, ásamt glerframleiðandanum Glas Trösch, náð að hanna glugga með íbrenndum röndum sem vart eru greinanlegar og draga stórlega úr óþarfa dauðsföllum fugla. Nýja gluggalínan frá Glas Trösch heitir Birdprotect en samkvæmt rannsóknum fuglafræðistofnunarinnar Sempach eru 90% minni líkur á því að fuglar endi líf sitt á nýju gluggunum. Á nýbyggðri íþróttahöll í Sursee var helmingi glugganna að utanverðu skipt úr fyrir nýju uppfinninguna. Að sögn Hans Schmid, fuglafræðings sem sá um talningu dauðsfalla, var niðurstaðan góð: á eins og hálfs árs tímabili flugu 38 fuglar á gömlu gluggana en aðeins fjórir á þá nýju. Nýju gluggarnir kosta um fjórðungi meir en venjulegir gluggar og er þónokkur eftirspurn eftir þeim. Þeir eru ekki síður hugsaðir sem staðgenglar fyrir speglagler þegar það er notað til að bæta einangrun bygginga og kasta frá sér sólarljósi. Rendurnar í Birdprotect, sem sjást varla nema við nánari athugun, sjúga nefnilega í sig útfjólubláa geisla og lækka þannig húskælingarkostnað í heitari löndum. Hvað það nákvæmlega er í nýju gluggunum sem bjargar fuglunum frá bráðum dauða er ekki vitað en tvennt kemur þar til greina. Annars vegar gæti það verið bjöguð spegilmynd sem fælir þá frá, hinsvegar gæti það verið útfjólubláa ljósið sem rendurnar draga í sig en sumir fuglar hafa þann eiginleika að greina útfjólublátt ljós sem þeir geta nýtt sér við fæðuöflun. Hvað sem það nú er þá skiptir það fuglavini litlu máli, mestu skiptir að glerið bjargar fuglum. Ómögulegt er að meta hve margir fuglar deyja árlega hér á landi. Að sögn Gunnars Þórs Hallgrímssonar, fuglafræðings og forstöðumanns Náttúrustofu Reykjaness, eru það fyrst og fremst fuglar sem eru nálægt mannabústöðum sem lenda í þessum árekstrum hér. Þetta eru þrestir, þúfutittlingar, auðnutittlingar og maríuerlur. Helst gerist það við glerskála og þar sem sést úr einum glugga í annan. Stöku smyrill endar líf sitt á rúðunum en þá er smyrillinn að elta spörfugla í görðum. Gunnar telur ekki að íslenskum fuglum stafi hætta af nýlegum stál- og glerhýsum eins og til dæmis Hörpunni. Hér á landi stafi þó álftum og gæsum nokkur hætta af raflínum. Áhugavert væri þó að taka Svisslendingana til fyrirmyndar og rannsaka tíðni fuglaárekstra hér við land. Hversu margir fuglar láta til dæmis líf sitt á glerstrætóskýlum? Fuglavinir í útlöndum benda nefnilega á að hér sé um falið vandamál að ræða, þar sem rándýr og kettir séu fljótir að tína fuglana upp og gæða sér á þeim. Kýr á beit Gæði drykkjarvatns í beitarhögum Aðgangur að hreinu og fersku vatni er öllum kúm nauðsynlegur og einn áhrifamesti þátturinn varðandi heilbrigði þeirra og afurðir. Alltof oft eru þó gæði drykkjarvatns fyrir mjólkurkýr á beit ekki nógu góð og þarf engan að undra að kýrnar skili ekki hámarksafurðum á slíkum búum. Mikil vatnsþörf Stór hluti mjólkur er vatn (um 87%) og því lykilatriði að kýr hafi gott aðgengi að góðu og rennandi vatni á beitinni. Vatnsþörfin er bæði háð umhverfishitastigi (lofthita) og dagsnyt. Sem dæmi má nefna að kýr með 20 til 30 kg dagsnyt þurfa að innbyrða um 100 lítra á dag, miðað við algengan lofthita hér á landi, til að halda uppi þessari framleiðslu. Eðlilega kemur hluti þessara þarfa í gegnum beitina, sem er með 16-20% þurrefni. En meginhluta vatnsins þurfa kýrnar að drekka. Rétt er að minna einnig á mikil- vægi þess að gefa nýbærum mikið og gott vatn. Þegar mjólkurframleiðslan hefst snareykst vatnsþörfin. Álag á kýrnar við burðinn sjálfan er einnig mikið. Gott ráð er að gefa kúm vatn úr fötu strax eftir burðinn. Þetta hjálpar þeim að ná sér betur af stað, sérstaklega eftir erfiðan burð. Drykkjaratferli Á beit drekka kýr 2-5 sinnum á sólar- hring, allt eftir fjarlægð í vatn og drekka þær allt að 20 lítra af vatni á mínútu við kjöraðstæður. Sé mjög langt í drykkjarstaðinn drekka kýrnar bæði sjaldnar og minna og er því gott að miða við að í næsta drykkjarkar sé að hámarki