Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 10
13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR10
Alþingi kemur saman eftir
hlé á mánudag. Stór mál
verða á dagskrá vorþings-
ins og nægir að nefna breyt-
ingar á fiskveiðistjórnunar-
kerfinu í því samhengi.
Stjórnarandstaðan mun
veita aðhald og reyna að
koma málum sínum áfram.
Reynslan kennir okkur að
fá mál hennar munu ná
í gegn og stór hluti þing-
starfa mun fara í karp.
Þrjú ár verða liðin í vor frá því
að ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna tók við. Í febrúar
raunar ef minnihlutastjórnin frá
2009 er tekin með. Hvernig sem
því líður sígur á seinni hlutann
á kjörtímabilinu og að vorþingi
loknu er aðeins ár í kosningar.
Ef það, því í það minnsta Sjálf-
stæðisflokkurinn mun reyna að
knýja fram kosningar fyrr.
Það fer því hver að verða síð-
astur að koma fram þeim málum
sem ætlunin er að nota þing-
meirihlutann, eins naumur og
óviss og hann er nú, til að koma
stefnumálum til framkvæmda.
Neyttu á meðan á nefinu stendur
segir orðtakið og ljóst að stjórn-
arflokkarnir mega ekki við því
að mörgum stefnumálum þeirra
verði frestað.
Ráðist í kvótann
Báðir stjórnarflokkarnir hafa
haft það á stefnuskrá sinni um
nokkurt skeið að breyta fiskveiði-
stjórnunarkerfinu. Það var því
trauðla undrunarefni að slíkt
skyldi rata inn í stjórnarsáttmál-
ann.
Jón Bjarnason gegndi stöðu sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra
og verkefnið var því á hans herð-
um. Eitt af því sem gagnrýnend-
ur hans nefndu var hve illa hefði
gengið að koma á umræddum
breytingum. Samkvæmt stjórnar-
sáttmálanum áttu þær að vera
komnar í gagnið á fiskveiðiárinu
sem hófst 1. september 2010. Þær
tillögur sem sést hafa eru mjög
umdeildar og ljóst er að nýs ráð-
herra málaflokksins, Steingríms J.
Sigfússonar, bíður erfitt verkefni.
Helstu deiluefnin snúa að því
hve langur nýtingarréttur eigi að
verða og hve hátt veiðileyfagjaldið
verður. Þá mun verða tekist á um
hvert vald ráðherra verður, bæði
varðandi innbyrðis tengsl fyrir-
tækja og úthlutunina.
Steingríms bíður það verkefni
að sætta ólík sjónarmið, án þess
að styggja atvinnuveginn um of.
Ljóst er að Samfylkingunni hugn-
ast ekki að fara í stríð við sjávar-
útveginn. Líklegt er að einhvers
konar málamiðlun á fyrri tillögum
verði niður staðan.
Fróðlegt verður að sjá hvernig
þingmenn stjórnarandstöðunnar
munu bregðast við, náist að leggja
fram heildstætt frumvarp. Þá
þurfa þeir að svara þeirri spurn-
ingu hvort þeir séu andsnúnir því
að kvótinn verði færður í hendur
þjóðarinnar; en þannig mun málið
verða lagt upp.
Ísland er lýðveldi
Í kjölfar hrunsins var ákveðið að
fara í endurskoðun stjórnarskrár-
innar. Sú vegferð hefur verið nokk-
uð flókin og ófáar keldurnar sem
þurft hefur að krækja fyrir. Nú
liggja fyrir tillögur stjórnlagaráðs
um nýja stjórnarskrá og þeim hefur
verið vísað til stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar.
Jóhanna Sigurðardóttir forsæt-
isráðherra hefur lýst því yfir að
nefndin geri sem minnstar breyt-
ingar á tillögum stjórnlagaráðs.
Hún vill að haft verði samráð við
hina 25 fulltrúa ráðsins og mögu-
legar breytingar kynntar þeim.
Þingið fjalli síðan um málið og
samþykkt frumvarp verði borið
undir þjóðina til atkvæða.
Forsætisráðherra hefur nefnt
að vel færi á því að sú atkvæða-
greiðsla yrði samhliða forsetakosn-
ingunum, en þær verða haldnar 30.
júní.
Nokkur styr hefur verið um þetta
mál. Margir vilja að niðurstaða
verði komin í það áður en nýr for-
seti verður kosinn, til að ljóst sé
hvert verður eðli embættisins. Þá
er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn
er á móti þessum breytingum og
mun verða tregur í taumi. Á móti
kemur að Hreyfingin hefur talað
fyrir breyttri stjórnarskrá. Málið
gæti engu að síður tekið drjúgan
tíma í sölum Alþingis.
Virkjun eða vernd
Rammaáætlun um vernd og
nýtingu náttúrusvæða liggur
fyrir þingi. Iðnaðarráðherra og
umhverfis ráðherra hafa staðið
saman að málinu, þótt það sé á for-
ræði þess fyrrnefnda.
Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra fer í barneignarleyfi í lok
mánaðarins. Reiknað er með að
einhver ráðherra Vinstri grænna
taki verkefni hennar yfir, enda er
ætlunin að sameina það öðrum í
eitt atvinnuvegaráðuneyti. Ekki er
ólíklegt að það verði Steingrímur J.
Sigfússon, verðandi atvinnuvega-
ráðherra, sem tekur verkefnið yfir.
