Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.01.2012, Blaðsíða 38
13. janúar 2012 FÖSTUDAGUR26 folk@frettabladid.is Engin hörgull var á stórstjörnum þegar People‘s Choice Awards voru afhent í Nokia-höllinni í Los Angeles þrátt fyrir að helstu sigurvegarar kvölds- ins hefðu verið víðsfjarri. Bandaríska söngkonan Katy Perry stóð uppi sem sigur- vegari á People‘s Choice Awards sem haldið var á mið- vikudagskvöld. Perry hlaut fimm verðlaun en ákvað að draga sig út úr verðlaunaafhendingunni á þriðjudags- kvöld. Ástæðan var augljós, flutningabílar voru mættir að villu hennar og Russells Brand, fyrrverandi eigin- manns söngkonunnar, til að tæma hana en eins og komið hefur fram í fjölmiðlum skildu Brand og Perry eftir rúmlega tveggja ára hjónaband skömmu eftir jól. Alls eru veitt fjörutíu verðlaun á People‘s Choice Awards og því óþarfi að fara nákvæmlega ofan í saumana á hverjum einasta verðlaunaflokki en hátt í tuttugu milljónir atkvæða bárust gegnum annaðhvort net eða síma samkvæmt upplýsing- um frá skipuleggjendum hátíðarinnar. Meðal annarra verðlaunahafa má nefna að Emma Stone fékk tvenn verðlaun sem besta drama- og gamanleikkonan, Johnny Depp var valinn leikari ársins og Adam Sandler var heiðraður fyrir gamanleik sinn þrátt fyrir að kvikmynd- ir hans í ár hafi verið rifnar á hol af gagn- rýnendum. „En það sem mestu máli skiptir er að þið, áhorfendur, kunnið að meta verk mín,“ sagði Sandler. Þá var Morgan Freeman heiðrað- ur fyrir framlag sitt til hvíta tjaldsins. Í sjónvarpsflokknum skiptust verðlaunin nokkuð jafnt en gamanþátturinn How I Met Your Mother fékk tvenn verðlaun: Neil Patrick Harris var kosinn besti gamanleikarinn og þátt- urinn sjálfur besti grínþátturinn. Nina Dobrev úr Vampire Diaries var valin besta drama-leikkonan en Nathan Filion úr Serenity fékk sömu verðlaun í karlaflokki. Það var síðan Lea Michele sem var útnefnd besta gamanleikkonan í sjónvarpi fyrir frammistöðu sína í Glee. freyrgigja@fretttabladid.is Óli Ofur heldur upp á tíu ára plötusnúðsafmælið sitt á laugar- daginn með því að slá upp stóru klúbbakvöldi á Nasa. Hann ætlar sjálfur að spila allt kvöld- ið, eða í um fimm klukku- tíma. Óli ætlar að líta yfir feril- inn og spila seiðandi dans- tónlist, bæði nýja og gamla. Hann hefur komið víða við síðan hann steig sín fyrstu skref á Akra- nesi árið 2002. Á ferilskrá hans er spilamennska á Þjóðhátíð í Eyjum, Broadway, Nasa og á flestum dansklúbbum þjóðarinn- ar við góðar undirtektir. Spilar í fimm klukkutíma ÓLI OFUR Miðar á sérstakar miðnætursýningar The Dark Knight Rises, nýjustu Batman-mynd- arinnar, eru þegar orðnir uppseldir í Banda- ríkjunum, um sex mánuðum áður en myndin kemur út, 20. júlí. Aðdáendur Batman eru greinilega æstir í að sjá þessa þriðju mynd leikstjórans Chri- stophers Nolan um grímuklæddu ofurhetj- una því miðarnir á miðnætursýningar í New York, Los Angeles og San Francisco ruku út á örskammri stundu. Ekki er vitað hvort einhverjum sýningum verði bætt við en ljóst er að eftirspurnin er fyrir hendi og rúmlega það. Leikstjórinn Nolan hefur viðurkennt að hafa fundið fyrir miklum utanaðkomandi þrýstingi við gerð myndarinnar. „Ég held að þetta sé góður þrýstingur vegna þess að þessar myndir og væntingar áhorfendanna eiga það skilið,“ sagði hann. Tom Hardy leikur illmennið Bane í The Dark Knigt Rises. Með önnur hlutverk fara Christian Bale sem Batman, Anne Hathaway, Joseph Gordon-Levitt, Marion Cotillard, Michael Caine og Gary Oldman. Uppselt hálfu ári fyrir sýningu KATTARKONAN Anne Hathaway leikur kattarkonuna í nýjustu Batman-myndinni. SIGURVEGARI Einn af sigurvegurum kvöldsins var hin unga Emma Stone. Hún var valin bæði leikkona ársins í drama-og gamanflokki og þá þótti klæðaburður hennar einstaklega vel heppnaður af tískuspekúlöntum. RÍSANDI STJARNA Lea Michele er eitt skærasta nýstirnið í Hollywood um þessar mundir en hún leikur aðalhlut- verkið í Glee. Michele var kjörin besta gamanleikkonan og ræddi málin við Kristen Bell. NORDICPHOTOS/GETTY HEIMA Í ÁSTAR- SORG Katy Perry var sigursæl á People‘s Choice Awards. Hún forfallaðist hins vegar enda stendur hún í skilnaði við eiginmann sinn, Russell Brand. KYNNIR KVÖLDSINS Kaley Cuoco var kynnir kvöldsins og þótti bæði smekkleg í klæðnaði og fram- komu. Cuoco leikur eitt aðalhlutverkanna í The Big Bang Theory. DAGBÆKUR VAMPÍRA Nina Dobrev var valin leikkona ársins í dramaflokki. Hún leikur í sjónvarpsþátt- unum Vampire Diaries. Stjörnu-sýning í Nokia-höllinni Madonna hefur í hyggju að fara í tónleikaferð um heiminn á þessu ári. Tilefnið er tólfta hljóðvers- plata hennar, MDNA, sem kemur út í vor. „Ég verð að eiga fyrir salti í grautinn,“ sagði hún í gríni í sjónvarpsþættinum The Graham Norton Show. „Satt best að segja þá hef ég mjög gaman af þessu. Að fara í tónleikaferð er mest gefandi af því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Fyrsta smáskífu- lag nýju plötunnar, Gimme All Your Luvin, fer í loftið 7. febrúar en prufuútgáfu af því var lekið á netið fyrir skömmu. Tónleikaferð um heiminn NÝ PLATA Nýjasta plata Madonnu hefur fengið nafnið MDNA. krakkar@frettabladid.is Krakkasíðan er í helgarblaði Fréttablaðsins JÓN JÓNSSON Grét á sinni fyrstu fótbolta- æfingu og fór að semja tónlist þegar hann var ellefu ára. 12 SINNUM hefur Hulk Hogan orðið heimsmeistari í amerískri fjölbragðaglímu. Hann ætlar nú að raka af sér yfirvaraskeggið sem hefur verið einkennismerki hans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.