fárra mínútna gangur. Best er að hafa ávallt góðan drykkjar- stað nálægt kúnum, s.s. drykkjarker, t.d. tengt við sírennsli og/eða búið flotholtsventli. Þannig má tryggja kúnum öruggt og gott vatn stutt frá þeim, þó svo að beitarsvæðinu sé breytt og girðingar færðar til. Vanda skal frágang og viðhald Reglan um uppsetningu á drykkjarkerum er einföld: 12 kýr á hvern lengdarmetra drykkjarkers. Mörgum finnst þetta mjög vel í lagt og má vel vera, en rétt er þá að minna á niðurstöður erlendra rannsókna sem sýnt hafa að því betra sem aðgengið er að vatninu, því meiri mjólk skilar sér í tankinn. Annað atriði sem kemur stundum fyrir er röng hæð á drykkjarkerunum. Kúm er eiginlegt að drekka vatn með höfuðið í ákveðinni stöðu. Eftir því sem kerin eru hærri, því erfiðara er fyrir kýrnar að „þamba“ vatnið ‒ sem er einmitt það sem við viljum að þær geri. Hafið því ekki meira en 80 cm frá efstu brún pallsins fyrir neðan. Oft er það svo að kúm er ætlað að drekka vatn úr næsta læk. Ef svo er þarf að huga sérstaklega að þeim stað þar sem kýrnar eiga að drekka. Til þess að minnka líkur á óhreinindum á júgri og fótum er afar mikilvægt að hafa viðkomandi drykkjarsvæði malarborið. Það minnkar einnig líkurnar á því að vatnið sem kýrnar drekka verði óhreint. Ekki er algjörlega hægt að koma í veg fyrir að óhreinindi berist í drykkjarkör svo þau þarf að þrífa reglulega. Gott er að miða við að ef þér finnst vatnið of óhreint til þess að drekka það, þá er það ekki heldur æskilegt fyrir kýrnar þínar. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku Helmingur glugganna í þessari íþróttahöll í Sursee er með röndum. Árekstrum fugla á gluggana hefur fækkað um 90%. Ekki óalgeng sjón sums staðar. Fuglar átta sig ekki á fyrirstöðunni og láta lífið í hrönnum. Fuglavinir í Sviss berjast fyrir aukinni meðvitund um óþörf dauðsföll fugla. Þeir vilja að arkítektar taki tillit til fugla í hönnun sinni. Hér er dæmi um strætóbiðstöð sem þeir telja til fyrirmyndar. Ísland er með’etta Nýtt og umfangs- mikið átak innlendrar ferðaþjónustu er hafið Fimmtudaginn 12. júlí, hefst sann- kallað stórátak í kynningu inn- lendrar ferðaþjónustu. Verkefnið Ísland er með’etta er sameigin- legt verkefni allra markaðsstofa landsins, Ferðaþjónustu bænda ásamt Opnum landbúnaði og Beint frá býli, Höfuðborgarstofu og Ferðamálastofu en markmið þess er að hvetja Íslendinga til ferðalaga innanlands og kynna fyrir þeim allar þær stókostlegu upplifanir sem landið hefur upp á að bjóða. Nýtt og glæsilegt vef- svæði, undir merkjum átaksins, islandermedetta.is, hefur verið opnað. Þar gefst landsmönnum færi á að kynna sér allra handa ævintýri og upplifanir á einstak- lega aðgengilegan hátt. „Vefsíðan islandermedetta. is er einskonar gullkista af ævintýrum og upplifunum fyrir alla fjölskylduna, og það sem gerir hana sérstaklega væna er að þar má leita eftir landshlutum, athöfnum og árstíðum. Auk þess bjóðum við landsmönnum að senda inn sínar myndir af fjölbreyttum upplifunum sínum af landinu okkar,“ segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. „Íslendingar ættu hiklaust að leyfa sér að vera ferðamenn á Íslandi og greiða fyrir þjónustu og afþreyingu, fá leiðsögn um okkar einstæðu náttúru- og menningarminjar, panta gistingu og kaupa góðan mat. Ísland er kraumandi af spennandi ævintýrum fyrir alla fjölskylduna því hér er hægt að upplifa svo margt sem er alveg einstakt á heimsvísu.“ Ferðaþjónusta bænda í sam- starfi við Beint frá býli og Opinn landbúnað eru þátttakendur í þessu verkefni. Félagsaðilar eru hvattir til að taka virkan þátt í að markaðs- setja upplifunina „Upp í sveit“ með skemmtilegum hætti þannig að Íslendingar eigi eftir að sækja í enn meira mæli í þá þjónustu sem ferðaþjónustubændur og aðrir í land- búnaðarferðaþjónustu hafa upp á að bjóða allan ársins hring. Sjá: www.islandermedetta.is

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.