Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 26
6 föstudagur 13. janúar Smokkasjálfsalar á Hrafnistu Í nýlegum pistli líkti ég kynlífi saman við líkamsrækt. Það getur verið erfitt að koma sér af stað en um leið og reglulegri mætingu er náð þá verður þetta ekkert mál og mæting kemur af sjálfu sér. Ég hef hugsað meira um þetta, sérstaklega nú þegar fésbókin fyllist af metnaðarfullum fyrirheitum um dugnað og hreysti. Ef þú myndir skipta út orðunum kynlíf fyrir ræktina þá væri landinn sko hraustur! Svo virðist sem að ekki ein einasta manneskja hafi tekið ráðum mínum og sett sér kynferð- islegt markmið fyrir árið. Ef hún hefur gert það fer hún alls ekki hátt með það. Af hverju ætli það sé? Hvernig væri það ef kynlíf væri ekki sveipað dulúð og fólk ræddi það á opinberum vettvangi sem eðlilegan hluta af lík- amsrækti og hreysti. Ég sé fyrir mér að fésbókin yrði töluvert meira krass- andi; Sigga Dögg: byrjaði daginn á fullnægingu í sturtu, mæli með því! Ég er viss um að ég myndi fá þó nokkurn stuðning með smellum á „líkar vel við“ takkann og kannski nokkrar athugasemdir. Mig dreymir um tíma þar sem kynlíf er ekki feimnismál sem drukknar í mýtum. Kynlíf væri eitt af málefnum dagsins sem hægt væri að ræða og leita sér ráðlegginga án þess að roðna ofan í tær. Þetta hljómar kannski kjánalega en mín reynsla er sú að umræð- an er þörf og það hjá öllum aldurshópum. Ungt fólk vafrar um netið og á erfitt með að skilja raunveruleikann frá fant- asíunni. Fólk á miðjum aldri lendir í villigötum í sam- bandinu sínu því það kann ekki að tala saman um það sem máli skiptir. Eldri borgarar smitast af kynsjúkdóm- um því engum dettur í hug að gamalt fólk stundi kynlíf og lítið er um smokkasjálfsala á Hrafnistu. Það er því enginn undanskilinn því að þurfa að læra að tala um kynlíf á hreinskilinn og opinskáan hátt. Um dag- inn fékk ég spurningu frá ungri stúlku í kynfræðslutíma sem ég stóð fyrir. Stúlkan vildi vita hvort píkan hennar víkkað með vaxandi fjölda rekkjunauta. Ég útskýrði fyrir bekknum hvernig kynfæri karla og kvenna starfa. Leggöng konu víkka ekki eftir fjölda getnaðarlima sem inn í hana fara, ekki frekar en að typpi lengist því oftar sem það er strokkað! Einföld kynfæravitund er af skornum skammti og þegar þekking um verkfæri er takmörkuð, hvernig er hægt að ætlast til að það sé notað á rétt? Þetta er ekki eina dæmið sem situr í mér í tengslum við samræður um kynlíf. Kynlíf er eitt af líkamlegum at- höfnum dýra og manna. Það sýna flestir hægðartregðu skilning en risvandamál má ekki tala um. Auðvitað er þessi pistill að drukkna í samlíkingum en æfum okkur í samræðum um kynlíf. Það er gott áramótaheiti! Á RÚMSTOKKNUM Sigga Dögg kynfræðingur Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni. Netfangið er kynlif@frettabladid.is S öngkonan Deborah Harry sló í gegn í lok áttunda áratugarins með hljóm- sveitinni Blondie. Harry þótti með ein- dæmum töff með sitt aflitaða hár og pönkaða fatastíl og þykir það enn þann dag í dag. Hún fæddist árið 1945 í Míamí í Flór- ída og var ættleidd af hjónunum Cath- erine Harry og Richard Smith sem bú- sett voru í New Jersey og skírð Deborah Ann Harry. Eftir útskrift starfaði Harry um hríð sem ritari hjá skrifstofu breska ríkis- útvarpsins BBC í New York. Hún starf- aði einnig sem þjónn, dansari og sem Playboy-kanína. Harry hefur verið í þó nokkrum hljóm- sveitum yfir ævina og byrjaði söngfer- ilinn með sveitinni The Wind in the Willows, sem lék sveitatónlist upp á ameríska vísu. Því næst gekk hún í raðir The Stilettos þar sem hún kynnt- ist kærasta sínum og gítarleikara Blon- die, Chris Stein. Harry og Stein stofn- uðu svo hljómsveitina Angel and the Snake áður en Blondie varð til. Árið 1999 var Harry kosin tólfta magn- aðasta kona rokksins af sjónvarpsstöð- inni VH1. Hljómsveitin Blondie hætti um hríð í byrjun níunda áratugarins þegar Stein veiktist af sjaldgæfum húðsjúkdómi. Harry tók sér þá frí frá tónlistinni á meðan hún hjúkraði Stein aftur til heilsu. Parið hætti saman í byrjun tí- unda áratugarins en þau eru enn nánir vinir. Fimm hlutir sem þú vissir ekki um: DEBBIE HARRY Ung og dökkhærð Harry árið 1968 þegar hún var meðlimur sveitarinnar Wind In The Willows. Blondie Harry orðin ljóshærð og pönkuð. Flott Harry þótti sérstaklega töff bæði á sviði og í daglegu lífi. Ástfangin Harry ásamt kærasta sínum og samstarfsfélaga, Chris Stein, árið 1981. Rokkari Harry á sýningu Victoria‘s Secret árið 2010. Hún er enn jafn töff og fyrir þrjátíu árum. ÚTSALA 50% afsláttur Þyngdarstjórnun – orka – úthald – árangur Ert þú einn af mörgum Íslendingum sem hafa grennt sig með Metasys ? Metasys hefur verið fáanlegt hérlendis sl. 6 ár og á stóran aðdáendahóp Þessi 100% náttúrulega vara er unnin úr kjarna græna telaufsins og hefur það reynst fjöl- mörgum hjálp við að auka brennslugetu líkamans auk þess að vera mjög orku- og úthaldsaukandi. Fjölmargir hafa einnig fundið að húð og melting stórbatnar við inntöku Metasys. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á græna telaufinu, sem er ríkt af egcg catechins (endilega googlið), sem er mjög andoxunarríkt og hefur einnig góð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Metasys er fáanlegt í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra stórmarkaða 100%náttúrulegt www.metasys.is FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN LÍFIÐ SJÓNVARP TAKTU VÍSI Á HVERJUM MORGNI!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.