Samkvæmt þingsályktunartil-
lögunni er gert ráð fyrir virkjun-
um í neðrihluta Þjórsár. Fjölmarg-
ir þingmenn Vinstri grænna eru
ósáttir við það. Þá eru í verndar-
flokki ýmis virkjanakostir sem
fjölmargir þingmenn Samfylking-
arinnar munu vilja nýta en ekki
vernda.
Það verður því tekist á um
umhverfismál á vorþinginu og ekki
ólíklegt að einhverjum verði brigsl-
að um að standa gegn atvinnusköp-
un. Jafnvel munu frasar um fjalla-
grös og hundasúrur fá að fjúka.
Landsdómurinn
Tillaga Bjarna Benediktssonar
um að Alþingi dragi til baka kæru
sína á hendur Geir H. Haarde verð-
ur tekin á dagskrá eftir viku. Þar
munu mætast stálin stinn og báðar
fylkingar virðast nokkuð sigur-
vissar. Hvernig það mál fer verð-
ur ákveðinn mælikvarði á styrk
stjórnarinnar.
Fjölmörg fleiri mál verða rædd
á vorþingi. Má þar til dæmis nefna
að gerðar verða þær breytingar á
stjórnarráðinu sem kynntar hafa
verið; atvinnuvegaráðuneyti og
umhverfis- og auðlindaráðuneyti
verður komið á laggirnar.
Hvernig sem fer er ljóst að heil-
mikil verkefni bíða þingmanna á
vorþingi 2012. Hvort þeim tekst
að haga störfum sínum þannig að
virðing landsmanna á Alþingi auk-
ist, skal hins vegar ósagt látið.
FRÉTTASKÝRING: Átakamál á Alþingi
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Deilt um kvóta, vernd
og stjórnarskrá
STUNDUM GAMAN Þingstörfin þurfa ekki að vera endalaust karp og köpuryrði,
stundum má leyfa sér að hafa gaman í vinnunni eins og þau Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson og Ragnheiður Elín Ríkharðsdóttir vita. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
V M - F É L A G V É L S T J Ó R A O G M Á L M T Æ K N I M A N N A
St ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 R e y k j av í k - 5 7 5 9 8 0 0 - w w w. v m . i s
Vonumst til að sem flestir sjái sér fært að mæta og þiggja kaffisopa.
ÁGÆTU FÉLAGSMENN VM
Okkur til mikillar ánægju eru nýju orlofsíbúðirnar í Mánatúni 3, Reykjavík
tilbúnar og verða til sýnis laugardaginn 14. janúar milli kl. 13:00 og 16:00.
„Við munum leggja mikla áherslu áfram, eins og við höfum
gert, á skuldamálin og atvinnumál almennt, að reyna að koma
af stað einhverri fjölgun starfa í samfélaginu. Við munum áfram
reyna að koma fram þessum málum sem við höfum lagt fram
síðan 2009. Það er alltaf þetta sama, að reyna að gera eitthvað
í skuldamálum og atvinnumálum,“ segir Gunnar Bragi Sveins-
son, formaður þingflokks Framsóknarflokkinn.
Hann segir óvíst hver verði áhersla ríkisstjórnarinnar og
grunar að áfram muni mest bera á hræringum við ríkisstjórnar-
borðið. „Væntanlega kemur fram frumvarp í sjávarútvegsmálum
og svo veit ég ekki hvort þau ná að klára verndar- og nýtingar-
áætlunina.“
Skuldamál og fleiri störf
GUNNAR
BRAGI
SVEINSSON
„Við munum leggja áherslu á lýðræðismálin og skuldamál
heimilanna, eins og við höfum gert,“ segir Margrét Tryggva-
dóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar. „Við erum með nýtt
frumvarp um skuldamál sem kemur fram í janúar. Þar gengur
meginhugmyndin út á bjargráðasjóð heimilanna.“ Margrét segir
slíkan sjóð myndu nýtast við skuldaleiðréttingu.
Margrét býst við að á þinginu muni hæst bera auðlindamál,
rammaáætlun og kvótann. Þingmenn Hreyfingarinnar séu
áhugasamir um þau mál. Spurð hvort Hreyfingin muni styðja
ríkisstjórnina í einhverjum málum, eins og nokkuð hefur verið
um rætt, segir Margrét flokkinn alltaf hafa kosið eftir málefnum
og slík verði áfram raunin. „Við styðjum öll góð mál eins og við höfum alltaf
gert.“
Lýðræði og skuldamál heimilanna
MARGRÉT
TRYGGVA-
DÓTTIR
„Við erum upptekin af því að skipuleggja vorþingið og erum
með fullt af málum í gangi. Strax núna á föstudag kemur stórt
mál sem er Landsdómsmálið. Það á hug manns þessa dagana,“
segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, formaður þingflokks Sjálf-
stæðisflokksins.
Hún segir flokkinn áfram munu gagnrýna stjórnarflokkana
og benda á réttar leiðir. „Við höfum lagt fram okkar efnahagstil-
lögur í þrígang og höldum áfram að benda ríkisstjórninni á það
hvernig við teljum að halda eigi á málum.“
Ragnheiður segist óttast öll mál sem koma frá ríkisstjórninni.
Hætta sé á enn einum bastarði í sjávarútvegsmálum og enn
frekari skattabreytingum. „Ég óttast allt sem þeim kynni að detta í hug þegar
við eigum að vera að byggja upp og skapa atvinnu.“ Hún segir að því minna
sem komi frá ríkisstjórninni því betra. „Er ekki markmið hjá okkur að takmarka
tjónið þangað til við knýjum fram kosningar?“
Munum knýja fram kosningar
RAGNHEIÐUR
ELÍN ÁRNA-
DÓTTIR